Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1991, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1991, Blaðsíða 28
.I3>! 1/ !.í It SJOAÍTJTI/MH FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 1991. 36 Merming Aldarafmæli Prokofievs Tæplega hefur farið framhjá tónlistarunnendum að tvö hundruð ár eru liðin síðan ástmögur guðanna, Mozart, lést, langt um aldur fram. Allir sem vettlingi geta valdið hafa notað þetta tilefni sér til framdráttar, hljómplötufyrirtæki, bóka- og póstkortaútgefendur, ferðamálayfirvöld, o.s.frv. Sérstakar Mozartuppákom- ur hafa verið eða verða haldnar nánast um alla heims- byggðina. Allt er þetta gott og blessað og vonandi í þágu Mozarts og tónlistarinnar í heild. Stórafmæli annars tónskálds hefur hins vegar fallið í skuggann fyrir þessari Mozart-hátíð. Á þessu ári hefði eitt helsta tónskáld á vorum dögum, Sergei Pro- kofiev (1891-1953), nefnilega orðið eitt hundrað ára, sem er ekki síður tilefni til fagnaðar og endurmats. Prokofiev er ef til vill „týpískastur" allra tónskálda á tuttugustu öld, því í tónlist hans og ferli kristallast ýmis vandi nútíma listamanns, togstreitan milli róm- antíkur og klassíkur, milli fortíðar- og nútíðarhyggju, milli óháðrar listsköpunar og pólitískrar undanláts- semi. Togstreita af þessu tæi reyndi mjög á þolrif margra nútímalistamanna og varð sumum samlönd- um Prokofievs raunar um megn. Undrabarn af ríku fólki En Prokofiev var ekki einasta gefin snilhgáfa, svo mikil að á unglingsárum sínum gerði hann óspart og snjallt grín að tónlistinni, heldur einstök aðlögunar- hæfni. Hann brást ljúflega við utanaðkomandi þrýst- ingi, hvort sem um var að ræða tískusveiflur í vestri eða tilætlunarsemi yfirvalda í austri, en lagaði þennan þrýsting hinsvegar að eigin forsendum. Fyrsti píanó- konsert hans er þrunginn rómantík (1912), en þegar frumstæð hrynjandi á la Vorblót var í tísku, samdi Prokofiev „barbaríska" Skýþiasvítu (1916) sína, og tveimur árum seinna fór hann álíka létt með nýklas- sík í fyrstu sinfóníu sinni. Öll bera þessi verk samt sterk höfundareinkenni, hljómmiklum laglínum er teflt gegn kraftmiklum stefjum, auk þess sem tónskáld- ið skirrist sjaldnast viö að nota mestallt „litaspjald" tónanna í hljómsveitarverkum sínum. Prokofiev var undrabarn af ættum úkraískra auð- manna og missti því allt sitt í rússnesku byltingunni árið 1917. Áriö 1936 fluttist hann samt aftur til Sovét- ríkjanna og gerðist opinbert og ástsælt tónskáld þar í landi. Fjölhæfni í síðari heimsstyrjöld samdi Prokofiev feiknin öll af patríótískri tónlist fyrir rússneskar kvikmyndir (þ.á.m. Alexander Nevsky og ívan grimma), lúðrasveit- ir og karlakóra, en einnig óperutónlist sem menningar- yfirvöldum þóttu helst til „formalistísk“. í seinni tíð hafa menn einnig þóst fmna undirtón and-stalínískrar gagnrýni í sumum tónsmíðum hans (t.d. Píanósónötu nr. 6). Það voru þvi kaldhæðni örlaganna að þeir skyldu deyja sama dag, Stahn og Prokofiev. Það var eiginlega sama hvað Prokofiev tók sér fyrir hendur í tónhstinni, allt lék í höndunum á honum. Hann samdi átta óperur, sjö ballettsvítur, sjö sinfó- níur, fimm píanókonserta, tvo fiðlukonserta, tvo sehó- konserta og þar að auki feiknin öU af kvikmyndatón- Sergei Prokofiev. Tónlist Aðalsteinn Ingólfsson list, kammertónlist og sönglögum. Prokofiev verður sennhega seint talinn meðal braut- ryðjenda í nútímatónlist, þar sem sniUd hans fólst framar öðru í umritun viðtekinnar tónhstarhefðar. En hann var einstaklega glöggskyggn, sjálfum sér sam- kvæmur og aðlaðandi í tónlist sinni. Chandos í tilefni af aldarafmæh Prokofievs hefur breska Chandos-útgáfufyrirtækið (sem gert hefur úgáfusamn- ing við Sinfóníuhljómsveit Islands) bætt fjöldamörgum geisladiskum viö Prokofiev safn sitt, sem var talsvert fyrir. Nú er fyrirtækið með á boðstólum tuttugu og fimm diska með tónhst hans. Á Uestum þeirra (eða sextán) er við stjómvölinn einn helsti núlifandi túlkandi Prokofievs, eistneski hljóm- sveitarstjórinn Neeme Járvi, ásamt Skosku þjóðar- hljómsveitinni, sem í dag leikur austurevrópska tón- list öðrum sveitum betur - þökk sé Járvi. Ein af eftirminnUegustu tónlistarupplUunum mínum er raunar leikur þessarar hljómsveitar á sinfóníum eftir Prokofiev og Rachmaninov, undir stjórn Járvis, í Glasgow fyrir nokkram árum. Það er sama hvar borið er niður í þessari geisladiskaútgáfu frá Chandos (ég er aðallega búinn að vera með sinfóníur nr. 1,2 & 4, auk sinfónískra verka úr tveimur óperum „Semyon Kotko“ og „FjárhættuspUarinn“ til hlustunar), alls staðar er tónhstin kristaltær og kraftmikil og upptök- ur eins og best verður á kosið. Ég hlakka því til að heyra árangur af samstarfi Sinfó- níuhljómsveitarinnar við þá vandfýsnu menn sem augsýnUega eru við stjómvölinn hjá Chandos. Laugavegi 3-101 Reykjovík - Simi: (91) 626362 Fjoroargötu 8,710 Seyðisfjörður. Simi:(97) 21111 EFSTABAIíGI: A1 ISLKXSK/ 'IM bi ORDABOKIX Gandhl, Rajlv, f. 1944: indv. 8tjómmálam.; i sonur I. Gandhi; starfaði sem j fiugmaður þar til hann var kosinn i á þing 1981 fyrir ' kjördæmi bróður síns, S. Gandhi; aðalritari Þjóð- þingsfl. (I) 1983, útnefndur for- sætisráðh. eftir dauða móður sinnar 1984 og kosinn for- maður flokksins sama ár. G. reyndi að koma á sáttum milli stríðandi trúaríylk- inga og landshluta og stóð að nýjungum á sviði tækni, efnahagsmála og stjóm- skipunar; lét af embætti 1989 eftir kosn- ingaafhroð Þjóðþingsfl. (I). Andlát Gísli Benjamínsson múrari, Logafold 26, Reykjavík, lést í Landspítalanum 18. maí. Elfar Schiöth Haraldsson lést í Borg- arspítalanum 22. maí. Jarðarfarir Guðfmna Guðmundsdóttir frá Finn- bogastöðum verður jarðsungin frá Ámeskirkju fóstudaginn 24. maí kl. 14. Jóhann Sigurlaugsson bifvélavirki, Klettagötu 4, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju föstudaginn 24. maí kl. 13.30. Stefán Þ. Sigurjónsson, Brautarlandi 24, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fostudaginn 24. maí kl. 10.30. Sigurður Helgason, Skólavörðustíg 18, sem lést 17. maí, verður jarðsung- inn frá Fossvogskirkju fóstudaginn 24. maí kl. 15. Daníel Friðriksson bifvélavirkja- meistari, Akranesi, sem lést hinn 17. maí sl., verður jarðsunginn föstudag- Ferðir FÍ 24.-26. maí: Helgarferð til Vestmannaeyja Ferðast með Herjólfi eða flugi til Eyja. Gist í svefn- pokaplássi. Skoðunarferðir um nýja hraunið. Gengið á Eldfell. Á siglingu umhverfis eyjarnar gefur að líta iðandi fuglalíf, stórbrotna hamraveggi og hella. Leit- ið upplýsinga á skrifstofu Ff. Laugardaginn 25. maí verður ferðakynning í Upplýs- ingamiðstöð ferðamála, Bankastræti 2. Ókeypis skoðunarferðir um Reykjavík með leiðsögn kl. 14.00 og kl. 16.00. Hinn árlegi göngudagur Ferðafélagsins er á sunnu- daginn, 26. maí. Gengið verður um skógarstíga í Vífilsstaðahlíðinni og áð í trjásýnireitnum (opnaður 1990). Skipulagning miðast við að fjölskyldan geti öll verið með á göngudegi FÍ. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS Myndgáta dv inn 24. maí nk. Utförin fer fram frá Akraneskirkju og hefst kl. 14 síðdeg- is. Lára Laufey Sigursteinsdóttir, Heið- mörk 1, Selfossi, sem andaðist 18. maí, verður jarðsungin frá Selfoss- kirkju föstudaginn 24. mai kl. 14. Útför Ástu Stefánsdóttur, Hávalla- götu 38, er lést á hjúkrunarheimilinu Skjóh 13. maí, fer fram frá Dómkirkj- unni í Reykjavík föstudaginn 24. maí kl. 13.30. Guðni Þorgeirsson frá Ásvelli í Fljótshlíð, til heimihs í Grænumörk 1, Selfossi, verður jarðsettur frá Sel- fosskirkju laugardaginn 25. maí kl. 15. Þorgerður Guðmundsdóttir lést 13. maí. Hún fæddist aö Seljum í Helga- fellssveit hinn 27. mars 1930. Foreldr- ar hennar voru þau hjónin Guð- mundur Bjami Halldórsson og Petr- ína Sæmundsdóttir. Eftirlifandi eig- inmaður hennar er Hólmsteinn Hall- grímsson. Þau hjónin eignuöust fjög- ur böm. Útför Þorgerðar verður gerð frá Bústáðakirkju í dag kl. 13.30. Tilkyimingar Björgvinskvöld í Minja- safninu á Akureyri „Björgvinskvöld" þar sem sungin verða einsöngslög eftir Björgvin Guðmundsson og lesið úr endurminningum hans, verö- ur haldið í Miryasafninu á Akureyri nk. fimmtudagskvöld og hefst dagskráin kl. 20.30. Söngvaramir Þuríður Baldurs- dóttir og Öm Viðar Birgisson syngja ein- söngslög eftir Björgvin við undirleik Guðjóns Pálssonar. Þráinn Karlsson leik- ari les úr endurminningum Björgvins. Félag eldri borgara Dansleikur í Risinu í kvöld kl. 20.30. Munið dagsferðina nk. laugardag 25. maí í Selvog, Herdísarvík og Hveragerði. Upp- lýsingar og pantanir á skrifstofu félags- ins. Flóamarkaður FEF Félag einstæðra foreldra heldur flóa- markað í Skeþahelli, Skeljanesi 6, laugar- daginn 25. maí. Ágætur fatnaður, búsá- höld, bækur og alls kyns dót. Leið 5 geng- vu- að húsinu. Opið kl. 14-17. Súldin á Púlsinum í kvöld leikur hin rómaða djasssveit Súld á Púlsinum. Hljómsveitin mun leika lög af nýútkomnum diski ásamt nýju efni. A undan mun Frönsk big-band sveit leika. Hljómsveit þessi er hluti af áhöfn franska herskipsins Jeanne d’arc sem statt er í Reykjavík. Drag-show í Berlín í kvöld verður boðið upp á allóvenjulegt skemmtiatriði á veitingastaðnum Berlín. þar munu valkyrjur flytja dagskrá í tah og tónum eins og þeim er einum lagið. Píanóundirleik annast Karl Olgeir 01- geirsson. Fyrirlestrar Fyrirlestur hjá Foreldra- félagi misþroska barna Sálfræðingamir Málfríður Lorange og Einar Hjörleifsson starfa bæði hjá Dag- vist bama í Reykjavík. Þau hafa sýnt málefnum Foreldrafélagsins mikinn áhuga og vora m.a. fulltrúar á þingi um MBD í Finnlandi í haust. Þau verða gest- ir foreldrafélagsins í kvöld, 23. maí, og segja frá því hvemig tekið er á málefnum misþroska bama á leikskólum borgar- innar. Er hér um mjög áhugavert efni að ræða, einkum fyrir foreldra þeirra bama sem era í eða á leiðinni í leikskóla. Stjóm- in hvetur alla áhugamenn til að koma á fyrirlesturinn sem hefst kl. 20.30. Að fundi loknum svara þau Málfríður og Einar fyrirspumum og verða almennar umræður. Fundarstaður er eins og venjuiega Æfingadeiid Kennaraháskóla íslands á mótum Háteigsvegar og Ból- staðarhlíöar, gengið inn frá Bólstaðar- hlíð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.