Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2002, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2002, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2002 Fréttir DV Stöðvarstióri Kröfluvirkjunar gagnrýnir Náttúruvernd ríkisins: Telur að allt sem við gerum sé Ijótt - segir Landsvirkjun um NR vegna fyrirvara um rannsóknarholur Krafla Fyrirhuguö borun er á gamalli hraunbreiöu skammt frá vinsælum feröa- mannastööum og hefur ekki veriö boraö þar fyrr. Þrátt fyrir að Skipulagsstofnun hafi fallist á að boraðar verði tvær rannsóknarholur skammt frá Kröflu á vegum Landsvirkjunar er leyfið ekki hreint heldur fylgja ýms- ar kvaðir og fyrirvarar. Viðnáms- mælingar Orkustofnunar lofa mjög góðu fyrir svæðið en Náttúruvemd ríkisins hefur sett ýmis skilyrði sem gætu seinkað undirbúningi Landsvirkjunar. „Brasið við þetta er það að ein- hverjir ofurgreindir menn eru bún- ir að skilgreina það sem svo að allt sem Landsvirkjun geri sé ljótt. Nátt- úruvemd ríkisins vill helst að við gerum ekki neitt,“ sagði Bjami Már Júliusson, stöðvarstjóri Landsvirkj- unar á Mývatnssvæðinu, í samtali við DV í gær. Nýr borstaður Fyrirhuguð borun er á gamalli hraunbreiðu skammt frá vinsælum feröamannastöðum og hefur ekki verið borað þar fyrr. Rannsóknar- holur eru alla jafna ekki matsskyld- ar en allar framkvæmdir á sérstök- um skilgreindum verndarsvæðum eru tilkynningarskyldar til skipu- lagsstjóra og svo háttar til um Mý- vatnssvæðið. Umsagnaraðilar skipulagsstjóra eru m.a. Náttúru- vemd ríkisins og sveitarstjóm og urðu athugasemdir frá NR til þess að skipulagsstjóri ákvað að rann- sóknarholan skyldi fara í mat á um- hverfisáhrifum. Landsvirkjun kærði þann úrskurð og fór málið víða um í stjórnkerfinu í kjölfarið. Lendingin varð gulgrænt ljós hjá skipulagsstjóra en með þeim skil- yrðum sem dæmi að Skútustaða- hreppur breyti aðalskipulagi þannig að afréttarsvæði verði skilgreint sem iðnaðarsvæði áður en borunin hefst. „Það finnst okkur mjög und- arlegt vegna þess að enginn er kom- inn til með að segja að borunin skili árangri. Það væri eðlilegt að bora fyrst og sjá svo til,“ segir Bjami. Bjami nefnir ýmis fleiri dæmi önnur sem hafi tafið ferlið og aukið kostnað við undirbúning. Hann tel- ur að vald Náttúruverndar ríkisins sé allt of mikið í máli sem þessu. „Þetta snýst ekki um náttúruvernd. Þetta mál snýst ekki um að vernda lífríki Mývatns," segir Bjami og bendir á kannanir sem sýni að 95% ferðamanna á Kröflusvæðinu vilji sjá borholur blása. Ýmis tækifæri Spurður um nýtingu orkunnar segir Bjarni eðlilegt að menn séu til- búnir til að geta selt orku frá Kröflusvæðinu. Fyrir liggi heimild um að stækka orkuöflun úr núver- andi 60 megavöttum í 220. Eftir að Alcoa ákvað að skoða starfrækslu minna álvers en Norsk Hydro fyrir- hugaði er ljóst að ekki er þörf á orku frá Kröflusvæðinu til stóriðju á Austurlandi. Bjarni segir þó ýmis tækifæri í framtíðinni og telur mik- ilvægt að búa í haginn fyrir framtíö- ina. Landsvirkjun er ekki eini aðilinn á Norðurlandi sem er að þreifa fyr- ir sér með jarðhita þessa dagana. Á Þeistareykjum hefur verið boruð tæplega 2000 metra hola í sumar sem lofar um margt góðu þótt ótímabært sé að spá neinu um ár- angur fyrr en síðar. -BÞ Byggðastofnun: Stoðgreinar út- gerðar út á land - fimm byggðakjarnar taldir koma til greina í skýrslu Byggðastofnunar, „Stoð- greinar útgerðar og fiskvinnslu - skipting starfa milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis," kemur fram að um 71% starfa í stoðgreinum fiskveiða og fiskvinnslu sé unnið á höfuðborgarsvæðinu. Talið er að töluverðan hluta þeirra megi vinna á landsbyggðinni. Að mati skýrslu- höfunda hafa nokkur svæði allgóðar forsendur til að taka við slíkri upp- byggingu. Skýrslan byggist á rannsókn Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri sem unnin var fyrir Byggðastofnun. í henni kemur fram að í stoðgreinum fiskveiða og fisk- vinnslu séu að minnsta kosti 3.224 stöðugildi unnin á höfuðborgar- svæðinu á móti 1.329 stöðugildum á landsbyggðinni. Telja skýrsluhöf- undar að í fimm byggðakjörnum utan höfuðborgarsvæðisins séu til staðar þokkalegar forsendur til að byggja upp eða hýsa störf í stoð- greinum sjávarútvegs. Er þá átt við störf í iðnaði, þjónustu, rannsókn- um og menntunarstörf. Þessir kjarnar eru taldir vera á Snæfells- nesi, norðanverðum Vestfjöröum, við Eyjafjörð, á Miðausturlandi og Vestmannaeyjum. Eru staöirnir þó taldir misjafnlega í stakk búnir til að takast á við þetta hlutverk en bestar forsendur taldar vera í Eyja- firði. Athygli vekur aö ekki er minnst á Suðurnes í þessu sam- bandi. -HKr. DV-MYND E.ÓL Mæðrastyrksnefnd fær góöa gjöf Fyrirtækiö Austurbakki kom færandi hendi til Mæörastyrksnefndar í gær. Árni Þór Árnason forstjöri afhenti fyrirtækinu barnamat og barnavörur aö andviröi hálfrar milljónar. Ásgeröur Jóna Flosadóttir, formaöur Mæörastyrksnefndar, tók á móti göfinni ásamt stallsystrum sínum. Skjálftavirkni eykst undir Mýrdalsjökli: Nær sennilega hámarki á næstu vikum - engar vísbendingar taldar vera um eldgos Lítið sem ekkert lát hefur ver- ið á jarðskjálftum í og við Mýr- dalsjökul allt frá því í fyrra- haust. Guðmundur P. Guð- mundsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu íslands, segir að virknin undir Mýrdalsjökli sé að aukast núna og nái líklega há- marki í október eða nóvember. Venjulega hefur skjálftahrina staðið frá því að hausti og fram á vetur vegna þess að farg jökuls- ins léttist yfir sumarið, að talið er. Síðan hefur virknin dottið niður um eða eftir áramót en það gerðist þó ekki í ár. Guðmundur segir samt ekkert benda til að eldgos sé yfirvofandi í Kötlu. Hátt í hundrað skjálftar hafa mælst í Mýrdalsjökli síðustu vik- una og flestir undir vesturhlíð- um Goðabungu. Nokkrir skjálft- ar hafa mælst á þessu timabili sem náð hafa stærðinni í kring- Katla undlr stööugrl vakt Þessi mynd var tekin 1999 þegar óttast var aö Kötlugos væri um þaö bil aö hefjast. Þá var vegum lokaö og feröafólki vísaö burt afsvæöinu en Katla blundar samt enn. um 3 á Richterskvarða. Síðan í maí hafa orðið þar yfir 1.100 skjálftar. Nýjustu hallamælingar á Fimmvöröuhálsi sýna litlar sem engar breytingar frá því í fyrra hvað landris varðar. Guðmund- ur segir að vísindamenn hafi þó verið að búast við eldgosi í Kötlu um árabil og sigkatlar sem komu i ljós 1999 hafi vakið athygli. Þeir hafi lítið breyst síðan en svæðiö sé eigi að síður vel vaktað. Hann segir að Kötlugos ef af verður sé stórviðburður, ekki síst í ljósi þess að í nágrenni eldfjallsins sé nú meira um fólk og meiri um- ferö en vitað er til við fyrri gos undir Mýrdalsjökli. Hættan geti verið umtalsverð, bæði af gosinu sjálfu og einnig af hlaupum und- an jökli sem og af sjávarflóðum í kjölfar flóðbylgna sem ganga í sjó fram. -HKr. REYKJAVIK AKUREYRI Sólariag í kvöld 19.40 19.25 Sólarupprás á morgun 07.04 06.49 Síödeglsflóð 17.38 22.11 Árdegisflób á morgun 05.54 10.27 Súld eða rigning Suðaustan- og austanátt, 5 til 10 metrar á sekúndu, skýjað með köfl- um og lítils háttar súld eða rigning suövestan- og vestanlands eftir há- degi. Hægari norðan- og austantii, skýjað að mestu og fer að rigna með kvöldinu. Súld Sunnan- og suövestan 3 til 8 metrar á sekúndu, súld sunnan- og vestan til en úrkomulítið noröaustan til. Laugardagur Sunnudagur Mánudagur V ° ó ó Hití 7“ H*ti 7" Hiti 7“ til 17" «117" til 17" Vindur; 5-10 m-/s Vindur: 5-10 m*'« Vindun 5-10“/» t t t Súld eða rigning sunn- an- og vest- anlands en annars úr- komulítið. Súld eða rigning sunn- an- og vest- anlands en annars úr- komulitið. Súld eöa rignlng sunn- an- og vest- anlands, en annars úr- komulitló. m/s Logn 0-0,2 Andvari 0,3-l,5 Kul 1,6-3,3 Gola 3,4-5,4 Stlnningsgola 5,5-7,9 Kaldi 8,0-10,7 Stinningskaldi 10,8-13,8 Allhvasst 13,9-17,1 Hvassviöri 17,2-20,7 Stormur 20,8-24,4 Rok 24,5-28,4 Ofsaveöur 28,5-32,6 Fárviöri >= 32,7 Era.Tft.il-1. 2 AKUREYRI alskýjaö 7 BERGSSTAÐIR alskýjað 6 BOLUNGARVÍK skýjaö 8 EGILSSTAÐIR alskýjaö 6 KIRKJUBÆJARKL. hálfskýjaö 6 KEFLAVÍK léttskýjaö 7 RAUFARHÖFN þokumóða 5 REYKJAVÍK þokumóöa 4 STÓRHÖFÐI þoka í gr. 6 BERGEN úrkoma í gr. 9 HELSINKI skýjaö 6 KAUPMANNAHÖFN léttskýjaö 13 ÓSLÓ hálfskýjaö 7 STOKKHÓLMUR 9 ÞÓRSHÖFN rigning 10 ÞRÁNDHEIMUR skúr 5 ALGARVE skýjaö 19 AMSTERDAM skýjað 14 BARCELONA þokumóða 20 BERLÍN skýjað 12 CHICAGO skýjað 23 DUBLIN þokumóöa 12 HAUFAX heiðskírt 10 FRANKFURT skýjaö 8 HAMBORG skýjað 12 JAN MAYEN slydda 1 LONDON skýjaö 13 LÚXEMBORG hálfskýjaö 10 MALLORCA þokumóöa 20 MONTREAL heiöskírt 13 NARSSARSSUAQ alskýjaö 6 NEWYORK hálfskýjaö 19 ORLANDO heiöskírt 24 PARÍS rigning 14 VÍN léttskýjaö 9 WASHINGTON alskýjaö 21 WINNIPEG alstójaö 13

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.