Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1991, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1991, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 1991. 11 Umhverfisverndarsamtök á Norðurlöndum stefna að því að taka i notkun eitt merki fyrir umhverfisvænar vörur - norræna umhverfis-hollustumerkið - í stað þess aragrúa af merkjum sem í gangi er á markaðnum. Merkingar umhverflsvænna vara: Fara fyrir ofan garð og neðan hjá neytendum í nýlegri könnun Félagsvísinda- stofnunar kemur fram að kjósendur hér á landi leggja áherslu á um- hverfisvernd umfram önnur mál. Kjósendur vilja umfram allt að stjómvöld sinni umhverfismálum af alúð. Hins vegar verður einnig að ætlast til þess af neytandanum að hann taki þátt í umhverfisverndinni. Það gerir hann meöal annars með því að kaupa umhverfisvænar vörur. Málum er hins vegar þannig háttað hér á landi sem og annars staðar á Norðurlöndunum að neytandinn hefur í mörgum tilfellum ekki hug- mynd um hvort hann er að kaupa umhverfisvæna vöru eða ekki. Gildir þá einu hvort hann er að sækjast eftir henni eða ekki. Merkingar sjást illa Umhverfisvemdarsamtök á Norð- urlöndum hafa undanfarin ár reynt að taka á umhverfisverndarmálum. Bleiur, salemispappír, eldhúsrúllur, rafhlöður, þvotta- og uppþvottaefni eru meðal vara sem framleiddar eru umhverfisvænar. Það vefst hins vegar mjög fyrir neytandanum að sjá hvort umrædd- ar vömr em umhverfisvænar eða ekki. Sænska dagblaðið Dagens Ny- heter gerði nýlega könnun á því hvort neytandinn væri vel vakandi fyrir því að velja umhverfisvænar vörur fram yfir þær sem eru það ekki. Niðurstaðan var á þann veg að neytandinn hefur í flestum tilfellum ekki hugmynd um þaö hvort hann er að kaupa umhverfisvæna vöm eða ekki - jafnvel þótt hann hafi áhuga á því. Ástæðurnar em margvíslegar. Ein er sú að umhverfisvænum vörum er raðaö í bland við aðrar án nokkurrar skipulagningar í verslunum. Jafnvel Neytendur þurfa að vera vel vakandi fyrir því að velja umhverfisvænar vörur. Neytendur eru vörur innan sömu tegundar ýmist umhverfisvænar eða ekki. Önnur tilgreind ástæða er sú að Noröurlöndin hafa hingað til ekki merkt allar umhverfisvænar vömr með einu merki. Reyndar hafa neyt- endasamtök á Noröurlöndum þegar komið sér saman um merki svansins sem merki fyrir umhverfisvænar vörur (sjá á síðunni hér til hliðar) en þvi hefur ekki verið hrint í fram- kvæmd að ráði enn. Það hefur verið kallað norræna umhverfis-hollustu- merkið. Þar hafa hinar háu kröfur, sem gerðar eru til framleiðslu á vörum með merki svansins, ráðið mestu um tafir á framkvæmdum þar sem ekki er hlaupið að því að uppfylla þær í einni svipan. Hins vegar eru alls konar aðrar merkingar á umhverfis- vænum vörum í gangi en þær merk- ingar eru á annan tug (annars staöar á síðunni). Það er því ekki nema von að neytendur eigi erfitt með að átta sig. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, var spurður hvemig miðaði í þessu sameiginlega átaki: „Við gerum okkur góðar vonir um að norræna umhverfis-hollustu- merkið fari að komast í gagnið síðar á þessu ári. Við búumst við þvi að umhverfisráðuneytið skipi nefnd fljótlega sem eigi að annast þetta mál. Eg vil taka það fram að þegar vörur fá norræna umhverfis-holl- ustumerkið er ekki einungis átt við að þær séu umhverfisvænar heldur verður allt framleiðsluferlið einnig að vera umhverfisvænt," sagði Jó- hannes. Neytendasamtök á Norðurlöndum veröa að einbeita sér að því að allar umhverfisvænar vörur, sem ná ákveðnum gæöastimpli, verði ein- ungis merktar þessu eina merki. Það verður og að gera kröfu til framleið- endanna að hraða breytingum á framleiðslu sinni ef hún á að fá um- ræddan stimpil. Hins vegar verða kaupmenn að vera meira vakandi fyrir því að neytandinn eigi auðvelt með að finna umhverfisvænar vörur í verslunum. -ÍS Suzuki Swift SPARNEYTINN OG ÓDÝR í REKSTRI • Framdrif / sídrif (4x4) • Beinskiptur / sjálfskiptur • Eyðsla frá 4 I. á 100 km. Til afgreiðslu strax. Verð frá 688.000,- kr. $ SUZUKI SUZUKIBÍLAR HF SKEIFUNNl 17 SlMI 685100 600 verslanir í Evrópu PRÉNATAL® VITASTÍG12,101RVÍK, S. 11314 Barnarúm stillanlegum botni frá kr. 11.490. Dýnur, 7 cm, frá kr. 4.850. KofFort frá kr. 9.660. Burðarrúm frá kr. 9.440. Kerrupokar frá kr. 3.990. Bamaleikgrind frá kr. 10.990. Einnig fáanlegar úr viði. Margar gerðir af mjúkum dýrum. Matarstólar frá kr. 7.935. Burðarstólar frá kr. 7.245. Kerrur frá kr. 9.990. með Barnavagn burðarrúm Kerra: taska frá kr. 39.850. EIMNIG MIKIÐ ÚRVAL AE FRÖNSKUM BARIWATM- AÐIFRÁ PRÉAMTAL Á UNGBÖRN, SÆNGURFATN- AÐUR, HANDKLÆÐI, RÚMTEPPI, LAMPAR í BARNAHERBERGIÐ. SENDUM í PÓSTKRÖFU UM ALLT LAND. PRÉNATAL® VITASTÍG12,101RVÍK, S. 11314

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.