Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2002, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2002, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIÐ VÍSIR 214. TBL. - 92. ÁRG. - FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2002 VERÐ í LAUSASÖLU KR. 200 M/VSK ln Áslandsskóli í morgun: Stjórnendur ÍMS neituðu að víkja - fyrir nýjum stjórnendum Tvöföld áhöfh stjórnenda mætti til starfa í Áslandsskóla í morgun. Þegar nýráðinn skólastjóri kom á staðinn var hinn fyrri fyrir á skrif- stofu sinni, svo og framkvæmda- stjóri skólans. Þeir neituðu að standa upp fyrir nýjum stjómend- um enda segðu lögfræðingar ís- lensku menntasamtakanna að yfir- takan væri fullkomlega ólögleg. Kennsla_ hófst þó stundvíslega og var með eðlilegum hætti. Þetta gerðist í kjölfar aukafundar bæjarstjómar Hafnarfjarðar í gær þar sem samþykkt var að rifta rekstrarsamningi skólans við Is- lensku menntasamtökin. Samþykkt var að rifta samningnum með sex atkvæðum bæjarfulltrúa Samfylk- ingarinnar gegn fimm atkvæðum fulltrúa sjálfstæðismanna. Þá var samþykkt fyrirliggjandi tillaga fræðsluráðs, að ráða Erlu Guðjóns- dóttur, matsfulltrúa á skólaskrif- stofu Hafnaríjarðar og fyrrverandi skólastjóra, til að gegna tímabundið stöðu skólastjóra í Áslandsskóla. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks ítrekuðu jafnframt bókun sína frá bæjarstjómarftmdi í fyrradag þar sem segir að mótmælt sé harðlega því gerræði sem felist í samþykkt tillögu um fyrirvaralausa riftun samnings við ÍMS og sé þá sérstak- lega haft í huga að riftunin eigi sér ekki nokkra stoð í samningi aðila eða almennum réttarreglum. Hygg- ist fulltrúar D-lista leita eftir lög- mæti þeirrar ákvörðunar. Áslandsskóli. Nýráðinn skólastjóri, fræðslu- stjóri og fulltrúar frá Skólaskrif- stofu mættu í Áslandsskóla laust fyrir klukkan átta í morgun. Þar voru þá fyrir skólastjórnendur og fulltrúar íslensku menntasamtak- anna. Þegar blaðið fór í prentun var staðan sú stjómendur ÍMS voru á skrifstofum sínum en hinn hópur- inn beið fyrir utan og fór allt frið- samlega fram. Var beðið eftir því að lögfræðingar aðila kæmu til að höggva á hnútinn. -JSS m Nýtr skólastjórnendur biöu í Aslandsskóla í morgun. Skólastjórnendur íslensku menntasam takanna töldu „yfirtöku" skólans ólöglega í hæsta máta og sátu sem fastast á skrifstofum sínum. Fyrrnefndi hópurinnn beiö því ásamt nokkrum foreldrum fyrir utan þegar myndin var tekin. DV-mynd GVA Dómari dæmir morðingja á reynslulausn til að fara inn aftur vegna nýrra brota: Guðmundur Hel fer inn 6 ar i viðbot - maðurinn vill engu að síður fara út, kærir gæsluvarðhald og vill vímuefnameðferð Guðmundur Helgi Svavarsson, 40 ára, var í gær dæmdur til að taka út 5,6 ára eftirstöðvar af reynslulausn af 17 ára dómi sem hann fékk árið 1990 fyrir manndráp í Stóragerði. Hann var einnig dæmdur til fjög- urra mánaða fangelsis að auki fyrir nýtt sakamál sem lögreglan hefur verið með í gangi gegn honum frá því í apríl þegar hún handtók hann og fékk hann úrskurðaðan í síbrota- gæslu. Við dómsuppkvaðningu í gær var því lýst yfir að Guðmundur tæki sér frest til að ákveða hvort hann ætlaði að áfrýja þessum dómi enda hefði lögmaður hans krafist þess að ákærði fengi eftirstöðvar reynslulausnarinnar, 5,6 árin, dæmd skilorðsbundin í ljósi þess að nýju brotin væru auðgunarbrot, ekkert skyld ofbeldi. Sækjandi af hálfu lögreglunnar krafðist þess að Guðmundur sæti engu að síður áfram í gæsluvarðhaldi en því mót- mælti lögmaður ákærða. Dómarinn tók sér nokkurra klukkustunda frest en kvað svo upp úrskurð um að Guðmundur sæti áfram í gæslu- varðhaldi um sinn. Sá úrskurður var kærður til Hæstaréttar - ákærði vill losna úr haldi a.m.k. meðan 4ra vikna áfrýjunarfresturinn á refsi- dóminum stendur yfir. Mál þetta hefur verið sögulegt frá því að Guðmundi var veitt reynslu- lausn 29. júní 2001. í nóvember var hann fyrst handtekinn fyrir umferð- arlagabrot en í janúar og fram í apr- íl fylgdist lögreglan náið með hon- um og ákærði hann svo í sumar fyr- ir langa röð afbrota í vetur, mest auðgunarbrot. Guðmundur telst ekki hafa rofið skilyrði reynslu- lausnar fyrr en dómari kveður upp dóm um að svo sé. Hann hefur því verið í gæsluvarðhaldi frá í aprU á meðan kerfið rannsakaði, ákærði og réttaði. Réttarhöld hófust ekki fyrr en eftir sumarréttarhlé og niður- staðan lá fyrir í gær, 6 ára fangelsi, þar af 4ra mánaða fangelsi fyrir nýju brotin en Guðmundur var sýknaður af stórum hluta nýju ákærunnar. Þegar málið var tekið til dóms í síðustu viku viðurkenndi Guð- mundur fyrir dómaranum að hafa viðhaldið mikilli vímuefnafíkn sinni á því 11 ára tímabili sem hann sat inni og óskaði eftir að dómarinn hlutaðist til um að hann fengi langa meðferð. Engin afstaða var tekin til þess í dóminum í gær. -Ótt RAKARINN í SEVILLA FRUMSÝNDUR: Minnir á dansmey sem svífur um svið 18 FRUMSYNINGAR KVIKMYNDAHÚSANNA: Njósnari sem veit ekki hver hann er 21 Nýia Pixel Plus tæknin frá Philips kallar fram betri myndgæði en áður hefur þekkst. Heimilistæki 32" Philips Pixel Plus tækið hefur sópað að sér verðlaunum og | ummm/ fékk nýverið EISA verðlaunin sem besta sjónvarp Evrópu 2002-2003.1 LsAíd Smáauglýsingar 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.