Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1905, Blaðsíða 68

Eimreiðin - 01.09.1905, Blaðsíða 68
228 Svo liðu tíu ár. Pað var kallað svo, að Fálki gamli kynni vel við sig á Hálsi, en ekki duldist Björgu það, að þrátt fyrir alla nærgætni, sem hon- um var sýnd, myndi hann bera ógleymanlegar minningar frá árum sínum á Grund. Hann var enn þá sem ungur væri; tók snarpa spretti, og eins og fyrri kusu þá fáir að vera aftan undir honum. í hvert skifti, sem hann fór um fyrir neðan Grund, hneggjaði hann og vildi óvægur heim að bænum, og væri honum lofað það, var hann ekki fyr ánægður, en hann fengi að koma inn í húsið, sem hann var hýstur í alla sína tíð á Grund. Einu sinni hafði hann strokið frá Hálsi og út að Grund, en það var fyrstu dagana, sem hann var þar fremra, og þegar hann hafði verið sóttur, lagði hann aldrei til; hann skildi það á öllu, að þetta var nýja vistin, sem hann átti að vera í. Fálki gerði sér að góðu, að Bjarni hirti hann, en ekki var við það komandi, að aðrir á heimilinu fengju það; og væri Bjarni að heiman, varð Björg að gera það. Hún hafði gaman af því, eins og forðum, að færa honum mjólk, standa hjá honum og brella hann, enda vóru slíkar gerðir hennar ekki taldar eftir, né lagðar illa út. Pó að Fálki væri næsta unglegur, vóru tennurnar farnar, sem ekki var furða um hálfþrítugan hestinn; og um sumarið var ráð- gert að slá hann af að loknum heyönnum. Petta sumar hafði Gunnar litli Bjarnason oft riðið á Fálka, og kom þeim vel saman. Var engu líkara að sjá, en að Fálka væri mesta ánægja að taka dálitla spretti með hann. Gunnar mátti aldrei hugsa til þess, að Fálki yrði drepinn, þá komu æfinlega tár fram í augun á honum. Hann hafði tekið því- líkri vináttu við hann, og færði honum, hve nær sem hann gat höndum undir komist, ýmisleg matvæli, sem vóru mjúk og góm- sæt i munni Fálka, og varð alt það til þess að binda fastara og fastara vináttu þeirra. Svo var það einn dag, skömmu fyrir réttirnar, að Bjarni reið út dal ásamt húskörlum sínum. Fálki gamli var eitthvað svo undarlegur, þar sem hann gekk berbakaður við hliðina á Bjarna; það var engu líkara en að hann kynni illa við það að vera teymdur og fyndi sárt til þess, að nú væri hans fegursta gengið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.