Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2002, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2002, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2002 Haukamaöurinn Aron Kristjánsson brýst hér í vörn Gróttu/KR. \■■■■■' Alexandr Petersons og Sverrir Pálmason eru til varnar. DV-mynd Hari Rafpostur: dvsport&clv.is Hofðum truna „Það voru kannski ekki raargir sem höfðu trú á okkur eftir jafnteflið úti á Nesi á sunnudaginn en við höfum unnið markvisst fram að þessum leik, höfðum trú á okkur sjálfum og sýndum i dag að við erum hörkugott handboltalið. LykO- atriði hjá okkur í dag var að okkur tókst að stoppa Dóra (Halldór Ingólfsson). Hann spilaði ekki vel i dag en hann hefur oft reynst okkur erfiður. Við minnkuðum mistökin frá því í síð- asta leik, nýttum dauðafærin og það gerði gæfumuninn að þessu sinni,“ sagði Alfreð Finns- son, leikstjórnandi Gróttu/KR, eftir leikinn. Vorum einbeittir „Við mættum vel undirbúnir, og einbeittir og menn höfðu trú á því að við gætum unnið Hauk- ana hér á Ásvöllum. Það sást strax og endur- speglaðist strax á fyrstu mínútunum þar sem við tókum völdin. Við héldum síðan frumkvæðinu allan leikinn og lykillinn að því var að menn voru að spila agaðan leik og grimman varnar- leik. Með varnarleiknum komu mörk úr hraða- upphlaupum sem eru gífurlega dýrmæt í leik eins og þessum. Við vorum mjög ósáttir með að tapa stigi á móti Fram þar sem við köstuðum sigrinum frá okkur í blálokin og það kom ekki annað til greina en sigur í kvöld,“ sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari Gróttu/KR, eftir sigurinn á Haukum í gær. -ósk Grótta/KR lagði bikarmeistara Hauka á Ásvöllum í Essodeild karla i gær: Margt breytt Ef marka má 22-26 sigur Gróttu/KR á Haukum á Ásvöllum í gær hefur margt breyst í Essodeild karla í hand- bolta undanfarin þrjú ár. Haukar, sem höfðu ekki tapað deildarleik á Ásvöll- um í eitt og hálft ár, voru langt frá því að vera það lið sem hefur verið ógn- valdur annarra liða og vann deildar- meistara- og bikarmeistaratitlinn á sannfærandi hátt í fyrra. Gróttu/KR-menn koma aftur á móti sterkir til leiks á þessu tímabili og hafa formlega tOkynnt þátttöku sína í toppbaráttuna í Essodeildinni með Yfirlýsing frá Þrótti Knattspymufélagið Þróttur birti í gær yfirlýsingu þar sem það for- dæmir alla lyfjamisnotkun, í íþrótt- um sem og annars staðar. „Lyfjadómstóll ÍSl hefur dæmt einn leikmanna Knattspymufélags- ins Þróttar fyrir notkun ólöglegs lyfs í leik félagsins við Val 21. júni í sumar. Af þessu tilefni fordæmir Þróttur alla lyöamisnotkun, í íþróttum sem og annars staðar. Það er dapurleg staðreynd að íþrótta- menn, jafnt á heimsmælikvarða sem og áhugamenn á íslandi, reyna að stytta sér leið að settu marki með notkun ólöglegra efna. Leik- maður sá sem nú hefur verið dæmdur hefur tjáð Þrótti og lyfjayf- irvöldum að hann hafi ekki neytt ólöglegra efna til að bæta árangur sinn í íþróttum. Leikmaðurinn tel- ur að efnið sem fannst í líkama hans hafi verið í hóstasaft sem hann fékk frá lækni sínum og tók inn umræddan leikdag og daginn áður. Þetta hefur læknir leik- mannsins staðfest. í þessum málum sem öðrum dugir ekki að deila við dómarann, hann hefur síðasta orð- ið. Þróttur mun nota þetta dapur- lega tilefni til þess að efla íræðslu innan félagsins um ólögleg efni, bæði þau sem þekkt eru og eins þau sem hugsanlega er að finna í fæðubótarefnum hvers konar sem margir íþróttamenn nota í góðri trú. Félagið hefur þegar leitað lið- sinnis ÍSÍ í þessum málum.“ þessum dýrmæta útisigri sínum. Grótta/KR hafði yfirhöndina frá fyrstu mínútu, var komin í 1-5 eftir 7 mínútur og hafði fimm marka forustu í leikhléi, &-13. Það var einungis Birk- ir Ivar Guðmundsson, markvörður Hauka, sem hélt mönnum sínum inni i leiknum en Birkir varði ellefu skot í fyrri hálfleik, sjö fleiri en Hlynur Morthens í marki Gróttu/KR. Ailt á annan endann Það var rólegt hjá dómurunum Guðjóni L. Sveinssyni og Ólafi Har- aldssyni í fyrri hálfleik en í þeim seinni fór allt á annan endann. Allir tólf brottrekstrar leiksins komu eftir hlé. Tvisvar sinnum ráku þeir félagar mann út af í fjórar minútur fyrir mót- mæli og þegar hálfleikurinn var hálfnaður fékk Ágúst Jóhannsson, þjálfari Gróttu/KR, rautt spjald fyrir aðfinnslur við tímavörð. Hafi þeir ver- ið að leggja línumar með þeim brott- rekstri telst það eflaust tO frétta það sem eftir er vetrar ef þjálfarar liðanna verða ekki reknir út af fyrir mótmæli. Haukar sóttu að Gróttu/KR-liðinu á þeim tíma sem liðið var út af í átta mínútur á fyrstu 12 mínútum hálf- leiksins og minnkuðu muninn í tvö mörk, 16-18 og 17-19, um hálfleikinn miðjan. En þá var Ágúst rekinn út. Brottrekstur þjálfarans fór hins vegar vel í menn hans. Þeir skoruðu þrjú næstu mörk og voru komnir með sex marka forustu, 19-25, tíu mínút- úm seinna. Þrjú mörk Hauka i röð settu smáspennu í lokamínúturnar en gestirnir unnu sannfærandi sigur. Alfreð Finnsson fór fyrir sínum mönnum í sókn Gróttu/KR í gær og nýtti sér vel framliggjandi vörn Hauka, bæði þegar Haukar spiluðu 3:2:1 í fyrri hálfleik, sem og þegar þeir tóku skytturnar Petersons og Taraka- novs í seinni hálfleik sem báðir skil- uðu sínu allan tímann. Magnús Agnar Magnússon stjórn- aði vörninni en traust vörn Gróttu/KR átti mikinn þátt í fáti sem skapaðist hvað eftir annað í sókn Hauka. Það er ekki á hverjum degi sem Haukaliðið tapar 19 boltum í ein- um og sama leiknum. Hjá Haukum var Birkir ívar í sér- flokki í fyrri hálfleik og þeir Aron Kristjánsson og Aliaksandr Shamkuts skiluðu sinu. Aðrir áttu slæman dag. -ÓÓJ Kaifkar-Grótta/KR 22-26 0-1, 1-1, 1-5, 2-5, 2-6, 4-6, 5-7, 5-9, 7-9, 7-11, &-11 (8-13), 8-14, 10-14, 12-16, 14-18, 16-18, 17-19, 17-22, 18-22,19-23, 189-25, 22-25, 22-26. Haukar: Mörk/víti (skot/víti): Aron Kristjánsson 6 (11), Ásgeir Örn Hallgrímsson 4 (8), Aliaksandr Shankuts 3 (4), Þorkell Magnússon 3/2 (3/2), Jón Karl Björnsson 2/2 (3/2), Halldór Ingólfsson 2 (6/1), Pétur Magnússon 1 (1), Andri Stefan 1 (5). Mörk úr hraöaupphlaupum: 4 (Aron 2, Þorkell, Stefan). Vitanýting: Skoraö úr 4 af 5. Fiskuó viti: Sigurður 2, Aron 2, Þorkell. Varin skot/viti (skot á sig): Birkir ívar Guðmundsson 17/1 (43/6, hélt 2, 40%). Brottvisanir: 10 mínútur. Dómarar (1-10): Guöjón L. Sveins- son og Ólafur Har- aldsson (7). Gœói leiks (1-10): 7. Áhorfendur: 200. Maöur leiksins: Alfreö Finnsson, Gróttu/KR Grótta/KR: Mörk/viti (skot/víti): Dainis Tarakanovs 7/2 (9/3), Páll Þórólfsson 5/3 (8/3), Alfreð Finnsson 4 (4), Alexandr Petersons 4 (9), Gísli Kristjánsson 3 (4), Kristján Þorsteinsson 2 (2), Sverrir Pálmason 1 (1). Mörk úr hraóaupphlaupum: 9 (Gísli 3, Petersons 2, Alfreð 2, Páll, Kristján). Vítanýting: Skorað úr 5 af 6. Fiskuö víti: Alfreö 3, Petersons 3. Varin skot/víti (skot á sig): Hlynur Morthens 14/1 (36/5, hélt 3, 39%). Brottvísanir: 14 mínútur. Ágúst Jóhannsson þjálfari fékk beint rautt spjald á 46. mínútu og Páll Þórólfsson aðstoðarþjálfari fékk rautt spjald á 57. mínútu fyrir þijá brottrekstra. Staöan: Grótta/KR 2 1 1 0, 47-43 3 Haukar 2 1 0 1 57-46 2 KA 1 1 0 0 29-18 2 UMFA 1 1 0 0 24-21 2 Stjaman 1 1 0 0 32-30 2 Valur 1 1 0 0 25-23 2 HK 1 1 0 0 25-24 2 Fram 1 0 1 0 21-21 1 Þór Ak. 1 0 0 1 24-25 0 FH 1 0 0 1 30-32 0 ÍR 1 0 0 1 23-25 0 Víkingur 1 0 0 1 21-24 0 Selfoss 1 0 0 1 18-29 0 ÍBV 1 0 0 1 20-35 0 Næstu leikir Fram-Stjaman . fös. 20. sept. FH-HK . ... . fös. 20. sept. ÍR-Víkingur lau. 21. sept. KA-Haukar lau. 21. sept. Selfoss-Þór Ak. lau. 21. sept. UMFA-Grótta/KR lau. 21. sept. ÍBV-Valur . lau. 21. sept. Knattspyrnumaður féll á lyfjaprófi í fyrsta sinn nú í sumar: Sex mánaða keppnisbann - fyrir neyslu efnisins efredíns sem er á bannlista hvarvetna Dómstóll íþrótta- og Ólymplusam- bands íslands dæmdi í fyrrakvöld knattspyrnumanninn Lárus Einar Huldarsson, sem lék með Þrótti í 1. deildinni í sumar, í sex mánaða bann frá öllum keppnum og æfingum á veg- um ÍSÍ frá og með 23. júlí en þann dag var hann settur í bann til bráða- birgða af sama dómstóli. Bannið fær Lárus eftir að hann varð uppvís að neyslu efredíns sem er örvandi lyf og er hvarvetna á bannlista innan íþróttahreyfingarinnar. Þetta er í fyrsta sinn sem knattpsyrnumaður fellur á lyfjaprófi á vegum ÍSÍ og sagði Geir Þorsteins- son, framkvæmdastjóri KSÍ, í samtali við DV-Sport i gær að það væri slæmt mál fyrir knattspymuhreyfinguna að einstaklingur innan hennar hefði fall- ið á lyfjaprófi en hann vildi þó meina að þetta atvik væri undantekning. „Ég held og trúi því að leikmaður- inn hafi einfaldlega verið óheppinn. Hann segist hafa tekið hóstamixtúru sem innihélt efredín en ég held að það sé engin kerfisbundin lyfjamis- notkun í gangi i knattspyrnunni á Is- landi. Það eru tekin próf reglulega og þau hafa öll verið neikvæð hingað til. Þetta mál gefur hins vegar til kynna að einstaklingar og félög yfirleitt þurfa að passa hvaða efni eru tekin inn svo að þetta komi ekki fyrir aft- ur,“ sagði Geir og bætti við að honum sýndist refsingin sem slík vera í sam- ræmi við reglur Knattspymusam- bands Evrópu og Alþjóða knatt- spyrnusambandsins sem samræmdu reglur sínar í lyfiamálum í maí á þessu ári. Þar er minnsta hugsanlega refsing fyrir fyrsta brot í lyfiamálum sex mánuðir. Lárus var tekinn i lyfiapróf eftir leik Þróttar og Vals 21. júní í sumar og 22. júlí kom niðurstaða úr A-sýni hans sem sýndi að hann hafði neytt efredíns. Hann var þá strax settur í keppnisbann til bráðabirgða sem var siðan framlengt 20. ágúst þegar í ljós kom að B-sýnið innihélt einnig efredin. Láras var síðan dæmdur í fyrrakvöld í sex mánaða keppnis- og æfmgabann frá og með 23. júlí sem þýðir að hann er laus allra mála 23. janúar á næsta ári og verður hann því klár fyrir deildabikar KSÍsem hefst væntanlega í byrjun febrúar. Hámarksrefsing Sigurður Magnússon, formaður Lyfiaráðs ÍSÍ, sagði í samtali við DV- Sport í gær að leikmaðurinn hefði fengið hámarksrefsingu fyrir fyrsta brot með neyslu efredíns. „Á iþróttaþinginu í lok apríl á þessu ári var hámarksrefsing vegna neyslu efredíns hækkuð úr þremur mánuðum í sex í samræmi við reglur Alþjóða Ólympíunefndarinnar. Það má því segja að ef einhverjum finnst þessi refsing léttvæg þá er hún helm- ingi þyngri en hún var fyrir nokkrum mánuðum og algjörlega í takt viö það sem er að gerast í íþróttahreyfing- unni úti í heimi,“ sagði Sigurður. Hef hreina samvisku Lárus hefur allan tímann haldið fram sakleysi sínu að því leyti að hann hafi ekki neytt efredíns til að bæta árangur sinn. Láms sagði í sam- tali við DV-Sport í gær að hann hefði tekið inn hóstamixtúru sem innihéldi efredín og það væri það sem hefði fellt hann. Hann sagðist hafa hreina samvisku í þessu máli og vildi koma þakklæti á framfæri til forystumanna Þróttar sem stóðu eins og klettur að baki honum á erfiðum timum. Láms sagðist ekki geta sagt til um hvort hann myndi spila á nýjan leik enda hefði hann hætt að spUa vegna meiösla í sumar en ekki vegna lyfia- prófsins. -ósk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.