Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1991, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1991, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 1991. 8 2 Fréttir Eiður Guðnason umhverfisráðherra: Vil ekki hafa sáðmann og sauðkind í sömu skúff u Mönnum er tíðrætt um heiðurs- mannasamkomulag Davíðs Odds- sonar og Jóns Baldvins Hannibals- sonar í Viðey um flutning Land- græðslu og Skógræktar frá land- búnaðarráðuneyti til umhverfis- ráðuneytis. Gerir þú enn kröfu til að fá þessa starfsemi undir þitt ráðuneyti? Samkvæmt reglugerð um verk- svið umhverfisráðuneytisins fer það með mál er varða náttúru- vemd, friðunar- og uppgræðsluað- gerðir á sviði gróður- og skóg- vemdar að fengnum tillögum Nátt- úravemdarráðs og í samráði við landbúnaðarráðherra. Þetta er nokkuð skýrt en það þarf að skil- greina verkefnaskiptinguna milli ráðuneytanna frekar. Það er eðlis- lægt í stofnunum eins og ráðuneyt- um að þau vilja ekki sjá af verkefn- um sem þau hafa haft. Mér finnst eðlilegt að skógrækt sem búgrein verði áfram í landbúnaðarráðu- neytinu og þau mál er varða skóg- arbændur. Hin almenna skógrækt, gróðurvemd og uppgræðsla lands á eðli máls samkvæmt heima í umhverfisráðuneytinu. Þama þarf að setja skýrari reglur og um það verður áreiðanlega samkomulag í fyllingu tímans. Hefúr umhverfisráðuneytið ekki nóg af vandamálum að takast á við? Þarf það fleiri verkefni? Umhverfisráðuneytið hefur vissulega nóg af verkefnum en mér finnst eðlilegt og skynsamlegt að gróðurvemdar- og landgræðslumál hafi sitt heimilsfang í umhverfis- ráðuneytinu. Þaö er ekki skynsam- legt að sauðkindin og sáðmaðurinn séu í sömu stjómarráðsskúffunni. Við seljum afurðir okkar erlendis sem hreinar og ómengaðar? Finnst þér raunveruleikinn styðja við þá hreinleikaímynd sem við auglýs- um? Aö mestu leyti en við höfum alls ekki hreinan skjöld í þessum efn- um, til dæmis hvað varðar frá- rennslismál þéttbýhsstaða og ýmsa aðra umgengni við landið. Við sjáum hvemig umhorfs er í fjörun- um. Við þurfum að taka okkur á en í öhum meginatriðum stöndum við undir nafni. Það kostar peninga að taka sér tak og það tekur tíma. Hvernig munt þú beita þér við að taka á mikilli skolpmengun við strendur landsins? Þetta er mjög dýrt mál og þaö kemur áreiðanlega að því að viö verðum ekki aðeins að hafa dælu- stöðvar heldur einnig hreinsistöðv- ar fyrir skolp svo það renni ekki óhreinsað út í sjó. Þetta er verk sem við verðum að byija á og kostar gífurlegt fjármagn en verður áreið- anlega ekki að fullu komið til fram- kvæmda fyrr en eftir aldamót. Hver á að borga? Við verðum að tileinka okkur svokallaða mengimarbótareglu sem á ensku kallast PPP-reglan, „polluter pays principle". Það þýð- ir að sá sem veldur mengun borgar hreinsun. Við verðum sjálf að borga þetta en hvemig það skiptist milli sveitarfélaga og annarra aðila get ég ekki sagt um á þessari stundu. Gundvaharreglan á að vera að upphafsmaður mengunar borgi kostnaö við hreinsun eða eyðingu svo ekki hljótist frekara tjón af. Það er verið að vinna að því að þessi regla gildi sem víðast en hún verður kannski ekki lö- gleidd í eitt skipti fyrir öh. Samkvæmt skýrslu frá umhverfis-. ráðuneytinu eru flestir sorphaugar landsins í ófullnægjandi ástandi. Hvernig munt þú beita þér fyrir umbótum þar á og hver á að borga? Stórkostlegt átak hefur verið gert á höfuðborgarsvæðinu. Svipað átak þarf víðar þar sem stofna þarf byggðasamlög. Þar sem slikt hent- ar þurfa sveitarfélög aö taka saman höndum um lausnir. Sums staðar erú þessi mál í góðu lagi, eins og á Akranesi, en víða í vondu standi. íbúamir verða að borga brúsann, þaö borgar enginn fyrir okkur. Er sorpböggun rétta leiðin? Aðstæður á hverium stað verða að skera úr um það. Heppilegasta Yfirheyrsla Haukur L. Hauksson leiðin er háð sérfræðimati en ekki póhtísku mati. Munt þú beita þér fyrir aukinni notkun á endurunnum pappir hjá hinu opinbera og hvernig stendur umhverfisráðuneytið sig í þeim málum? Við notum endurunninn pappír, í vaxandi mæh. Enduranninn pappír hefur vissar takmarkanir en við eigum að stefna að því að nota hann þar sem því verður við komið. Lausaganga búfjár hefur þótt skað- leg viðkvæmum gróðri landsins. Verður lausaganga búfjár tak- mörkuð eða bönnuð á kjörtímabil- inu? Ég hef sagt að við eigum að stefna að því í áfóngum að lausaganga búfjár verði úr sögunni og nefnt aldamótin í því sambandi. Það þarf aðlögunartíma en sum sveitarfélög hafa þegar bannað lausagöngu hrossa. Sumir bændur era sjálfsagt ekki sáttir við þett° en það þarf að vinna málinu skilning og koma því í framkvæmd. Hver eru viðhorf þín til áframhald- lindi hvalveiða íslendinga og hvern- ig htur þú á aðgerðir umhverfis- vemdarsamtaka vegna þeirra? Við eigum að halda áfram aö veiða hval. Hvalir eru nytjastofn og við eigum að nýta sjávarspendýr að þvi tilskildu að stofnamir séu ekki í útrýmingarhættu. Mér er ljóst að við ramman reip er að draga þar sem almenningsáhtið í heiminum er í andstöðu viö okkar sjónarmið. Við höfum ekki gert nægilega mikið að því að kynna okkar málstað. Það er mikið af öfagasinnum meðal náttúrvemd- armanna en líka fólk sem fellst á okkar rök. Við eigum aö halda sam- bandi við það fólk og kynna því okkar sjónarmið. Hver eru viðhorf þín til umferðar kjarnorkuknúinna farartækja eða þeirra er bera kjarnorku í islenskri lögsögu? Ég held að öllum okkar grann- þjóðum og samstarfsþjóðum séu fyllilega ljósar yfirlýsingar ís- lenskra stjórnvalda um að við vilj- um ekki að hér sé kjamorkuvopn. Ég trúi því aö þessi tilmæli okkar séu virt. Kjamorkuknúnir kaf- bátar fara um öll heimsins höf og við höfum því miður séð dæmi um kafbátaslys ekki langt frá okkur. Utanríkisráðherra hefur átt at- hyglisvert framkvæði varðandi af- vopnun í höfunum og viðæigum að stefna að því að þessi umferð kjarn- orknúinna skipa verði í algjöru lág- marki eða henni hnm. Er fullrannsakað hvort hreinsibún- aður væntanlegs álvers sé nægilega góður og hver eru þín viðhorf til vothreinsibúnaðar? Það er enn verið að vinna að starfsleyfi fyrir væntanlegt álver og verður fundur um það í Þýska- landi 1 lok mánaðarins. Þar er unnnið mjög vandað verk og gerðar strangar kröfur. Ég er ekki sann- færður um að vothreinsibúnaður skili okkur betri árangri en þær aðferðir sem fyrirhugað er að beita á Keihsnesi, að nota kolaskaut sem í er mjög lítill brennisteinn og fuh- komnustu mengunarvamir sem völ er á. Er skilagjald á bíla annað en auka- skattur og hvernig skilar hann til- ætluðum árangri? Menn verða að bera ábyrgð á sínu eigin rasli og borga fyrir förgun á því. Það er hægt að leggja þannig út af þessu að skilagjald hækki verð bíls þegar hann er greiddur en það greiðist til baka þegar hræ- inu er skilaö með einhveijum hætti. Ferðamenn eru taldir miklir meng- unarvaldar og ágangur ferða- manna við náttúruperlur landsins er verulegur. Hvernig ætlar þú að taka á því máli? Við þurfum aö temja okkur al- mennar reglur um samskipti manns og lands á miðhálendinu. Viðkvæmir feröamannastaðir þola ekki endalausan ágang en ég hef engar töfralausnir á þvi vanda- máh. í niðurstöðum skoðanakönn- unar Félagsvísindastofnunar töldu 86 prósent aðspurðra umhverfis- máhn skipta mestu máh. Ef sá skilningur er fyrir hendi hjá þorra- þjóðarinnar held ég að boð og bönn geti veriö í lágmarki. Þó þarf strangara eftirlit með innlendum og erlendum ferðamönnum sem fara um hálendið á eigin farartækj- um. Hvað finnst þér um störf forvera þíns í ráðuneytinu? Hann hefur sjálfsagt gert sumt vel og annað miður. Ég ætla ekki að segja meira um það. Er jeppinn þinn umhverfsivænni eða visthæfari en ,jeppi Júhusar“ sem seldur var i fyrradag? Minn jeppi er búinn öðruvísi vél, dísilvél. Eg fór með hann í skoöun í vor og þá var ekki gerð nein at- hugasemd. Samanburöarmæhngar á útblæstri hafa hins vegar ekki átt sér stað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.