Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2002, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2002, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2002 DV Fréttir Hópferðaakstur tekinn af Siglfirðingi og færður Skagfirðingi: Ráðherra sagður bregðast loforði um útboð - samþingmaður Sturlu ósáttur við aðferðina Óvissa Hjónin Ásgeir Sölvason og Erla Gunnlaugsdóttir eru hér vió bifreiö sína. Þau íhuga aö flytja frá Siglufiröi eftir að hafa búiö þar alla ævi. „Því hafði verið lofað að verkið yrði boðið út en síðan var okkur allt í einu tilkynnt að öðrum hefði verið úthlutað þessum akstri,“ segir Erla Gunnlaugsdóttir, annar eigenda Hópferða Ásgeirs Sölvasonar sem frá því í nóvember önnuðust akstur á milli Sauðárkróks og Siglufjarðar í tengslum við flug. Ákveðið var að leggja til áætlunarferðir frá Siglu- flrði á Sauðárkrók í framhaldi þess að Islandsflug hætti að fljúga áætl- unarflug til Siglufjarðar. Þetta var gert með styrk frá samgönguráðu- neytinu. Erla og maður hennar, Ásgeir Sölvason, fengu aksturinn eftir að þau höfðu átt lægsta tilboð í hann þegar hann boðinn var út til fimm mánaða en með ádrætti um að samningur yrði framlengdur eftir )ví hvemig flugmál Siglfirðinga móuðust. „Við keyptum fólksflutningabif- reið til að sinna þessu verki. Út- boðið var aðeins til fimm mánaða en okkur var sagt að líklega yröi samningm’inn framlengdur sem síðar varð raun- in. Það var ekki fyrr en í júli síðastliðnum að við fengum bréf frá Vegagerðinni um aö ákveðið hefði verið að úthluta Sér- leyfishöfum sf. í Skagafirði verkinu. Þama var ekkert útboð heldur fékk viðkomandi þetta á silfurfati," segir Erla. Hún segir að í vor hafi komið upp kvittur um að þetta gæti gerst en þá hafi samgönguráðherra lýst því yfir við Sigríði Ingvarsdóttur, alþingis- mann og flokkssystur sína, að um útboð yrði að ræða. Skömmu síðar kom á daginn að það hafði ekki staðist hjá ráðherranum sem þó væri æðsti yfirmaður Vegagerðar- innar. „Okkur er látið blæða fyrir það að vera i röngu kjördæmi. Sturlu virðist vera sama um atkvæðin á Siglufirði, enda erum við utan hans kjördæmis. Sá sem fékk aksturinn er aftur á móti í réttu kjördæmi," segir Erla og undrast að verkið skuli falið aðila utan Siglufiarðar, þar sem sé upphafsstöð akstursins og lokastöð. Hún segir að þau hjónin, sem bæði em bamfæddir Siglfirðingar, íhugi nú alvarlega að flyfia af staðn- um ásamt fiórum bömum sínum á aldrinum sjö ára til tvítugs. „Þetta snýst um lifsafkomu okkar og við verðum að geta unnið fyrir fiölskyldunni. Þama er vegið aö bú- setuskilyrðum okkar og okkur er ekki annað fært en að íhuga vand- lega hvort við getum verið hér áfram,“ segir hún. Bæjarstjóm Siglufiarðar er mjög ósátt við þessa framvindu mála og bæjarsfiórinn og Sigríður Ingvars- dóttir alþingismaður gengu á fund samgönguráðherra til að knýja á um leiðréttingu mála en án árang- urs. Samkvæmt heimildum DV ber ráðherrann því við að Sérleyfishaf- ar í Skagafirði eigi sérleyfi á akst- ursleiðinni Varmahlíð-Sauðárkrók- ur-Siglufiörður. „Ég er mjög ósátt við að akstur- inn skuli vera tekinn með handafli af einum og færður öðmm. Ég reiknaði með að það yrði útboð á þessari leiö í haust sem hefði verið sanngjöm leið,“ segir Sigríður Ingv- arsdóttir alþingismaður.' Slgriður Ingvarsdóttir. Sturla Böövarsson. Ekkert kjördæmapot Þess má geta að DV óskaði eftir viðbrögðum Sturlu Böðvars- sonar samgöngu- ráðherra en Jó- hann Guðmunds- son, skrifstofu- stjóri samgöngu- ráðuneytis, svar- aði fyrir hans hönd. Hann segir að vissulega sé þessi niðurstaða leið- inleg. Staðreyndin sé hins vegar sú að samkvæmt nýjum lögum um sérleyfi verði skylt að bjóða þau öll út árið 2005. Þangað til njóti núverandi sér- leyfishafar forgangs á sínum leiðum. Hann segir að Ásgeir Sölvason hafi verið með tímabundinn samning um aksturinn til og frá Siglufirði en ekki sérleyfi. Það sérleyfi hafi verið í höndum Sérleyfishafa sf. í Skagafirði þó þeir hafi kannski ekki nýtt sér aksturinn á þessari leið. Sá sérleyfis- hafi hafi hins vegar í skjóli sérleyfis frá Siglufirði til Reykjavíkur nýtt sér akstur á hluta leiðarinnar, þ.e. frá Skagafirði til Reykjavíkur. Það hafi aftur á móti valdið núningi við sér- leyfishafa á leiðinni Akur- eyri-ReyKjavík. Ráðuneytið hafi í ljósi þessa og breytinga sem fram undan em ákveðið að svipta Sérleyf- ishafa sf. í Skagafirði leyfi til að aka á Siglufjarðarleyfinu alla leið til Reykjavíkur. Því hafi viðkomandi sérleyfishafi farið ffam á að fá að halda sérleyfinu Varmahlíð-Sauðár- krókur-Siglufjörður að fullu. Ráðu- neytið hafi ekki talið sér stætt á því að synja honum um það og því hafi þetta orðið niðurstaðan. Að öðrum kosti hefði farið fram útboð í haust á leiðinni til Siglufjarðar. „Þetta hefur ekkert með kjördæmapot að gera,“ segir Jóhann Guðmundsson.-rt/Hkr. Keikó í „gönguferð" „Við erum að fara meö Keikó í „gönguferðir" á hverjum degi. Hann er í mjög góðu formi, honum líður vel og þannig séð getur þetta vart verið betra,“ sagði Colin Beard, þjáifari Keikós, í samtali við DV en hann er staddur er í Skálavíkurfirði í Noregi. Hann segist telja að á næstu 10 dögum verði væntanlega tekin ákvörðun um hvar Keikó hafi vetursetu, það er í hvaða firði í Noregi. „Staðurinn yrði að vera þar sem friður er og jafnvel gott dýpi en slíkt getur verið erfitt. Við ætlum ekki að hafa Keikó í kví eins og i Vestmannaeyjum," sagði Baird. Hann segir margar sveitarstjórnir áhugasamar um að fá að hafa Keikó i „sínum firði“, ekki síst íbúar í Skálavíkurfirði sem mjög gjarnan vilji halda háhyrningnum áífram. „Það kemur allt eins til greina að færa Keikó utar í fjörðinn þar sem aðstæður eru heppilegri fyrir okkur og meiri möguleikar á að aðrir háhyrningar fari um,“ sagði Colin Beard. -Ótt Engin hækkun enn Félagsmálaráð Reykjavíkur hef- ur enn ekki tekið afstöðu til beiðni Félagsbústaða um hækkun á leiguverði þeirra íbúða sem heyra undir þá en á fundi ráðsins í gær var málið ekki á dagskrá. Björk Vilhelmsdóttir, formaður Félagsmálaráðs, segir að niður- stöðu í málinu sé ekki að vænta i bráð. „Við erum að afla gagna, þ. á m. kanna hvernig málum er háttað í öðrum sveitarfélögum og hvaða áhrif hækkun muni hafa á leigjendur Félagsbústaða sem eru meðal tekjulægstu íbúa borgar- innar. En þau verðiun við að fá til að geta tekið málefnalega ákvörð- Akærð fyrir að bana dóttur sinni Hlíðarétt Fé úr Lýtingsstaöahreppi rekiö í Hlíöarétt á dögunum en hrútarnir þrír eru af þeim slóöum. Útigangskindur heimtust í Stafnsrétt: Þrír hrútar gengu úti allan veturinn Kona sem banaði dóttur sinni á heimili í Breiðholti laugardaginn 27. apríl síðastliðinn hefur verið ákærð fyrir manndráp. Mál hennar var þingfest fyrir héraðsdómi í gær en réttarhöld yfir henni verða haldin fyrir luktum dyrum, m.a. vegna and- legs ástands konunnar. Ríkissak- sóknari krefst þess að konunni verði gerð hefðbundin refsing fyrir mann- dráp þar sem oftast er dæmt 16 ára fangelsi ef sakfellt er. Til vara hefur ákæruvaldið hins vegar farið fram á að dómarinn dæmi konuna til að „Það mætti halda að umhverfis- ráðuneytiö haldi að rjúpnaveiði- menn séu allir hæstaréttarlögfræð- ingar þegar gefnar eru út heimildir til að veiða rjúpu. Það kemur hvergi fram hjá ráöuneytinu að það er líka háð samþykki landeigenda hvernig skotveiðimenn haga sér;“ segir Ámi G. Pétursson á Vatnsenda á Mel- rakkasléttu. „Af gefhu tilefni vil ég benda á að rjúpnaveiöi í eignarlöndum jaröa á Melrakkasléttu er algjörlega háð ákvörðun landeigenda. Ég hef alfrið- að rjúpu í mínu landi síðastliðið ár. sæta öryggisgæslu á viöeigandi stofnun. Er það í samræmi við ákvæði 62. greinar hegningarlag- anna sem heimilar dómstóli að dæma þá sem eru andlega vanheilir í öryggisgæslu. Umrædd kona hefur verið í gæsluvarðhaldi eftir að verknaðurinn var framinn. Hún hef- ur mestan tímann verið vistuð í rétt- argeðdeildinni á Sogni í ölfusi. Konan er ákærð fýrir að hafa sest klofvega ofan á dóttur sína, sem var fædd árið 1993, og þrengt að hálsi hennar þangað til hún lést. -Ótt Á þriðjudaginn birtist það einnig í Bændablaðinu að rjúpan er friðuð í landi Oddstaða til foma, en Vatns- endi er nýbýli út úr Oddstöðum. Mér finnst aö umhverfisráðuneytið verði að gera mönnum grein fýrir hver ræður ferðinni á slíkum eign- arlöndum,“ segir Ámi G. Pétursson. Hann leggur til að búnaöarsam- bönd og búnaðarfélög taki til athug- unar tillögu Náttúrufræðistofnunar íslands um að rjúpnaveiðar í eignar- löndum jarða verði einungis heimil- aðar í nóvembermánuði í samráði við landeigendur. -HKr. Þrír veturgamlir hrútar, sem geng- ið höfðu úti í allan fyrravetur, komu til Staftisréttar í Svartárdal í Austur- Húnavatnssýslu á dögunum þegar fé af Eyvindarstaðaheiði var rekið þar til réttar. Tveir voru frá bænum Hóli í Lýtingsstaðahreppi og var þar um að ræða samstæða tvílembinga, að sögn eigandans. Þeir vom fluttir nánast beint í sláturhús. Þriðji hrúturinn var frá bænum Villinganesi í sömu sveit og var honum einnig slátraö. Raunar er líklegt að einn veturgamall hrútur til viðbótar hafi komið útigenginn í Stafnsrétt. Hann var ómarkaöur og það ásamt útlitinu benti til aö hann hefði verið á fjöllum sL vetur. Þá bar það einnig til tíöinda í Stafnsrétt að þar komu fyrir ær og lamb frá Stokkseyri í Ámessýslu. Hef- ur sú kind verið búin að fara um lang- an veg í sumar. Að sögn Sigurjóns Stefánssonar, réttarstjóra í Stafnsrétt, er afar fátítt að fé sunnan úr Árnes- sýslu komi þar fyrir. Sigurjón taldi að á fjórða þúsund fjár hefði komið til réttar í Stafnsrétt að þessu sinni en gangnamenn fengu fremur leiðinlegt veður til leitar. Hann taldi að dilkar væm frekar misjafhir að þessu sinni. Þess má geta að sérstök aðgát er nú viðhöfð gagnvart útigangskindum í Húnavatnssýslum og vestanverðum Skagafirði vegna útrýmingarherferð- ar á kláða sem hófst í fyrravetur. Þá var allt fé sprautað gegn kláða og hús sótthreinsuð. Það fé sem gekk af vet- urinn á fjöllum, sem menn vona að sé fátt, hefur því ekki veriö sprautað. Því verða allar útigangskindur á þessu svæði teknar og settar í einangrun svo fljótt sem til þeirra næst og þær ýmist sprautaðar eða sendar í slátur- hús. -ÖÞ Sigurður Kristján Friðriksson, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, segir að því lengur sem ákvörðun- in dragist því bagalegra sé það fyrir starfsemina. „Við eigum að reka fyrirtækið án halla eða gróða en þegar kostnaður hækkar, eins og hann gerði þegar vextir af stofnlánum frá íbúðalánasjóði hækkuðu úr 1% í 3,5%, þurfum við að fá tekjur á móti.“ -ÓSB Kosinn í stjórn WHO Davíð Á. Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu, var í gær kosinn í framkvæmda- stjórn Alþjóða- heilbrigðismála- stofnunarinnar, WHO, með mikl- um yfirburðum. Fjörutíu af 43 full- trúum haustþings greiddu Davíð atkvæði sitt. Auk Davíðs voru full- trúar frá Frakklandi og Tékklandi kosnir í stjómina. Davíð mun sitja í stjóm frá 2003 til 2006. -aþ Yfir sjötíu skjálftar Síðan aðfaranótt mánudagsins 9. september fram til hádegis í gær, 17. september, mældust 73 jarðskjálftar í Mýrdalsjökli. Flestir skjálftanna voru í og undir vesturhlíðum Goöa- bungu sem er í vesturbrún Kötlu- öskjunnar. Nokkrir skjálftar hafa mælst á þessu tímabili sem náð hafa stærðargráðunni í kringum 3 á Richter-kvarða. -HKr. Ráðherra upplýsi um rjúpnaveiðar: Veiðar eru háðar sam- þykki landeigenda - segir bóndinn á Vatnsenda

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.