Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2002, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2002, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2002 T aauvuntmittM CIAlR Witek Bogdanski og félagi ms, Mariusz Stec, a fullrifeiö Lancerbil sinum i Pollandi. DV-mynd Jacek Mazur Sport Fyrsti fiskurinn var fimm pund Bogdanski á f leygiferð Rallökumaðurinn Witek Bog- danski keppti á sterku rallmóti í Póllandi fyrir tæpum tveimur vik- um og var það þriðja mótið í röð í Póllandi þar sem Bogdanski er að- stoðarökumaður hjá hinum 22 ára gamla Pólverja, Mariuszi Stec, en þeir aka á Mitsubishi Lancer. Öll keppnin fór fram á malbiki í Beskidy-fjöllunum í kringum Wisla og Szczyrk og er talin vera ein af hröðustu keppnum í Póllandi. Alls voru 76 bílar skráðir til leiks en 50 bílar kláruðu þessa erfiðu keppni. Eftir frábæran árangur hjá þeim félögum í síðustu tveimur um- ferðunum náðu þeir aftur þriðja sæti í flokki N og sjötta sæti í heild- arkeppni. Þetta er frábær árangur í ljósi þess að félagamir keyrðu fimm kílómetra á sprungnu framdekki og töpuðu þar dýrmætum tíma. Witek fer aftur til Póllands dag- ana 22.-29. september til að keppa í Karkonski-rallinu, en sú keppni er talin til Meistarakeppni Evrópu í rallakstri. -ósk „Það var gaman að veiða fisk- inn,“ sagði veiðimaðurinn ungi, Guðmundur Rögnvaldsson, þegar hann landaði maríulaxinum sinum í Staðarhólsá í Dölum fyrir tveimur dögum. Laxinn veiddi hann á maðk. Hann var ánægður þegar hann sýndi okkur flskinn sem hann landaði eftir stutta en snarpa viður- eign. „Það er alltaf fjör þegar veiði- menn veiða fyrsta fiskinn sinn,“ sagði Rögnvaldur Guðmundsson, faðir Guðmundar, sem fylgdist meö syni sínu landa laxinum ofarlega í Staðarhólsánni. „Við fengum 6 laxa og stærsti fiskurinn vó 13 pund. Við sáum fleiri fiska í Staðarhólsánni á nokkrum stöðum,“ sagði Rögnvald- ur enn fremur. Hvolsá og Staðarhólsá í Dölum hafa gefiö 27 laxa og um 400 bleikj- ur. Stærsti laxinn er 17 pund. Veiðin í Búðardalsá, Krossá og Flekkudalsá hefur verið fín í sumar, en allar hafa þessar veiðiár bætt sig verulega þetta árið. Bleikjuveiðin er þó minni á svæðinu og er það eins á öllu landinu. Yfir 700 laxar í Vatnsdalsá Vatndalsá í Húnavatnssýslu er komin yfir 700 laxa og veiðimenn sem voru á silungasvæöinu fyrir skömmu veiddu 32 laxa en minna var víst um silunginn en laxinn. Þar var mok-laxveiði. Ágæt veiði hefur verið í Bynju- dalsá í Hvalfiröi og veiðimenn sem voru þar fyrir skömmu veiddu tvo laxa. Þeir sáu töluvert af fiski víða í ánni. -G. Bender Guðmundur Rögnvaldsson með maríulaxinn, 5 punda fisk, skömmu eftir að hann landaði honum í Staöarhólsánni fyrir tveimur dögum. Framherjinn Hjálmar Þórarinsson, fyrirliöi íslenska liðsins, reynir hér skot aö marki ísraelsmanna f leiknum á Akranesvelli í gær. DV-mynd Pjetur íslenska landsliðið, skipað pUtum 17 ára og yngri, lék í gær fyrsta leik sinn í undankeppni EM. Liðið mætti ísraelsmönnum á Akranesvelli og gerði markalaust jafntefli í frekar bragödaufum leik. Fyrri hálfleikur var íslenska liðinu erfiður. Liðið varðist mjög aftarlega og tókst varla að skapa sér færi. ísra- elsmenn fengu eitt gott færi en Jó- hann Sigurðsson, markvörður ís- lenska liðsins, varði vel. í síðari hálfleik komst íslenska lið- ið meira inn í leikinn eftir því sem leið á og undir lokin hafði liðið tekið öll völd á vellinum. íslenska liðið fékk þrjú mjög góð færi á lokamínútunum en tókst því miöur ekki að nýta þau. Úrslitin urðu því markalaust jafhtefli og geta pUtamir verið sáttir við þau. Agaöir í leikskipulaginu Magnús Gylfason, þjálfari liðsins, var nokkuð sáttur við frammistöðu manna sinna þegar DV-Sport ræddi við hann í gær. „Við áttu klárlega í erfiðleikum í sókninni í fyrri hálfleik. Menn voru hræddir við að halda boltanum og spUa en sem betur fer hélt vamarlin- an vel. Við vomm agaðir í leikskipu- laginu og ég er ánægður með það. 1 síðari hálfleik fengum við meira sjálfs- traust, sóttum nokkuð og hefðum jafn- vel getað stolið sigrinum í lokin. Bjóst viö þeim sterkari Ég bjóst við ísraelsmönnum sterk- ari. Þeir voru reyndar mjög likamlega sterkir og fljótir en náðu einhvern veg- inn aldrei að notfæra sér þá yfirburði. Við höfðum reyndar skoðað þá á spólu og vissum út í hvað við vorum að fara en þeir voru slakari en ég bjóst við,“ sagði Magnús. Varðandi frammistöðu einstakra leikmanna í leiknum sagði Magnús: „AUir mínir menn stóðu sig vel og það væri ósanngjamt að taka ein- hverja fram yfir aðra.“ Ætlum okkur áfram „Við mætum Svisslendingum á fóstudaginn (á morgun) og það er ljóst að það verður erfiður leikur. Þeir unnu Armena, 2-1, í dag og maður sem horfði á þann leik sagði mér að Svisslendingar væri með mjög sterkt lið. Þeir eru þó með sína veikleika eins og önnur lið og þá verðum við að nýta. Við ætlum okkur að sigra í riðlinum og til þess að það verði þurfum við að vinna Svisslendinga á morgun,“ sagði Magnús Gylfason. -ósk tekur þátt í undan- ^ keppni EM á íslandi: egn Israel í fyrsta leik á Akranesi í gær

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.