Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1991, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1991, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 1991. 7) dv Sandkom Fréttir EFTA-ríkin fimda: Taka engar ákvarðanir Engar ákvarðanir verða teknar né yfirlýsingar gefnar um myndun evr- ópsks efnahagssvaeðis á leiðtoga- fhndi EFTA og EB sem fram fer á fostudaginn. Þess í stað munu leið- togar EFTA og framkvæmdasljómar EB ræöa hugsanlegar lausnir á þeim deilumálum sem enn em uppi í við- ræðunum, einkum varðandi sjávar- útvegsmál og stofnun sérstaks sjóðs tíl stuðnings fátækari ríkjum Evr- ópubandalagsins. Reynist þessar við- ræður árangursríkar er jafnvel búist við að hægt verði að skrifa undir drög að samningi um evrópska efna- hagssvæðið á fundi í Salzburg dag- ana 24.-25. júní. Fyrir hönd íslands sitja leiötoga- fundinn þeir Davið Oddsson forsæt- isráðherra og Jón Baldvin Hanni- balsson utanríkisráðherra. Fyrir hönd annarra EFTA ríkja mæta for- sætisráðherrar og utanríkis- eða ut- anríkisviðskiptaráðherrar land- anna. Af hálfu framkvæmdastjórnar Evrópubandalagsins mun Daninn Henning Kristoferssen vera i for- svari. Hann fer ekki með utanríkis- mál fyrir framkvæmdastjómina og fyrir vikið hefur fundurinn ekki eins mikla þýðingu og ella. Þing- og ráðgjafanefndir EFTA- ríkjanna í samningaviðræðunum við Evrópubandalagið funda þessa dag- ana í Vín. í gær komu einnig til fund- ar utanríkisráðherrar EFTA-ríkj- anna. Einnig hitta þeir fulltrúa nefnda sem unnið hafa aö ýmsum sérverkefnum í tengslum viö samn- ingana um evrópskt efnahagssvæði. I dag verða stíf fundahöld hjá utan- ríkisráðherrum EFTA-ríkjanna. Auk þess sem umræðurnar munu snúast um samningana um EES verða við- skiptin við Austur-Evrópu og Tyrk-' land einnig til umræðu. Einnig er gert ráð fyrir að afstaðan til þriðja heimsins veröi rædd. Seint annað kvöld funda síðan utanríkisráðherr- amir með forsætisráðherrum land- anna til undirbúnings leiðtogafund- inum sem fram fer eftir hádegi á föstudaginn. -kaa Jafnvægi á vinnumarkaði í könnun sem Þjóðhagsstofnun og Vinnumálaskrifstofa félagsmála- ráðuneytisins gerðu í apríl á at- vinnuástandinu og horfum fyrir sumarið kemur fram að jafnvægis gætir nú á vinnumarkaði. Vinnuafls- eftirspurn er að vísu nokkuð meiri nú en hún hefur veriö undanfarin misseri án þess þó aö um alvarlega þenslu sé að ræða á vinnumarkaði. Samkvæmt niðurstöðum atvinnu- rekenda vildu þeir fjölga um 470 störf á landinu öllu í aprfl sem er 0,6 pró- sent af hefldarmannafla í þeim at- vinnugreinum sem könnunin náði tfl. í sams konar könnun, sem gerð var í janúar síðastliðnum, vildu þess- ir sömu atvinnurekendur fækka um 120 störf, þannig að breytingin er nokkur. Þá kemur fram, varðandi sumaraf- leysingar, að atvinnurekendur telja sig þurfa 12.600 manns á landinu öllu. Þetta er nokkuð svipað og í fyrra. í þessum tölum eru ekki störf í ungl- ingavinnu á vegum sveitarfélaga. Með avfldnni vinnuaflseftirspum í aprfl miðað við sama tíma í fyrra og minnkandi atvinnuleysi ætti því útlit fyrir sumarvinnu skólafólks að vera heldur bjartara nú en verið hefur undanfarin ár, segir í skýrslu um könnunina. í aprfl síðastliðnum voru 1750 skráðir atvinnulausir á landinu öllu. Það er 1,3 prósent af vinnuframboði. Þetta er minna atvinnuleysi en á sama tíma í fyrra en þá var það 1,9 prósent. Eftirspurn eftir vinnuafli er mun meiri út á landi en í höfuð- borginni en á báðum svæðunum hef- ur eftirspumin aukist að undan- fömu. ' -S.dór Undrandi ii*i „rerming aruom Fyrsti ferming- . arharnahópur- innfráAkur- eyrartórkiu, sem fenndist > niiialii tk þarfyrir50 árum,kom samanáAkur- eyriumsíðustu helgioggerði ýmislegtsérúl skemmtunar. Meðal annars fór hópurinn í heim- sókn í Bamaskóla Akureyrar til þess að skoða gamla skólann sinn. Óhætt er að segja að raörg „fermingarbam- anna“ hafi þar orðið fyrir nokkru áfalli sem stafaði al'því i hvaða ástandi skólahúsið er. Fólkið só þar sömu gömlu vaskana og það hafði þvegið sér við fyrir meira en hálfri öld, sumir töiuðu um að sama máln- ingin væri enn á hurðum og ef til vill fieiri stöðum. Það þekkti hurðar- húnana og yfirleitt var fólkið nokkuð hnípið yfir því hversu lítið virðist gert til að haldaþessu gamla góða 60 ára skólahúsl í góðu ásigkomulagi. Markið vann! AlfteðGísla- son, handbolta- maöuráSpáni. ogfélagarhans löpuðusiðaí-i úrslitaleik sin- umíEvrópu- keppnjbikar- hafasemftain fóriÞýskalandi gegn þarlendu hði.Alfreðog félagar unnu fyrri leikinn á Spáni með 5 marka mun en töpuðu síðan útileiknum með 8 raarka mun. í við- talí við Dag ó Akureyri var Alfreð ekki í vafa um hverheföi í raim og vem verið sigurvegari leiksins, það heföi verið þýska markiö, þ.e. gjald- miðillinn. Fé hafi nefnilega verið bor- ið i dómara leiksins sem vora að dæma sinn síðasta leik á ferlinum og þeir hafi haft i frammi hinar furðu- legustu kúnstir. Alfreð lék um árabil í Þýskalandi Og þekkir eftil vill eitt- hvað til vinnubragða forráðamanna þýskra liða en hins vegar hittist nú s vo á að til þessa hafa forráðamenn spænskra Uða verið taidir fremstir þeirra sem boriö hafa fé og aðrar gjaf- ir í dómara fyrirmikilvæga leiM. Jáf það er blautt Eittþaöhrim- leiðasta af mörguþó.sem armennút- varpsstöðv- anna bjóða hlustendum smumuppa.cr hiðsífellda rausjieirra um veðriðframog aftur. Núna í malhefurþó keyrt úr hófi fram ogþað á sér þá skýringu að úrkoma í höfuöborginní hefur ver- ið allt að þreföld miðað við meðalár. Ef dagskrárgerðarfólkið fréttir síðan að sésthafi til sólar einhvers staðar annars staðar ó landinu þykja það heilmikil tíðindi rétt eins og hér eigi að vera skammdegi á þessum árs- tíma. Mikið væri nú gaman ef dag- skrárgerðarfólkiö hætti aö sitja tár- vottvið hfjóðnemanaþótt dálitið ; rigni, þaö crbara engín ný bóla suð- vestanlands og ekkert tfl að gráta yfir. Ófögur lýsing Mennhafa lengigertsér þaðtildundurs aðyrkjavisur umsamferða- mennsina, misjákvíeðar einsoggeristog gengur. Þessi sera hérferá eftircrfremur ðföguroghljóð- ar svo ef migmisminnir ekki: Vinsæll er hann meðal fremur fárra, illa liðinn er af sínum grönnum. Útlitið er innrætinu skárra, erhannþó með skuggalegri mönnum. Umsjón: Qytti Kristjánsson SUMAR SSSffiíSSííw: •SSSftW: ÍiBiBÚÖ- PANASONIC NV MS70 FULLKOMIN S-VHS STERIO VIDEOUPPTÖKUVÉL SONY CCD-F350 8mm VIDEOUPPTÖKUVÉL EINFÖLD OG ÞÆGILEG í NOTKUN 7SMÖÖ- 59.980. PANASONIC NV-MC20 VHS VIDEOTÖKUVÉL MEÐ TÖSKU PANASONIC NV-S1 SNILLDARLEGA HÖNNUÐ VIDEOUPPTÖKUVÉL MEÐ INNBYGGÐUM TITRINGSJAFNARA 90*800.- 84.800. JAPIS BRAUTARHOLTI 2, OG KRINGLUNNI SIMI 625200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.