Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1991, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1991, Blaðsíða 32
 ■ ■■ ■ : . ■ ■ . ■ . " ' .: ■ ■ '. ■■' . U1 F R ETTAS KOTIÐ Onsaasaöss* 62 • 25 • 25 ° — Hafir þú ábendingu eða vitneskju um Fyrir besta fréttaskotið. í hverri viku frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafn- hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað leyndar er gætt. Við tökum við frétta- ~t = í DV, greiðast 2.000 krónur. skotum allan sólarhringinn. ~vl = Rítstjórn - Auglýsingar - Áskríft - Dreifing: Sími 27022 FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 1991. Banna hvalvciðar áfram - sjávarútvegsráðherrar hvalveiðiþjóðanna sitja ekki fundinn yóst þykir nú aö ársfundur Al- þjóða hvalveiðiráðsins muni hafna ósk íslendinga og annarra hval- veiðiþjóða um aö fá aö heQa tak- markaðar hvalveiðar þrátt fyrir að vísindanefnd ráðsins viðurkenni að vissir stoíhar þoli lítils háttar veiðar. Fyrir fundinum liggur sú ósk að fá að veiða 91 langreið og 192 hrefnur á ári þar til hvalveiði- ráðið hefur ákveðið endaniega kvóta einstakra landa. Sá kvóti, sem íslendingar vilja, samsvarar um tveimur prósentum af stofn- stærð þessara tegunda á íslenskri veiðislóð, vestur af landinu. Mikill undirbúningur er í gangi vegna ársfundar Alþjóða hvaiveiði- ráðsins sem haldinn verður á Hótel Sögu í næstu viku. Á fundinn mæta vel á annaö hundrað fulltrú- ar frá þeim 36 löndum sem sæti eiga í ráöinu. Aðalfulltrúí ísiands á fundinum verður Guðmundur Eiríksson þjóðréttarfræðingur en varafulltrúi Kjartan S, Júlíusson. Athygli vekur að Þorsteinn Páls- son sjávarútvegsráðherra mun ekki sitja fundinn eins og Halldór Ásgrímsson hefur gert undanfarin ár. Hann mun þó flytja ræðu við setningu fundarins. Þá hafa norsk yfirvöld tilkynnt að Oddran Pett- ersen, sjávarútvegsráðherra Nor- egs, muni heldur ekki sækja fund- inn né aðrir háttsettir embætt- ismenn úr ráðuneytinu. Þykir þetta staðfesta að á ársfundinum verði ekki gerður ágreiningur um áframhald á hvalveiðibanni. Samkvæmt heímildum DV eru hátt í hundrað hvalfriðunarsinnai' komnir til landsins vegna þessa fundar, víða að úr heiminum. Von mun vera á öðrum eins ijölda á næstu dögmn. Fyrirhugaður er fjöldi samráðsfunda í Reykjavik hjá hvalfriðunarsinnum í tengslum við ráðstefnuna og eftir því sem DV fregnar hafa þeir þegar fundað með nokkrum íslenskum stjórn- málamönnum. Við setninguna hyggjast hvalfriðunarsinnar standa fyrir friðsamlegum uppá- komum til að leggja áherslu á mál- staðinn. Hjá lögreglunni fengust þær upplýsingar að þar á hæ væru ekki hafnar neinar varúðarráðstaf- anir vegna fundarins. -kaa Ók á rafmagnslínu: Kviknaði í dekkjunum „Það er furðulegt að menn skuli ekki hugsa meira um rafmagnslín- umar þegar þeir eru með svona háan farm á bílunum. Við fóram í slóðina hans til að athuga línumar á leiðinni og hann virðist reyndar nokkram sinnum hafa verið mjög nærri því að rekast í háspennulínu og virðist hafa rekist í nokkrar línur með lægri spennu. Það hefur kannski bjargað honum þá að hann var með plasbát með plastloftneti og allt var þurrt,“ sagði Sigurður Eymundsson, raf- veitustjóri á Egilsstöðum. Vörubílstjórinn ætlaði að flytja plastbát frá Eskifirði til Seyðisfjarðar í gærmorgun. Þegar hann var kom- inn að aðveitustöð við Eyvindará, rétt fyrir ofan Egilsstaði, rak hann mastur bátsins upp i raflínu með þeim afleiðingum að straumur fór í gegnum bát og bíl og tók maðurinn ekki eftir neinu fyrr en kviknaði í dekkjum bOsins einu af öðra. Honum tókst að bjarga sér út úr bílnum án þess að slasast sem þykir mikil mildi. Bíll og bátur era eitthvað skemmdir. í kjölfar slyssins fór rafmagn af Egilsstöðum, Héraði, Seyðisfirði, Borgarfirði og Vopnafirði. Um 45 mínútur tók að koma rafmagninu á aftur. -J.Mar Vísað frá Blöndu Fjóram Júgóslövum, sem unnu hjá júgóslavnesku verktakafyrirtæki við Blönduvirkjun, hefur verið bannaðl að halda áfram vinnu þar eö þeir höfðu ekki tilskilin atvinnuleyfi. Um er að ræða einn rafvirkja, einn málmiðnaðarmann, verkstjóra og svæðisstjóra. -S.dór LOKI Á þessum jafnréttistímum fá stúlkurnar dáta og strák- arnirfegurðardrottningar! Ungfrú ísland, Svava Haraldsdóttir, og ungfrú Bandaríkin, Kelli McCarty, hittust í Hard Rock Café í Kringlunni í gær. Bandaríski herinn hafði boðið nokkrum fegurðardrottningum til landsins og komu þær í fyrradag. Þær dvöldu á vellinum en heimsóttu Reykjavík í gær og skoðuðu borgina. " DV-mynd Brynjar Gauti Veðriðámorgun: Fremur hlýtt í veðri Á morgun verður suðvestanátt, víða gola eða kaldi. Dálítil rigning eða súld um suðvestanvert- og vestanvert landið. Þurrt og víða léttskýjað austanlands. Fremur hlýtt verður um allt land og hiti á bilinu 7-15 stig. Ingi Bjöm Albertsson: Samþykki ekki að hætta við þyrlukaupin „Þú mátt hafa það eftir mér að ég mun aldrei samþykkja að hætt verði við kaup á björgunarþyrlu fyrir Landhelgisgæsluna," sagði Ingi Björn Albertsson alþingismaður í samtali við DV. Ingi Björn var flutningsmaður þess frumvarps sem samþykkt var á Al- þingi í vor um að þyrlan skyldi keypt. í skýrslu fjármálaráðherra, um niðurskurð ríkisfjármála í ár, segir að tekin verði ákvörðun um kaup á björgunarþyrlu þegar fyrir liggi frek- ari athugun á öllum þáttum er varða notkun og aðstöðu fyrir flugrekstur Landhelgisgæslunnar. Á Alþingi var í vetur samþykkt heimild til að taka 100 milljónir króna inn á lánsfjárlög til kaupa á björgunarþyrlu fyrir Landhelgis- gæsluna. -S.dór Ökuníðingar teknirínótt Það var annasamt hjá lögreglunni í Reykjavík í gærkvöldi og í nótt. Alls voru teknir þrjátíu og fimm öku- menn fyrir of hraðan akstur og tveir fyrir ölvun undir stýri. Einn var tekinn á Sæbraut á 110 km hraða, annar á Bústaðavegi á 109 km hraða og sá sem hraðast ók var tekinn á Reykjanesbraut á 119 km hraða. Þá var ekið á mann við ESSO- stöðina í Skógarseli og var hann fluttur á slysadeild. Meiðsli hans voruþóekkitálinalvarleg. -HK VAKTÞIÓNUSTA Oryggisverðir um alla borg... ...allan sólarhrinainn Vönduð og viðurkennd þjonusta @91-29399 Allan sólarhringinn Oryggisþjónusta VARI síðan 1969 -----—

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.