Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1991, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1991, Blaðsíða 17
16 FIMMTUDAGUR 23. MAÍ1991. OPNA ENDURVINNSLUMÓTIÐ verður haldið laugardaginn 25. maí á STRANDARVELLI, RANGÁRVÖLLUM. 18 h. höggleikur með/án forgj. Ræst út frá kl. 08.00. Skráning í golfskála í síma 98-78208 nk. föstudag kl. 13.30-20.00. ímnmsiiui n Tannréttingafélag Islands Tilkynning Nú er svo komið í langri togstreitu um flokkun tann- réttingameðferðar og endurgreiðslur frá Trygginga- stofnun að heilbrigðisyfirvöld hafa viljandi eða óvilj- andi hrakið alla sérfræðinga í greininni út úr kerfinu. Þetta ástand veldur sjúklingum okkar og fjölskyldum þeirra miklum óþægindum og auknum útgjöldum. Við munum því ótrauð berjast áfram gegn ósann- gjörnum reglum sem mismuna þeim er þurfa tannrétt- ingameðferð, en þeir unglingar sem byrja í tannrétt- ingum ár hvert eru á annað þúsund. Heilbrigðisráðherra gerir sér fulla grein fyrir skyldum almannatrygginga því hann segir í bréfi til Tann- læknafélags Islands dags. 14.5. 1991: „Til að firra þá einstaklinga og fjölskyldur fjárhags- legu tjóni, sem þegar hafa byrjað tannréttingar, verð- ur áfram greiddur 50% kostnaðar við tannréttingar þeirra þangað til þeim tannréttingum er lokið, enda hafi þær sannanlega hafist fyrir 1. febrúar 1991.“ Á sama hátt getur ráðherra leyst þennan vanda til frambúðar. Við hörmum að þessi staða er komin upp og lýsum ábyrgð á hendur - embættismönnum sem gáfu Alþingi rangar upplýs- ingar við lagabreytinguna í desember 1989. - heilbrigðisráðherra sem afþakkaði faglegar ráð- leggingar okkar við setningu reglna um flokkun í janúar 1991 og - tryggingayfirtannlækni sem daginn eftir að samn- ingar voru undirritaðir í mars sl. hafði endaskipti á bókuðu samkomulagi um að Tryggingastofnun flokki tannréttingasjúklinga. Árni Þórðarson, Miðstræti 12, Rvk. Gísli Vilhjálmsson, Laugavegi 163, Rvk. Guðrún Ólafsdóttir, Snorrabraut 29, Rvk. Helgi Einarsson, Faxafeni 11, Rvk. Ketill Högnason, Snorrabraut 29, Rvk. Ólafur Björgúlfsson, Miðstræti 12, Rvk. Ólöf Helga Brekkan, Miðstræti 12, Rvk. Pétur H. Ólafsson, Domus Medica, Rvk. Ragnar M. Traustason, Grensásvegi 16, Rvk. Sæmundur Pálsson, Álfabakka 14, Rvk. Teitur Jónsson, Glerárgötu 34, Akureyri Þórður Eydal Magnússon, Domus Medica, Rvk. íþróttir Albaníu Viöir Sigurössan, DV, Albaniu: Leikur Albaniu og ís- lands í Evrópukeppni landsliða í knatt- spyrnu á sunnudaginn fer fram á þjóðarleikvangi Al- bana í höfuðborginni, Tirana. Hann nefnist Qemal Staia, eftir einum af stofnendum kommúni- staflokks landsins sem var drep- inn árið 1942, aðeins 22 ára að aldri. Völlurinn er sagður rúma 20 þúsund áhorfendur. Sú tala virðist þó ekki marktæk því þeg- ar Englendingar sóttu Albani heim í undankeppni HM fyrir tveimur árum síðan voru áhorf- endur 30 þúsund. DV skoðaði leikvanginn í gær og hann er heldur hrörlegur ásýndum. Gras- ið sjálft víröist í lagi en þverslár markanna eru signar og öll um- gjörðin ber þess merki að viðhald er í lágmarki, eins og reyndar er hægt að segja um flestar bygging- ar hér í Albaníu. Ekkert mark í átján mánuðl Albönum hefur ekki tekist að skora mark í Evrópukeppninni til þessa en hafa fengið á sig 19. Verstu útreiðina fengu þeir gegn Spánverjurn í desember, 9-0, og síðan gegn Frökkum, S-0, í mars. Þeir töpuðu 0-1 heima gegn Frökkum og 0-2 gegn Tékkum, og 2-0 fyrir íslandi á Laugar- dalsvellinum fyrir árí síöan. Síð- ast náðu Albanír að skora mark þegar þeir léku við Pólverja í undankeppni HM í nóvember 1989, þá skoraði Sokoi Kushta í 1-2 ósigri. Sautján ósigrar Albana í röð Albanir hafa nú mátt þola töp í síöustu 17 leikjum sínum í Evr- ópukeppni landsliða og undan- keppni HM. Þeir fengu síðast stig á þessum vettvangi þegar þeir gerðu jafntefli við Grikki, 1-1, í Tirana í október 1985, í undan- keppni HM. Þá tókst þeim aö fá 4 stig og veröa fyrir ofan Grikki á markatölu, en siðan hafa allir 17 leikirnir tapast í þessum tveimur mótum og markatalan í þeim er 5 mörk gegn 51. Það verð- ur þó að telja Albönum til tekna að þeir hafa alltaf lent í riðli með mun sterkarí andstæðingum, og í leiknum gegn íslendingum á sunnudag eiga þeir i fyrsta skipti i langan tíma raunhæfa mögu- leika á stigi eöa stigum. Tékkarvoru í vandræðum En Albanir eru erfiðir heim að sækja og það fengu Tékkar að reyna þann 1. maí. Tékkum tókst reyndar aö herja út sigur, 0-2, en i fyrri hálíleik voru það heimamenn sem fengu bestu fær- in og aðeins frábær markvarsla hjá Jan Stejskal kom í veg fyrir að þeir næðu forystunni. Bjarni leikur sinn 40. landsléik Að öllu óbreyttu mun Bjami Sig- urðsson úr Val verja mark ís- lands á sunnudaginn, og þar með leikur hann sinn 40. landsleik. Þess má geta að þegar ísland lék við Wales fyrr í þessum mánuði lék Sævar Jónsson sinn 60. lands- leík og Ólafur Þórðarson sinn 40. Frakkarstanda best aö vígi Baráttan um sigurinn í 1. riðii stendur á milli Frakka og Tékka en Frakkar hafa unnið alla leiki sína til þessa. Staðan er þannig: Frakkland....5 5 0 0 13 3 8 Tékkósl......4 3 0 1 7-4 6 Spánn.......4 2 0 2 14-7 4 ísland.......4 1 0 3 4-5 2 Albanía.....5 0 0 5 0-19 0 ísland þarf 4 stig í fjóram leikjum - til að komast í 3. styrkleikaflokk í Evrópu 1 knattspymunni Víðir Siguxösson, DV, Aibaníu: Frá áramótum hefur íslenska knatt- spyrnulandsliðiö þokast upp um eitt sæti á styrkleikalista Evrópu þrátt fyrir að hafa ekki leikið í Evrópukeppninni á þeim tíma. Flestar aðrar þjóðir hafa veriö á ferðinni síðustu vikur og mánuði og staða þeirra á listanum hefur ýmist breyst til hins betra eða verra. Þann 15. janúar birti DV listann eins og hann var um áramót og hér til hliðar er staðan í dag, fyrir leik Albaníu og íslands í Tirana á sunnudaginn. Þá var ísland í 26. sæti með 33 prósent árangur. Síðan þá hafa Tyrkland og Færeyjar dottiö niður fyrir þá tölu en Finnland fariö upp fyrir, þannig að nú er ísland í 25. sætinu. Það er árangur í riðlakeppni Evrópu- móts landsliða sem nú stendur yfir og í síðustu undankeppni heimsmeistaramóts- ins sem er lagður til grundvallar þegar flokkað er í styrkleikahópa Evrópu. Þegar riðlakeppninni lýkur i desember á þessu ári kemur í ljós hver staða þjóðanna er fyrir dráttinn í næstu undankeppni HM. Þá er dregin ein þjóð úr hverjum flokki í hvern riðil og því mikilvægt að vera í sem bestum styrkleikaflokki. ísland hefur ávallt verið í 4. eða 5. ílokki en nú hefur stefnan verið setf á 3. flokk. Sá möguleiki er þó ekki mikill, til þess að ná því marki þarf ísland að komast í 21. sætið, eða upp fyrir þrjár þjóðir eins og staðan er í dag. Hverjir eru möguleikarnir? ísland þarf að fá fjögur stig úr þeim fjórum leikjum sem eftir eru í Evrópukeppninni í ár. Gegn Albaníu á sunnudaginn, gegn Tékkum og Spánverjum á Laugardalsvelli og gegn Frökkum í París. Sigur í Tirana er frum- skilyrði og þá þarf tvö stig enn. Þessi fjögur stig myndu þó ekki tryggja eitt eða neitt, lokaniöurstaðan er háð gengi þeirra þjóða sem eru í nágrenni við ísland á styrkleikalistanum. Það er raunhæft, miðað við þá leiki sem eftir eru, að 4 stig- in dygðu til að komast upp fyrir Finnland og Noreg sem eiga mjög erfiða leiki eftir. Þá þarf einni þjóð til viðbótar að ganga illa, helst Grikklandi, Wales eða Búlgaríu. Af þessu má sjá að allt þarf að ganga upp til að ísland komist í 3. flokk. Þegar kortin hér til hliðar eru skoðuð er rétt að hafa í huga að Þýskaland er ekki á listanum - Þjóðverjar fara beint í úrshtakeppni HM 1994 í Bandaríkjunum sem heimsmeistarar. Listinn er reiknaður út eftir leiki sem fram fóru í Evrópukeppn- inni í gærkvöldi. Albanska liðið mikið breytt - frá því það lék hér á Laugardalsvelli fyrir ári Víöir Sigurösson, DV, Albaníu: Aibanska landsliöið, sem mætir því ís- lenska í Evrópukeppninni á Qemal Stafa leikvanginum í Tirana á sunnudaginn, verður væntanlega afar ólíkt því hði sem lék fyrir hönd Albaníu hér á Laugardal- svelhnum fyrir réttu ári síðan. í þeim fimm leikjum, sem Albanir hafa leikið í keppninni til þessa, hafa breyting- ar á liði þeirra verið geysilega miklar. Aðeins fjórir þeirra sem léku gegn íslandi hafa verið með í öðrum leikjum og enginn þeirra spilaði síðasta leik Albana, gegn Tékkum þann 1. maí! Hafa notað 39 menn í fimm leikjum Alls hafa 39 leikmenn tekið þátt í þessum íimm leikjum Albana og ýmsar ástæður eru fyrir því. Margir albanskir knatt- spyrnumenn hafa flúið land, þrír stungu til dæmis af þegar Albanir mættu Frökk- um í París í síðasta mánuði, og í þann leik fengu leikmenn meistaraliðsins Flamurt- ari Vlore ekki fararleyfi þar sem stjórn félagsins óttaðist að þeir myndu ekki koma aftur! Fimm landsliðsmenn hafa á síðustu vik- um gengið til hðs við grísk félög án leyfis frá félögum sínum í Albaníu eða frá al- banska knattspyrnusambandinu. Þeirra á meðal er Sokol Kushta, skæðasti sóknar- maður Albana. „ Þá voru fjórir landsliðsmannanna VíðirSigurðsson íþróttafréttamaður DV skrifarfrá Albaníu dæmdir í ævilangt bann af albönskum knattspyrnuyfirvöldum eftir að þeir urðu uppvísir að þjófnaði á Heathrow-flugvelli á leiðinni til íslands í fyrra. Einum þeirra, Eduard Abazi, sem lék með Dinamo Tir- ana, hefur þó verið leyft að gerast atvinnu- maður í Júgóslavíu, og er hann fyrsti al- banski íþróttamaðurinn sem fær slíkt leyfi. Tvisvar skipt um þjálfara Ennfremur hefur tvisvar verið skipt um þjálfara á einu ári. Bejkush Birce stýrði albanska liðinu gegn íslandi í fyrra en síð- an tók Agron Sula við. Hann fékk að taka pokann sinn eftir 9-0 ósigurinn á Spáni í vetur, og þá var Birce falið starfið á ný! Birce hefur verið gert lífið leitt að und- anfömu, ekki aðeins hefur hann mátt sjá á bak mörgum leikmönnum heldur hefur hann einnig átt í stríði við Edmond Licaj, þjálfara Flamurtari, út af liðsvalinu. En þrátt fyrir þessa erfiðleika mega ís- lensku landsliðsmennirnir búast við kröftugri mótspyrnu í Tir ana á sunnudag- inn. Albanir hafa ekki skorað mark í keppninni til þessa, ekki fengið stig í stór- móti í sex ár, og íslendingar eru lægst skrifuðu andstæðingar sem þeir hafa feng- iö í heimsókn um langt árabil. Það má því búast við því að albönsku knattspyrnu- mennirnir leggi allt í sölurnar til aö knýja fram sigur gegn íslandi, sigur sem yrði þeim langþráöur og sætur. FIMMTUDAGUR 23,'MAÍ 1991. 25 SviþjóO Holland Frakkland Tékkóslóvakía Jugqslavia Styrkleikaflokkar Evrópu 1991 1. flokkur 2. flokkur 3. flokkur 4. flokkur 5. flokkur Allar styrkleikatölur eru í prósentum. ______________Iþrótár Einar keppir ekki næstu 2 mánuðina - frjálsíþróttafólk og sundlandsliðið í æfingabúðir eftir smáþjóðaleikana Stefán Kristjánsson, DV, Andorra: Einar Vilþjálmsson spjótkastari meiddist sem kunnugt er í upphitun- inni fyrir spjótkastskeppnina hér í Andorra og meiðslin kunna að draga dilk á eftir sér fyrir Einar. „Það er nokkuð ljóst að það þýðir ekki að keppa í þessu ásigkomulagi. Ég er þokkalegur í fætinum en get alls ekki tekið á af fullum krafti og þá þýðir ekki að vera að keppa á mótum. Ég reikna ekki með að keppa næst á móti fyrr en í lok júlí en þá er fyrirhuguð mikil kastlandskeppni gegn Sovétmönnum á íslandi,“ sagði Einar Vilhjálmsson í samtali við DV í gærkvöldi. Það er því ljóst að Einar mun ekki keppa næstu tvo mánuðina og koma þessi meiðsli á mjög slæmum tíma. Mun færri koma heim Þaö verða mun færri íslenskir íþróttamenn sem koma heim til ís- lands eftir að smáþjóðaleikunum lýkur en fóru til Andorra. Frjáls- íþróttamenn fara til Sevilla á Spáni og keppa þar á móti eftir nokkra daga. Þar má nefna Sigurð Einarsson spjótkastara, Einar Þór Einarsson og Véstein Hafsteinsson. Þá má nefna að allt sundlandshðið heldur í æf- ingabúðir í Frakklandi að smáþjóða- leikunum loknum en næsta stór- verkefni landsliðsins er alþjóðlegt mót sem fram fer á íslandi um miðj- an júní. „Gaman að vinna tvenn gullverðlaun" - sagði Guðrún Arnardóttir hiaupakona Stefán Kristjánsson, DV, Andorra: „Það var mjög gaman að ná að vinna þama tvenn gullverðlaun og einnig að bæta fyrri árangur minn verulega í 200 metrunum," sagði Guðrún Arnardóttir í samtali við DV í gærkvöldi en hún var fremst í flokki íslensku íþróttamannanna hér á smáþjóðaleikunum í gær. Guðrún hljóp 100 m grindahlaupið á 14,19 sekúndum og setti smáþjóðaleikamet en hún á best 14,11 sekúndur. í 200 m hlaupinu, sem ekki hefur verið henn- ar aöalgrein, bætti hún árangur sinn um hvorki meira né minna en 30/100 úr sekúndu og er Guðrún greinilega til alls líkleg í framtíðinni. íslendingar unnu fern gullverð- laun í keppninni í fijálsum íþróttum í gær. Þar bar hæst frábæra frammi- stöðu Guðrúnar Arnardóttur en hún vann tvenn gullverðlaun, í 100 m grindahlaupi þar sem hún hljóp á 14,19 sekúndum og setti nýtt met á smáþjóðaleikunum, eins og áður sagði. Aðeins 20 mínútum síðar keppti Guðrún í 200 m hlaupi í for- fóllum Geirlaugar Geirlaugsdóttur, sem er meidd, og þar sýndi Guðrún einstaklega mikla keppnishörku. Var hún nokkuö langt á eftir stöllum sín- um þegar um 50 metrar voru eftir í markiö en á lokasprettinum smeygöi hún sér fram úr aðalandstæðingi sín- um og sigraði glæsilega. Guðrún hljóp 200 m á 24,72 sekúndum. Þórdís Gísladóttir varð í 5. sæti í 100 m grindahlaupinu á 14,95 sekúndum. Nýtt leikjamet hjá Pétri í kúluvarpinu Pétur Guðmundsson kúlUvarpari og bróðir hans Andrés lentu í kröppum dansi í kúluvarpinu. Kasthringurinn var glerháll og því gátu þeir félagar ekki beitt sér sem skyldi. Pétur sigr- aði þó auðveldlega og varpaði lengst 18,61 metra og Andrés varð annar með 17,11 metra. Árangur Péturs er nýtt met á smáþjóðaleikunum. Guðmundur vann fjórðu gullverðlaunin Guðmundur Karlsson, sem setti ís- landsmet í sleggjukasti á dögunum, vann gullverðlaun í sleggjunni og kastaði henni 63,64 metra. Eggert Bogason varð annar, kastaði 55,04 metra. Gunnar Guðmundsson vann silfur- verðlaun í 400 m hlaupi karla og fékk tímann 48,29 sekúndur. Sigurvegari varð Anninos frá Kýpur á 47,27 sek- úndum sem er nýtt leikjamet. Jón Oddsson varð í 4. sæti í þrí- stökki og stökk lengst 14,21 metra. Sigurvegari varð Hadjiandreou frá Kýpur sem stökk 16,52 metra og setti leikjamet. Ræsirinn tók gull af Ragnheiði - sundfólMð vann fjögur gull Steön Kristjánsson, DV, Andorra: íslenska sundfólkið hóf keppni á smáþjóðaleikunum hér í Andorra í gær og gekk á ýmsu. íslenska liðið vann til fernra gullverðlauna, þrennra silfurverðlauna og tvennra bronsverðlauna. Ræsir tók gullið af Ragnheiði Run- ólfsdóttur í 200 m bringusundinu sem var fyrsta úrslitagrein. Var Ragn- heiður engan veginn tilbúin er hann startaði sundinu og mfssti hún við það fimm metra. Þetta voru ljót mis- tök og Ragnheiður var ekki ánægð eftir sundið „Þetta var algerlega ólöglegt start og mistök ræsisins kostuðu mig gullverðlaunin," sagði Ragnheiður eftir sundið. Hún fékk tímann 2:42,60 mín. en sigurvegari varð stúlka frá Lúxemborg á 2:42,08 mín. ísland vann tvöfaldan sigur í tveimur greinum í gær. Eðvarð Þór Eðvarðsson vann 200 m baksundið á 2:13,08 mín og þar varð Ævar Orn Jónsson í 2. sæti á 2:13,73 mín. Þá vann Ragnheiður Runólfsdóttir gull- verðlaun í 200 m fjórsundi kvenna á 2:29,23 mín. Önnur þar varð Arna Þ. Sveinbjörnsdóttir á 2:33,28 mín. Magnús Már Ólafsson vanh gull- verðlaun í 100 m skriðsundi karla og fékk tímann 53,24 sek. Helga Sigurðardóttir kom fyrst í mark í 100 m skriðsundi kvenna. Hún fékk tímann 1:00,45 sek. en Bryndís Ólafsdóttir varð þriðja á 1:01,28 mín. Amar Freyr Ólafsson vann brons- verðlaun í 200 m fjórsundi karla á' 2:16,91 mín en sundið vann Mónakó- búi á 2:12,72 mín. Ehn Sigurðardóttir varð í 5. sæti í 200 m baksundi kvenna á 2:39,16 mín. og Amór Ragnarsson varð í 4. sæti í 200 m bringusundi karla á 2:28,14 mín. Sundið vann Mónakóbúi á 2:21,99 mín. Óskar Örn Guðbrands- son varð í 6. sæti á 2:36,02 mín. Stefán Kristjánsson íþróttafréttamaður DV skrifar frá Andorra • Guðmundur Karlsson vann gull- verðlaun í sieggjukasti og kastaði 63,64 metra. • Ragnheiður Runólfsdóttir. Stúfarfrá Andorra Steían Kriajánsson, DV, Andorra; íslenska kvennalandsliðiö í körfuknattleik sigraði Möltu í gær, 68-35.. Stig íslands: Björg 21, Anna Mar- ía 16, Margrét 14, Guðbjörg 7, Linda 6, Vanda 2 og Vigdís 2. • Gunnar Kjartansson er i 3. sæti eftir fyrsta dag af þremur í skot- fimi, keppni með haglabyssu. • Bæði kvenna- og karlalandslið í blaki töpuðu sínum ielkjum í gær fyrir Lúxemborg. Kvennaliðið tap- aði; 1-3. Karíaliðið tapaði, 0-3. • í gær tapaði Ólafur Sveinsson fyrir andstæðmgi sínum, 1-6 og 0-6 í einliðaleik i tennis. Þá töpuöu þeir Atli Iwbjörnsson og Eínar Sigurgeirsson fyrir tennisköppum frá Lúxemborg, 2-6 og 4-6. Færeyingar töpuðu Færeyingar töpuöu sínum öðrum leik á viku í 4. riðli Evrópukeppninn- ar í gærkvöldi þegar þeir lágu fyrir Austurríkismönnum, 3-0, í Salzburg. Austurríkismenn, sem höfðu ekki skorað mark í 358 mínútur náðu að brjóta ísinn með marki Heimo Pfeif- fenberger á 13. mínútu og í seinni hálfleik skoruðu þeir Michael Streit- er og Arnold Wetl. Aöeins 13 þúsund áhorfendur sáu leikinn en Áustur- ríksmenn tefldu fram 8 nýjum leik- mönnum eftir ömurlegt gengi lands- liðsins að undanförnu. • Búlgarar unnu 3-0 sigur á San Marino í sömu keppni. Zlatko Ivanov, Sirakov og Luboslav Penev skoruðu mörk Búlgara sem eiga þó litla möguleika á að komast í úrslita- keppnina í Svíþjóð. • í úrslitaleik í Evrópukeppni fé- lagshða vann Roma 1-0 sigur á Inter Milano í Rómaborg í gærkvöldi. Það var Ruggerio Rizzitelli sem gerði sig- urmarkið á 80. mínútu. Inter vann fyrri leikinn 2-0 og hlaut Evróputitil- inn á samanlagðri markatölu. -RR Lakersog Detroit fengu skell Tveir leikir voru í undanúrslitum NBA-deildarinnar í körfuknattleik í fyrrinótt. Portland sigraði LA Lakers á heimavelli sínum í jöfnum leik, 109-98. Terry Porter skoraði 26 stig fyrir Portland og Clyde Drexler 21 en hjá Lakers var James Worthy stigahæstur með 21 stig og Byron Scott 20. Staðan er 1-1 og fara næstu tveir leikir fram á heimavelli Lakers. í hinum undanúrshtaleiknum sigr- aði Chicago lið Detroit, 105-97, og þar - er staðan 2-0. Það var fyrst og fremst stórleikur Michaels Jordan sem skóp þennan sigur Chicago-liðsins því Jordan skoraði 37 stig og átti margar stoðsendingar. Hjá Chicago var Winny Johnson stigahæstur með 29 stig og Joe Dumars með 24. Næstu tveir leikir fara fram í Detroit. ♦ -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.