Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2002, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2002, Blaðsíða 32
J FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö I hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ Viðbótarlífeyrissparnaður Allianz (1 Loforð er loforó FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2002 Sími: 533 5040 - www.allianz.is Tugir íslendinga streyma til Danmerkur í byggingarvinnu: Flýja land fyrir betri kjör - þykja góðir starfskraftar og eru eftirsóttir í Kaupmannahöfn Miklir fólksflutningar hafa orð- ið undanfarið frá íslandi til Dan- merkur. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni fluttust á fyrri helmingi ársins 447 íslenskir ríkis- borgarar til Danmerk, eða rúm- lega 100 fleiri en á sama tímabili í fyrra. Ekki liggja fyrir tölur um síðustu mánuði en visbendingar eru um að fjöldi fólks leiti m.a. út fyrir landsteinana vegna góðs ástands í byggingariðnaði í Kaup- mannahöfn. Þröstur Pálmason, sem er ný- korninn í byggingarvinnu í Kaup- mannahöfn, sagði í samtali við DV í gær að mikil framkvæmdagróska væri um þessar mundir í Kaup- mannahöfn. „Það er hreinlega brjáluð vinna." Þröstur sagði að hundruð ís- lendinga störfuðu um þessar mundir í byggingarvinnu í Kaup- mannahöfn og væru Danir mjög Kaupmannahöfn. ánægðir með íslenskt vinnuafl og vildu bæta við sig íslendingum. ístak væri að senda flokk íslend- inga til byggingar óperuhúss 1 Kaupmannahöfn en aðallega væri um að ræða smíði nýrra íbúða. Meðal annars á mikil uppbygging sér stað á Amager. Ófaglærðir verkamenn geta haft um 250.000 krónur í vasann á mán- uði í byggingarvinnu í Danmörku, að sögn Þrastar, og segir hann aukinheldur ódýrt að lifa þar mið- að við ísland. „En ef menn koma hingað þurfa þeir að átta sig á að þetta er törn. Þessi laun miðast við botnlausa vinnu. Þetta er ver- tíðarástand og rjúkandi uppgang- ur og það vantar helling af fólki,“ sagði Þröstur. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni fluttust 1106 íslenskir ríkisborgarar utan fyrstu sex mán- uði þessa árs á móti 1.037 í fyrra. Fjölgun þeirra sem flytja til Dan- merkur er því hlutfallslega mikil. -BÞ Þjófur gómaöur Tilkynnt var um innbrot við Laugaveg snemma í morgun. Lög- regla var snör í snúningum og inn- an örfárra mínútna hafði hún hand- tekið mann þar á ferli sem reyndist éinn af „góðkunningjum lögregl- unnar". Hafði sá eitt og annað í fór- um sínum sem hann gat ekki gert almennilega grein fyrir og grunur leikur á að sé þýfi, þar á meðal greiðslukort. Gistir maðurinn nú fangageymslur. -hlh Reykur af geymum Slökkviliðið í Reykjavík var kallað að húsi Olíuverslunar Islands í Héð- insgötu snemma í gærkvöld. Tilkynn- ing hafði borist um mikinn reyk frá húsnæðinu og einnig að þar væri mik- ið af rafgeymum. Þegar slökkvilið kom á vettvang var enginn eldurinn en reykur barst frá rými þar sem raf- magnslyftarar voru í hleðslu. Var raf- magn þá tekið af húsinu og það reykræst. -hlh Óljóst með ferðir Iranans i sjo ar - þvermóöska og þögn vöktu grun 112 EINN EINNTVEIR NEYÐARLÍNAN LÖGREGLA SLÖKKVILIÐ SJÚKRALIÐ Mál 38 ára íransks ríkisborgara, Badakhshan Hedayatolah, sem fannst látinn á gistiheimili í Njarð- vik í síðustu viku, er enn óupplýst að því leyti hvar maðurinn hefur dvalist frá árinu 1995 en þá sótti hann um hæli í Danmörku og aftur í febrúar síðastliðinn. Grunsemdir lögreglu á Keflavík- urflugvelli vöknuðu fyrst tveimur dögum eftir að maðurinn kom til landsins með Norrænu. Þá hafði hann keypt sér farmiða til Minnea- polis, fór í vegabréfaskoðun í Leifs- stöð en var stöðvaður. Vegabréfið, sem var danskt, reyndist falsað. Það sem vakti enn frekari grunsemdir var að maðurinn var greinilega frá Mið-Austurlöndum og var með eng- an farangur meðferðis. Hann reynd- ist vera með hálfa milljón króna á sér, var svo mjög ósamvinnuþýður og vildi enga grein gera fyrir ferðum sinum til Bandaríkjanna. Einnig kom á óvart að maðurinn skyldi ekki sækja um hæli hér á landi fyrst eins var komið fyrir honum og raun bar vitni. Maðurinn ætlaði greini- lega að reyna að komast ólöglega til Bandaríkjanna. Þegar farþegar gera slíkt eru þeir oftast með töluvert af farangri meðferðis. Maðurinn skar sig því úr hvað þetta varðar. Hann var handtekinn helgina sem öryggis- ráðstafanir voru hertar til muna vegna ótryggs ástands vegna íraks og 11. september var fram undan. íraninn var handtekinn laugardag- inn 7. september, úrskurðaður í far- bann daginn eftir en fannst svo lát- inn á gistiheimilinu mánudaginn 9. september. Danska lögreglan hefur upplýst að íraninn hefði horfið úr svokallaðri hælismeðferð þar í landi árið 1995 en ekkert sé vitað um ferðir hans fram að því, ekki fyrr en 12. febrúar er hann sótti um að nýju. Sú um- sókn var óafgreidd er hann kom hingað til lands. í gögnum sem sýslumaður hefur fengið send frá Danmörku kemur fram að íraninn á systkini í íran en hann var ókvænt- ur og barnlaus. Ekkert hefur komið fram sem bendir til að maðurinn hati haft eitt- hvað misjafnt í huga. Einnig liggur ekki annað fyrir en að um sjálfsvíg hafi verið að ræða en formleg niður- staða krufningar er ekki komin. Sýslumaður og lögregla á Keflavik- urflugvelli hafa rannsakað málið með aðstoð ríkislögreglustjóra. -Ótt DV-MYND SIGURGEIR Setti í einn vænan Davíö Oddsson forsætisráöherra og Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlög-' maöur voru viö veiöar viö Eystri-Rangá á dögunum. Var heldur tregt en veiöi hefur veriö dræm í ánni undanfariö. Náöu þeir félagar aöeins einum laxi á land, þeim er Davíö hampar á myndinni. Reyndist sá 6,9 kg og 92 sm langur. Ovenjulegt Skaftárhlaup Hlaupið í Skaftá virðist hafa náð hámarki eftir miðnætti í nótt en hag- ar sér um margt óvenjulega miðað við fyrri hlaup. Er hámarksrennslið um 700 rúmmetrar á sekúndu eða svipað og í hlaupinu í sumar en heild- arvatnsmagnið er orðið mun meira. Talið er að hlaupið nú komi úr eystri sigkatlinum undir Skaftárjökli en hlaupið í sumar var úr þeim vestari. Starfsmenn Orkustofnunar flugu yfir upptakasvæðið í morgun til að skoða verksummerki á jöklinum. Oddur Sigurðsson, jarðfræðingur á vatnamælingadeild Orkustofnunar, segir að rennslið í hlaupinu hafi nán- ast ekkert vaxið frá því upp úr mið- nætti og toppurinn hafl verið jafn síð- an. „Þetta er svolítið óvænt og við höfum aðeins einu sinni áður séðl þetta gerast. Rennslið er ekki nema' um 700 rúmmetrar á sekúndu og búið að vera það meira og minna í alla j nótt.“ Oddur segist ekki eiga von á að rennslið aukist frá því sem það var í | morgun þar sem mikið vatn hefur nú | runnið fram. Búist er við að draga fari úr vatnsmagninu upp við jökul- brúnina þegar líður á daginn. „Há-I marksrennslið er því svipað og var í sumar en heildarrúmmálið er miklu , meira.“ Tveir starfsmenn Orkustofnunar' urðu að flýja af vettvangi við rætur jökulsins í gær vegna mikillar j gasmengunar. Fóru þeir þá á öruggan I mælingastað við Sveinstind. -HKr. VILL NOKKUR KAUPA? ■ x. ■ m ■■■ ■■ Talaðu við okkur um Isfirðmgar vilja selja Olinu ^ GS& - 24 eignir boðnar Margir ísfirð- ingar hafa hug á að selja rikinu embættismanna- bústað eftir að auglýst var eftir eign fyrir skóla- meistarann á ísafirði. 24 tilboð bárust alls en Hafsteinn Haf- steinsson, lög- ríkinu til kaups fyrir skólameistarabústað dóttur, skólameistara MÍ, fyrir þrifum. Henni var sagt upp leigu- fræðingur í menntamálaráðuneyt- inu, segir að viðbrögðin komi ekki óvart, enda sé alla jafna mikil ásókn þegar ríkið auglýsir eftir fasteignum til kaups. „Það eru all- ar stærðir og gerðir af eignum inni í þessu en obbinn af tilboðunum er einbýlishús," sagði Hafsteinn í samtali við DV í gær. Stefnt er að því að bústaðurinn verði valinn sem fyrst en Haf- steinn segir óvarlegt að gera ráð fyrir að það takist fyrir næstu mánaðamót. Ekki liggur fyrir hvaða kostnaðarramma ríkið mun gefa sér og ekkert er búið að skoða eignirnar, að sögn Hafsteins. Sú tilhneiging hefur veriö und- anfarið að ríkið fækki embættis- mannabústöðum í stað þess að fjölga þeim en erfíður leigumark- aður hefur staðið Ólínu Þorvarðar- húsnæði sínu fyrir skömmu á ísa- firði og varð það samkomulag sveitarfélagsins og rikisins að kaupa undir hana bústað og leigja henni i samræmi við brunabóta- mat. Ekki er það einsdæmi, að sögn Hafsteins, að skólameistarar víðs vegar um land sitji í embættis- mannabústöðum en mikill meiri- hluti þeirra býr þó I eigin hús- næði. Skammt er síðan skólameist- arar voru gerðir að embættis- mönnum en að öðrum kosti hefði Ólína ekki haft þennan rétt. -BÞ Auðbrekku 14, sími 564 2141 SPORTVORUGERÐIN SKIPHOLT 5 562 8383

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.