Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2002, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2002, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2002 Fréttir Fimm stofnfjáreigendur í Spron: Ósáttir við skilyrði Fjármála- eftirlitsins vegna yfirtöku - bera máliö undir kærunefnd Fimmmenningar ósáttir viö afstööu Fjármáiaeftirlits Telja sig geta keypt stofnfé Spron á yfirveröi án nokkurra skiiyröa eins og Fjármálaeftirlitið setur fram. Svonefndir fimmmenningar, sem gerðu yfirtökutilboð í stofnfjárhluti í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, SPRON, undrast skilyrði sem sett eru fram í svari Fjármálaeftirlitsins við fyrirspurn þeirra um lögmæti slíkrar yfirtöku. „Við undirritaðir teljum okkur geta keypt stofnfé SPRON á yf- irverði án nokkurra skilyrða. Á næstu dögum munum við tU öryggis bera málið undir kærunefnd sem starfar samkvæmt lögum um Fjár- málaeftirlit og óska staðfestingar hennar á þessum skilningi," segir í yfirlýsingu fimmmenningana í gær. Fjármálaeftirlitið sendi þann 9. september 2002 bréf til fimm stofn- fjáreigenda í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis og Búnaðarbanka Is- lands hf. þar sem veitt voru efnisleg svör við erindi þessara aðila frá 25. júní 2002 um samþykki Fjármálaeft- irlitsins um að þeir eignuðust virkan eignarhlut í SPRON. í svari sínu kvaðst Fjármálaeftirlitið geta fallist á umsóknina „að uppfyUtu því skUyrði að Búnaðarbankinn og aðUar sem hann framselur stofnfjárhluti tU, skuldbindi sig tU að standa að og ná fram breytingu á SPRON í hlutafé- lag.“ í lögum um viðskiptabanka og sparisjóði er ákvæði um að þeir sem vUji eignast virkan eignarhlut í við- skiptabanka skuli leita samþykkis Fjármálaeftirlitsins fyrir fram. Vegna þessa sendu fimmmenning- arnir og Búnaðarbankinn erindi sitt tU Fjármálaeftirlitsins. Þeir telja hins vegar að frestur Fíármálaeftir- litsins til að svara hafl runnið út 25. júlí 2002. Byggja þeir það á ákvæði laga sem segir að ákvörðun Fjár- málaeftirlitsins „skal vera skrifleg og hafa borist umsækjanda innan eins mánaðar frá þeim degi er því bárust fiUlnægjandi upplýsingar ásamt fylgi- gögnum. Berist ákvörðun Fjármála- eftirlitsins umsækjanda ekki innan þess tima telst það hafa samþykkt umsóknina." í erindi fimmmenning- ana tU Fíármálaeftirlitsins voru jafn- framt boðnar fram frekari upplýsing- ar og/eða gögn ef eftirlitið óskaði. í yfirlýsingu fimmmenningana segir að engar slíkar óskir hafi komið fram og fresturinn hafi runnið út. Þar með teljist erindið samþykkt án fyrirvara. Fimmmenningar benda einnig á að hlutafélagið Kaupþing banki hf. hafi keypt á síðastliðnu hausti spari- sjóð án sérstakra skilyrða Flármála- eftirlitsins. Sömuleiðis keypti SPRON sparisjóð á sama tíma. Sam- kvæmt framansögðu telja umsækj- endur skUyrðið ekki standast að rétt- um lögum. Undir yfirlýsinguna rita Ingimar Jóhannsson, Pétur H. Blön- dal, Sveinn Valfells, Gunnlaugur M. Sigmundsson og Gunnar A. Jóhanns- son. -HKr. Ný aöstaöa Nokkur fönguleg fljóö vígöu nýju búningsaöstööuna viö lóniö í Mývatnssveit. Mikil ásókn í baðlón Mývetninga Skoraö á ráðherra að varðveita skólabyggingar Nýafstaðinn aðalfundur Sam- bands sveitarfélaga á Suðurlandi hvetur sveitarfélög í uppsveitum Árnessýslu til að íhuga vandlega hvort ákveðin ágreiningsmál um mörk þjóðlendna verði tekin upp hjá almennum dómstólum. Tóm- læti hvað þetta varðar getur haft ríkt fordæmisgildi. Jafnframt hvet- ur aðalfundur ríkisvaldið til að beita áhrifum sínum í þá átt að Óbyggðanefnd kalli ekki fram frek- ari kröfulýsingu um þjóðlendu- mörk frá hendi ríkisins í öðrum landshlutum meðan niðurstaða dómstóla liggur ekki fyrir. Fagnað er þeim stórhuga hug- myndum sem fram hafa komið í nefndaráliti um uppbyggingu íþrótta- og Ólympíumiðstöðvar ís- lands að Laugarvatni. Sveitarfélög á Suðurlandi itreka að uppbygging- in hefur mikið gildi fyrir iþrótta- og forvamastarf á íslandi. Hún styður við starf íþróttafræðaseturs Kennaraháskólans og mun efla hana sem rannsóknar- og mennta- stofnun. Skorað á menntamálaráð- herra að varðveita sögufrægar skólabyggingar á Laugarvatni og vísar í þeim efnum á hugmyndir úr nefhdaráliti um endurbætur og framtíðamot fyrir Héraðsskólahús- ið. Skorað er á menntamálaráð- herra að tryggja fjárveitingu vegna minjavarðar á Suðurlandi eins og gert hefur verið fyrir aðra lands- fjórðunga og gert er ráö fyrir sam- kvæmt starfsskipulagi Fomleifa- verndar ríkisins. Hlutverk minja- varðar er síst minna á Suðurlandi sem hefur að geyma menning- arminjar sem nauðsynlegt er að huga að. Aðalfundurinn lýsir undrun sinni á einhliöa ákvörðun stjóm- valda um framtíðarskipan opinbers matvælaeftirlits í landinu en kom- ið er fram frumvarp til laga um matvæli og heilbrigði dýra. Ef frumvarpið verður að lögum mun það veikja heilbrigðiseftirlit sveit- arfélaga en jafnframt margfalda eft- irlit og auka skörun opinberra eft- irlitsaðila. Þannig mun rekstur heilbrigðiseftirlits verða þyngri og kostnaðarsamari fyrir sveitarfélög og eftirlitsskylda aðila. -GG Vantar fjárveitingu Á síðasta fundi atvinnumálanefnd- ar Akureyrarbæjar kom fram að ekki hefði verið gert ráð fyrir neinum fjár- munum til áframhaldandi markaðs- setningar til að laða fólk til bæjarins. Átaki var hrundið af stað í fyrra til að fjölga bæjarbúum og vöktu sjónvarps- auglýsingar nokkra athygli þar sem kostum Akureyrar var lýst á 30 sek- úndum. Formaður atvinnumálanefndar lagði til að þegar nefndin skilaði fjár- hagsáætlun til bæjarins gerði hún grein fýrir þeim verkefnum sem hún vildi að yfirfærðust á þjónustusvið bæjarins frá atvinnumálanefhd. Nefndarmenn töldu rétt að markaðs- og kynningarfulltrúi Akureyrarbæjar sæti fundi þegar fjallað væri um mark- aðs- og kynningarmál innan nefndar- innar. Á sama fundi lögðu starfsmenn IMG Gallup fram greinargerð um hvernig laða bæri fyrirtæki til bæjar- ins. Ráðgert er að verkefni fari af stað í næstu viku og ættu niðurstöður úr fyrsta áfanga að liggja fyrir í október sbr. bókun nefndarinnar. Endurskoðuð fjárhagsáætlun Akur- eyrarbæjar gerir ráð fyrir að rekstur bæjarins verði nálægt núllinu. -BÞ Rækjuafli aukist um 30% Rækjuafli skipa Hraðfrystihúss- ins-Gunnvarar á ísafirði hefur auk- ist um 30% á sóknareiningu frá síð- asta kvótaári. Afli Andeyjar var á fiskveiðiárinu 2001/2002 alls 1.308 tonn og aflaverðmæti 131,5 miHjónir króna, Framnes var með 1.050 tonn og aflaverðmæti 105,7 milljónir króna, Stefnir með 1.225 tonn og aflaverðmæti 126,7 milljónir króna, Páll Pálsson með 3.852 tonn og afla- verðmæti 436,9 milljónir króna, Júl- íus Geirmundsson með 5.027 tonn og aflaverðmætið fór yfir milljarðinn, eða í 1.121 milljónir króna, Bára með 142 tonn og aflaverðmæti 11,1 millj- ón króna, Örn með 174 tonn og afla- verðmæti 13,5 milljónir króna. Alls gera þetta 12.778 tonn og aflaverð- mæti 1 milljarður 946,9 milljónir króna. Fyrirtækið rekur fiskvinnslu í Hnífsdal og rækjuvinnslu í Súðavík. Framkvæmdastjóri er Einar Valur Kristjánsson og stjórnarformaður Þorsteinn Vilhelmsson. -GG Ný búningsaðstaða var tekin í notk- un á vegum Sportferða við lónið í Mý- vatnssveit um helgina. Fíöldi manns hefur baðað sig í lóninu í sumar sem þykir um margt svipa til Bláa lónsins á Suðumesjum. Um er að ræða affalls- vatn frá borholum Kísiliðjunnar og er mjúkur leir i botninum sem talinn er heilsubætandi. Vatnið er rúmlega 40 stiga heitt. Áð sögn Marinós Sveinssonar, fram- kvæmdastjóra Sportferða, hafa ferða- langar tekið lóninu fagnandi og á hann von á að búningsaðstaðan verði heldur til að auka vinsældirnar. Þeir sem nýta sér hvata- og árshátíðarferðir Sportferða hafa aðgang að búnings- tjöldunum en síðar stendur til hjá Bað- félagi Mývatnssveitar að láta reisa full- komna aðstöðu fyrir gesti. Tugir gesta hafa daglega baðað sig í lóninu sem sumir heimamanna kalla græna lónið til aðgreiningar frá heilsulindinni við Svartsengi. -BÞ Nemar í Evrópuverkefni Óskað hefur verið eftir samstarfs- aöilum í Evrópuverkefni sem nefnist „Knowing Europe". Verkefnið er styrkt af Youth-samstarfsáætluninni og er ætlað framhaldsskólanemum. Verkefninu er ætlað að fjalla um áhrif Maastricht-samkomulagsins og hugs- anlega þróun ESB næstu árin,m.a. vegna áhrifa nýrra aðildarlanda. Leitað er eftir nokkrum nemendum úr hverju landi sem hafa áhuga á Evr- ópusamvinnu, vilja fræðast um hana, vera þátttakendur og hafa hugsanleg áhrif á framgöngu hennar. Verkefnið mun meðal annars ganga út á kennslu, heimsóknir og útgáfustarf- semi. Forsvarsmenn verkefnisins vilja vinna verkefnið i samvinnu við skóla, sveitarstjómir eða aðila á þeirra vegum. Umsjónaraðili Youth- áætlunarinnar á íslandi er Hitt húsið. -GG Farskóli safnmanna á Höfn: Brunavarnir listasafna ræddar DVA1YND JÚLÍA IMSLAND Safnmenn funda Safnmenn oggestirí hinum nýja fyrirlestrarsal Nýheima í Hornafírði. Brunavarnir listasafna voru meðal þess sem rætt var á árs- þingi safnmanna minjasafna, listasafna og náttúrufræðisafna vítt og breitt af landinu sem hald- ið var á Höfn í síðustu viku. Þing- ið er skipulagt sem þriggja daga farskóli og eru þar fræðsluerindi og námskeið fyrir fólk sem vinn- ur við söfn og síðan er kynning á héraðinu og þeirri menningar- starfsemi sem þar fer fram. Um 90 manns víða að af land- inu sóttu farskólann og sagði Gísli Sverrir Ámason, forstöðu- maður Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar, að dagskráin hefði verið þéttskipuð með fyrirlestrum og umræðum, m.a. um bruna- vamir, sem þóttu mjög áhuga- verðar, ekki síst þegar haföur er í huga stórbruninn í Reykjavík fyr- ir skömmu þegar geymslur Lista- safhsins voru í mikilli hættu. Kynnisferðir voru farnar um héraðið og í sigl- ingu með Bimi lóðs. Hátíðar- kvöldverður var í boði Bæjar- stjórnar Homa- fjarðar á Hótel Höfn þar sem ís- lensku safna- verðlaunin voru afhent í þriðja sinn og að þessu sinni komu þau í hlut Byggða- safns Árnesinga fyrir glæsilega starfsemi i Húsinu á Eyrarbakka og ekki síst á upp- byggingu á nýju þjónustuhúsi sem þykir til fyrirmyndar. Ársþingið var haldið í nýjum og glæsilegum húsakynnum Menningarmiðstöðvarinnar i Ný- heimum. -JI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.