Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2002, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2002, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2002 9 Gefðu gjöf sem gleöur og göfgar Viðskipti Umsjón: Viöskiptablaöið Árshlutauppgjör OZ: Hverfandi tekjur en minnkandi tap Árshlutauppgjör OZ Communi- cations fyrir annan ársfjóröung 2002 sýnir að rekstur félagsins er enn erfiður. Tap OZ á tímabilinu nam um 2,2 milljónum dollara, eða nærri 200 miiljónum króna. Það er þó heldur minna tap en á sama tíma árið áður en þá varð 3,8 milljóna dollara tap af rekstrinum. Helsta áhyggjuefnið er þó að tekj- ur OZ á tímabilinu eru hverfandi, eða aðeins um 160 þúsund dollarar. Það er mikil breyting frá fyrra ári en á öðrum ársfjórðungi 2001 námu tekjur félagsins um 2,4 milljónum dollara. Þetta þarf þó ekki að koma á óvart í ljósi þess að á milli tíma- bila hefur orðið sú breyting að sam- starfi OZ við Ericsson lauk en Erics- son var langstærsti viðskiptavinur OZ. Samstarfsslitunum fylgdi enn fremur lokauppgjör á milli félag- anna sem skilaði félaginu veruleg- um tekjum á fyrsta ársfjórðungi. Þannig eru heildartekjur OZ fyrstu sex mánuði ársins um 8,5 milljónir dollara og hagnaður er af rekstrin- um upp á um 2,4 milljónir dollara. Þá er handbært fé í lok júní um 2,4 milljónir dollara. í kjölfar samstarfsslitanna voru gerðar viðamiklar breytingar á rekstri OZ og starfsemin skorin verulega niður. Þar á meðal voru höfuðstöðvar fyrirtækisins fluttar til Kanada og á íslandi er nú ein- ungis eftir lágmarksstarfsemi. Aðal- fundur OZ vegna ársins 2001 var haldinn i Kanada í gær. Áskrift að tímaritum Fróða er gjöf sem gleður í langan tíma. Hafðu samband við áskriftardeild Fróða í síma 515 5555 Ert þú aö leita aö ... • tækifærisgjöf ? • afmælisgjöf ? • brúökaupsgjöf ? • fermingargjöf ? • irmflutnirigsgjöf ? sængurgjöf ? • konudagsgjöf ? • jólagjöf ? i gæsargjöf ? • steggjargjöf ? eöa .... BLEoar&eunrr HÚS UÍI-fSffl MAh DV Þetta helst HEILDARVIÐSKIPTI 9.089 m.kr. Hlutabréf 6.168 m.kr. Húsbréf 1.596 m.kr. MEST VIÐSKIPTI Q íslandsbanki 3.758 m.kr. ^ Straumur 1.972 m.kr. Q Samherji MESTA HÆKKUN 87 m.kr. 0 Íslandssími 2,9% 0 Eimskip 1,9% 0 Búnaöarbankinn 1,1% MESTA LÆKKUN Q Síldarvinnslan 5,5% Q Kaupþing 1,6% 0 SÍF 1,3% ÚRVALSVÍSITALAN 1.298 - Breyting 0,07% OPEC: Búist við óbreyttri framleiðslu Þrýstingur á OPEC-ríkin að auka framleiðslu sína minnkaði í gær þeg- ar írakar samþykktu að hleypa vopna- eftirlitsmönnum Sameinuðu þjóðanna inn í landið. Fundur OPEC hófst í dag I Japan. Talið er að meirihluti aðiid- arríkja OPEC sé á móti því að auka framleiðslu en mest óvissa ríkir um afstöðu Sádi-Arabíu. Olíuverð breytt- ist lítið við fréttir gærdagsins og ekki er búist við lækkun á næstunni. Al- mennt vex eftirspurn á 4. ársfjórðungi þegar vetur gengur í garð á norður- hveli og þá er búist við að áhyggjur af átökum í Mið-Austurlöndum leiði til tregðu við að ganga á olíubirgðir. Stóru kortafyrir- tækin kærð Hagsmunasamtök verslunarinnar beggja vegna Atlantshafsins, í Banda- ríkjunum og í Evrópu, hafa kært mis- notkun á markaðsráðandi stöðu stóru kortafyrirtækjanna. Samkeppnisyfir- völd Evrópusambandsins hafa ákveð- ið, að beiðni EuroCommerce, að kanna hvort kortarisinn Visa beiti verslanir og neytendur óréttlátri gjaldtöku, að því er kemur fram í fréttabréfi SVÞ. í Bandaríkjunum er áætlað að málaferli hagsmunasam- taka verslunarinnar gegn Visa og MasterCard hefjist í apríl á næsta ári. EuroCommerce, sem SVÞ eiga aðild að, hafa kært Visa fyrir að þvinga verslanir til að veita þeim sem nota kort betri kjör en hinum sem kjósa annan greiðslumáta. Einnig er korta- fyrirtækið kært fyrir innheimtu skiptigjalds, s.k. „multi-interchange fee“, sem innheimt er af verslunum. „Málaferlin í Bandaríkjunum eru m.a. til að koma í veg fyrir að kortafyrir- tækin geti sett verslunum þá afarkosti að þær verði að taka við öllum kort- um sem kortafyrirtækin gefa út. Þetta eykur útgjöld söluaðila vestra vegna debetkorta," segir í fréttabréfi SVÞ. Vaki-DNG og Peocon: Hlutafé aukið um 50 milljónir Vaki-DNG vinnur þessa dagana að nýjum sölusamningum á talningar- hugbúnaði sínum sem m.a. hefur ver- ið notaður með ágætum árangri til að taka saman fjölda viðskiptavina í Smáralind, að því er fram kom í Við- skiptablaðinu er kom út i gær. Er fyr- irtækið í viðræðum við nokkra aðila hér innanlands vegna þessa og jafh- framt þeim viðræðum er verið að vinna að 50 milljóna króna hlutafjár- aukningu í Peocon, en það félag var stofnað utan um rekstur hugbúnaðar- ins. Að sögn Hermanns Kristjánsson- ar, framkvæmdastjóra Vaka-DNG og stjórnarformanns Peocon, er í dag verið að vinna að vali á hentugum samstarfsaðila tO að koma að fjár- mögnuninni en niðurstaða ætti að verða komin í það mál eftir tvær eða þrjár vikur. Um leið væri verið að klára nokkra sölusamninga sem ættu að ganga i gegn á allra næstu dögum. Hermann vildi þó að svo stöddu hvorki gefa upp hvaða aðilar kæmu þar til greina sem fjármögnunaraðilar né heldur hvaða aðilar ættu í viðræð- um við Peocon vegna kaupanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.