Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1991, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1991, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 1991. Útlönd Albanía: Sjóherinn í lið með verkfallsmönnum íbúi Suður-Kóreu hrópar hér ókvædisorö að öryggislögregl- unni til að mótmæla aðför henn- ar að námsmönnum. Simamynd Reuter Suður-Kórea: fangarfá sakaruppgjöf Ríkisstjóm Suöur-Kóreu kem- ur saman til fundar í dag til þess að samþykkja víötæka sakarupp- gjöf pólitískra fanga í landinu. Með því vonar Roh Tae-woo, for- seti landsins, að mánaðarlangri ringulreið í stjómmálum lands- ins linni. Dagblöð í Seul em sammála um að allt að 80 pólitiskum fóngum veröi sleppt úr haldi eða dómur þeirra mildaður. Tilgangurinn er ekki síöur sá aö bæta samskípti stjómvalda við námsmenn sem staöiö hafa fyrir heiftugum mót- mælum vegna stefnu stjómar- innar. Heuter Víðir Sigurðssan, DV, Aibaníu: Verkfalismönnum í Albaníu óx enn fiskur um hrygg í gær þegar sjóher- inn gekk í lið með þeim. Strandgæsla liggur niðri og að sögn Pashkos, varaformanns Lýöræðisflokksins, hafa erlend skip virt aðgerðir sjó- hersins. „Verkfalliö nýtur sífellt meiri stuðnings. Ekkert nýtt tilboð barst frá ríkisstjóminni í dag en hlutimir geta farið að gerast á hverri stundu," sagði Pashko í spjalli við DV í gær. í fyrradag höfnuðu verkfallsmenn boði stjómarinnar um 50 prósenta kauphækkun. Með aðgerðunum er farið fram á 50 til 100 prósenta kaup- hækkun og að allir sem stóðu að morðunum á mótmælendum í Fulltrúaþing Rússlands samþykkti í gær með miklum meirihiuta lög um forsetaembætti þar sem kveðið er á um víðtækt framkvæmdavald. Litið er á samþykktina sem sigur fyrir Boris Jeltsin, forseta rússneska þingsins, en gert er ráð fyrir að hann sigri í fyrstu forsetakosningunum í Rússlandi sem fram fara eftir þrjár vikur. Nýju lögin um forsetaembættið voru samþykkt með 615 atkvæðum gegn 235. Þessi úrslit þykja benda til að jafnvel nauðsynlegar breytingar á stjómarskrá Rússlands verði sam- þykktar. Fyrir fund fulltrúaþingsins óttuð- ust stuðningsmenn Jeltsins að íhaldsmenn innan kommúnista- flokksins myndu reyna að koma í veg fyrir forsetakosningamar eöa tak- marka völd væntanlegs forseta með því að koma í veg fyrir stjómarskrár- breytingar. Þrír frambjóðendanna í forseta- kosningunum lögöu til aö kosning- unum, sem ráðgerðar eru 12.júní, yrði frestað þar til í september eða október. Vladimir Zjirinovski, fram- bjóðandi og leiðtogi lítils flokks frjálslyndra, sagði að jafnvel frum- stæðustu þjóðir gæfu sér meiri tíma en tuttugu daga fyrir forsetakosning- ar. Hann og tveir aðrir, Albert Mak- atsjov og Aman Tulejev, eru ekki taldir hafa neina möguleika á sigri í kosningunum. Kenna þeir stuðn- ingsmönnum Jeltsins um framvindu mála. Leiðtogi rússneska kommúnista- flokksins, Ivan Polozkov, er sömu skoðunar. Hann krefst fjögurra mán- aða undirbúningstíma fyrir forseta- kosningamar. Samkvæmt lögunum, sem sam- þykkt vom í gær mun forseti Rúss- lands geta sett neyðarlög án þess að ráðfæra sig við þingið, gefa út tilskip- anir, útnefna ráðherra og reka emb- ættismenn. Þingið getur aðeins ógilt ákvaröanir hans ef sljómarskrár- dómstóll, sem fulltrúaþingið mun síðar mynda, kemst aö þeirri niður- stöðu að forsetinn hafi brotið í bága við stjómarskrána. Forsetinn getur aöeins setið tvö kjörtímabil í röð, hvert kjörtímabil er fimm ár, og má hann ekki vera yngri en 35 ára og ekki eldri en 65 þegar hann tekur við embætti. Á Shkoder 2. apríl verði sóttir til saka. Einnig hafa bæst við kröfur um minna vinnuálag kvenna og að trú- arlegir hátíðisdagar verði virtir. Öll trúariðkun var til skamms tíma bönnuð í landinu. Samgöngur innanlands liggja áfram niðri en vömbílar eru notaðir til fólksflutninga í æ ríkara mæli. DV varð vitni að því í gær að her- menn voru fúsir til að leyfa fólki að fljóta með á pöllum bíla sinna. Eins og fram kom í DV í gær er varaformaður Lýðræðisflokksins bjartsýnn á að stjómín segi af sér á næstu sólarhringum. Ef ekki býst hann við miklum mótmælum. Mikið fjölmenni var á götum Tirana í gær- kvöldi en allt var með kyrrum kjör- um. Hermenn og lögreglumenn létu meðan hann gegnir embættinu má hann ekki heldur vera félagi í pólit- ískum samtökum. Rússland verður annað sovéska lýöveldiö sem fær formlega eigin for- seta. Þingið í Georgíu útnefndi í síð- asta mánuði andkommúníska leið- togann Gamsakhui.lia sem forseta. Fastlega er gert ráð fyrir að hann sigri í fyrstu almennu forsetakosn- ingunum í Georgíu á sunnudaginn. Boris Jeltsin er langvinsælasti stjómmálamaðurinn í Rússlandi og hann getur reiknað með miklum stuðningi í stóru iðnaðarborgunum fyrir austan Úralfjöll. Jeltsin aðhyll- ist áframhaldandi samband sovésku lítið á sér bera og sinntu sinni vana- legu gæslu að því er virtist. Blaðamaður DV fór til hafnarborg- arinnar Durres í gær. Hafnarsvæðið þar var rammlega girt af og þess gætt af hermönnum. Frá Durres hafa margir flúið yfir til Ítalíu síðustu mánuðina, aðallega þó í mars. Greinilegt var að sumir sem voru á vappi utan við hliðin höfðu slíkt í huga. Á meöan DV var á staðnum kom hins vegar í land hópur flóttamanna sem voru snúnir heim frá Ítalíu. Þar hafa margir Albanir dvalist eftir að hafa flúið yfir sundið er skilur löndin að en aðbúnaður í flóttamannabúð- um á Suður-Ítalíu hefur veriö slæm- ur. Fjöldi Albana er snúinn heim á ný eftir heldur dapra vist þar. lýðveldanna en krefst þess að stjóm- imar í lýðveldunum fái völdin í sínar hendur. Hann vill einnig að lýðveldin fari sjálf með samskipti sín við erlend ríki og fái mest yfirráð yfir náttúm- auðlindum sínum, framleiðslu og skattamálum. Helstu keppinautar Jeltsins í for- setakosningunum eru Ryzhkov, fyrr- um forsætisráðherra Sovétríkjanna, sem aðhyliist áframhaldandi sterka miðstýringu í Sovétríkjunum, og Bakatin', fyrrum innanríkisráðherra sem er heldur fijálslyndari. Allir þrír frambjóðendumir hafa sagst vera sannfærðir um eigin kosning- asigur. TT, Reuter Fulltrúaþing Rússlands: Forseta veitt framkvæmdavald Boris Jeltsin, forseti rússneska þingsins, fagnar samþykkt rússneska full- trúaþingsins um iög um nýtt og valdamikið forsetaembætti. Gert er ráð fyrir að Jeltsin sigri í forsetakosningunum í Rússlandi í næsta mánuði. Símamynd Reuter DV Færeyjar: ur nú aflétt banninu viö að selja færeyskan iax á fiskmörkuðum erlendis. í staðinn ætlar stjómin aö ákveða lágmarksverð á laxi sem seldur er á fiskmörkuðum. Verðiö á að gilda mánuð í senn og hefur verið ákveðiö rúmlega 300 íslenskar krónur fyrsta mán- uöinn. Batut við sölu færeysks lax á fiskmörkuðum erlendis tók gildi strax eftir páska og átti að gilda til 1. október. Ástæða bannsins var að fiskeldisfyrirtæki hafði selt lax á fiskmarkaði í Hanst- holm Danmörku á verði sem stjórnin taldi alitof lágt. Þrátt fyrir bannið hefur verið seldur færeyskur lax í Hanst- holm. Fyrirtæki þar hefUr keypt laxinn og síöan selt hann á flsk- markaðinum. Ritzau Furstadæmið Liechtenstein, sem liggur milli Sviss og Austur- ríkis, varð í gær sjöunda aöildar- ríki EFTA, Fríverslunarsamtaka Evrópu. Önnur aðildarríki em ísland, Svíþjóð, Austurríki, Nor- egur, Finníand og Sviss. Það var í mars síðastliðnum sem Liecht- enstein sótti um aðild aö fríversl- unarsamtökunum. Ástæðan til að Liechtenstein sækir nú um aðild er nánari sam- vinna EFTA við EB, Evrópu- bandalagiö. Furstadæmið hefur allan tímann tekið þátt í viðræð- um EFTA og EB um hið svokall- aða evrópska efttahagssvæði. Samtímis því sem Liechtenstein gerist aðildarríki þykir það aug- Ijóst aö tvö ríki muni ganga úr samtökunum. Austurríki hefur þegar sótt um aðild að EB og þess er vænst að Svíþjóð geri það inn- antíöar. TT Hættulegir hundar skulu hafðir írska ríkisstjórnin hefur nú far- ið að ráði Breta og skipað eigend- um hugsanlega hættulegra hunda að setja á þá munnkörfu og hafa þá í ól. Bretar bönnuðu á þriðjudaginn allan innflutning á svoköiluðum athundum, þ.e. hundum sem sérstaklega era þjálfaðir í hunda- at, og verið getur aö margir þeirra verði deyddir í kjölfar nýrrar reglugerðar sem var samþykkt eftir að einn slíkur reif í sig lítið barn. Umhverfisráðherra írlands hefur nú látið útbúa langan lista yfir þær tegundir hunda sem telj- ast hættulegar og verða eigendur þeirra því að fylgja reglugeröinni um múl og ól þegar þeir eru með hunda sína á opinberum stöðum. Til tals hefur komiö að banna einnig innflutning á slíkum hundum til Iriands, en öl þess þarf frekari löggjöf. Dýralæknar á íriandi telja aö alls séu allt að tvö þúsund at- hundar í landinu, en margir hverjir eru notaðir í ólöglegum hundaötum. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.