Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1905, Blaðsíða 45

Eimreiðin - 01.09.1905, Blaðsíða 45
205 »Mig sundlar af þessum hávaða og fólksfjölda.« Hann rétti fratn höndina. Hún tók í hana, og svo leiddust þau áfram veginn. »Nú lítum við út eins og kærustupar,« hugsaði Ingimar. En alla leiðina var hann að brjóta heilann um, hvernig alt mundi ganga, þegar hann kæmi heim, hvernig móðir hans og sveitungar mundu láta sér þetta lynda. þegar þau komu heim til Löfbergs, sagði Ingimar að hestur- inn væri orðinn afþreyttur, og ef hún vildi gætu þau haldið fyrsta áfangann samdægurs. — »Nú er tími til kominn að segja, að þú viljir ekki fara,« hugsaði hún. »þakkaðu honum nú fyrir, en segðu, að þú viljir það ekld.« Hún bað guð að gefa sér vísbendingu um, hvort hann hefði komið af tómri meðaumkun. — Á meðan dró Ingimar vagninn út úr skúrnum. Hann var nýmálaður og skinn- aður upp; á sætunum var nýtt fóður. Uppi á vagnsætinu lá ofur- lítill, hálfvisnaður blómvöndur, úr blóm.um þéim, er vaxa meðfram þjóðvegunum. þegar hún sá blómin, komst hún í enn þá meiri bobba. — Ingimar fór inn í hesthúsið, lagði aktýgin á hestinn og teymdi hann út. Sá hún þá annan blómvönd, hálfvisnaðan á ak- týgjunum. Styrkti þetta trú hennar á, að honum þætti í raun og veru vænt um hana, og hún hugsaði að bezt væri að þegja. Annars gæti honum fundist hún vera vanþakldát, og að hún skildi ekki, hve mikið hann legði í sölurnar fyrir hana. þau óku nú sem leið lá. Til þess að rjúfa þögnina fór Brita að spyrja hann um hitt og þetta að heiman. Með hverri einustu spurningu minti hún hann á einhvern, er hann óttaðist fyrir, hversu tiltæki sitt mundi geðjast. »Sá býst ég við að verði ögn hissa,« hugsáði hann, »sá býst ég við að gjöri duglega gys að mér.« Hann svaraði henni ekki nema einsatkvæðisorðum; og hvað eftir annað var hún komin á frémsta hlunn með að biðja hann að snúa aftur. »Hann kærir sig ekki um mig. Honum þykir ekkert vænt um mig. Hann gjörir þetta einungis af meðaumkun.« — Brátt hætti hún að spyrja, og þau óku hverja míluna eftir aðra steinþegjandi. þau áðu á veitingahúsi nokkru. þar var kaffi með brauði til reiðu handa þeim og bakkinn var skrýddur blómum. — Hann hlaut að hafa lagt svo undir daginn áður, þegar hann fór þar um. Var þetta einungis af velvild og meðaumkun? Var hann glaður í gær ? Hafði honum snúist hugur í dag, þegar hann sá hana koma út úr fangelsinu? þegar hann gæta gleymt því, myndi þá alt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.