Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1991, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1991, Blaðsíða 5
Ólafsfjarðarbær tapar á sjöundu milljón vegna Fiskmars hf.: Málinu líklega vísað til félagsmálaráðuneytisins Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Ég hef sagt þaö og stend við þaö aö mér finnst sem það hafi veriö svik- in ábyrgö vegna þessa láns og ég hef styrkst í því áliti. Bæjarstjómin sam- þykkti ákveðna vinnureglu í þessu máli en meirihlutinn gekk þvert á þá samþykkt. Meirihlutinn nú htur alveg fram hjá þessu áhti sem endur- skoðendurnir taka undir og telja sig ekki þurfa neitt aö skammast sín. Við munum ekki enda máhð á þenn- an hátt heldur tel ég nokkuð öruggt að við munum skjóta þessu til félags- málaráðuneytisins og láta rannsaka máhð og skera úr um það,“ segir Björn Valur Gíslason, bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins á Ólafsfirði. Máhð, sem styrinn á Ólafsfirði stendur um, er ábyrgðir vegna lána sem Fiskmar hf. tók á sínum tíma áður en fyrirtækið varð gjaldþrota og deila minnihlutinn og meirihlut- inn í bæjarstjórninni hart. Endur- skoðunarmenn bæjarins voru fengn- ir til að fara yfir máhð og skýrsla þeirra var rædd á bæjarstjórnar- fundi nú í vikunni. „Endurskoðendurnir gáfu út af- dráttarlausa yfirlýsingu á þessum fundi um að þaö væri engin sviksemi viðhöfð af hálfu Fiskmars í þessu máh,“ segir Sigurður B. Bjömsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, en hann var jafnframt framkvæmda- stjóri Fiskmars hf. „Þar með snýr þetta mál ekki lengur að mér, það verður að tala við aðra um það. Ég afgreiddi ekki þessar ábyrgðir. Ég var umsækjandinn og þegar ásakan- ir á hendur mér um sviksemi hafa verið bornar til baka af endurskoð- endunum þá snýr þetta ekki að mér,“ sagði Sigurður. „Endurskoðendurnir gera margar alvarlegar athugasemdir varðandi þetta mál,“ segir Björn Valur Gísla- son. „Þeir staðfesta að bæjarstjórn hafi afgreitt máhð á eðlilegan hátt en framkvæmdir hafi verið á skjön við samþykktir. Meirihlutinn hafi afgreitt máliö þvert ofan í samþykkt bæjarstjómar. Einföld bæjarábyrgð var veitt án þess að fullnægjandi tryggingar væru fyrir hendi og þaö er þetta sem spurt er um. Bærinn tapar á sjöundu mihjón króna vegna þessa máls og við viljum ekki una þvi að svona sé unnið," sagði Björn Valur. ROKKTONLEIKAR JUNI JULI 1991 GCD - RISAEÐLAN SUNNUDAGINN 16. JUNI KAPLAKRIKAVELLI HAFNARFIRÐI 1 barn yngra en 10 ára í fylgd með fullorðnum fær frítt inn. FORSALA AÐGONGUMIÐA: Reykjavík: Skífan, Kringlunni, Laugavegi 33 og Laugavegi 96; Bónus Videó. Hraunbergi; Bónus Videó Strandgötu 28, Videóhöllin Þönglabakka 6, Videóhöllin Hamraborg 11, Akranes: Bókaskemman. Borgarnes: Kaupfélag Borgfirðinga. ísafjörður: Hljómborg. Sauóárkrókur Kaupfélag Skagfirðinga. Akureyri: KEA Neskaupstaður: Tónspil. Ólafsvík: Gistiheimilið Höfði Höfn: KASK. Vestmannaeyjar: Adam og Eva. Selfoss: Ösp. Keflavík: Hljómval. Allar upplýsingar í síma 91 ~ 67 49 15. fT ■BH WSA Einnig er hægt að kaupa miða með greiðslukorti í síma 91-674915. FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 1991. Fréttir Slippstöðin Akureyri: 25 mil|jóna tap á rekstri Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri: „Útkoman hjá okkur á síðasta ári var slæm og er ahs ekki viðunandi,“ segir Sigurður G. Ringsted, forsfjóri Shppstöðvarinnar á Akureyri en að- alfundur fyrirtækisins var haldinn um helgina. Tap á rekstri stöðvarinnar á síðasta ári nam 25 mihjónum króna og sagði Sigurður að tvennt vægi þar þyngst. Annars vegar væri um að ræða sam- drátt í atvinnugreininni, of mikh af- kastageta væri miöað við eftirspum, of mörg fyrirtæki væru að bítast um of fá verkefni og því væri lágt boðiö í þau verkefni sem byðust. Hins veg- ar á Shppstöðin við þann vanda að etja aö skip, sem stöðin smíðaði á eigin vegum, selst ekki og hefði fjár- magnskostnaður vegna lána sem tekin voru varðandi þá smíði numið um 30 mihjónum á síðasta ári. „Ég held, þegar á hehdina er htið, að árið í ár verði ekki ósvipað síð- asta ári. Verkefnin eru of fá fyrir þennan iðnað. Ég tel þetta ástand óeðhlegt, það er of hth fjárfesting í endurbótum og nýsmíði,“ sagði Sig- urður. Hann nefndi að innlend íjár- festing útgerðarinnar vegna nýsmíði og endurbóta á skipum hefði árið 1988 verið 2,1 mihjarðar, árið eftir 1,3 milijarðar en í fyrra 700 mihjónir á sambærilegu verðlagi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.