Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2002, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2002, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2002 13 DV Innkaup Segir antikbúðir hafa fleiri hlutverk en að selja gamla muni: Annað og meira en innflutningur á dönskum maghóní-skápum - skemmtileg stemning og einn litríkur Jónas verða að fylgja, segir Jónas Halldórsson antiksali „Antikbúðir þurfa að vera skemmtilegar, ekki bara stanslaus innflutningur á mahóní-skápum frá Danmörku," segir Jónas Halldórs- son, sem á og rekur Antikbúðina á Laugavegi og nýverið opnaði Antik- pakkhús í Skipholti. „Pakkhúsið er gamall draumur sem ég er búinn að eiga í mörg ár. Rekstur þess er byggður á fyrir- myndum frá Danmörku og Bret- landi en þar má finna svona verslun í hverju krummaskuði. í kringum þær skapast oft mikil stemning og þeim fylgir oft einn svona litríkur Jónas, eins og ég er. Mér fmnst lit- ríkt mannlíf nauðsynlegur hluti til- verunnar. Ef lífið væri bara pening- ar hefði ég hætt í þessum bransa fyrir löngu og keypt mér hlutabréf í deCode," segir hann og hlær. í Antik-pakkhúsi, sem er í 300 fer- metra húsnæði þar sem verslunin Áklæði og gluggatjöld var áður, ægir saman húsgögnum og munum frá ýmsum tímabilum. Jónas segist alltaf hafa haft áhuga á hönnun og þykir honum gaman að blanda sam- an ólikum hlutum sem koma víða að. Merki þess má glöggt sjá í versl- un hans á Laugaveginum þar sem útstillingar hans njóta sin. En hvar fœr hann þessa muni? Gamall draumur rætist Jónas Halldórsson antiksali opnaöi nýveriö Antik pakkhús viö Skipholt þar sem hann selur sambland af antik og því sem er inni í dag, eins og tekk, „sixtiesog „eighties“-húsgögn og muni. „í gegnum tíðina hef ég keypt mik- ið af dánarbúum og búslóðum fólks sem er að minnka við sig. í þeim er oft mikið af afar skemmtilegum hlut- um. En hingað til hef ég ekki getað keypt þá alla, því sumir hlutir, t.d. þeir sem eru mjög litskrúðugir, passa ekki inn í svona „hardcore" antikverslun. En með Pakkhúsinu skapast vettvangur til að selja þá. Því er þar að finna sambland af antik og því sem er inni í dag, eins og tekk, „sixties" og „eighties", nýjar og gamlar saumavélar, verkfæri og stereo, svo eitthvað sé nefnt.“ Hann segir íslendinga enn ekki búna að átta sig á þeim verðmætum sem felast í gömlu mununum og að enn sé miklu hent, sérstaklega úti á landi. „Þegar ég segi verðmæti er ég ekki bara aö tala um peninga, held- ur líka varðveislu hlutanna og þá menningarinnar. Danir eru mun flinkari en við í þessu. Þar er gamli skenkurinn hennar ömmu fullgild- ur, jafnvel þó eigendurnir aðhyllist naumhyggju eða minimalisma. Hér á landi virðist hins vegar sem hin fullkomna naumhyggjustofa sé fangaklefi á Litla Hrauni áður en fanginn flytur inn.“ -ÓSB Saumastofan Hnappur á Njálsgötu: Brúðarkjólasaumur skemmtilegastur í húsinu Njálsgötu 11 í Reykjavík hefur verið rakarastofa í áratugi en nú hefur önnur iðngrein hreiðrað þar um sig. Þar hefur Gerður Bjarnadóttir kjólameistari opnað saumastofuna Hnapp. „Það er ljóm- andi gaman að vera héma-, þetta er góð staðsetning, hér er bjart og gott andrúmsloft," segir Gerður sem mun sjá um fatabreytingar og sér- saum á kvenfatnaði. „Þar að auki fylgja góðar óskir þeirra sem hér hafa starfað, hárskerarnir voru ánægðir með að ég tæki við af þeim og komu með blómvönd þegar saumastofan var opnuð.“ Eftir að Geröur útskifaðist sem kjólameistari starfaði hún í 2 ár á saumastofu Þjóðleikhússins en starfsnámið tók hún úti í Dan- mörku. „Með starfsnáminu öðlaðist ég e.t.v. nokkra sérstöðu því ég var svo heppinn að fá inni hjá fmurn kjólameistara sem er þekktur í Dan- mörku fyrir mjög vandaðan kjóla- saum. Hann heitir Ballesini, kemur ,frá íran og þykir mjög flinkur." Gerður segir að helstu verkefni saumastofa séu fatabreytingar og þá á bæði gömlum og nýjum fötum, eins og t.d. að stytta og þrengja. Að- spurð hvort mikið sé um að fólk sé að láta breyta gömlum fótum segir Kjólameistarinn Geröur Bjarnadóttir tók starfsnám sitt hjá fínum írönskum kjólameistara sem starfar í Danmörku. hún aö alltaf sé nokkuð um það. „Ef fólk vill nýta gamlar flíkur þarf oft að breyta þeim töluvert, jafnvel um- tuma flíkinni. Það er tímafrekt og getur þar af leiðandi verið nokkuð dýrt.“ Nokkuö er um sérsaum á kven- fatnaði og þá helst kjólum af öllu tagi. „Mér finnst það skemmtileg- asta vinnan, ekki síst þegar um er að ræða brúðarkjóla." Þeim viðskiptavinum sem hafa hug á að láta sauma á sig kjól bend- ir Gerður á að koma með hugmynd- ir eða mynd úr blaði. „Ég bý þá til sniðið og aðstoða við útfærslu hug- myndarinnar. Eins get ég hannað fallega kjóla en viðskiptavinurinn þarf alltaf að leggja eitthvaö í púkk- ið, það er jú hann sem ætlar að klæðast flíkinni.“ -ÓSB Allar uppskriftir á lambakjot.is ■ ■ slotur og f

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.