Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1991, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1991, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 1991. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 >27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð í lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Hvað græðum við? Eitt mikilvægustu lögmála auðhyggjunnar er, að samningar um kaup og sölu leiði til gagnkvæms gróða beggja samningsaðila. Verzlunin sem slík leiði til verð- mætisaukningar. Fáar kennisetningar í hagfræði hafa raunar fengið eins mikla staðfestingu og þessi. Velsæld Vesturlanda í nútíma byggist einkum á við- skiptafrelsi, sem hefur leitt til hagkvæmrar verkaskipt- ingar og stanzlausra uppfinninga. Verkaskiptingin og uppfinningarnar, sem viðskiptafrelsið leiðir af sér, hafa framleitt gífurlegan auð, sem ekki er frá neinum tekinn. Samningar þjóða um fríverzlun byggjast á þessari reynslu. Þar á meðal er aðild okkar að Fríverzlunarsam- tökunum og viðskiptasamningur okkar við Evrópu- bandalagið. Báðir þessir samningar hafa fært okkur auð, um leið og aðrir samningsaðilar hafa grætt. Okkar stefna í alþjóðaviðskiptum hefur verið einföld. Við viljum frjálsan og tollfrjálsan aðgang með söluvörur okkar á erlendan markað, hvort sem hann heitir Evr- ópskt efnahagssvæði, Fríverzluríarsamtök, Evrópu- bandalag, Bandaríkin, Japan eða heimurinn allur. Sjálf höfum við ekki reist tollmúra og bannmúra gegn erlendum söluvörum öðrum en þeim, sem taldar eru vera í samkeppni við hefðbundinn landbúnað sauðQár og nautgripa á íslandi, svo og garðyrkju. Eðlilegt er, að erlendir samningsaðilar heimti þessa múra rifna. Eitt hið merkasta við lögmál auðhyggjunnar er, að við mundum sjálf græða mest á að hleypa erlendum landbúnaðarafurðum án tollmúra inn í landið. Við fengj- um ódýrari matvöru en við fáum núna og verkaskipting þjóða eftir aðstæðum þeirra yrði skýrari en ella. Öðru máli gegnir um kröfur um aðild að auðhndum sjávar við ísland. Á því sviði erum við komin út fyrir umræðu um venjuleg viðskipti, um til dæmis markað fyrir markað, og farin að tala um atriði, sem er horn- steinn tilveru okkar sem sjálfstæðrar þjóðar. í raun er ekki erfitt að verjast kröfu um aðgang að fiskimiðum. Við neitum einfaldlega að afhenda frum- burðarrétt okkar og við það situr. Ef ríki Evrópubanda- lagsins heimta hins vegar aðgang fyrir búvöru að ís- lenzkum markaði, verða gagnrök okkar fljótt þrotin. Við búum nú þegar við harla gott frelsi í útflutningi sjávarafurða okkar. Helzti þröskuldurinn felst í tollum Evrópubandalagsins á frystum og söltuðum fiski. Við viljum fá þennan toll lagðan niður, en við fórum ekki að kaupa þá fríverzlun dýru verði í auðlindum okkar. Tollar Evrópubandalagsins hafa fært okkar bónus, sem fáir gera sér grein fyrir. Tollarnir hafa hjálpað okkur til að uppgötva að nýju verðgildi ferskfisks í sam- anburði við verksmiðjufisk. Við höfum grætt mikið á að leggja aukna áherzlu á flytja fiskinn út ferskan. Samt leggjum við stein í götu útflutnings á fersk- fiski. Við refsum seljendum ferskfisks með því að rýra veiðiheimildir þeirra og við skömmtum leyfi til útflutn- ingsins. Ef við ryddum þessum eigin hömlum úr vegi, yrði útflutningsgróði okkar enn meiri en hann er nú. Aðild að Evrópska efnahagssvæðinu getur fært okkur lækkun eða afnám tolla á freðfiski og saltfiski. Það er ávinningur, en svo htih ávinningur umfram þá fríverzl- un, sem við búum við núna, að ekki er unnt að kaupa hann með aðgangi að höfuðstóli íslenzks sjálfstæðis. Ef við græðum á samningi eins og aðrir, eigum við að vera með. Ef okkur verður hins vegar meinað að græða, eigum við að standa fyrir utan Efnahagssvæðið. Jónas Kristjánsson Það er ótvíræð samfélagsleg skylda að rjúfa einangrun heyrnarlausra, segir m.a. í grein Helga. Halda skal málum í horf i Ný ríkissfjórn hefur sest að völd- um og við hjá Öryrkjabandalagi íslands, stjóm þess og starfsfólk, ámum nýjum landsstjómarmönn- um alls góðs í erfiðum hlutverkum og væntum þess að samstarf við þá verði engu síðra en við hina sem úr stólum hurfu. Sami ráherra fer enda með málefni fatlaðra og í fyrri ríkisstjóm og við hana tókst sam- starf gott og gifturíkt á margan veg um hin viðfeðmu viöfangsefni málaflokksins. Svo mun ugglaust áfram verða enda ævinlega næg verkefni við að fást og leysa sem best til sem allra mestra heilla fyr- ir álla. Hópur í sérflokki En um leið og árnaðaróskir eru færöar þeim sem nú axla ábyrgð mesta í okkar þjóömálum þykir mér rétt og skylí að minna á nokk- ur þeirra mála sem í farsælum far- vegi vora hjá fyrri ráðherrum, en sem fyrst og fremst koma til fram- kvæmda hjá þeim sem þar tóku við taumum. Eg minni nú aðeins á tvö þeirra sem tengjast eðlilegri og réttlátri baráttu heymarlausra fyr- ir auknu jafnrétti þeim til handa. Heymarlausir em utan alls efa sá hópur innan okkar vébanda sem á við mesta einangrun að etja varð- andi mannleg samskipti - því öll tjáskipti okkar og þeirra em ann- mörkum háð svo að af sjálfu leiðir að þessi hópur fólks er óneitanlega í vissum sérflokki þannig aö ýms- um þörfum verður því að mæta með öðrum hætti og sértækari um leið en hjá öðram hópum öryrkja þó viða berji að dymm brýn þörf á ýmsan veg. Ég þykist mæla af nokkurri þekk- ingu eftir meira en þriggja ára starf að öryrkjamálefnum beint hafandi af þeim nokkur kynni áöur við hvaða öryrkjahóp erfiðust em öll tengsl og tjáskipti. Skal þá ekki lít- ið úr annarra örðugleikum gert á ýmsa lund, enda er svo daglega að hin ýmsu vandamál knýja á og oft- ar er auðveldara um að tala en úr að leysa. Það er hins vegar ótvíræö sam- félagsleg skylda að ijúfa einangrun heymarlausra eða einangran okk- ar frá þeim sem allra best er unnt á hveijum tíma. Það verður helst og best gert með þvi að hlusta á óskir þeirra og réttlætiskröfur. Þau vita best hvar úrbóta er þörf, hvar skórinn kreppir, hvað helst skuli gera þeim í hag, svo þau megi lifa sem eðlilegustu og sjálfstæðustu lífi um leið í hvívetna. Og er þá að tveim þeirra mála komið sem að var unnið gott starf og gagnlegt í tíð fyrrverandi ráð- Kjallarinn Helgi Seljan félagsmálafulltrúi ÖBÍ herra, en þeirra nýju er að taka við og þoka sem best og fljótast fram. Textasímamiðstöð fyrir heyrnarlausa Annað málið varðar textasíma- miðstöð fyrir heymarlausa, rétt- lætiskröfu þeirra um eðlileg sam- skipti, jafnt sem óhjákvæmilegt öryggi um leið, sjálfsagða þjónustu fyrir þau í raun, sambærilega við þá er við njótum sem heyrandi er- um. Þetta mál hefur um nokkurt skeið verið í deiglunni. Það var um það spurt og um það þrefað hver skyldi bera kostnað af stöðinni. Póstur og sími, yfirmenn þar, lýstu sig tilbúna til að leggja til aðstöðu og aðstoð en svo kom að óhjákvæmilegum stöðugildum sem aukalega þyrfti og þar stóð hnifur- inn í kúnni. - Átti þetta að teljast félagsleg eða tryggingaleg þjónusta eða átti Póstur og sími að taka þetta sem eðilegan þjónustulið hjá sér? Eftir japl, jaml óg fuður ákvað þáverandi samgönguráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, að Póstur og sími skyldi koma textasímamið- stöð á fót og standa straum af kostnaði við hana. Þannig yrði þetta einn liður í almennri þjón- ustu Pósts og síma fyrir alla. Ráð- herra sendi bréf um þetta í mars sl. og nú munum viö leita ásjár hins nýja ráðherra þessara mála, Halldórs Blöndals, um framhald málsins að það megi heilt í höfn komast. Textasímamiðstöð þykir annars staðar sjálfsögö þjónusta og við væntiun hins besta af liðsinni hins nýja samgönguráðherra. Atfylgi stjórnvalda Hitt málið tengist hlutdeild heymarlausra hjá Sjónvarpinu okkar allra. Þar er hlutur þeirra harla rýr - táknmálsfréttir í fimm mínútur - og það harla langt frá fréttatímanum. Eftir miklar og margar málaleit- anir snemm við okkur í vetur leið til ráðherra menntamála, Svavars Gestssonar, og samkomulag varð um það að hann setti á laggirnar nefnd til þess að fara yfir helstu kröfur heymarlausra um bætta þjónustu ríkissjónvarpsins við þennan hóp. í nefndinni áttu svo sæti fulltrúi frá menntamálaráðu- neyti, annar frá Sjónvarpinu og fuUtrúar Félags heymarlausra og Öryrkjabandalags íslands. Þetta ágæta fólk náöi, sem betur fer, blessunarlega saman um meg- inatriði þau sem þyrfti að ná fram sem fyrst. Þar ber hæst nokkur atriði: 1) Lengri tíma fyrir tákn- málsfréttirnar. 2) Greiðsla aðstoö- armanna við táknmálsfréttirnar (heyrnarlausir hafa sjálfir greitt kostnaðinn hingað til). 3) Frétta- skýringarþættir vikulega sem heyrnarlausir sæju um. 4) Aukin textun sjónvarpsefnis almennt. 5) Textavarp svo fljótt sem unnt er. Hér er um góðar tillögur að ræða og á málþingi fyrir skömmu kom fram hjá formanni útvarpsráðs, Ingu Jónu Þórðardóttur, að þar á bæ væri fullur vilji fyrir hendi til aö tfilögur þessar mættu sem fyrst ná fram að ganga en það færi einn- ig eftir atfylgi stjómvalda. Því munum við nú snúa okkur 111 hins nýja ráðherra menntamála, Ólafs G. Einarssonar, og teljum okkur eiga vísan'stuðning hans við að þoka málum þessum fram svo til- lögur nefndarinnar megi sem fyrst að veruleika verða. Þannig vinnum við áfram með nýjum ráðamönn- um að baráttumálum, einu af öðra, og Utum með bjartsýni fram á veg. Helgi Seljan „Heyrnarlausir eru utan alls efa sá hópur innan okkar vébanda sem á við mesta einangrun að etja varðandi mannleg samskipti - því öll tjáskipti okkar og þeirra eru annmörkum háð...“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.