Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1991, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1991, Blaðsíða 9
.ieei lAM .££ HUDAQíJTMMr'í FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 1991. Útlönd Elias Hrawi, forseti Líbanons (t.v.), og Hafez al-Assad Sýrlandsforseti skipt- ast hér á skjölum eftir aö hafa undirritað gagnkvæman samstarfssamning ríkjanna. Símamynd Reuter Samningur Sýrlands og Líbanons: Líkt og innrás íraka í Kúvæt - segir vamarmálaráðherra ísraels Leiðtogar Sýrlands og Líbanons skrifuðu í gær undir gagnkvæman samning sem kveður á um nánara samstarf ríkjanna. í samningnum felst m.a. að fram- tíðarstefna Líbanons verður að vera í samræmi við stefnu Sýrlands. Sam- starf ríkjanna á sviði stjórnmála, öryggisgæslu, hermála, og efnahags- og menningarmála verður einnig aukið. ísraelar hafa fordæmt samninginn og líkt honum við innrás íraka í Kúvæt. Þeir telja sér stafa ógn af honum þar sem Sýrlendingar hafi nú miklu meiri völd í Beirút. „Þetta er alveg hliðstætt innrás ír- aka í Kúvæt, hér er eitt land að binda enda á sjálfstæði annars. Ef samn- ingurinn hefur í för með sér ein- hverja breytingu á „öryggissyæð- inu“ og stofnar íbúum Norður-ísra- els í einhveija hættu munum við örugglega ekki sætta okkur við hann,“ sagði Moshe Arens, varnar- málaráðherra ísraels. Arens fullyrti að skæruliðar bæði Hizbollah-hreyfingar islama og Frelsissamtaka Palestínu hefðu nú fært sig nær landamærum ísraels. Sýrlendingar, sem nú hafa í kring- um 40 þúsund hermenn í Líbanon, stjórna tveimur þriðju hlutum lands- ins. Þeir hófu að senda hermenn sína til Líbanon árið 1976 að beiðni Lí- bana, einu ári eftir að borgarastyij- aldir hófust í landinu, en þær hafa nústaðiðyfiríl6ár. Reuter Friöartilraunlr James Baker: Hernám ísraela heftir f riðarviðræður James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, telur hernám ísraela á herteknu svæðunum standa í vegi fyrir því að hægt verði að koma á friðarráðstefnu Israela og araba. Baker hefur undanfarið reynt að fá ísraef, Palestinu, Sýrland, Jórdan- íu, Egyptaland og Líbanon til að taka þátt í friðarráðstefnu í þeim tilgangi að sætta þessa deiluaðila og koma á friði á svæðinu. „Það er ekkert sem hindrar slíkar friðarviðræöur eins mikið og hernám ísraela á vesturbakkanum og á Gaza-svæðinu. í hvert sinn sem ég hef komið til ísrael hafa þeir verið að hertaka ný og ný svæöi og það skapar bara ný vandræði," sagði Baker. Hann viðurkenndi að árangur til- rauna hans væri ekki eins mikill og hann gerði sér vonir um og spáði því að hægt myndi ganga að komast að niðurstöðu í málinu. ísraelskir embættismenn sögðu að ekkert nýtt kæmi fram í gagnrýni Bakers og sögðu að nánast væri hefð fyrir því að Israelar og Bandaríkja- menn væru ósammála um hemámið. Reuter Irakar f ara frá Dahuk írakar samþykktu í gær að draga herhð sitt og lögreglu frá borginni Dahuk í norðurhluta landsins svo bandamenn geti farið inn í borgina og komið allri nauðsynlegri þjónustu aftur í samt lag. Þetta var ákveðið á fundi eins yfir- manna Bandaríkjahers á svæðinu, Johns Shalikashvili, og íraska hers- höfðingjans Abu fjras Saber. Þessi ákvörðun íraka gæti hjálpað til við aö fá hina 150 þúsund íbúa Dahuk til að snúa aftur heim eftir að hafa flúið til fjallanna við tyrk- nesku landamærin af ótta við íraks- forseta. Samkvæmt upplýsingum frá tyrk- neska utanríkisráðuneytinu eru rúmlega 33 þúsund íraskir flótta- menn enn í landinu, flestir Kúrdar, og rúmlega 90 þúsund gista í flótta- mannabúðum við iandamærin. Reuter *&%!$$£&* w.v.vMv.wM .v.v.v.v.v.v.v ••••••••••••••••• • ••••••••••*••■•■»' ••••......- • SUMAR tilboð •:•:•:•:•:•:•:• r*V*V*V«tV#V §»»11 iv.v.v.v.v* ••••#••#• ••••••••• V.V.V.V.V . ^ . vIvIvXv.v.v PANASONIC SG-HM09 HLJÓMTÆKJASAMSTÆÐA MEÐ HÁTÖLURUM 2&em- 18.900 SONY CFS-204 FERÐATÆKI MEÐ SEGULBANDI M'fh— 5.99 SONY CFS-W304 STERIO FERÐATÆKI MEÐ TVÖFÖLDU SEGULBANDI tlÆOÖ- 8.950 SONY CDP-391 FULLKOMINN GEISLASPILARI MEÐ FJARSTÝRINGU 19.9 91» PANASONIC RX-CS700 FERÐATÆKI MEÐ LAUSUM HÁTÖLURUM .12*550- 9.950 PANASONIC MCE-61 RYKSUGA, ÖFLUG OG STERK ,7'*98Ö- 6.380 r ™1 1 * 1 ya JAPIS BRAUTARHOLTI 2, OG KRINGLUNNI SIMI 625200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.