Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2002, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2002, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2002 11 DV Útlönd REUTERSMYND Kátt í olíuhöllinni Chakib Khelil, olíumálaráöherra Al- sírs, var ánægður með niðurstöðu OPEC um aö takmarka áfram fram- leiðslu og halda verðinu háu. OPEC takmarkar olíuframleiðslu Samtök olíuframleiðsluríkja, OPEC, ákváðu á fundi sínum í Osaka í Japan í morgun að tak- marka áfram olíuframleiðslu á íjórða ársfjórðungi til að halda olíu- verði háu, að því er ráðherrar sögðu í morgun. Olíuríkin létu sér þar með í léttu rúmi liggja áhyggjur neysluþjóð- anna af áhrifum hás orkuverðs á efnahagslíf heimsins. „Auðvitað erum við ánægðir með samkomulagið,“ sagði Chakib Khelil, olíumálaráðherra Alsírs, í morgun, skömmu áður en ráðherr- amir undirrituðu samkomulag sitt. Takmarkanir á framleiðslu aöild- arríkja OPEC, sem hafa verið við lýði síðan í janúar, að viðbættri hættunni á hernaðarátökum Banda- ríkjamanna í írak, hafa orðið til þess hráolíuverð er komið upp í tæpa þrjátíu dollara tunnan. Það hefur komið illa við iðnrikin. Gallar í spálíkani fyrir jarðskjálfta Minni krabbi í Færeyjum Hlutfallslega færri Færeyingar fá krabbamein en gerist annars staðar á Norðurlöndunum. Engu að síður em þó ákveðnar tegundir krabba- meins, svo krabbamein í munni og hálsi, sem herja frekar á Færeyinga en aðrar Norðurlandaþjóðir. Þetta kom fram i viðtali færeyska útvarpsins við Hans Henrik Holm yflrlækni, í tilefni af ráðstefnu um krabbamein sem haldin er í Norður- landahúsinu í Þórshöfn. Holm sagði í viðtalinu að um 150 ný tilfelli krabbameins greindust á ári hverju í Færeyjum. „Og það eru hlutfallslega færri til- feili en í Svíþjóð, Finnlandi, Noregi, Danmörku og íslandi," sagði Holm. Hann benti á að tilfellin væru hlut- fallslega flest á íslandi. Spálíkan fyrir jarðskjálfta, sem notað hefur verið um aÚan heim í tvo áratugi, er ef til vUl ekki vand- anum vaxið, ef marka má niður- stöðu rannsóknar bandarískra vís- indamanna. Tveir vísindamenn við Stanford- háskóla í Kalifomiu könnuðu áreið- anleika spálikansins á hluta hins illræmda San Andreas-misgengis sem liggur I gegnum San Francisco og Los Angeles. Niðurstaðan var sú að líkanið verkaði ekki. Paul Segall segir í grein í tímarit- inu Nature að hann muni mæla með því við jarðeðlisfræðinga að beita líkaninu af varúð. Samkvæmt rannsókn Segalls og Jessicu Murray hefði jarðskjálfti upp á sex stig á Richther átt að verða á ákveðnum hluta misgengis- ins á árunum 1973 til 1987, miðað við að síðasti alvarlegi skjálftinn á þessu svæði varð 1966. En sá skjálfti hefur ekki enn látið á sér kræla. „Niðurstöður okkar sýna, með 95 Skjálftaspár óvissar Vísindamenn sega að spálíkan fyrir jarðskjálfta sé ekki áreiðanlegt. prósent vissu, að hann ætti að vera kominn núna, en svo er ekki. Það sýnir að líkanið virkar ekki, að minnsta kosti ekki þama,“ segir Jessica Murray. REUTERSMYND Spáð í pálmagrein Strangtrúaöur gyðingur grannskoðar pálmagrein í gegnum stækkunargler á sérhæfðum markaði í Tel Aviv. Pálmatréð hefur mikla þýðingu fyrirgyðinga á hátíð þar sem þeir minnast flóttans frá Egyptalandi fyrir 3000 árum. „Andartak Mér finnst ég hvorki geta andað að mér né frá mér, eins og ég hafi verið slegin í brjóstið. Mér finnst ég vera að kafna og fyllist ofsahræðslu. Ég er asmasjúklingur og svona líður mér stundum ef ég tek ekki innúðalyf. Án þeirra gæti ég ekki andað eðlilega. Lyf skipta sköpum! Vakin er sérstök athygli á fræðsluþætti um astma, sem sýndur verður í Rfkissjónvarpinu ki. 20:00 í kvöld. Samtök verslunarinnar, sími: 588 8910 Lyfjafyrirtækin Austurbakki hf. • Delta hf. • Farmasía hf. • GlaxoSmithKline ehf. • Gróco hf. ísfarm ehf. • Líf hf. • PharmaNor hf. • Thorarensen Lyf ehf. íraksdeildan: Bush og Blair undirbúa jaröveginn fyrir nýja kröfugerð í Öryggisráðinu - leiðtogar demókrata lofa að styðja þingsályktun Bush um leyfi til aðgerða Þeir Donalad Rumsfeld, varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, og Col- in Powell utanríkisráðherra hafa að undanfórnu staðið í ströngu við að afla fyrirhuguðum aðgerðum Banda- rikjamanna gegn írökum fylgis meðal bandarískra þingmanna. Þeir munu í dag hitta fjölda þeirra á fundum þar sem þeir munu tala fyrir því að þing- ið veiti Bush forseta óskorðað leyfl til hernaðaraðgerða en forsetinn mun einnig sjálfur senda þingmönnum uppkast af álykun sem hann hyggst leggja fyrir þingið. Bush fundaði í síðustu viku með forystumönnum bæði repúblikana og demóktrata í fulltrúa- og öldunga- deildum þingsins og sagði forsetinn eftir fundina að væntanleg ályktun þingsins myndi senda ákveðin skila- boð um samstöðu og vilja þingsins varðandi aðgerðir. „Það verða áríðandi og mikilvæg Donald Rumsfeld. skilaboð til heimsins um að banda- riska þjóðin standi sameinuð á bak við ráðgerðir okkar um að takast á við ógnina sem að okkur steðjar,“ sagði Bush. Leiðtogar demókrata hafa lofað Bush að styðja þingsályktunina, en hafa jafnframt varað við því að ein- hverjir þingmenn þeirra kynnu að greiða atkvæði gegn henni, en að sögn stjórnmálaskýrenda er það mikilvægt að lítið beri á andstöðu við aðgerðir til þess að málið fái viðtækan stuðn- ing alþjóðasamfélagsins. Nýtt tilboð íraka um að leyfa vopnaeftirlit án skilyrða, sem Bush hefur kallað leikaraskap, virðist hafa valdið klofningi innan Öryggisráðs SÞ, þar sem Rússar hafa lýst andstöðu sinni við nýrri og harðari kröfugerð sem tæki ekki aðeins á vopnaeftirliti, heldur líka á afvopnun og hótun um hernaðaraðgerðir verði írakar ekki við öllum kröfum. Sem áður eru Bretar þeir einu sem lýst hafa yfir stuðningi við Banda- ríkjamenn og hafa eins og þeir lýst efasemdum um tilboð íraka. „Saddam hefur aðeins leyft endur- komu vopnaeftirlitsnefndarinnar vegna þess að hann neyddist til þess vegna aukins þrýstings arabaþjóða. Við verðum að halda áfram að þjarma að honum og allir skulu vita það að þetta er gegn vOja hans. Hann hefur leikið svipaða leiki áð- ur og sannað að honum er ekki treystandi. Það er ekki lengra síðan en i júlí að Sameinuðu þjóðirnar þurftu að hætta samningaviðræðum þar sem hann sýndi engan sam- starfsvilja," sagði Blair sem ásamt Bush Bandaríkjaforseta rær nú að því öllum árum að vinna fylgi þeirra þjóða sem hafa neitunarvald í Örygg- isráðinu við nýrri og harðari kröfu- gerð sem þeir hyggjast leggja fyrir ráðið í næstu viku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.