Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1991, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1991, Blaðsíða 4
4 Fréttir FIMMTUDAGUR23, MAI1991. Einar Oddur Kristjánsson, formaður VSÍ, um launahækkanimar: Glópalán ef þetta heppnast hjá okkur - gera þarf kjarasamninga til tveggja ára sem miða að 3 prósent verðbólgu Einar Oddur Kristjánsson, for- maður Vinnuveitendasambandsins, sagöi á fundi á Hótel Borg í gær, þar sem þjóöarsáttin var til umræðu, að atvinnuvegirnir væru um þessar mundir staddir á ystu nöf. Það væri glópalán ef þeir heföu það af. „Það þýðir ekkert að segja, eins og oft er sagt á íslandi; við skulum vera með svipaða verðbólgu og í ná- grannalöndunum. Við skulum vera með eins stafs tölu. Við verðum að vera með sömu verðbólgu, alls ekki meiri, og er í OECD löndunum, það er grundvallaratriði. Og ef við ætlum að semja fyrir næsta ár og hafa ekki meiri metnað en að halda okkur í þessu fari, þá forum við út af spor- inu. Samningar á næsta hausti þurfa að ná til næstu tveggja til þriggja ára. Þeir verða að hafa það markmið að verðbólgan fari niður í 3 til 4 pró- sent. Það er gríöarlegt álag á at- vinnulífmu um þessar mundir. Við erum að keyra þetta allt mjög heitt. Kauphækkanir, sem hafa orðið frá því í nóvember og til júní, eru 8,5 prósent. Þetta eru stórar tölur. Ég get tekið undir það að það sé fagnað- arefni að við náðum að ganga frá samningum um greiðslur vegna við- skiptakjarabatans í dag. En ég væri ósannindamaður ef ég segði ekki aö við atvinnurekendur værum mjög hræddir. Við erum hræddir um að við séum að ofkeyra íslenskt at- vinnulíf. Við höfum ástæðu til að óttast þá eingreiöslu sem samið var um. Ef þetta heppnast hjá okkur þá er það glópalán," sagði Einar Oddur. Hann sagði að það væri staðreynd að með verðbólgusamningum und- anfarinna ára heíði kaupmáttur launafólks ekki aukist nema um 1,5 prósent á ári síðustu 20 árin að með- altali. Svo væri fólk að tala um lágar kaupmáttartölur undir þjóðarsátt. „Það munar öllu fyrir þessa þjóð hvort hún ætlar áfram að ná 1,5 pró- sent kaupmáttaraukningu á ári eða hvort hún ætlar að ná 2,5 prósent kaupmáttaraukningu. Án stöðug- leika tekst þaö ekki. Veröbólgan á íslandi hefur á síðustu áratugum skaðað íslenskt efnahagslíf svo óskaplega að við erum ekki farin að sjá nema hluta af því ennþá. Við verðum því að komast út úr þeirri þoku sem hefur umlukið okkur í þessum málum. Þegar okkur hefur tekist það munum við sjá alla þá miklu möguleika sem íslenskt efna- hagslíf á. Og ég vil taka fram að það er ekkert, alls ekkert, til á íslandi, sem ekki má fresta ef þörf krefur,“ sagði Einar Oddur. Kristján Einaisson, DV, Selfossi: í barnaskólanum á Selfossi hófst undirbúningur um miðjan maí með þemaviku, Árdögum, fyrir hátíðar- höld sem fram fór um hvítasunnu- helgina. Þá var haldin í skólanum viðamikil sýning þar sem Ölfusá, Ölfusarbrú og Selfossbæ voru gerð skil með öðrum hætti en venjulega. Allir kennarar og nemendur unnu að verkefninu og var árangurinn afar skemmtilegur. Áhersla var lögð á þekkingu á umhverfinu og vernd- un þess. Teknir voru fyrir fjölmargir þættir; fræðst um sögu staðarins frá landnámi til nútímans, fjallað um Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra talaði einnig á fundinum og rakti þar stöðu efnahags og ríkis- fjármála og þær aðgerðir sem ríkis- stjómin ætlar að grípa til og þegar hafa verið kynntar í DV. Karl Steinar Guðnason, varafor- maður Verkamannasambandsins, sagði í sinni ræðu að það væri lífs- spursmál fyrir íslendinga að við- halda þeim stöðugleika sem verið hefði síðan þjóðarsáttin var gerð. Hann sagði nauðsynlegt að allir; stjómmálamenn, atvinnurekendur, launþegar, bændur, já, alhr lands- menn sneru bökum saman tíi að við- halda þjóðarsáttinni. Þann óróleika sem nú væri á vinnumarkaði mætti setja niður með því að bæta lægstu launin. -S.dór jarðfræði og landslagið, byggingar skoðaðar og skipulag bæjarins, ör- nefni og þjóðsögur kannaðar, nýting árinnar athuguð, mengun og ýmis- legt fleira. Ölfusárbrú fékk heiðurs- sæti á sýningunni því 100 ár verða frá vígslu brúar yfir ána 8.sept. nk. Börnin smíðuðu líkan af brúnni sem staðsett var á leiksvæði skólans. Mörg önnur verk nemenda var að finna á sýningunni, tíl dæmis líkön af landslagi og húsum. Tvö ár eru síðan skólaárið á Selfossi var lengt úr 8'A mánuði í 9 og þykir aðstand- endum nemenda þessum umfram- tíma vel varið í þetta verkefni. Niðurskuröurinn: Minna varan- legtsiitiag lagt í sumar Ákveðið hefur verið að skera niður fé til vegamála í landinu í ár um 350 milljóniur króna. Frið- rik Sophusson fjármálaráðherra sagði, þegar hann kynnti þessar aðgerðir í gær, að niðurskurður- inn myndi ekki koma niöur á jarögangagerð á Vestíjörðum sem ákveðin hefði verið. Aftur á móti myndi þetta koma að einhverju leyti niður á langingu bundins slitlags í sumar. Halidór Blöndal samgönguráð- herra vildi ekki taka undir þetta í gær. Hann sagði aö enn væri allt óákveðiö hvernig niður- skurðurinn kæmi niður. Hann staðfestí hins vegar að ekki yrði skoriö niður þaö fé sem ákveðið hefði verið að færi i jarðganga- gerð á Vestflörðum í ár. Friörik Sophusson benti á að útkoma þeirra útboöa sem gerð hefðu verið í vegagerð væri mun hagstæðarí en gert hefði verið ráð fyrir. Það myndi spara stórfé sem kæmi þá inn í fyrrnefnda upp- hæð. -S.dór Sighvatur Björgvinsson: Heffundiðleið til að skera Ákveðið hefur verið að skera niður fjárframlög tíl lífeyris- og sjúkratrygginga og rekstrargjöld sjúkrastofnana um 500 miiljónir króna. Á aö gera það meðal ann- ars með tilvísunum á ódýrari lyf en gert hefur verið að þvi er Frið- rik Sophusson fjármálaráðherra segir. Sighvatur Björgvinsson, heil- brigðis- og tryggingamálaráð- herra, sagði aðspurður í gær að hann heföi fundið leið til sparn- aðar i heiibrigðiskerfinu. Hann vildi ekki á þessari stundu greina frá þvi hver hún væri en sagði að það yrði gert fljótíega. Hann sagði þó að þessi sparnaðarleið fælist meðal annars í minni lyija- kostnaði en margt fleira kæmi til. -S.dór Selfoss: Ölf usárbrú í heiðurssætinu Krakkarnir höfðu áhuga á líkani af ölfusá, brúnni og bænum á sýningunni. DV-mynd Kristján í dag mælir Dagfari Á flótta undan lifsgæðum Þá hefur það verið útgefið af ekki ómerkari stofnun en Sameinuðu þjóðunum að næstmestu lífsgæði í veröldinni eru hér á íslandi. Það eru aðeins Japanar sem geta státað af eilítið meiri lífsgæðum en það er líka ekki heiglum hent að eiga við þá skáeygðu á þessu sviði. Þjóð- ir, sem alltaf eru að grobba sig af því að hafa allt af öllu, svo sem Svíar og Svissarar, eru fyrir neðan okkur og er það gott á þá. Með þessar upplýsingar Samein- uðu þjóðanna í huga er einkenni- legur fjári þessi sífelldi harmagrát- ur sem hér glymur daginn út og inn. Engu líkara en allt sé á hverf- anda hveli og flestír lepji dauöann úr skel. Síðustu tvö árin eða svo hafa fleiri flust úr landi en oftast áður og má segja að þar séu undar- leg viðbrögð við hinum miklu lífs- gæðum. Og ekki virðist fólk vera upplitsdjarfara á þessu ári. í út- varpsumræðunum frá Alþingi nú í vikunni sagði þingkona Kvenna- Ustans frá ungum og hámenntuð- um hjónum með tvö börn sem væru að flytja alla leið til Ástralíu vegna þess að hér hefðu þau hvorki í sig né á, aö því er manni skildist. Það fer ekkert milli mála að við verðum að fá það upplýst hvemig stendur á því að svo margir flýja næstbestu lífskjör í heimi. Og ótrú- legur fjöldi fólks virðist bara ekk- ert vita af þessum góðu lífskjörum heldur grætur og kveinar daginn út og daginn inn yfir lágum laun- um, háum sköttum og okurverði á matvælum. í fyrra reyndi Ólafur Ragnar að koma þeim upplýsing- um á framfæri við þjóðina að við borguðum einna minnst í skatta af öllum vestrænum þjóðum. En þetta var eins og að stökkva vatni á gæs. Lýðurinn hélt bara áfram að kvarta og kveina og sagði skattana alltof háa og þeir færu sífellt hækk- andi. Og nú fullyrða þeir Davíð og Friðrik að hér sé allt að fara norður og niður og hækka vextína og skera niður bráðnauðsynleg útgjöld eins og vitlausir menn. Jón Baldvin tek- ur undir þetta og reynir að koma okkur inn í eitthvert Evrópukaup- félag til að bæta kjörin meðan Jón Sigurðsson stefnir álmálinu í einn þéttan punkt, hvað sem það svo þýðir. Allt er þetta óþarfur æði- bunugangur. Ef rétt er lesið í rún- irnar erum við á toppi lífsgæða af þjóðum heims. Ekki eru þeir að ljúga þessu hjá Sameinuðu þjóðun- um. Hins vegar hefur ekld tekist að koma þessum upplýsingum til stjómmálamanna og almennings. Því er alltaf þessi ástæðulausi barlómur uppi. Úr þessu verður auðvitað að bæta og á öld upplýsinga er til skammar að fólk skuli ekki vita að það hefur meiri lífsgæði en allar aðrar þjóðir í veröldinni að Japönum undan- skildum. Fyrir kosningar gáfu al- þýðubandalagsráðherrar út mikið af bæklingum þar sem sagt var frá afrekum þeirra í þágu lands og þjóðar. Þetta gaf nokkuð góða raun og flokkurinn vann á í kosningun- um. Nú þurfa Davíð og Jón Baldvin að gefa úr myndarlegan bækling með upplýsingum Sameinuðuþjóð- anna um lífsgæðin og senda inn á hvert heimili landsins. Þá mun þjóðin brátt skilja að hvergi er í heimi betra en hér og af mun leggj- ast grátur og gnístran tanna vegna launa- og skattamála. Ekki verður lengur þörf fyrir Þjóðarsálina á rás 2 þar sem mestu kveinarar þjóðar- innar koma fram daglega meö grát- stafinn i kverkunum vegna lélegra lífsgæða og mannvonsku stjóm- valda. Það er komið í ljós að við höfum það svo gott aö ef við leggj- um aöeins meira á okkur og borg- um aðeins hærri skatta og aðeins hærri vexti og heimtum aðeins minna í laun þá fórum við fram úr gulu mönnunum í lífsgæðum. Er hægt að hugsa sér æðra tak- mark? Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.