Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1905, Síða 68

Eimreiðin - 01.09.1905, Síða 68
228 Svo liðu tíu ár. Pað var kallað svo, að Fálki gamli kynni vel við sig á Hálsi, en ekki duldist Björgu það, að þrátt fyrir alla nærgætni, sem hon- um var sýnd, myndi hann bera ógleymanlegar minningar frá árum sínum á Grund. Hann var enn þá sem ungur væri; tók snarpa spretti, og eins og fyrri kusu þá fáir að vera aftan undir honum. í hvert skifti, sem hann fór um fyrir neðan Grund, hneggjaði hann og vildi óvægur heim að bænum, og væri honum lofað það, var hann ekki fyr ánægður, en hann fengi að koma inn í húsið, sem hann var hýstur í alla sína tíð á Grund. Einu sinni hafði hann strokið frá Hálsi og út að Grund, en það var fyrstu dagana, sem hann var þar fremra, og þegar hann hafði verið sóttur, lagði hann aldrei til; hann skildi það á öllu, að þetta var nýja vistin, sem hann átti að vera í. Fálki gerði sér að góðu, að Bjarni hirti hann, en ekki var við það komandi, að aðrir á heimilinu fengju það; og væri Bjarni að heiman, varð Björg að gera það. Hún hafði gaman af því, eins og forðum, að færa honum mjólk, standa hjá honum og brella hann, enda vóru slíkar gerðir hennar ekki taldar eftir, né lagðar illa út. Pó að Fálki væri næsta unglegur, vóru tennurnar farnar, sem ekki var furða um hálfþrítugan hestinn; og um sumarið var ráð- gert að slá hann af að loknum heyönnum. Petta sumar hafði Gunnar litli Bjarnason oft riðið á Fálka, og kom þeim vel saman. Var engu líkara að sjá, en að Fálka væri mesta ánægja að taka dálitla spretti með hann. Gunnar mátti aldrei hugsa til þess, að Fálki yrði drepinn, þá komu æfinlega tár fram í augun á honum. Hann hafði tekið því- líkri vináttu við hann, og færði honum, hve nær sem hann gat höndum undir komist, ýmisleg matvæli, sem vóru mjúk og góm- sæt i munni Fálka, og varð alt það til þess að binda fastara og fastara vináttu þeirra. Svo var það einn dag, skömmu fyrir réttirnar, að Bjarni reið út dal ásamt húskörlum sínum. Fálki gamli var eitthvað svo undarlegur, þar sem hann gekk berbakaður við hliðina á Bjarna; það var engu líkara en að hann kynni illa við það að vera teymdur og fyndi sárt til þess, að nú væri hans fegursta gengið.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.