Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2002, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2002, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2002 Tilvera DV Rakarinn í Sevilla frumsýndur annað kvöld: Minnir á dansmey sem svífur um svið Haustsýning Árleg haustsýning í Gallerí Kambi er að hefjast. Að þessu sinni er það samsýning sextán listamanna, fulltrúar fjögurra kyn- slóða. Sumir vel þekktir, aðrir minna, og enn aðrir hálfgerðir huldumenn í íslenskri myndlist. Öll verkin eru i eigu staðarhald- ara. Sýningin er frá 21. september til 13. október 2002. Opið er daglega kl. 12.00-18.00. Lokað miðvikudaga. Sýningin verður opnuð laugardag- inn 21. september kl. 15.00. Þeir sem sýna eru: Bjarni Ragnar Har- aldsson, Bragi Ásgeirsson, Elías Hjörleifsson, Eyjólfur Einarsson, Guðmundur Guðmundsson, ERRO, Guðmundur Ingólfsson, Gunnar Guðsteinn Gunnarsson, Magnús Kjartansson, Ólafur Elíasson, Sam- úel Jóhannsson, Sigurður Örlygs- son, Sigurgeir Siguijónsson, Svav- ar Guðnason, Sverrir Ólafsson, Tryggvi Ólafsson og Örn Þorsteins- son. Handverk og hönnun Handverk og hönnun hefur ferðast um landið í sumar og mun gera áfram í haust og vetur með forvitnilega sýningu. Hún byggist á fimm sýningum sem haldnar voru í sýningarsal í Að- alstræti 12 á síðasta ári. Verkefn- ið Handverk og hönnun hlaut Menningarverðlaun DV 2002 í listhönnun fyrir þessar sýningar. Föstudaginn 20. september kl. 20.00 verður sýningin opnuð í Ljósheimum við Sauðárkrók. Þar verður opið frá 13.00 til 17.00 laugardag, sunnudag og mánu- dag. Ferðalagið heldur síðan áfram og sýningarstaðirnir í haust og vetur verða m.a. Skriðuklaustur, Hveragerði, Höfn og Akureyri. Á sýningunni er fjölbreytt handverk og listiðnað- ur eftir 25 aðila. Með ólíkindum Níu listamenn sem kalla sig Nýja septemberhópinn hafa opn- að sýningu á ljósmyndum, mál- verkum og skúlptúrum í Ketil- húsinu undir yfirskriftinni Með ólíkindum. Sýningin er sjónrænt þversnið þar sem sundurleitni er hærra skrifuð en samleitni. Stefnuleysið er hér viljandi, óreiðan að yfirlögðu ráði. Verkin eiga þó sameiginlega myndræna ögun þar sem miðillinn fær að njóta sln til fulls. Listamennimir eru héðan og þaðan en þó aðallega héðan og á öllum aldri og eru eftirtaldir: Auður Sturludóttir, Birgir Rafn Friðriksson, Finnbogi Marinós- son, Jóhannes Dagsson, Nói (Jó- hann Ingimarsson), Ólafur Sveinsson, Ragnhildur Magnús- dóttir, Sunna Sigfríðardóttir og Sigurveig Sigurðardóttir. Sýning- in stendur til 29. september. Opið er alla daga nema mánudaga, frá kl. 13.00-17.00. Tónar berast mér til eyrna úr öll- um áttum þar sem ég rölti um ganga íslensku óperunnar. Hljóðfæraleikar- ar stilla strengi í gryfjunni, söngvar- ar trilla upp og niður tónstigann og taka eina og eina roku þar sem þeir eru staddir í búningsherbergjum, baksviðs, á göngum, jafnvel á klósett- inu. Æfing er að hefjast á Rakaranum í Sevilla, gamanóperu eftir Rossini, og nú á að slípa og pússa enda stytt- ist í frumsýningu. Hún verður annað kvöld. Ungir kraftar Ég kem mér fyrir í sætum hins fornfræga Gamla bíós og bíð. Veit ekki hvers ég á von þvi þótt ég hafi oft heyrt Rakarann í Sevilla nefndan áður man ég ekkert eftir tónlistinni. Nöfnin í leikskránni eru líka misjafn- lega þekkt. Titilhlutverkið er i hönd- um Ólafs Kjartans Sigurðarsonar og Sesselja Kristjánsdóttir syngur hlut- verk Rosinu sem er aðalkvenpersón- an í verkinu. Gunnar Guðbjörnsson og Þorbjörn Rúnarsson ætla að skipt- ast á um að syngja hlutverk elskhuga hennar, Almaviva greifa. Ég sé Gunn- ar sitja nokkrum sætaröðum fyrir framan mig í salnum og af því ræð ég að Þorbjörn verði á sviðinu á þessari æfmgu. Jóhann Sigurðarson er líka í salnum. Hann mun syngja hlutverk Don Basilio, söngkennara Rosinu, á nokkrum sýningum en ungur Rússi, Stanislav Shvets, er i því þetta kvöld. Davíð Ólafsson syngur doktor Bar- toli, ijárhaldsmann Rosinu og von- biðil. Hljómsveitarstjórinn er þýskur og heitir Helge Dorsch og leikstjórinn ungur tslendingur, Ingólfur Níels Árnason. Margir fleiri koma við sögu. Eins og gamall kunningi Brátt lyftir hljómsveitarstjórinn örmum, forleikurinn er hafinn og lætur vel í eyrum. Söngvaramir stíga fram, einn af öðrum, og leikurinn hefst. Textinn birtist á skjá fyrir ofan sviðið svo auðvelt er að fylgjast með Sesselja Kristjánsdóttir sem Rosina og Davíð Ólafsson sem doktor Barolo. framvindu sögunnar, þótt sungið sé á ítölsku. Efnið er klassískt. Togstreita milli eldri og yngri kynslóðar, ást og klækir. Allt í léttum dúr. Rakarinn í Sevilla er meistaraverk. Aríurnar svo leikandi léttar að þær minna á dansmey sem svífur um svið og varla tyllir niður tánum. Flutning- urinn er líka ótrúlegur. Maður held- ur niðri i sér andanum og undrast hversu langt er hægt að leiða fólk á fullkomnunarbrautinni. Hljómsveit- arstjórinn rýfur rennslið öðru hverju, lætur endurtaka kafla, aríur, setning- ar. Ég heyri engar breytingar þótt hans næma eyra greini þær. Það skrýtna er að tónlistin kemur til manns eins og gamall kunningi, án þess að maður muni hvar fundum bar saman. Heyrði maður hana sungna í kletti? Kannski. Rás 1 er samt sennilegri. Orða þessa upplifun við Ingólf leikstjóra í hléinu og hann þekkir tilfinninguna. „Þetta er það sama og ég lenti í þegar ég sá Rakar- ann fyrst,“ segir hann. „Allt kom kunnuglega fyrir enda er þetta ein vinsælasta ópera sem skrifuð hefur verið.“ Ingólfur segir Rakarann hafa verið settan upp í ótal útgáfum en hann er upprunanum trúr. „Það sem ég leita í er það sama og Rossini leit- ar í þegar hann samdi óperuna, það er að segja hefðir gamanleikjanna í Frakklandi og á Ítalíu.“ Á heimsmælikvarða - í leikskránni segir að óperan sé samin á 13 dögum af kornungum og þá óreyndum höfundi. Getur þetta staðist? „Já, sú var víst raunin," seg- ir Ingólfur og bætir við: „Hann nýtti ýmislegt sem fyrir var og vann upp gömul stef frá sjálfum sér og öðrum. Frumflutningurinn árið 1816 var sögulegur en síðan þá hefur Rakarinn DV-MYND HARl verið á samfelldri sigurgöngu." Þetta er frumraun Ingólfs sem óp- erustjórnanda hér á landi og hver veit nema hún sé upphaf sigurgöngu hans. Hann hefur verið á Ítalíu, út- skrifaðist þar sem leikstjóri árið 1999, með óperur sem sérgrein, og hefur síðan unnið sem aðstoðarmaður leik- stjóra við óperur í Róm og Palmero. Honum hefur þótt gaman að setja upp Rakarann. Segir hljómsveitarstjór- ann Helge og hann hafa unnið „eins og tvíhöfða dreka“ en það hafl gengið ljúft. „Svo eigum við svo góða söngv- ara og fallega hljómsveit og mikla listamenn sem vinna í sviðsmynd, búningum og öllu sem að uppfærslum lýtur. Þetta er á heimsmælikvarða, miðað við það sem ég hef kynnst er- lendis. Það eina sem þeir hafa fram yfir okkur þar eru stærri hús,“ eru lokaorð Ingólfs áður en hann vindur sér í seinni hálfleik. -Gun. Ást út yfir gröf og dauða Háskólabíó - Harrson s Fiowers: ★ ★ ^ Sif Gunnarsdóttir skrifar gagnrýni um kvikmyndir. Þegar óeirðirnar i fyrrum Júgóslavíu hófust datt engum i hug að úr þeim yrði viðbjóðsleg borgara- styrjöld sem myndi vara í fleiri ár. Harrison’s Flowers gerist árið 1991 þegar átökin eru byrjuð en flestir halda að þetta séu smá áflog og eigi eftir að jafna sig fljótlega. Þannig lítur ritstjóri tímaritsins Newsday (Armstrong) á málið þegar hann tel- ur stjörnuljósmyndarann sinn, Harrison (Strathairn), á að skreppa til Júgóslavíu og taka nokkrar myndir. Harrison vill ekki fara, hann á eiginkonuna Söru (McDowell) og tvö böm og vill held- ur eyða tíma með þeim en að ferðast um heiminn með myndavél á lofti til að festa á filmu ódæðisverk mannanna. En hann fer og stuttu seinna ágerast átökin og hans er saknað. Fjölskylda og vinir vilja syrgja en Sara er viss um að hann sé á lífi því það finnst ekkert lík og henni finnst hann ekki vera dáinn. Sara flýgur alein til Júgóslavíu vopnuð myndavélum og sér með eigin augum hvers konar hryllingur stríð er og hvemig það breytir ef- laust ágætisfólki í blóðþyrsta villi- menn sem hika ekki við að pynta, nauðga og myrða hvem þann sem verður á vegi þeirra. Harrison’s flowers er jafnmikil ástarsaga og saga af stríði. Sara elskar Harrison út yfir gröf og dauða - bókstaflega. Ást hennar er henni mikilvægari en bömin þeirra og öryggi hennar sjálfrar. Ferð Söru um stríðshrjáða Júgóslavíu hefst hræðilega en ástandið skánar þegar þrír ljósmyndarar ganga til liðs við hana, Kyle (Brody), Yeager (Koteas) og Stevenson (Gleeson). Með þeim, oft í gegnum auga myndavélarinn- ar, sjáum við hræðilega atburði og hluti rétt í svip. En vanlíðanin verð- ur aldrei yfirþyrmandi því Chouraqui leikstjóri leyflr okkur að anda léttar annað slagið með því að brjóta söguna upp með viðtölum við „persónurnar“ eftir að þær eru komnar heim. Þessi brot eru bara til vansa, þau draga úr spennu og gefa til kynna hver lifir af og hver ekki. Undir lokin bætist sögu- mannsrödd við sem er algjör óþarfi, glundroðinn og hryllingurinn þann- ast ekki útskýringar. Sara trúir því að Harrison lifi þótt allt bendi til hins gagnstæða og ferð hennar tekur á sig nánast trú- arlegan blæ því ekkert vinnur á henni, trúin eða ástin brynver hana gegn sprengjum og byssukúlum þar sem hún þrammar áfram milli jarð- sprengna með fylgdarmenn sína þrjá sér við hlið. Þau eru á leið til Vukovar þar sem Serbar drepa aflt sem hreyfist. Þeir eru skíthræddir og vissir um að Harrison sé látinn en virðast fylgja henni vegna þess að hún á það skilið - því ástin knýr hana áfram. Andie McDowell fer vel með þetta frekar ótrúverðuga hlutverk og sýn- ir að það er einmitt í hádramatísk- um hlutverkum sem hún stendur sig best. Samleikur þeirra Strat- haim áður en hann hverfur er ást- úðlegur en býr mann ekki undir þráhyggju hennar. Bestur er Adrien Brody í hlutverki Kyle, hann er með harðan skráp og blæðandi hjarta og kemst í gegnum allt með pilluáti og keðjureykingum - ef til vill klisju- kennd persónusköpun en afskaplega vel leikin. Harrison’s Flowers er trúverðug og óhugguleg að því leyti sem hún sýnir okkur hryllinginn og skelfing- una í Júgóslavíu í upphafi 10. ára- tugarins en saga Söru, þótt hún sé hjartnæm, er ekki eins raunsæ. Leikstjóri og handritshöfundur: Elie Chouraqui. Kvikmyndataka: Nicola Pecorini. Tónlist: Cliff Eidelman. Aöal- lelkarar: Andie MacDowell, David Strat- hairn, Elias Koteas, Adrien Brody, Brend- an Gleeson og Alun Armstrong.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.