Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2002, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2002, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2002 Skoðun SBBÍ Hvað finnst þér best við veturinn? Elísa Davíðsdóttlr: Snjórinn. Margrét Bragadóttir: Þaö eru jólin. Steingrímur Felixson: Hreinleikinn. Monette Engilbertsson: Þegar ég er í Noregi hlakka ég til aó fá snjóinn en ég er aö flytja til íslands og býst viö aö fá rok og rigningu! Jón Björnsson: Veöriö. Vetrarveöriö. IV RT JHi t y ft' , Umferðarmiðstöðin í Reykjavík Löngu úr sér gengin. Perluna fyrir um- ferðarmiðstöð Kristinn Jónsson skrifár: Ég vil byrja á að þakka pistil Rún- ars Guðbjartssonar í DV 11. þ,.m. um mál sem brennur á þeim sem standa að samgöngumálum og flutn- ingum farþega frá Reykjavik með langferðabílum, svo og á öllum þeim sem þurfa að fara milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar - nefnilega nýja umferðarmiðstöð í Reykjavík. Grein Rúnars: Perlan - Umferðar- miðstöð Reykjavíkur, var tímabær og vonandi er að ráðamenn í sam- göngumálum verði ekki svifaseinir og grípi hugmyndina um að semja við eigendur Perlunnar að nota hana fyrir umferðarmiðstöð. Þar þarf líklega ekki að gera neinar end- urbætur aðrar en að koma fyrir á jarðhæðinni innréttingum sem hæfa starfseminni. og endurhanna Perlan er eina úrrœðið sem tiltækt er fyrir umferðar- miðstöð án þess að leggja í alltof mikinn og líklega óviðráðanlegan kostnað á nýbyggingum. að- og frákeyrsluleiðir. Veitingasal- ur á 4. hæð er kjörinn fyrir þá um- ferð sem vænta má af breyttum að- stæðum. Sú aðstaða sem boðið er upp á í dag vegna samgöngumála til og frá höfuðborginni, bæði vegna ferða með langferðabílum og í innan- landsflugi, er ekki lengur boðleg. Þarna er um að ræða gamla húskumbalda í báðum tilvikum og umferð og aðgengi er langt frá því að þjóna þeim kröfum sem gera verður til svona þjónustu. Það er óskiljanlegt hve langan tima það tekur að taka ákvörðun um nýja umferðarmiðstöö í Reykja- vík. Aðstaða í Mjóddinni, sem stundum er staldrað við sem fram- tíðarstað umferðarmiðstöövar, er löngu uppurin og myndi valda al- gjöru umferðaröngþveiti á svæðinu nema meö miklum tilfæringum, svo sem neðanjarðargöngum og/eða að byggja voldugar umferðarbrýr í áll- ar áttir. Perlan er eina úrræðið sem til- tækt er fyrir umferðarmiðstöð án þess að leggja I alltof mikinn og lik- lega óviðráðanlegan kostnað á ný- byggingum. Raunverulega eru eng- in rök fyrir þvi að láta hugmyndina um umferðarmiðstöð í Perlunni falla um sjálfa sig. Kvikmyndahús - illa lýst bílastæði Þröstur Reyr Halidórsson skrifar: Ég lenti í leiðinlegu atviki fyrir skömmu sem fékk mig til að setjast niður og senda þennan pistil. Mér var boðið á forsýningu i Há- skólabíói á myndina Maður eins og ég. Ég lagði bílnum í bílastæði fyrir aftan bíóið þar sem flest önnur stæði nær bíóinu voru upptekin. Þegar ég nálgaðist bílinn að sýn- ingu lokinni sá ég að búið var að brjóta rúðu í honum. Ég varð rosa- lega hissa og áttaði mig eiginlega ekki strax á hvaö hafði gerst. En ég var ekki sá eini sem lenti í þessu. Búið var að brjóta rúður í 6 öðrum bílum. Fljótlega var ég byrjaður að bölva hástöfum yfir þessu og sá fyr- ir mér mikið tjón sem ég þyrfti að borga úr eigin vasa. Lögreglan kom „Eina kvikmyndahúsið sem spomar gegn svona uppá- komum er Laugarásbíó. Fyr- ir rúmlega ári var þar settur upp Ijóskastari og upptöku- vélar á bílastæðið. Og viti menn: þjófnaður úr bílum er nú í algjöru lágmarki. “ stuttu síðar og tók skýrslu og var ekki hissa að sjá svona marga bíla skemmda. Þeir sögðu að þetta væri mjög algengt nú til dags... Eftir á fór ég að hugsa um ábyrgð kvikmyndahúsanna, aö bílastæði þeirra séu örugg fyrir þjófum eins og þessum. Já, maður er að borga fyrir skemmtun sem þau bjóða upp á. Svona skemmdarverk eru ekki ný af nálinni. Samt virðist Háskólabíó og líklega önnur bíó ekki lýsa upp bílastæði sín og koma upp öryggis- myndavélum. Ætli þetta sé spurn- ing um peninga? Erlendis er öryggisvörður sem ekur um bílastæðin allt kvöldið þó svo að ég skilji að þaö sé ekki grundvöllur fyrir því hérna. En margt lítið gerir eitt stórt. Eina kvikmyndahúsið sem spornar gegn svona uppákomum er Laugarásbíó. Fyrir rúmlega ári var þar settur upp ljóskastari og upptökuvélar á bilastæðið. Og viti menn: þjófnaður úr bílum er nú í algjöru lágmarki. Sannarlega skref í rétta átt... Það væri forvitnilegt að sjá hvað önnur kvikmyndahús gera í náinni fram- tíð. Siv frestar Garri kippir sér ekki upp viö margt enda eldri en tvævetur. Hann lætur sér þvi fátt um finnast þótt fiskur veiðist ekki, verðbólga hækki, gengið falli, eldfjöll gjósi, vinstri stjórn taki við, kennar- ar fari í árlegt verkfall, sjúkraliðar sendi inn hópuppsagnir, rigningasumar fylgi frostavetri og íslendingar tapi fyrir Svíum í handbolta. Allt er þetta hvimleitt auðvitað en ekki þannig að það breyti gangi himintungla. Helgur siður Nú hefur það þó gerst sem Garri sá ekki fyrir, en til skýringar skal þess getið að hann er sann- kristinn maður og heldur fast í hefðir þeirra trú- arbragða. Það þýðir ákveðna hegðun á stórhátíð- um, á páskum en einkum jólum. Að frátalinni þátttöku í aftansöng á aðfangadag jóla er enginn siður jólanna heilagri í augum Garra en að eta rjúpu það sama kvöld. Sá siður hefur fylgt Garra frá blautu bamsbeini og forfeðrum hans svo langt sem minni þeirra nær. Það voru engin jól án rjúpu. Allir sem vettlingi gátu valdið komu saman skömmu fyrir jól, hamflettu rjúpuna, tóku til fóamið og söfnuðu berjum úr fuglunum til að bragðbæta sósuna. Áður hafði rjúpnakipp- an hangið frá jólaföstu og minnt á nálægð hátíð- lægi tukthúsvist viö gegn broti á þeim reglum. Það er stigsmunur en ekki eðlis á Siv og Kastró hinum kúbverska sem frestaði hreinlega jólun- um. Garri er sannkristinn, eins og áður hefur kom- ið fram, en hann á þó bágt með að minnast þeirra í bænum sínum sem koma í veg fyrir helgan sið kristinna manna á íslandi, rjúpnaátið. Fyrirgefningin er grundvallaratriði í kristninni en önug kann hún að reynast komi ráðherra rjúpnamála því svo fyrir að nefndur Garri verði sekur skógarmaður þiggi hann rjúpu eða tvær að gjöf á næstu jólaföstu. Cspurri jólunum arinnar. Lyktin við steikinguna hefur komið Garra og öllu hans fólki í jóla- skap. Bragðið er engu líkt. En allt er í heiminum hverfult. Það má best sjá af því að undanfama daga hafa þau verið að krunka sig saman, umhverflsráðherrann, veiðimálastjóri og annar sá söfnuður er telur sig helst hafa um þennan jólafugl að segja. Og hver er niðurstaðan? Jú, aðstoðarmenn ráðherrans fullvissa hann um að stofn- inn hafl minnkað og því skuli rjúpnaát lagt af með einum eða öðrum hætti. Hugsanlega megi borða rjúpu um næstu jól en varla eftir það. Hvað veit norskur ráðherra svo sem um rjúpuna og íslenskar heföir. Forfeður Sivjar kunna að hafa fengið sér geit og jólagraut en varla rjúpu. Hefur enginn sagt ráðherranum að rjúpnastofn- inn sveiflast upp og niður á ákveðnu árabili. Tukthúslimur? Að fenginni þessari ráðgjöf ákvað rjúpnaráð- herrann að náðarsamlegast mættu menn ná sér í rjúpu núna og hugsanlega selja öðrum eða gefa. En ekki næsta ár. Þá mætti að vísu skjótast á fjöll í stuttan tíma en hvorki selja né gefa fugl og DV Ylströndin í Nauthólsvík Gerist ekki betri annars staöar. Ylströndin frábær FriOjón skrifar: Ég átti leið fram hjá Nauthólsvík- inni einn daginn í gönguferð minni. Ég hafði ekki áður borið við að líta á það skemmtilega mannvirki sem þar er komið á vegum íþrótta- og tóm- stundaráðs borgarinnar. Þar var einmitt verið að loka þennan dag en búið að vera opið í allt sumar. Aðstað- an sem þama er boðið upp á gerist ekkert betri á sólbaðsströndum í Evr- ópu. Þama er raunar allt til alls. yl- volgur sjórinn, búnings- og baðað- staða, stórir heitir pottar og hreinn sandurinn. Veitingar á boðstólum og hvaðeina. Mér var sagt að þama væri mikU aðsókn yfir sumarið. Ég bíð bara eftir að opnað verði næsta vor. Þama er um frábært framtak að ræða. Stólræður prestanna Guðmundur Guðmundsson skrifar: Mikið er annars búið að vera gam- an að fylgjast með þessari umfjöllun vegna stólræðna presta hér í borg. .Ja, svei því, ef ekki má nú minnast á allt óréttlætið í þjóðfélaginu og þennan frjálshyggjufasisma sem tröllríður öllu hér og allir gleypa hrá- an. Auðvitað á að benda fólki á hvert stefnir og aðvara það, þótt illa komi kannski við kaunin á ráðherrafigúr- um okkar. Sannleikurinn af gerðum þeirra og dekrinu í kringum hina svokölluðu „fjárfesta", bæði skatta- lega og á flestum sviðum, er ógnvekj- andi, á meðan sumir eiga ekki ofan í sig eða á hér í þessu þjóðfélagi. Sár- ast er að vita til þess að æ ofan í æ skuli þeir sem mest er sparkað í alltaf kjósa þetta frjálshyggjulið. Ég vil þakka þessum prestum fyrir fram- lagið og ábendingar þeirra. Þeir em meiri menn fyrir vikið. Sæbjörg (fyrrum Akraborg) Gæti gagnast á ný. Akraborg í notkun Magnús Kristjánsson skrifar: Nú virðist renna upp fyrir mörg- um íslendingum ljós, að farþegasigl- ingar era líka ferðamáti, bæði við landið jafnt og milli íslands og út- landa. í tengslum við brotthvarf Herj- ólfs í Vestmannaeyjasiglingum hefur verið minnst á stærri farþega/bOa- ferju milli lands og Eyja. Baldur litli (þótt góður sé) kemur ekki í stað Herjólfs. Þarna hefði gamla Akra- borgin (nú Sæbjörg sem skólaskip) komið að góðum notum. Skaði að það góða skip skuli liggja næsta ónýtt við bryggju. Ég skora á samgönguyfir- völd að setja Akraborgina aftur í gagnið sem farþegaferju. Uppspretta ofbeldis Vilhjálmur Alfre&sson skrifar: Vaxandi ofbeldi hér á íslandi vek- ur flestum landsmönnum ugg. En þetta ofbeldi er ekki eingöngu hægt að kenna áfengi og eiturlyfjum - fíkniefnum. Þar er líka um að ræða eins konar andleg eiturlyf eða flkni- efni, sem leiða tO ofbeldis. Ég nefni ofbeldismyndir í kvikmyndum og meira að segja í sjónvarpsmyndum fyrir þá sem heima sitja.. Einnig má tO nefna myndbönd og leiki, Play Station og alls kyns myndbönd sem ungir sækjast eftir að horfa á. Mun- um að ofbeldi getur af sér ofbeldi. Idv Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@dv.is Eöa sent bréf til: Lesendasíöa DV, Skaftahlíö 24, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar með bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.