Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2002, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2002, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2002 15 DV QANS, DANS, DAfys Tvær víðfrœgar persónur í heimi dansins eru á leiðinni á Hausthá- tíð í Borgarleikhúsinu, önnur ung og upprennandi, hin löngu orðin goðsögn. Henriette Horn, ein bjartasta vonin meðal ungra danshöfunda í Þýskalandi, kem- ur með flokkinn sinn og dansar líka sjálf sóló á sunnudagskvöldið á stóra sviði hússins, og eftir helgi kemur sjálfur Merce Cunn- ingham, 83 ára, með sinn flokk sem sýnir á sama stað. „Þetta kom þannig til meö Henriette Horn aö Sabine Barth hjá Goethe Institut kom að máli við okkur í Borgarleikhúsinu og bar þá hugmynd undir okkur að bjóða Henriette að sýna ásamt flokki sínum,“ segir Katrín Hall, listrænn stjórn- andi íslenska dansflokksins. „Við tókum hug- myndinni að sjálfsögðu tveim höndum. Dæmið var ekki ólíkt með Cunningham því flokkurinn hans var að sýna í London og verður svo með sýningu á CODA danshátíðinni í Ósló í haust og okkur var boðið að fá hann í heimsókn á milli. Bandaríska sendiráðið var afar öflugur stuðning- ur við að fá hann hingað og við erum afar þakk- lát, bæði sendiráðinu bandaríska og Goethe Institut fyrir aðstoðina - þetta hefði aldrei tekist annars." Meiri dans en dansleikhús Þessi danshátíð verður undir merkjum Haust- hátíðar hjá Leikfélagi Reykjavíkur sem stefnir að tveimur hátíðum á ári, vor og haust, fyrir utan venjulega starfsemi leikhússins. Þetta er sannarlega glæsileg byrjun því Henriette Horn hefur tíu dansara með sér og í flokki Cunning- hams sem hingað kemur eru sextán dansarar. Þar að auki er mikill fjöldi aðstoðarmanna með báðum flokkum. „Henriette Horn kemur frá Folkwang Tanz- studio i Essen í Þýskalandi sem stofnað var af Kurt Jooss árið 1928,“ segir Katrin. „Síðan hafa Reinhild Hoffmann og Susanne Linke stjórnað flokknum og Pina Bausch sem öll eru þekktir dansarar og danshöfundar. Nýlega tók svo þessi unga Henriette Horn við stjórn flokksins ásamt Pinu Bausch. Þær stýra báðar en aðaláherslan er nú lögð á verk Henriette." - Hver er sérstaða þessa Tanzstudios? „Þarna hafa alltaf verið þungavigtardanshöf- undar við stjórnvölinn og Henriette er talin ein stærsta vonin meðal þýskra danshöfunda núna. Margir helstu danshöfundar Þýskalands hafa raunar byrjað við þennan flokk. Listrænt séð er Henriette talsvert ólík Pinu Bausch, hún leggur meiri áherslu á dans en dansleikhús og pælir mikið í sambandi tónlistar, dans og svo þagnar. Bæði Reinhild Hoffmann og Pina Bausch þróuð- ust meira í áttina að dansleikhúsi. Það verður spennandi að fylgjast með þróun Henriette að þessu leyti.“ Listviðburður - En hvernig dans fáum við að sjá á sýningu Merce Cunninghams? „Hans verk eru pjúra dansar," slettir Katrín, „hann leikur sér að forminu og skapar dansa sem eru ekkert annað en form og hreyfingar - engin saga, engin dramatík. Hann hefur haft frjótt samstarf við listamenn úr öðrum greinum, þekktustu dæmin eru tónskáldið John Cage og myndlistarmaðurinn Andy Warhol en myndlist og tónlist verða líka sjálfstæðar í verkum hans, allir fá að vinna og spinna á sinn hátt en samt verður heildin heillandi. Cunningham hefur sett mark sitt á vel flesta bandaríska danshöfunda í hálfa öld sem og aðra danshöfunda um víða ver- öld.“ Tónskáldið John Cage, lífsfórunautur Cunn- inghams, orðaði stefnu vinar síns svo, að eins og í óhlutbundinni myndlist gengi Cunningham út frá því að hver einstakur hluti, hreyfing, hljóð, ljósaskipti, væri tjáning í sjálfu sér; merking hans réðist að miklu leyti af hverjum áhorfanda fyrir sig. - Hvaða þýðingu hefur þessi heimsókn fyrir íslenska dansflokkinn? „Hún er gríðarlega mikilvæg fyrir danslistina sem slíka, styrkir stöðu listdans á íslandi og sýn- ir um leið hve áhrif nútímadanslistar eru mikil í alþjóðlegu samhengi," segir Katrin. „Um leið styrkir svona heimsókn stöðu og framtíðarsýn íslenska dansflokksins. Fyrst og fremst er það mikill listviðburður að fá þessa gesti til okkar, ekki síst að sjá Cunningham- flokkinn meðan hann starfar enn undir stjórn frumkvöðulsins. Svo kem- ur Gavin Bryars með honum og stjórnar tón- listarflutningnum. Og Henriette Horn með flokkinn sinn. Þannig að þrír af fremstu listamönn- um heims eru á leiðinni til íslands - mér finnst það stórkostlegt." Henriette Horn Ein bjartasta vonin meöal ungra danshöfunda í Þýskalandi dansar í Borgarleikhúsinu á sunnu- dagskvöldið. Úr Biped eftir Merce Cunningham. Úr Auftaucher eftir Henriette Horn. Bókmenntir Mikilmennska og siðblinda Henning Mankell tekur vald og spillingar- mátt peninganna fyrir í spennusögunni Brosmilda manninum, og liklega hefði venju- legur íslendingur afskrifað bókina sem hugar- burð þegar hún kom út fyrst á frummálinu, 1994. En nú er annað uppi. Það er ekki lengur svo ósennilegt að einn maður byrji smátt á ung- lingsaldri, til dæmis með þvi að selja aðgang að vini sínum sem er sniðugur búktalari, og endi með því að eiga fyrirtæki sem spannar víða veröld og malar endalausa milljarða í hvaða mynt sem vera skal. Til þess þarf fyrst og fremst ímyndunarafl, skipulagsgáfu - og tak- markalausa óskammfeilni og samviskuleysi. Tilvitnunin framan við söguna segir eiginlega það sem segja þarf: „Við þurfum ekki að óttast siðblindu mikilmennanna, heldur þá staðreynd að siðblinda leiðir oft til mikilmennsku." Kurt Wallander, snjalli yfirlögregluþjónninn hans Mankells sem við þekkjum orðið úr fyrri bókum, er niðurbrotinn maður eftir eltinga- leikinn við bófana í Hvítu ljónynjunni (á ísl. 2001). Kalinn á hjarta og síhræddur og kvíðinn ákveður hann að ■ segja upp í lögregl- I unni og hefja nýtt I líf. En einu sinni I lögga ávallt lögga. Þegar Sten I Thorstensson lög- I maður er skotinn á I vinnustaö, skömmu I eftir að hann leitaöi I til Kurts vegna I sviplegs dauöa fóð- I ur síns, Gustafs HHHBPKv Thorstenssons lög- .j' manns, þá verður " Kurt að snúa aftur ^^^HÍIÍÍIÉIÍÉÍHlÉÉSEl til fyrri starfa. Hvort vegur þyngra við þá ákvörðun, sam- viskubit yfir að hafa tekið Sten treglega eða for- vitni og spenna frammi fyrir ráðgátu, skiptir ekki máli. Kurt tekur málið að sér og gengur í endumýjun lífdaga. En ráðgátan er snúin, sýn- ist lengi vel óleysanleg. Erfiðri rannsóknar- vinnu Wallanders og manna hans lýsir Mankell af natni og nákvæmni að venju og sagan er gríðarlega spennandi. Hún verður líka óhugn- anlegri og óhugnanlegri eftir því sem viö komumst nær hinum eiginlega glæpamanni, sem þó skaut ekki sjálfur skotunum banvænu. Peningafurstar samtímans geta verið viðbjóðs- legri í takmarkalausri græðgi sinni og mann- fyrirlitningu en nokkrir stríðsfurstar fyrri tíma. Vigfús Geirdal þýðir Brosmilda manninn ákaflega vel. Textinn rennur leikandi létt eins og nauðsynlegt er í spennusögum, en orðanotk- un er líka til fyrirmyndar. Til dæmis finnst mér frábært að hitta þama fyrir gamaldags lög- regluþjóna í stað þeirra lögreglumanna sem vaða uppi hvarvetna nú til dags. Silja Aðalsteinsdóttir Henning Mankell: Brosmildi maöurinn. Vigfús Geirdal þýddi. Mál og menning 2002. ______________________Menning Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir silja@dv.is Sjálfsmyndin og skáldsagan Breska sendiráðið býð- ur til bókmenntahátíðar í Háskólabiói 19.-21. sept- ember i samstarfi við Les- bók Morgunblaðsins og bókaforlagið Bjart og hefst hún í kvöld kl. 20 í sal 3 í Háskólabíói. Gestir verða víðkunnir breskir rithöf- undar. Á dagskrá kvöldsins eru upplestrar og samtöl við rithöfundana Ian McEwan og Michele Roberts. Annað kvöld kl. 20 verða á sama stað upplestrar og samræður við höf- undana Graham Swift (á mynd) og Bernadine Evaristo. Á laugardaginn kl. 14 verður leikverkið Englar alheimsins flutt á ensku af The Icelandic Take-Away Theatre í sal 4 í Háskóla- bíói. Á eftir verða pall- borðsumræður um þjóð- ina, sjálfsmyndina og skáldsöguna með þátt- töku bresku höfundanna og íslendinganna Braga Ólafssonar, Steinunnar Sigurðardótt- ur (á mynd), Gerðar Kristnýjar og Sigurðar Pálssonar. Dagskráin er öllum opin og aðgangur er ókeypis. Spænsk kvikmynda- gerð Á morgun kl. 14.30 hefst í hátíðarsal Menntaskólans við Hamrahlíð málþing um spænska kvikmyndagerð siðustu ára í tengslum við spænska kvikmyndahátíð sem nú stendur yfir í Regnboganum. Þinginu lýkur klukkan 17. Þar mun Manuel Rivas, rithöfundur og handhafi bókmenntaverð- launa Spánar, tala um tengsl kvikmynda og bókmennta, en hann skrifaði smásögurnar þrjár sem kvikmyndin Tunga fiðrildanna er byggð á. Sérstök hátíðarsýning á Tungu fiðr- ildanna verður kl. 20 í Regnboganum að höf- undi viðstöddum. Á málþinginu talar Hólmfríður Garðarsdóttir spænskukennari um sögu spænskra kvikmynda, Reynir Lyngdal kvik- myndaleikstjóri talar um nýja spænska kvikmynda- gerð og tengsl hennar við umheiminn og Baltasar Kormákur leikstjóri talar um persónusköpun í kvik- myndagerð og Almodóvar. Á eftir verða umræður. Ólafur H. Torfason stjóm- ar málþinginu. Manuel Rivas heldur einnig opinberan fyrirlest- ur i boði heimspekideildar og Stofnunar Vigdisar Finnbogadóttur I dag kl. 16 í stofu 301 í Árnagarði. Hann talar á spænsku. www.opera.is Nú líður óðum að fyrstu frumsýningu vetrarins hjá íslensku óperunni - Rakar- inn í Sevilla verður frumsýndur annað kvöld. Talsverð mannaskipti verða í óper- unni á næstu mánuðum, til dæmis syngur ungi rússneski bassinn Stanislav Shvets aðeins í tveimur fyrstu sýningunum en þeir sem taka við hlutverki Basilios af honum eru Viðar Gunnarsson, Jóhann Sigurðarson (já, leikarinn - og söngvar- inn) og að lokum Kristinn Sigmundsson. Hlutverki Almaviva greifa skipta þeir á milli sín Gunnar Guðbjörnsson og Þor- björn Rúnarsson, og eins og áður hefur komið fram hér á síðunni syngja Gunnar og Kristinn saman á tveimur hátíðarsýn- ingum fyrir félaga í Vinafélagi íslensku óperunnar i nóvember. Rakarann sjálfan syngur svo Ólafur Kjartan Sigurðarson eins og sjá má á myndinni. Óperaunnendur geta kannað hvað fram undan er og sótt um inngöngu í Vinafélag- ið á slóðinni www.opera.is ...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.