Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1991, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1991, Blaðsíða 15
( FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 1991. Laxinn fer að koma Þessa dagana eru fyrstu laxamir aö ganga upp í árnar úr sjó. Venju- lega hafa nokkrir laxar komið á land úr Hvítá í Borgarfirði þegar byijað hefur verið um 20. maí að veiða í net. En nú á að hvíla netin samkvæmt samningi veiðieigenda og þeirra sem stangaveiði stunda. Þannig halda þessir netalaxar áfram upp ámar í þetta skipti og ganga fyrir mánaðamót upp í tæm hliðarárnar eins og t.d. Norðurá. Þar ætti því að verða góð byijun 1. júní þegar stjóm Stangaveiðifé- lags Reykjavíkur opnar ána. Net- unum er ekki lengur um að kenna ef veiði er treg. Stórlax Fyrstu laxamir til að ganga em oft nokkuð stórir. Þeir hafa verið tvö eða þijú ár í sjó. Allan tímann taka þeir vel til matar síns og stækka stöðugt. Og þeir fara víða. Lax frá íslandi er bæði við Færeyj- ar og Grænland. Einnig er hann í hafinu, t.d. austur af landinu. Það er stórlaxinn sem mest hefur orðið fyrir barðinu á úthafsveiðun- um. Þær stoppa nú að hluta með samningum við Færeyjar. Einnig hefur veriö nokkuð um ólöglegar laxveiðar í sjó en þær em líklega einnig að mestu úr sögunni. Þarna hafa Orri Vigfússon og samheijar hans náð góðum árangri sem ber að þakka. Vonandi gengur í fram- haldi af þessu meiri stórlax í okkar ár, bæði í maí og júní að þessu sinni og enn meir á næstu árum. Smálaxinn Það hefur verið siður margra að spá fyrir um laxveiði á komandi KjaHarinn Lúðvík Gizurarson hæstaréttarlögmaður sumri. Spádómar síðustu ára hafa samt margir brugðist. Hafbeitin hefur gefið 1-3% í lélegum ámm en svo hafa komið toppár með góð- um endurheimtum. A þessu er ekki einfóld skýring. Til þess er .máliö of flókið og áhættuþættir margir. En þekkingin er að aukast smátt og smátt. Það er smálaxinn eftir eitt ár í sjó sem ber uppi veiðina í flestum ám. Hann byijar viðast að ganga í júlí og fram í ágúst. En nýr lax gengur í ár frá seinustu dögum maí og fram yfir lok veiðitíma sem er um 20. september. Fyrst er það stórlaxinn, svo kemur smálaxinn en seinast á sumrinu er þetta oft kvía- og haf- beitarlax sem gengur illa að finna rétta laxveiðiá en verður samt aö koma sér í ferskt vatn til að hrygna. Menn eru ekki of bjartsýnir með laxveiðina í sumar en það getur verið rangt eins og aðrar spár. Meiri ræktun Stangaveiði á vaxandi vinsæld- um að fagna. Það sýna skoðana- kannanir. Fólk sækist ekki ein- göngu eftir veiöinni heldur útiveru í fógru umhverfi. Þetta fellur sam- an við þann nýja póhtíska áhuga sem er fyrir aukinni gróðurvernd og fegurra og betra umhverfi. Það er bæði hægt að byggja upp landið og svo skemma og eyðileggja. Við verðum að velja betri kostinn. í sambandi við laxveiðina má eflaust stórauka stangaveiði ef rétt er að staöið. Þar hagnast bæði bændur og veiðimenn. Ef hægt er að stoppa allar laxveiðar í sjó, sem allt virðist stefna að, þá hjálpar það mikið. Veiðamar sjálfar voru að- eins hluti vandans. Fjöldi laxa slas- aðist á veiðarfærunum og lifði það ekki af. Uppgefm veiði sagði því aðeins hálfa söguna. í rauninni er það aukin slepping á laxaseiðum í veiðiár sem er besta ráðið til að auka laxagöngur. Ekki falla allir hermenn í stríðinu. Og alltaf koma einhver niðurgöngu- seiði aftur til baka sem fullorðinn lax þrátt fyrir þúsund hættur á leiöinni. Fyrst niður ána, svo í út- hafinu og að lokum þegar laxinn kemur aftur úr sjó í sömu á og jafn- vel sama hyl og hann ólst upp í sem seiöi. Umhverfi okkar, landið okkar, er fyrir okkur sem hér búum. Aukin stangaveiöi í ám og vötnum er eitt atriði sem kemur öhum til góða. Þar er ekki einungis átt við laxinn heldur líka veiöi á sjóbirtingi, ur- riða og bleikju. Veiðitímann þarf að lengja með breytingu á laxveiðilöggjöf. Einnig þarf að stórauka sleppingu réttra seiða í ár og vötn. Á þessu hagnast allir. Sérstaklega ber að hafa bænd- ur í huga. Þetta verður að gerast í sátt við þá og hagur þeirra verður að batna sem annarra. Lúðvík Gizurarson „Veiöitímann þarf að lengja með breyt- ingu á laxveiðilöggjöf. Einnig þarf að stórauka sleppingu réttra seiða 1 ár og vötn. A þessu hagnast allir.“ Bflisminn á gangstéttunum í þriðja sinn á nokkrum mánuð- um ætla ég að vekja athygli á sér- stæðu umferðarvandamáh í Reykjavík. Það er bíhsminn á gang- stéttunum. Ég er ein fárra íslendinga yfir 17 ára aldri sem ekki aka um á eigin bíl. Ég ferðast því um borgina fót- gangandi eða með strætisvögnum og leigubílum. Th lengri og útúr- dúrasamari ferðalaga tek ég stund- um bílaleigubíl. Þetta er lífsmáti sem er almennur í evrópskum borgarsamfélögum og ég hef búið erlendis um nokkurra ára skeið. Á íslandi þykir svona lífsstíh bera vott um yfirgengilegan aum- ingjaskap. Alhr hljóta að geta kom- ist yfir bíldruslu ogrekið hana. Hér þykir það einhver sá vitlausasti spamaður, sem um getur, aö spara sér bíl. Nóg er líka blessað bensínið á meðan hægt er að pumpa það út úr aröbunum. Bíllinn sem samgönguhindrun Ég ætla ekki að gera íslenska neysluhyggju að efni þessarar greinar þó að bílaeign landsmanna sé yfirgengileg og hafi aukist um 60% á stuttu árabili. Þessi 250 þús- und manna þjóð á 140 þúsund bíla sem er Evrópumet, ef ekki heims- met, miðað við höfðatölu. Bíllinn er vinsælasta og þægileg- asta samgöngutæki sem mennimir hafa búið sér til. í víðáttumiklu og dreifbýlu landi eins og íslandi kem- ur hann sér afar vel. Bíllinn leysir margan vanda. En hann skapar líka vanda vegna fyrirferðar sinnar og orkueyðslu og mikihar mengun- ar sem af honum stafar. Og þar sem of margir bhar troðast á of htlu svæði breytist hann úr samgöngu- tæki í samgönguhindmn. Það er t.d. erfitt að sjá hveijum er bót að því að ferðast um Lauga- Kjállariim Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur veginn í endalausri bílalest sem varla mjakast áfram. Hveijum finnst gott að anda að sér óloftinu sem af lestinni stafar? Hveijum finnst fahegt að horfa yfir þetta langdregna bhastæði? Hveijum finnst gaman að mæta öðrum manneskjum helst í brynjum úr stáh og blikki? Ekki mér. Tvær á gangi Samt þykir mér gaman að aka í bh eftir þjóðvegum landsins. Þar á ég heldur ekki von á að mæta mörgum á gangi. Og í þéttbýh þyk- ir mér gaman að því að mæta fólki á fömum vegi. Þess vegna er ég oft á gangi. Og þar sem ég á litla telpu, sem líka hefur gaman af því að ferðast um veröldina og sjá önnur börn og annað fólk og allt sem gerist úti við, þá erum við saman á þessum ferðalögum og ég ek henni í kerru. í útlandinu þar sem hún er fædd var þetta ekkert vandamál. Mömmumar og pabbamir vom á ferh með bömin sín í vögnum og kerrum og aht mögulegt var gert th þess að auðvelda þeim að kom- ast leiðar sinnar. Rúhustigar, lyft- ur, hjálpfúsar hendur sem lyftu kermm upp í lestir og strætis- vagna. Þar að auki var farið frítt í strætó fyrir foreldri og bam í vagni. í Reykjavík gegnir aht öðm máh. Fyrirlitnir vegfarendur I Reykjavík er fátt fyrirhtlegra en gangandi vegfarandi. Það lýsir sér m.a. í því hve oft þeir em keyrð- ir niður, limlestir og, þegar verst gegnir, líflátnir. Nýjasti landvinn- ingur bhistanna em ógirtir tún- bleðlar og gangstéttimar. Þar er bhum borgarbúa nú lagt á meðan sérhönnuð bhastæði og bha- geymsluhús em stórlega vannýtt og standa jafnvel hálftóm. Þeim sem aldrei dytti í hug að spara sér bílinn finnst þeir græða stórfé á að spara gjaldið í stöðu- mælinn. Og á meðan töluverðu fé er varið í það að senda þriggja ára ótvitum umferðarfræðslu heim í pósti virðist ökukennslu þannig háttað aö ekki þurfi að taka thht th þessara yngstu vegfarenda sem fara stuttfættir eftir gangstéttun- um. Frá, frá frá, Fúsa hggur á. Fúsi lærir að keyra en heyrir að líkindum fátt eitt um rétt annarra í umferðinni. Sjálfstæðisstefnan blífur Reykjavík er öhum íslenskum bæjarfélögum fremur bær sjálf- stæðismanna. í meira en hálfa öld hafa þeir ráðið lögum og lofum í höfuðborginni og sjálfstæðisstefn- an nýtur sín sennhega hvergi betur en í umferðinni. Þar hefur einka- bíllinn algjöran forgang og almenn- ingssamgöngur em reknar sem neyðarúrræði. Hinn fullkomni for- gangur bhsins leiðir síðan af sér þann yfirgang sem gangandi veg- farendur verða að búa við. Það kostar 300 krónur að taka réttinn af gangandi manni í Reykjavík á meðan hhðstætt brot í næsta sveitarfélagi, Kópavogi, er metið tífalt meira og varðar 3000 kr. sekt. í Reykjavík heyrir það einnig th undantekninga að stugg- að sé við bh uppi á gangstétt þann- ig að í reynd komast nær allir upp með að leggja þar frítt og hindra gangandi umferö eða neyða göngu- fólk út á akbrautimar. Það er bæði réttur og krafa hins gangandi manns og skattgreiðanda að borgaryfirvöld sjái th þess aö koma bhunum út af gangstéttunum og inn í bílastæðin og bhageymsl- umar. Steinunn Jóhannesdóttir „Það er bæði réttur og krafa hins gang- andi manns og skattgreiðanda að borg- aryfirvöld sjái til þess að koma bílun- um út af gangstéttunum og inn í bíla- stæðin og bílageymslurnar.“ A Laugaveginum. - „Hverjum finnst fallegt að horfa yfir þetta lang- dregna bílastæði?"

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.