Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2002, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2002, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2002 UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Bæjarlind 14-16, 0207, 0208, 0209 og 0210, þingl. eig. Lögbýii ehf., gerðar- beiðendur Landsbanki íslands hf., að- alstöðvar, Sparisjóður Rvíkur og nágr., útib., og Sparisjóður vélstjóra, mánu- daginn 23. september 2002, kl. 15.00. Fífulind 5, 0401, þingl. eig. Helena Debora Arsenault og Þorsteinn Ingi- marsson, gerðarbeiðendur Kópavogs- bær og Sparisjóður Rvíkur og nágr., útib., mánudaginn 23. september 2002, kl. 15.30.____________ Hamraborg 20, 0303, þingl. eig. Magn- ús Möller og Bergljót Hreinsdóttir, gerðarbeiðandi íbúðaiánasjóður, mánudaginn 23. september 2002, kl. 13.00.______________________ SÝSLUMAÐURINN í KÓPAVOGI UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á skrifstofu embættisins að Skógarhlíð 6, Reykjavík, sem hér segir: Vélbáturinn Bjartey RE 210, skipa- skrámúmer 6217. Þingl. eigandi Magnús ívar Guðbergsson. Gerðar- beiðandi: Sparisjóður Vestfirð., Pat- reksf., mánudaginn 23. september 2002, kl. 10.00.________ SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK Utboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Brávallagata 6, 0201, 2ja herb. íbúð á 2. hæð, Reykjavík, þingl. eig. Eiríkur Eiríksson, gerðarbeiðandi Lífeyris- sjóðurinn Framsýn, mánudaginn 23. september 2002, kl. 13.30. Grundarhóll úr landi Mógilsár, Kjalar- nesi, þingl. eig. Anna Grétarsdóttir, gerðarbeiðendur íbúðalánasjóður og Ríkisfjárhirsla, mánudaginn 23. sept- ember 2002, kl. 10.30. Hellusund 6A, Reykjavík, þingl. eig. Vilhjálmur Knudsen, gerðarbeiðend- ur Landsbanki íslands hf., aðalstöðv- ar, Ríkisfjárhirsla og Tollstjóraemb- ættið, mánudaginn 23. september 2002, kl. 14.00.___________________ Ljósheimar 8, 010606, 96,1 fm íbúð á 6. hæð ásamt geymslu í kjallara, 4,1 fm, merkt 0036, m.m., Reykjavík, þingl. eig. Rósa Hrönn Hrafnsdóttir, gerðarbeiðendur íbúðalánasjóður, Landsbanki íslands hf., aðalstöðvar, Tollstjóraembættið og Tryggingamið- stöðin hf., mánudaginn 23. september 2002, kl. 15.30.___________________ Prestabakki 5, Reykjavík, þingl. eig. Þorbjörg Guðmundsdóttir, gerðarbeið- endur íbúðalánasjóður og Lífeyris- sjóðir, Bankastræti 7, mánudaginn 23. september 2002, kl. 11.30. Skipholt 19,010301,148,8 fm íbúð á 3. hæð m.m., Reykjavík, þingl. eig. Krist- inn Björnsson, gerðarbeiðendur íbúðalánasjóður, Tollstjóraembættið og Verðbréfun hf., mánudaginn 23. september 2002, kl. 15.00. Suðurlandsbraut 16, 0205, 270,9 fm bílaverkstæði fyrir miðju í bakhúsi ásamt 14,1 fm geymslu og 5 fm kaffi- stofu á 3. hæð m.m., Reykjavík, þingl. eig. Guðjón Ágúst Sigurðsson, gerðar- beiðendur íslandsbanki hf., íslands- banki-FBA hf., Sparisjóður Rvíkur og nágr., útib., og Tollstjóraembættið, mánudaginn 23. september 2002, kl. 16,00,_____________________________ Vesturgata 52, 0202, 99,5 fm íbúð á 2. hæð t.h. m.m. ásamt geymslu í kjall- ara, merkt 0008, Reykjavík, þingl. eig. Sigurður Guðmundsson og Anna Helga Schram, gerðarbeiðendur ís- landsbanki hf., útibú 526, Lögbýli ehf., Lögreglustjóraskrifstofa, Ríkisútvarp- ið og Vesturgata 52, húsfélag, mánu- daginn 23. september 2002, kl. 16.30. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK Útlönd DV Deilurnar fyrir botni Miðjarðarhafs: Fýrsta sjálfsmorðsárásin eftir sex vikna hlé - Jihad-harðlínusamtökin hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni Palestínskur sjálfsmorðsliði sprengdi sjálfan sig síðdegis í gær við fjölfarna strætisvagnabiðstöð í arab- íska bænum Umm el-Fahm í norður- hluta ísraels með þeim afleiðingum að einn ísraelskur lögreglumaður lét líf- ið og tveir vegfarendur slösuðust. Þetta var fyrsta sjálfsmorðsárásin í heilar sex vikur, eða frá því 4. ágúst sl., og var hún gerð á mesta annatima dagsins þegar fólk var að koma frá vinnu. Tilræðismaðurinn mun hafa sprengt sig fyrr en hann ætlaði eftir að hafa vakið grunsemdir lögreglu- manna á eftirlitsferð. Árásin var gerð rétt eftir að Ariel Sharon, forsætisráðherra Israels, hafði krafist stöðvunar á öllu ofbeldi á svæðinu áður en friðarviðræður gætu hafist að beiðni helstu þjóðarleiðtoga heims. í gær féUu tveir Palestinu- menn og einn ísraeli í aðskUdum átökum dagsins. Sundurtættur lögreglubíll Sjálfsmorðsliðinn lét til skarar skríða þegar lögreglan nálgaðist. Jihad-harðlínusamtökin hafa þegar lýst ábyrgð á árásinni á hendur sér en gáfu ekki upp nafn sjálfsmorðsliðans, að þeirra sögn tU þess að vemda fjöl- skyldu hans. í tUkynningu frá sam- tökunum segir að árásin hafi verið gerð tU að minna Sharon á það að 20 ár eru liðin frá Sabra- og ShatUa- fjöldamorðunum í Líbanon og einnig að barátta Palestínumanna fyrir frelsi muni halda áfram. Ari Fleischer, talsmaður Hvíta hússins, fordæmdi sjálfsmorðsárásina strax í gær og sagði hana eitt skref aftur á bak frá friðarferlinu eftir sex vikna hlé. Hann notaði þó tækifærið tU að ítreka vUja bandarískra stjóm- valda um stofnun palestínsks rikis og hvatti ísraelsk stjómvöld tU að sýna stillingu. ísraelska lögreglan telur að ætlun tilræðismannsins, sem bar sprengj- una í tösku, hafi verið að sprengja sig í strætisvagni til þess að valda sem mestum skaða en hafi ákveðið að gera það strax þegar lögreglan gerði sig líklega tU að stöðva hann. REUTERSMYND Fimmtánda geimskutluferðin Áhöfn geimskutlunnar Atlantis stillir sér hér upp fyrir framan farkost sinn sem biður pess aö flytja hana til alþjóölegu geimstöðvarinnar á braut um jöröu. Áætluö brottför er miövikudaginn 2. október og er þaö fimmtánda feröin sem farin er til stöövarinnar en í geimskutluflota Bandaríkjamanna eru fjórar skutlur sem allar voru kyrrsettar í júní eftir aö sprungur fundust i eldsneytislögnum. Þjóðverjar ganga að kjörborðinu á sunnudag: Ekki marktækur munur á fýlgi jafnaðarmanna og íhaldsins Útlit er fyrir spennandi kosninga- nótt í Þýskalandi á sunnudag þar sem skoðanakannanir benda tU að ekki sé marktækur munur á fylgi jafnaðarmanna Gerhards Schröders kanslara og íhaldsmanna. Samkvæmt könnun Forsa-stofn- unarinnar er fylgi jafnaðarmanna 40 prósent en íhaldsmenn, undir for- ystu Edmunds Stoibers, njóta stuðn- ings 38 prósenta kjósenda. Skekkju- mörkin eru 2,5. í skoðanakönnun AUensbach- stofnunarinnar fá íhaldsmenn hins vegar aðeins meira fylgi, eða 37,3 prósent á móti 37 prósenta fylgi jafnaðarmanna. Flestar skoðanakannanir, sem birtar voru í síðustu viku, bentu tU að jafnaðarmenn hefðu örlítið for- skot, í fyrsta sinn frá því í ársbyrj- un. Þegar fylgi græningja, sam- starfsflokks krata, og frjálsra REUTERSMYND Hamrar á atvinnuleysl Edmund StoiPer, kanslaraefni þýskra íhaldsmanna, hefur hamrað á miklu atvinnuleysi í kosningabar- áttu sinni. Jafnræöi er með fylking- um krata og íhalds. demókrata, bandamanna Stoibers, er tekið með í reikninginn er enn jafnræði með fylkingunum. Stoiber hefur lagt áherslu á dap- urlegt efnahagsástand og atvinnu- leysi í kosningabaráttu sinni en at- vinnuleysi er hvergi meira í Evr- ópu, eða 9,6 prósent. Ótti þýskra borgara við yfirvof- andi árásir Bandaríkjamanna á írak hefur hins vegar skyggt á kosninga- baráttuna. Schröder kanslari hefur notið góðs af því, enda hefur hann lýst eindreginni andstöðu sinni við stríðstal Bush Bandaríkjaforseta. Stoiber sakaði Schröder um það á kosningafundi að ráðskast með al- menning með því að vekja upp ótta um að þýskir hermenn yrðu sendir tU að berjast í írak. Schröder lýsti á fundi yfir ánægju með að írakar hefðu faUist á vopna- eftirlit Sameinuðu þjóðanna. Fyrrum kóngur til læknis Mohammad Zahir Shah, fyrrum konungur Afganist- ans, er farinn tU Frakklands þar sem hann mun gangast undir læknisrann- sókn. Að sögn tals- manns fyrrverandi konungsins, sem er 86 ára, amar ekkert að honum. Reiknað er með að hann verði tíu daga í Frakklandi. Sjáum um þetta sjálfir Stjórnvöld i Jemen sögðu í gær að þau myndu nota eigin hermenn tU að elta uppi meinta liðsmenn al- Qaeda. Vísað var á bug fréttum um að Bandaríkjamenn væru að undir- búa leynUegar aðgerðir í Jemen. Tilraun til valdaráns Skothríð heyrðist í morgun í Abidjan, stærstu borg Afrikuríkis- ins FUabeinsstrandarinnar, og að sögn háttsetts embættismanns var áreiðanlega um tilraun tU valda- ráns að ræða. Ferðin jók vinsældirnar Stuðningur kjósenda við Juni- chiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, hefur aukist eftir heimsókn hans tU Norður-Kóreu, þrátt fyrir reiði almennings yfir dauða átta manna sem norður-kóreskir útsend- arar námu á brott fyrir áratugum. Leyfa kjarnorkueftirlit Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa ákveðið að leyfa alþjóðlegum eftir- litsmönnum að koma tU landsins tU að kynna sér kjamorkuáætlun Norður-Kóreumanna. Papon laus úr fangelsi Samtök gyðinga í Frakklandi mót- mæltu því harðlega í gær að Maurice Papon, samverka- manni nasista í Frakklandi á stríðs- árunmn, skyldi hafa verið sleppt úr fangelsi. Papon, sem er 92 ára, var dæmdur í tíu ára fangelsi 1998 fyrir að eiga þátt í því að 1.560 gyðingar voru fluttir í útrýmingarbúðir. Sri Lanka leitar aðstoðar Stjómvöld á Sri Lanka fóru í gær fram á alþjóðlega aðstoð, eins konar friðargróða, tU að styrkja friðarvið- ræðurnar við skæruliða tamUa. Havel í Washington Vaclav Havel Tékklandsforseti heimsótti George W. Bush Banda- rikjaforseta í Wash- ington í gær þar sem þeir ræddu stækkun NATO. Við komuna tU Washington sagðist Havel ætla að þrýsta á að sjö fyrrum kommúnista- ríki í Austur-Evrópu yrðu tekin inn i bandalagið. Lágu undir grun Breska lögreglan staöfesti i gær að tveir lögregluþjónar, sem komu að rannsókninni á hveufi og morði skólastúlknanna frá Soham í ágúst, væru á lista yfir menn sem grunaðir væru um að tengjast bamaklámi. Lögreglunni hefði þó ekki verið kunnugt um það við upphaf rannsóknarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.