Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2002, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2002, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2002 Fréttir DV Starfsmenn á Nelly’s Café í hart: Gefa eiganda vikufrest til að gera upp laun - grípa að öðrum kosti til setuverkfalls Hæla Þorfinni Forseti European Film Promotion hef- ur sent menntamála- ráðherra bréf þar sem vakin er athygli á því mikilvæga starfi sem Þorfinnur Ómarsson hefur unnið í þágu ís- lenskrar kvikmyndagerðar. Mbl. sagði frá. Starfsmenn verkfall. Nelly’s Café á „Staðurinn hefur borið \ í wfu: \ & I mótum Þing- merki um yfirvofandi gjald- Stefán Axel Stefánsson. holtsstrætis og Bankastrætis hafa gefið eig- andanum, Stef- áni Axel Stef- ánssyni, frest til 27. september til að ganga frá launagreiðslum siðustu tveggja mánaða. Hafa honum verið færðir undirskrifta- listar starfsmanna með þessari kröfu. Starfsmaður sem DV ræddi við í gær segir að fólk sem þama vinnur hafi ráðagert að ganga út sl. föstudag. Niðurstaðan hafi þó orðið sú að Stefáni Axel hafi ver- ið afhent bréf með undirskriftum starfsmanna þar sem honum var gefinn frestur til 27. september til að ganga frá uppgjöri launa. Ef ekkert gerist þann dag mun starfsfókið mæta en hefja setu- þrot í langan tíma,“ sagði starfsmaðurinn í samtali við DV. „Staðurinn hefur átt erfitt síðan í desember á síð- asta ári er Stefáni lenti illa saman við rekstrarstjórann á staðnum." Annar starfs- maður hefur staðfest þetta en starfsfólkið fundaði sama dag og varð niðurstan sú að hætta störfum. Þar var um að ræða rúmlega 20 manns. Leitaði starfsfólkið á náðir stéttarfélagsins Eflingar og aðstoðaði lögfræðingur fé- lagsins starfsfólkið við að rita uppsagnarbréf. Stefán Axels mun hins vegar hafa neitað að taka við bréfunum og taldi upp- sagnimar ólöglegar. Stéttarfélag- iö Efling staðfesti þetta í morgun og sagði fleiri mál á þeirra borð- um er tengdust starfsmönnum Stefáns Axels, m.a. varðandi Veitlngastaðurinn Nelly’s Café Starfsmenn eiga nú í deilu viö eigandann vegna ógreiddra iauna. starfsmenn Þjóðleikhúskjallar- ans. Starfsmennirnir segja að Nelly’s Café minni nú um margt á Þjóðleikhúskjallarann þar sem samningum um rekstur hefur nú verið rift við Forum ehf., fyrir- tæki Stefáns Axels. Á Veggjum Nelly’s má m.a. sjá ýmsa muni sem áður prýddu veggi Þjóðleik- húskjallarans, svo sem myndir og vegglampa. Þeir munir munu þó samkvæmt heimildum DV vera í eigu Forum en ekki Þjóðleikhúss- ins. Stefán Axel Stefánsson, sem nú á í launadeilum við starfsfólk sitt, hefur þó staðið í ströngu að undanförnu að eigin sögn, m.a. við að innrétta nýjan 450 manna sportbar að Gylfaflöt 5 í Grafar- vogi, þangað sem hann flutti bar- inn úr Þjóðleikhúskjallaranum. Hann sagðist í samtali við D V í gær vera með á bilinu 70-120 manns í vinnu og væri nú að inn- rétta nýja veitingahúsið fyrir tæpar 50 milljónir króna. Ráðgert er að nýi staðurinn verði opnað- ur 10. október. Það er þriðji stað- urinn í rekstri Forums fyrir utan Þjóðleikhúskjallarinn en hinir tveir eru Nelly’s Café og Sport- barinn við Jafnasel I Breiðholti. -HKr. Um tíu kærur Fjórar kærur voru komnar til umhverfisráð- herra í gær þegar kærufrestur vegna úrskurðar Skipulagsstofn- unar um Norð- lingaölduveitu rann út. Þeir sem höfðu kært voru Náttúruvernd ríkisins, Hópur um verndun Þjórsá- vera, Landvernd og Umhverfissam- tök íslands. Þá hefur Skeiða- og Gnúpverjahreppur tilkynnt að kæra sé á leiðinni og von er á a.m.k. þremur til fjórum kærum til viðbótar. Endanlegur fjöldi mun ráðast á morgun en alls mun ráðu- neytið væntanlega fá nálægt tíu kærum. Kærendur gera ekki síst athuga- semdir við ósamræmi milli úr- skurðarorða og umfjöllunar í niður- stöðu Skipulagsstofnunar. Þannig séu framkvæmdimar sagðar valda óafturkræfum og umtalsverðum áhrifum á fjölmarga náttúruþætti en samt sé framkvæmdin heimiluð. Forsætisráðuneytið mun skipa seturáðherra í stað Sivjar Friðleifs- dóttur umhverflsráðherra sem telst vanhæf í málinu vegna fyrri yfir- lýsinga. Úrskurðarvald verður væntanlega falið Jóni Kristjánssyni heilbrigðisráðherra. -BÞ DV-MYND SIGURÐUR JOKULL Veltt í haustblíðunni Laxveiöitímabiliö er nú senn á enda og hefur veiöin í sumar vissulega gengið upp og ofan en heldur veriö að glæöast í ám landsins nú á úthallandi sumri. Þessi kappi var í Elliöaánum viö veiðar. Engum sögum fer af aflabrögöum hans. Úrræði fjöleignarhúsalaganna gerð óvirk: Reglugerð veldur neyðarástandi - segir Hrund Kristinsdóttir, lögfræðingur Húseigendafélagsins „Gildandi reglugerð um meðferð persónuupplýsinga hjá lögreglu veldur og viöheldur neyðarástandi í mörgum húsum þar sem ógæfufólk hefur hreiðrað um sig. Með henni hafa öll vopn verið slegin úr hönd- um íbúa húsa þar sem ófremdar- og hættuástand ríkir og úrræði fjöl- eignarhúsalaganna gerö óvirk.“ Þetta segir Hrund Kristinsdóttir, lögfræðingur Húseigendafélagsins, sem telur jafnframt að meö um- ræddri reglugerð sé réttur fólks til þeirra sjálfsögðu grundvallarrétt- inda aö búa við frið og öryggi á heimili sínu látinn víkja fyrir rétt- indum afbrotafólks til persónu- vemdar. Hrund sagði að Húseigendafélag- ið hefði fjölmörg mál til meðferðar þar sem húsfélög leituðu aðstoðar félagsins vegna grófra brota íbúa fjöleignarhúsum. Oft væri um að ræða brot einstaklinga sem ættu við ýmis geðræn vandamál að stríða en neysla áfengis og vímuefna kæmi þar einnig oft við sögu. íbúar í fjöl- eignarhúsum þyrftu að búa við skelfingarástand, svo sem hótanir, ofbeldi, íkveikjur, áfengis- og vímu- efnaneyslu og hroðalega umgengni, bæði í séreign og sameign. í lögum um fjöleignarhús væru sérstök úrræði gagnvart grófum eða ítrekuðum brotum íbúa. Væri unnt að banna hinum brotlega búsetu í húsinu og gera honum að flytja. „Nauðsynlegt er að húsfélög geti sannað brot þessara aðila og eru lögregluskýrslur þar langmikil- vægastar," sagði Hrund. „Skýrsl- urnar eru mikilvæg sönnunargögn í málum sem þessum og eru í raun grundvallaratriði þess að hægt sé að beita téðum úrræðum samkvæmt fjöleignarhúsalögunum. I máli sem nú liggur fyrir hjá Húseigendafélaginu eru lýsingar íbúa á ástandi í viðkomandi húsi mjög slæmar. íkveikjur tíðar, lyf og lyfjaglös eru algeng sjón á göngum sameignar og fjöldi fólks undir áhrifum lyfja og áfengis leggur leið sína í húsið með tilheyrandi ónæði. Húsfélagið leitaði til Húseigenda- félagsins í því skyni að fá aðstoð við að beita framangreindum úrræðum fjöleignarhúsalaganna. Þegar lög- fræðingur félagsins óskaði eftir lög- regluskýrslum hjá lögreglunni i Reykjavík voru svörin á þá leið að ekki yrði unnt að verða við beiðn- inni þar sem engar skráðar tilkynn- ingar vegna ónæðis frá viðkomandi aðila fyndust frá íbúum hússins. Tilkynnandi var í öllum tilvikum sá brotlegi og þar af leiðandi var málið öörum íbúum hússins óviðkomandi að mati lögreglu. Einnig benti lög- reglustjóri á að samkvæmt reglu- gerð um meðferð persónuupplýs- inga væri óheimilt að miðla per- sónuupplýsingum úr skrám lög- reglu án samþykkis hins skráða eða að öðrum tilteknum skilyrðum upp- fylltum.“ -JSS Þjarka um kjarasamning Ágreiningur hefur komið upp á milli skólastjórnenda í Reykjavík og borgaryflrvalda um hvemig beri að túlka kjarasamninga. Mbl. sagði frá. Keypt á yfirverði? Fimm stofnfjáreigendur, sem reyndu að kaupa allt stofhfé SPRON, telja sig geta keypt stofnfé SPRON á yfirverði án nokkurra skOyrða. í mál við ÍE Þorsteinn Jónsson og Genealogia Islandorum saka íslenska erfðagrein- ingu og FriðrOt Skúlason um að hafa slegið inn í tölvu í ábataskyni lög- vemdaðar upplýsingar úr ættfræðirit- um sem Þorsteinn og fleiri hafi unnið upp úr frumgögnum. Mál Þorsteins var tekið fyrir hjá Héraðsdómi ReykjavOtur í gær og nema bótakröf- ur hundruðum mOljóna króna. Vaxtalækkun Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um hálft prósentustig. Nemur vaxta- lækkunin 4,3 prósentustigum síðan í nóvember í fyrra. Mótmæla óþef Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykja- nesbæ, hefur fengið mótmælaundirskrift- ir frá um 95% íbúum Innri-Njarðvíkur vegna ólyktar frá hausaþurrkun Laugafisks í hverf- inu. Víkurfréttir sögðu frá. Rýni í húsaleigu BorgarráðsfuOtrúar sjálfstæðis- manna hafa beint því tO borgarstjóra að teknar verði saman upplýsingar tO að skýra þróun húsaleigu í Reykjavik. Sæsilfur áminnt Hollustuvernd rikisins sendir SæsOfri í Mjóafirði formlega áminn- ingu en starfsmenn þess urðuðu nokk- ur tonn af sjálfdauðum laxi án þess að hafa opinbert leyfi. Mbl. sagði frá. Axel hættir Axel Gíslason, forstjóri VÍS, hefur sagt upp frá og með 1. október. í fiski í Reykjavík 71% staifa í stoðgreinum fiskveiða er unnið á höfuðborgarsvæðinu en töluverðan hluta þeirra má vinna úti á landsbyggðinni Mbl. sagði frá. f ókus iTra Á MORGUN Bestu og verstu myndirnar í Fókus á morg- un er birt úttekt blaðsins á bestu og verstu íslensku bíómyndunum. Nokkrir einstak- lingar voru fengnir tO að gefa myndun- um einkunn og áhugaverðar nið- urstöður verða gerðar ljósar. Rætt er við Nínu Dögg FOippusdóttur, sem vakið hefur athygli fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinni Hafinu, hljómsveitin Ske segir frá nýútkominni plötu sinni og nýjasta stjaman á SkjáEinum er yfirheyrð. Við skoðum af hverju aUar popp- stjömumar okkar i dag eru utan af landi og ræðum við forstöðumann Kvikmyndaskoðunar, auk þess sem púlsinn er tekinn á nýjustu hömlun- um í tískuheiminum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.