Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1991, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1991, Blaðsíða 8
Útlönd FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 1991. Uppreisnarmemi i Eþíópíu eru nu í um 30 kflómetra ijarlægð vestur af Addis Ababa, höfuðborg landsins, og segjast geta hertekið borgina þegar þeir vilja. Stjórnar- herinn er strax byrjaður að láta undan og margir óttast því of- beldí og rán í borginni. Tesfaye Gahre Kiden, sem nú er starfandi forseti Eþíópíu eftir að Mengistu forseti flúði land á þriðjudaginn, endurtók í dag beðni sína um vopnahlé og bað Bandaríkin og Sovétríkin um að- stoð við að þvinga fram vopnahlé. Hann bauðst einnig til þess að deila völdunum með uppreisnar- mönnum. „Friður kemst aldrei á nema með samstarfi stórveldanna og hinna ýmsu þjóðfélaga og ríkis- stjórna. Þannig tekst okkur að þvinga fram vopnahlé," sagði Kidan. Uppreisnarmemúrnir höfnuðu í gær tilboði stjórnarinnar um vopnahlé og setja það sem skil- yrði að skrifað verði undir friðar- skilmála áður en þeir leggja niður vopn. Þeir hafa þó samþykkt að taka þátt í friðarviöræðum i Lon- donínæstuviku. Reuter áfund iðnríkja? George Bush Bandaríkjaforseti neitar alfarið fullyrðingum dag- blaðsins The New York Thnes um að hann sé á móti þátttöku Mik- hails Gorbatsjov í fundi sjö helstu iðnríkja heims sem haldinn verð- ur í London í júlí. „Það er alrangt. Engar ákvarð- anir hafa verið teknar um það mál en ef slíkt gæti hjálpað efna- hag Sovétríkjanna væri það mjög mikilvægt," sagði Bush. Gorbatsjov hefur lýst yfir áhuga á að mæta á fundinn og ræða samstarf iðnríkjanna við Sovétríkin. Hann tekur það þó skýrt fram að ekki komi til greina að tengja vestræna aöstoð viö endurbæturheimafyrir. Rcuter Kongressflokkurinn á Indlandi: Vill ekkju Gandhis í embætti f lokksleiðtoga Indverjar bíða nú eftir fregnum af því hvort ekkja Rajivs Gandhi, leiö- toga indverska Kongressflokksins, Sonja Gandhi, muni samþykkja boö um aö taka aö sér leiðtogaembætti flokksins. Á Indlandi fýsir menn einnig að vita hverjir séu morðingjar fyrrum forsætisráöherra landsins. Háttsettir embættismenn sögðu aö morðinginn væri kona. Hún heföi annaöhvort verið með sprengjuna falda á sér innanklæða eöa falda í blómvendi sem hún rétti Gandhi er hann kom til kosningafundar í borg- inni Sriperumpudur á Suður-Ind- landi á þriöjudaginn. Nokkur dag- blöö drógu strax þá ályktun aö konan’ væri félagi í skæruliðasamtökum tamíla á Sri Lanka sem vilja aðskiln- aö. Þeir njóta mikils stuönings í Tam- il Nadu-héraði á Indlandi þar sem borgin Sriperumpudur er. AIls búa um fimmtíu milljónir tamíla í Tamil Nadu. Skæruliöasamtökin hafa vísað á bug öllum ásökunum um aðild aö moröinu á Gandhi. Skæruliðarnir litu reyndar á hann sem óvin sinn. Hann sendi yfir fimm- tíu þúsund hermenn til Sri Lanka 1987 til að framfylgja friðarsam- komulagi sem fljótlega var virt að vettugi. Til átaka kom milli ind- versku hermannanna og tamíla og voru hermennirnir ekki kallaðir heim fyrr en 1990. Sonja Gandhi, sem er 44 ára og ættuð frá Ítalíu, vildi ekki tjá sig í gær um það hvort hún hygðist feta í fótspor eiginmanns síns. Litið er á boð Kongressflokksins til Sonju um embætti flokksleiðtoga sem tilraun til að auka fylgi flokksins vegna þeirrar samúðar sem hún nýtur. Tveimur síðari umferðum forseta- kosninganna, er fram áttu að fara í þessari viku, hefur verið frestað þar til um miðjan júní. Sagt er að boð Kongressflokksins hafl næstum skyggt á morðið á Gandhi. Eftir að Indira Gandhi, fyrrum for- sætisráöherra Indlands og móðir Rajivs, var myrt 1984 af lífvörðum sínum úr röðum sikha brutust út blóðugar óeirðir í Nýju-Delhí. Um þrjú þúsund sikhar voru myrtir og indversk stjórnvöld óttuðust í gær Sonja Gandhi, ekkja Rajivs Gandhi. Kongressflokkurinn bauð henni i gær embætti leiðtoga flokksins. í morgun hafði hún enn ekki sagt hvort hún tæki boðinu. Simamynd Reuter Skelfingu lostnir Indverjar við likamsleifar Rajivs Gandhi, leiðtoga Kongress- flokksins og fyrrum forsætisráðherra landsins. Símamynd Reuter nýtt blóðbað. Víða kom til óeirða í gær og í gærkvöldi höfðu borist fregnir af því að ellefu manns hefðu látið lífið í átökum í kjölfar morðsins á Gandhi. Útgöngubann var sett á víða og svo virtist sem herinn hefði stjórn á hlutunum. Bálför Gandhis verður á morgun á sama stað og bálför móður hans og Nehru, afa hans, fyrsta forsætisráð- herra frjáls Indlands. Sérfræðingar telja að morðið á Gandhi leiöi ekki til endaloka lýð- ræðis á Indlandi. Hins vegar geti það leitt til mikilla óeirða um stundar- sakir. Benda þeir á að Gandhi hafl í raun ekki verið stjórnmálaskörung- ur. Tómarúmið eftir hann stafl að hluta til af því að hann var fulltrúi ættarveldis sem ráðið hafi ríkjum frá upphafi aldarinnar og að hluta til af því að hann hafi sigrað næstum alla aðra sterka leiðtoga innan Kongress- flokksins. Reuter, TT v o '' • L. '/ Bílasalan SKEIFAN Skeifunni 11 Sími 689555 Heitt kaffi á könnunni og allir fá Fanta að drekka DAGAR í Skeifunni föstudag og laugardag Sýnum og seljum gott úrval notaðra Honda bifreiða um helgina. Notaðir uppítökubílar frá Hondaum- boðinu seldir á niðursettu verði. Allt að 25% afsláttur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.