Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1991, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1991, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 1991. Spumingin Hvað ætlar þú að gera í sumar? Kristinn Magnús Viggósson, ellefu ára: Ég ætla bara aö leika mér. Thelma Ólafsdóttir, tólf ára: Ég ætla á reiðnámskeið og svo ætla ég til sólarlanda. íris Huld Halldórsdóttir, ellefu ára: Ég ætla fyrst að fara á reiðnámskeið, svo ætla ég til Homafjarðar og svo fer ég í sumarbúðir. Bjarný Arnórsdóttir, tíu ára: Ég ætla að passa í sumar. Guðrún B. Gunnarsdóttir, tíu ára: Ég fer til systur minnar sem býr í Keflavík og verð þar í sumar. Gylfi ísarr F. Sigurðsson, þrettán ára: Ég ætla aö vinna í unglingavinn- unni í sumar. Lesendur Afreksmanna- sjóður ríkisins Gunnar Jón Yngvason skrifar: Sérhver þjóð hlýtur að vera stolt af afreksfólki sínu, hvort sem er í íþróttum eða á öðrum vettvangi. Við þekkjum kvikmyndastyrki, lista- mannalaun, rithöfimdalaun, o.fl., o.fl. En hver kannast við afreks- mannastyrki sem ríkiö veitir í íþrótt- um? Enginn, enda em þeir ekki til. Allir, ekki síst sljómmálamenn, tala um mikflvægi íþrótta og hve brýnt sé að styðja við bakið á íþrótta- fólki og hve mikfl landkynning það sé og góð sem afreksfólk okkar stuðl- ar að. Stjómmálamenn leggja á sig að taka á móti þessum hetjum er þeir koma heim frá útlöndum og þakka þeim fyrir árangurinn. - Þegar svo kemur að því að þurfa að styrkja þetta sama fólk þá er styrkur orðinn framandi hugtak í huga stjómmála- manna og borið við fjárskorti. Þegar alls kyns styrkir virðast vera tfl fyrir afreksfólk á öðrum vett- vangi, t.d. þeirra sem getið er hér í upphafi, svo og skákmanna sem eru sumir hveijir á launum frá því opin- „Líka mætti minnast afreksmanna á íþrótasviðinu." bera, má líka minnast íþróttamanna eins og t.d. Péturs Guðmundssonar kúluvarpara, og Einar Vilhjálmsson- ar spjótkastara. Þetta era menn sem era með þeim bestu í sínum greinum og það á heimsmælikvarða. En þeir fá fltið frá hinu opinbera annað en skatta. Jú, blómavönd þegar þeir koma heim eftir að hafa unnið glæsi- leg afrek erlendis. Þegar ég fór að athuga hvað það myndi kosta að hafa nokkra afreks- menn á launum frá því opinbera, kom í ljós aö hér er ekki um stórar fjárhæðir að tefla. - Dæmi: 10 afreks- menn á launum; aðeins kr. 7.200.000 - eða 15 menn á launum; aðeins kr. 10.800.000 og 20 afreksmenn á laun- um; aðeins kr. 14.400.000. Þetta era ekki stórar upphæðir miðað við hvað fer í hefld tfl íþróttamála, ásamt byggingu íþróttahúsa og skyldra mannvirkja. Ég sé slíkan sjóð, þar sem ættu sæti fulltrúar allra sérsambanda innan ÍSÍ, og kæmu þeir saman í upphafi hvers árs til að úthluta af- reksmannalaunum tfl eins árs, með mánaðarlegum greiðslum. Með þessu sýndum við í verki að við met- um afrek þessa fólks mikfls, flkt og afreksfólks á öðrum vettvangi. Hafa skal það er sannara reynist Siglfirðingur skrifar: Vegna vísu, er birtist í lesendadálki DV 16. maí sl., þar sem þjóðfræði- nemi spyr um höfund og tfldrög ví- sunnar vil ég gefa nokkrar upplýs- ingar. - Ég heyrði þessa vísu hér á Siglufirði fyrir mörgum áram og eru margir era þeir sem kannast við hana á eftirfarandi hátt: Djöfull er hann drullugur duglega þarf að skaf ann fltfll bæð’og lélegur líkur þeim sem gaf ann. Sumir nota orðin „Ijótur bæð’og lélegur", en hvort tveggja er svo sem í lagi. Þessa vísu er sagður hafa kveðið Stefán Stefánsson, fyrrum skrif- stofustjóri Sjúkrasamlagsins á Siglu- firði. En hann var frá Mógskógum í Fljótum. - Tildrögin eiga að hafa ver- ið þau að Stefán hafi einu sinni sem oftar veriö á bryggjunni á Siglufirði er steinbíti var kastað til hans og sagt að hann mætti eiga fiskinn, sem ekki hafi verið mikill matfiskur og Ijótur eftir því. Aðrir segja að flsksali á staðnum hafi ætlað að gauka steinbít aö fátæl- ingi nokkram sem kom niður á bryggju til að fá fisk í soðið. Fisksal- inn hafi hent til hans ljótum og mögr- um steinbít og þá hafi Stefán kastað fram þessari stöku. - Lýkur hér bréfi Siglfirðings. Lesendasíðunni hefur borist ekki færri en á annan tug hringinga um vísu þá sem birtist í þessum dálkum hinn 16. þ.m. þar sem menn vflja eigna einum eða öðram vísuna. Einn taldi að hún væri ættuð frá Húsavík, ahnar frá Eskifirði og nokkrir nefndu aðra höfunda en Stefán. Meirihlutinn taldi þó Stefán vera höfundinn og aflir voru sammála um að tilurð vísunnar væri sú sem Sigl- flrðingur getur um. - En þjóöfræði- nemi sem upphafinu olli ætti að vera ánægöur með undirtektimar. Og ávallt skyldi hafa það er sannara reynist. „Stöku sinnum fð menn upp i hendur staöfestingu á því að ekki hafi alltaf valist það besta til aö vera í forsvari... “ Hagsmunabarátta, val og leiðir Sigurjón Ari Sigurjónsson skrifar: Það hefur verið kenning hér á ís- landi að pólitík sé hagsmunabarátta, val um leiðir til bættra kjara. Völd í þjóðfélaginu séu í raun ekki völd, heldur séu valdir menn til þess að vera í forsvari fyrir flöldann. Menn sem hafi þaö að leiðarljósi að gera gott þjóðfélag betra, og veija þá sem minna mega sín, fyrir þeim sem ekki taka tflflt til þeirra. Tökum dæmi: Það er samstaða um það að greina pólitík í tvær aðalein- ingar, þá hægri og þá vinstri. Sumt meira til hægri en hitt, og annað meira til vinstri. Þegar hins vegar farið er að skoöa hvað í raun er átt við riðlast samstaöan. Sumir segja, að hægri öflin séu kennd við það afl sem fylgir hægri höndinni, það sé vald fjármagns- og þjóðfélagsstöðu þeirra sem „meira mega sín“, hvað sem það svo þýðir. Ég heyrði eitt sinn þá kenningu að kommúnisti væri sá maður sem væri á móti þeim sem væra á móti honum. Síðustu misseri hefur þessari kenn- ingu verið hnekkt, vegna þess að núna era sumir kommúnistar á móti þeim sem era með þeim. Stöku sinnum fá menn jafnvel upp í hendur staðfestingu þess að ekki hafi alltaf valist það besta til þess að vera í forsvari fyrir þessari dugmiklu en fámennu þjóð okkar. Það er stað- fóst skoðun mín að fjölmargir þeirra sem „valist" hafa hefðu betur verið geymdir heima. - Eftir aö hafa lesið grein t.d. Hjörleifs Guttormssonar í DV 15. maí sl. er ég alveg sannfærð- ur. DV HemmiGunnog Gísli Sig. hringdi: Ég er ekki sáttur viö að þættim- ir raeð Hemma Gunn og þeir Spaugstofumenn skuli þurfa að hætta, þótt komin sé ný árstíð. Þaö er eins og allt detti niöur í dagskrá ríkisfjölmiðlanna þegar vetri lýkur. - Við greiöum afhota- gjöld á sumrín líka. Á Stöð 2 gegnir öðra máli, þar sem sú stöð byggir efhi meira og minna á kvikmyndura sem dagsrkárefni Þættirnir með Hemma og Spaugstofan era einu þættimir sem era unnir sem íastir þættir og era vel heppnaö- ir. - Allir þurfa frí og Hemmi Gunn hefði sem best getað fengið staðgengil fyrir sig í 3-J vikur. Þetta er gert í vinsælum.þáttum erlendis. T.d. féll aldrei niður þáttur hjá Johnny Carson þótt hann væri í fríi. Hallgrímur Guðmundsson skrif- ar: Ég vil taka undir lesendabréf sem birtist í DV fyrir ekki löngu, um niðurfellingu opinberra gjalda á atvinnutækjum fyrir ein- staka aðfla hér á landi. Ég heföi hins vegar ekki trúað því að leigubflstjórar væru I þeim hópi sem sækja það stift að fá eftirgef- in innflutningsgjöld af atvinnu- tækjum sinum, bifreiðunum. En þar sem stéttarfélag leigu- bilstjóra hefur ekki mótmælt þessu opinberlega hlýtur þetta að vera rétt. - Getur ein starfsstétt veriö svo hefllum horfin að hún reikni með að ríkisvaldið gangi að kröfu hennar um eftirgjöf á tollum eða öðram þátfinn inn- flutningsgjalda? Hvernig ættu aðrar starfsstéttir þá að sætta sig við að þurfa aö greiða fulla tolla af sínum tólum og tækjum sem notuð eru í atvfluiurekstri? Frestum útteki- innitilhaiist Magnús Einarsson skrifar: Nú eru einstaka verkalýðsfélög, og þó helst þau sem eru í forsvari fyrir opinbera starfsmenn, að krefjast þess að hugsanlegum viöskiptakjarabata verði deilt niður á launþega strax. Yrði þá launahækkun um 5% í staö 2,5%. Nú er það ekki umdeilanlegt að launþegar eiga inni, ef svo má segja, einhveija ótiltekna upp- hæð sem skapast hefur af efna- liagsbata á meðan á þjóðarsátt stóð. En er þaö veijandi að krefj- ast þess að þetta verði tekiö út fýrirfram og þá yrði ekkert til aö semja um í haust þegar gera á nýja samninga? - Ég segi nei við þessum bollaleggingum og vona að menn sjái að sér og Iáti ekki forsvarsmenn stéttafélaganna æsa tfl ótímabærs upphlaups. „Reykjanes- Ámi B. Sveinsson skrifar. Hið víðfema þéttbýlissvæöi út frá höfuðborginni ásamt útivist- arsvæðum, svo sem Heiömörk og önnur athafhasvæði, eru ein skipulags- og atvinnuhefld sem býður verkefna væntanlegrar aðalborgarstjórnar. - Ég kýs að stinga upp á eftirfarandi verka- skiptingu borgarsijóraefna í aðal- borgarstjóm: Magnús L. Sveins- son, forseti aðalborgarstjómar, Katrín Fjeldsted aöalborgar- stjóri, Árni Sigfússon velferðar- borgarstjóri og Vilhjálraur Þ. Vil- hjálmsson skipulagsborgarstjóri, Reynsla fjórmenninganna er dýrmæt í samhengi stærðar sjálf- sagðrar Reykjanesborgar, frá Kjalamesi út á Suöumes.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.