Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2002, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2002, Blaðsíða 16
16 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö OV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Aöalritstjori: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Skaftahlíö 24,105 Rvík, simi: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5749 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viömælendum fyrir viötöl við þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Sala Landsbankans Formlegar viöræöur einkavæöing- arnefndar viö Samson hf., fjárfesting- arfélag Björgólfs Guðmundssonar, Björgólfs Thors Björgólfssonar og Magnúsar Þorsteinssonar, um kaup á kjölfestuhlut í Landsbanka íslands hófust síðastliðinn þriöjudag. Þar meö hefur fyrsta skrefiö ver- iö stigið í lokaáfanga einkavæðingar Landsbankans. Á það hefur veriö bent hér í leiðurum DV að ríkisstjórninni og einkavæðingarnefnd hafi í nokkru verið mislagðar hendur við einkavæðingu ríkisfyrirtækja, en gagnrýnin hefur þó fyrst og fremst beinst að þeim ótrúlega hægagangi sem einkennt hef- ur sölu ríkisfyrirtækja, ekki síst sölu á Landsbanka og Búnað- arbanka. Á liðnu sumri tókst hins vegar vel til þegar 20% hluta- Qár í Landsbankanum var selt í gegnum viðskiptakerfi Kaup- hallar íslands. Hugmyndafræðingar um dreifða eignaraðild að fjármála- stofnunum hafa enn á ný tekið til við áróður. Um leið og beitt er rómantískum og huggulegum hugmyndum hefur verið reynt að gera sölu á Landsbankanum tortryggilega, þó leikreglur séu skýrar og eðlilegar. Þar ræður dægurpólitíkin ferðinni enda kosningavetur að ganga í garð. Morgunblaðið birti í liðinni viku stutt en merkilegt viðtal við dr. Michael Sautter, forstjóra fjárfestingarbankahluta Société Générale í Þýskalandi og Austurríki. Sautter hefur reynslu af einkavæðingu banka. Sú reynsla hefur kennt honum að nauð- synlegt sé að tryggja kjölfestu í fjármálastofnunum eftir að rík- ið selur þær einkaaðilum. Þessi lærdómur Sautters gengur þvert á viðhorf margra hér á landi sem berjast fyrir lagasetn- ingu um dreifða eignaraðild að fjármálastofnunum. í viðtalinu segir Sauttar meðal annars: „Hlutirnir ganga hraðar og öruggar fyrir sig þegar einhver einn sterkur aðili er við stjómvölinn í bankanum og tekur stjórnina í sínar hendur í kjölfar einkavæðingar fremur en að margir litlir aðilar reyni að koma sér saman um stjórnunina. Mín reynsla er sú að best er að taka milliskref að mjög dreifðri eignaraðild banka, í stað þess að fara með hann beint yflr í það form úr ríkiseigu. Milli- skrefið felst þá í þvi að fá öflugan aðila til að koma bankanum í það horf sem þarf... Hvað sem þú gerir, þarftu einn sterkan fjárfesti til að byrja með. Þegar um er að ræða marga smærri fjárfesta þá ganga hlutirnir ekki eins hratt fyrir sig. Allar breyt- mgar taka að sjálfsögðu miklu lengri tíma þegar margir vilja fara með völdin en enginn telur sig bera ábyrgðina.“ Með einkavæðingu Landsbankans og síðar Búnaðarbankans verður til jarðvegur fyrir frekari breytingar og nauðsynlegt hagræði á fjármálamarkaðinum. Mikilvægt er að ríkisstjóm Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks gangi frá sölu beggja bankanna fyrir komandi kosningar. Og þar getur staðfesta Val- gerðar Sverrisdóttur viðskiptaráðherra ráðið miklu. „Pólitísk herkví“ „Skólinn er einfaldlega í pólitískri herkví,“ sagði Magnús Gunnarsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafhar- firði, í viðtali við DV siðastliðinn fóstudag um furðulegt ástand sem einkennt hefur Áslandsskóla. Magnús Gunnarsson hafði forgöngu um að samið var við ís- lensku menntasamtökin um rekstur Áslandsskóla. Um merki- lega tilraun var að ræða í íslensku menntakerfi - tilraun sem þegar í upphafi mætti andstöðu meðal forystumanna kennara og pólitískri andstöðu Samfylkingarinnar. Foreldrar barna í Áslandsskóla virðast almennt hafa verið ánægðir með skólastarfið þrátt fyrir þann mótbyr sem skólinn hefur fengið. Enn hafa ekki fengist fullnægjandi skýringar á þeim vandræðum sem upp hafa komið. En sé það rétt sem Magn- ús Gunnarsson heldur fram að skólinn hafi verið tekinn í „póli- tíska hverkví“ er um alvarlega misbeitingu valds að ræða. Eng- inn kemst upp með það til lengri tíma að ganga freklega fram á kostnað bama og foreldra til að ná pólitískum markmiðum. Óli Björn Kárason FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2002 FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2002 17 DV Skoðun Fljótsdalsvirkjun Kjallarí Agnar Hallgrímsson sagnfræöingur Austfiröingafjórðungur var lengst af á eftir öörum landshlutum hvað snertir virkjanir og raforku til al- menningsnota. Þaö var fyrst á 6. áratugnum aö Grímsárvirkjun, fyrsta al- menningsveitan, var byggö. Upp úr 1970 bættist svo Lagarfoss- virkjun í hópinn. Þrátt fyrir þetta dreymdi yfirmenn orkumála í landinu stóra drauma um risastórt raforkuver í fjórðungnum er myndi slá öllum virkjunum í land- inu við, jafnvel öllum heiminum. Þessar hugmyndir voru fyrst í stað nefndar LSD er átti að útleggjast: Lang stærsti draumurinn. í þeim fólst að safna saman öllum stærstu vatnsföllum á Norð-Austurlandi í einn farveg, þ.e. jökulsánum á Fjöll- um, Dal og í Fljótsdal. Þeim skyldi öllum veitt austur í Fljótsdal og steypt niður Valþjófsstaðafjallið til að framleiða raforku. Það var fyrst á 7. áratugnum að þessar athuganir voru gerðar en fljótlega var þó horf- ið frá þeim, í bili a.m.k. Enn á byrjunarreit Þjóðin öfl veit svo hvert framhald- ið varð á Fljótsdalsvirkun: Jökulsá í Fljótsdal og Eyjabakkastífla sem hlaut harða andstöðu umhverfis- sinna. Reyðarál og Norsk Hydro sem ekkert varð úr. Til að friöa kjósend- ur reyndu framsóknarþingmenn Austurlands að brydda upp á stíflu í Jökulsá á Dal og taka þar með upp þráðinn um LSD að nýju, að undanskilinni Jökulsá á Ejöflum, og þannig standa málin í dag. Bandarískur álrisi - Alcoa - hefur nú gengist inn á aö kanna hag- kvæmni þessarar breyttu Fljótsdalsvirkjunar. Iðnaðarráðherra lýsti því þó yfir í sjónvarpi ný- lega að þeir væru ennþá á sama byrjunarreitnum og Norsk Hydro er þeir hættu við allt saman. Það er því engu hægt að spá á þessari stundu hvort nokkuð verður úr þessari stærstu virkjun norðan Alpafjalla - og þótt lengra væri leitað. „Því er augljóst, að Fljótsdœlingar eru réttir eignaraðilar í þessu máli. Þeir eiga afréttirnar og nytja þær og við þá ber að semja um afnot af þeim undir miðlunarlón og virkjanir í Fljótsdal - og enga aðra. Umhverfisvemdarmönnum koma því þessi heiða- lönd mjög lítið við. “ Hagsmunir hverra? Segja má að aflir þessir virkjanakostir hafi mætt harðri andstöðu náttúru- og umhverfissinna, jafnvel erlendis frá. Þá vaknar sú spurning, hvort þeir séu hinir réttu aðilar að þess- um mótmælum og hvort þeir eigi mestra hagsmuna að gæta þar sem er Fljótsdalsvirkjun. Því verður afdráttarlaust að svara neitandi. Hverjir eru það þá sem eiga þama mestra hagsmuna að gæta? Hverjir eiga landið á virkjunarsvæðinu, t.d Kárahnjúkalón, göngin undir Fljóts- dalsheiðina eða rafstöðvarhúsið niðri í Dalnum? Það eru íbúar Fljóts- dalshrepps, vanalega kallaðir Fljóts- dælingar. Ég giska á að þeir eigi um 90% afréttanna þar sem byggja á þessi mannvirki. Á þessum slóöum (Vesturöræfum) gengin búfé þeirra á sumrum og þær smala þeir á haustin. Vera má, að María Guös- móðir telji sig eiga einhverjar lands- spildur á þessum slóðum, samkvæmt fomum máldögum. Þá er engu að síður komin á sú hefð fyrir löngu að Fljótsdælingar hafi full not og eign- arhald á þeim. Til mun vera gjörningur, gefínn út í bókarformi, er Hjörleifur Guttorms- son þáverandi iðnaðaráðherra gerði við Hreppsnefnd Fljótsdalshrepps fyrir um 20 árum. Sá gjömingur náði þó aðeins til Eyjabakkastíflu, en ekki Hafrahvamma miðlunarlóns, og er því orðinn löngu úreltur, bæði vegna þess, svo og hins, hversu langt er lið- ið frá því hann var gerður. Því er augljóst að Fljótsdælingar eru réttir eignaraðiljar í þessu máli. Þeir eiga afréttimar og nytja þær og við þá ber að semja um afnot af þeim undir miðlunarlón og virkjanir í Fljótsdal - og enga aðra. Umhverfls- verndarmönnum koma því þessi heiðalönd mjög lítið við, sem best sést af framansögðu. Landgæöi lítil Satt best að segja munu þessi virkjunaráform ekki valda miklum skaða á hálendinu austan Vatnajök- uls, enda engar náttúruperlur á þessu svæði, ef frá eru taldir bústað- ir nokkurra gæsa og hreindýra er vel geta haldið sig annars staðar, því nóg er landrýmið. Landgæði á þessu svæði eru lítfl, aðallega mýrarflóar, mosaþembur og gróðurlaust uppblás- ið land er fara má undir vatn að ósekju. Eini sýnilegi ókosturinn við þessi virkjunaráform er að mínu áliti sá, að hækka mun í Lagarfljóti og litur þess dökkna, ef Jökulsá á Dal verður veitt austur í Lagarfljót. Um þessi tvö atriði hefur þó lítið verið rætt opinberlega, heldur allt annað sem engu máli skiptir. Það er því augljóst að ekki er ver- ið að eyðileggja neinar náttúruperlur þótt virkjaö verði austan Vatnajök- uls. Af því leiðir að óþarft virðist vera að kljúfa þjóðina i tvær fylking- ar: með eða á móti Fljótsdalsvirkjun, eins og gert var hérna um árið. Þankar af suðurhveli í umræðunni á heims- þinginu í Jóhannesarborg um endurnýjanlega orku vakti athygli að margir gerðu fyrirvara við stór vatnsorkuver og vildu ekki hafa þau með í skil- greiningu á sjálfbærri orkustefnu. Grunnur að þessu var raunar lagður með álitsgerð og skýrslu World Commission on Dams sem út var gefm á árinu 2001. Ástæðan eru þau miklu náttúruspjöll og neikvæð- ar félagslegar afleiðingar sem fylgt geta stórum.vatnsorkuverum. í álitsgerð starfshóps frjálsra fé- lagasamtaka í Jóhannesarborg um orku og loftslag frá 24. ágúst 2002 eru stórar vatnsaflsvirkjanir (large- scale hydropower) flokkaðar með skaðlegri og ósjálfbærri orkufram- leiðslu eins og frá jarðefnaeldsneyti og kjarnorku. Sérstök ástæða er fyr- ir íslensk stjórnvöld að gera sér grein fyrir að alþjóðleg andstaða fer sívaxandi gegn stórum vatnsafls- virkjunum. Vatn - takmörkuð auðlind Engin framtíð án vatns var meg- inþema umræðunnar í Jóhannesar- borg um ferskvatn sem auðlind. Aldrei fyrr hefur þörfm fyrir ómengað vatn og fyrirsjáanlegur vatnsskortur á stórum svæðum jarð- arinnar komist í sviðsljós á alþjóða- vettvangi eins og á heimsþinginu. Ómengað drykkjarvatn er grund- vaflarmál og forsenda þess að fólk lifi af, en ekki viðfangsefni sem næg- ir að vísa til sérfræðinga. Andstaðan gegn einkavæðingu í vatnsöflun er áberandi. Sérstök risastór sýningar- höll, sem kallast Dome og er undir hvolfþaki, var helguð vatnsþemanu og fékk nafnið Waterdome. Þar var að finna fjölþættar upplýsingar um ferskvatn og mörg lönd, fyrirtæki og alþjóðastofnanir kynntu stefnu sína í ferskvatnsmálum. Hönnun þessar- ar sýningar var mjög þekkileg og ótrúlega samstæð með bláum lit vatnsins sem grunntóni í lýsingu. Skandinavísku löndin voru þama með myndarlega kynningu á stefnu sinni í vatnsmálum og þróunarað- stoð á þvi sviði, m. a. annars danska þróunarstofnunin Danida. í riti Sænsku ferskvatnsstofnunarinnar stendur að fátt sé brýnna en að rjúfa vítahringinn milli hagvaxtar og sí- vaxandi vatnsmengunar. ísland sem býr flestum löndum betur að ómeng- uðu vatni var ifla fjarri þessum vett- vangi í Waterdome. Áhrifamikil heimsókn Soweto er sjálfstætt sveitarfélag sem liggur suðvestur af Jóhannesar- borg, stórborg með nálægt 4 miljón- ir íbúa og engin skýr landfræðileg skil á milli nema þá helst eins kon- „Soweto er sjálfstœtt sveit- arfélag sem liggur suðvest- ur af Jóhannesarborg, stór- borg með nálægt 4 millj- ónir íbúa og engin skýr landfræðileg skil á milli nema þá helst eins konar manngerð fjöll úr uppmokstri úr námum, sem margir íbúanna starfa við. “ ar manngerð fjöfl úr uppmokstri úr námum, sem margir íbúanna starfa við. Sowetobúar, sem flestir eru þeldökkir, halda fast í sérstöðu sína og öðluðust heiðursess í baráttunni gegn kynþáttaaðskilnaðarstefnu fas- istastjórnarinnar sem ríkti í Suður- Afríku til skamms tíma. í Soweto átti Nelson Mandela heima með fjölskyldu þegar hann var hnepptur í fangavist 1963 sem varaði í 28 ár. Heimili hans í Vilakazi Street er nú til sýnis almenningi, fábrotið með húsmunum og myndum. í sömu götu bjó einnig Desmond Tutu. Seinni kona Mandela, Winnie, býr enn í Soweto og er ferðamönnum bent á stæðilegt hús hennar. Aðalaðdráttaraflið fyrir ferða- menn í Soweto er nú splunkunýtt minnismerki og safn um frelsisbar- áttu blökkumanna í Soweto. Hún hófst með hógværum mótmælum námsmanna 16. júní 1976, en varð að báli eftir að lögregla stöðvaði göngu þeirra með táragasi og skothríð þar sem yfir 20 lágu i valnum. Safnið er kennt við Hector Pieterson, þrettán ára skólapilt, sem var einn af fóm- arlömbunum. Heimsókn þangað er áhrifamikil, hönnun safnsins snifld- arleg og þegar út er komið rennur upp fyrir gestum hversu skammt er um liðið að kúgunin var hér dagleg- ur veruleiki. Soweto er þrátt fyrir fátækt ekki eymdarbæli nema að litlum hluta, íbúamir meðvitaðir um nýfengið frelsi og bera sig með reisn. Siðferð- istyrkur Nelsons Mandela lyfti Sowetobúum og gjörvallri Suður- Afríku á nýtt tilvemstig. Ummæli Tölvan virkar „Sem notandi vil ég bara að tölv- an virki og geri nokkum veginn það sem hún á að gera - þvi eins og allir hér vita mætavel þá er fátt jafnóþolandi og tölva sem gerir ekki það sem henni er sagt. Sem stjómmálamaður og ráðherra hef ég áhuga á hátækni- iðnaðinum sem slíkum og ekki síst því hvemig há- tæknivæðing atvinnuveganna gerir okkur kleift að framleiða sífellt verðmætari vörur á skemmri tíma og með minni tflkostnaði. Það er að segja hvemig tæknin eykur fram- leiðnina i hagkerfinu ... Áhrifin eru hverjum manni augljós. Fréttir ber- ast á ljóshraða um allan heim og það sem ef til vill skilur þessa bylt- ingu frá prentbyltingunni - er að nokkum veginn hver sem er getur komið skoðunum sínum á framfæri án tilkostnaðar, án fyrirvara og án ritskoðunar. Og rétt eins og fyrri upplýsingabyltingin gerði einræðis- herrum í Evrópu lífið leitt á þeim tíma þá óttast einræðisstjómir heimsins í dag fátt meira en hið frjálsa flæði upplýsinga sem streym- ir um allan heim í gegnum netið.“ Geir H. Haarde á raduneyti.is Það fer um mig hrollur „Ég hef verið að fylgjast með aug- lýsingum sem birtast í dagblöðum um nauðungaruppboð í vaxandi mæli. Það fer um mig hrollur í hvert sinn því að oft er mannlegur harmleikur að baki þessara auglýs- inga. Fólk hefur steypt sér í skuldir á svonefndum góðæristíma með glýju í augum, hvatt áfram af aðil- um framarlega i þjóðfélaginu og með ólíklegustu gylliboðum til að kaupa það sem hugurinn gimtist. Ýmsir telja að langt í land sé með að svona nauðungarauglýsingar nái hámarki. Leiðin frá því að fólk kemst í vandræði og að lokauppboði er býsna löng og oft hafa margir lagt hönd að til hjálpar áður en svo illa er komið. Það blasir því við með auknu at- vinnuleysi fólks sem margt hefur verið í vel launuð- um stöðum að vandinn mun vaxa. Forsvarsmenn í peningastofnunum viðurkenna að þeirra tími fari í mikla vinnu við að reyna endurfjár- mögnun og greiða úr fyrir einstak- linga og fyrirtæki, en of oft er svo komið að ekkert fæst að gert;“ Gísli S. Einarsson alþingismaftur á heimasíöu sinni. Mikilvægt að vel til takist „Afar mikilvægt er að vel takist til við lokaáfanga einkavæðingar Lands- banka íslands hf. og Búnaðarbanka íslands hf. Það þarf því ekki að koma á óvart að huga verði að mörg- um þáttum við val á kjölfestufjárfest- um og augljóst er að taka verður til- lit til fleiri þátta en þess hver er reiðubúinn að greiða hæsta verðið, þó að óneitanlega eigi verðlagning að vera eitt af veigamestu atriöunum. Önnur atriði sem huga ber að eru fjölmörg en þó má nefna sérstaklega upprunalegt markmið einkavæðing- arnefndar um að nota tækifærið til að laða að erlent fjármagn." Úr leiöara Viöskiptablaösins Endurlífgun á grænu ljósi - hringja og hnoða „Rétt viðbrögð og snögg skipta mjög miklu og æskilegt vœri að allur þorri almennings kynni skil á þeim þó að fólk þurfi sem betur fer sjaldan eða aldrei að grípa til þeirra. Þessi við- brögð geta skipt sköpum fyrír afdrif sjúklingsins. “ Samhjálp og náungakær- leikur er jafngömul mann- kyninu og má finna þeirri dyggð víða stað allt frá trúarritum gyðinga til Hávamála. Flest viljum við enda geta brugðist rétt við ef eitthvað bjátar á hjá náunganum og sjaldan geta rétt viðbrögð sem höfð eru uppi strax skipt jafnmiklu og við hjartastopp. Talið er að um það bil 120-140 manns deyi skyndidauða utan sjúkahúsa hér á landi árlega. Langoftast stafar hjartastopp hjá fuflorðnum af alvarlegum hjartslátt- artruflunum sem rekja má tfl slegla hjartans (afturhólfa). Hjartsláttar- truflanirnar tengjast tíðum bráðri kransæðastíflu og gera oftast nær ekki sérstakt boö á undan sér. Ótvírætt mikilvægi Rétt viðbrögð og snögg skipta mjög miklu og æskilegt væri aö all- ur þorri almennings kynni skil á þeim þó að fólk þurfi sem betur fer sjaldan eða aldrei aö grípa til þeirra. Þessi viðbrögð geta skipt sköpum fyrir afdrif sjúklingsins. Ef vitni eru að stoppinu er mikflvægi endurlífg- unar á meðan beðið er sjúkrabíls ótvirætt, en útkaflstími sjúkrabíla á höfuöborgarsvæðinu er yfirleitt ekki meiri en 4-5 mínútur. Snörp viðbrögð geta ekki einungis bjargað lífi heldur einnig aukið lífsgildi þeirra sem lifa hjartastoppið af með því að draga úr skaöa, einkum heilaskaða, af völdum hjartstopps- ins.Til lítils er líf eftir hjartastopp ef menn liggja í dái eftir. Flestar alvarlegar takttruflanir frá sleglum er þó ekki unnt að með- höndla að fullu nema með rafstuði á brjóstkassa. Rafstuðstæki er sem stendur nær eingöngu að finna á sjúkrahúsum og í sjúkrabílum. Endurlífgunarráð Miklar breytingar sem lúta að endurlífgun utan sjúkrahúsa eiga sér þó stað um þessar mundir. Til að sinna þessum málaflokki betur setti landlæknir á stofn endurlifgunarráð síðla árs 2001. í því eiga sæti læknar og hjúkrunarfræðingar með sér- þekkingu á þessu sviði. Lýtur ráðið formennsku Davíðs O. Amar hjarta- læknis og ritari þess er Svanhildur Þengilsdóttir hjúkrunarfræðingur. Ráðinu er ætlað að stuðla að betri vitund um viöbrögð við hjartastoppi og hvemig almenningur getur betur sinnt endurlífgun verði það nauð- synlegt. Ennfremur á endurlífgunar- ráð að veita ráðgjöf varðandi kennslu í endurlífgun, hvetja til notkunar á viðurkenndum alþjóð- legum leiöbeiningum og kynna nýj- ungar á þvi sviði. Það á að vera leið- andi í alþjóðlegum samskiptum um málefni sem því tengjast. Það á aðild að evrópska endurlífgunarráðinu (European Resuscitation Council) og starfar náið með Rauða krossi ís- lands. Ráðið hefur starfað mjög ötullega frá stofnun og hefur einkum beitt sér að tvennu: í fyrsta lagi vinnur það að athugun á kostum þess að koma fyrir sjálfvirkum hjartastopp- stækjum sem væru til reiðu á fjöl- förnum stöðum og jafnvel i lögreglu- bílum. Tækjum af þessu tagi er beitt á fólk sem hnígur niður skyndilega, tækið greinir hjartsláttartruflunina sjálft og veitir rafstuð. Þeim hefur verið komið fyrir í ýmsum nálægum löndum á fjölfórnum stöðum, t.d. í flughöfnum og í verslunarmiðstöðv- um. Hér á landi þurfum við að kanna kosti þessa, hverjir ættu að geta notað þau, hvemig ætti að koma þeim fyrir og hvar. Hefur end- urlífgunarráð, eins og áður segir, þetta mál til athugunar. Hringja - hnoða Endurlífgunarráð hefur þó eink- um beitt sér fyrir því að koma á framfæri einfaldari aðferðafræði við hjartastopp undir orðunum HRINGJA OG HNOÐA. Aflstór hluti þjóðarinnar, eða um 10%, hefur fengið kennslu í skyndi- hjálp, þ. á m. grunnendurlífgun þar sem fólki er kennt hjartahnoð og blástur í vit sjúklingsins. Erlendar athuganir benda til þess að mörgum hrjósi hugur við að beita munn við munn öndun sem mörgum þykir flókin og stundum ekki árennileg. Reyndar hafa athuganir hérlendis bent til þess að íslendingar setja þetta mun síður fyrir sig en aðrir. Á síðustu árum hefur hins vegar komið í ljós við rannsóknir að súr- efnismettun tilraunadýra, sem lentu í hjartastoppi, hélst nærfellt eðlileg (yfir 90%) í allt að 4 mínútur með hjartahnoði eingöngu. Þessar athugémir hafa verið stað- festar með rannsókn í mönnum sem birt var fyrir tæpum tveimur árum. Þar kom í ljós að sjúklingum sem eingöngu voru endurlífgaðir með hjartahnoði vegnaði jafnvel og þeim sem fengu endurlífgun með hjarta- hnoði og öndunaraðstoð á fyrstu mínútunum eftir hjartastopp. Því hefur einnig verið haldið fram að öndunaraðstoð, sérstaklega ef hún hefur verið veitt af fólki sem ekki er vant henni, geti tafið fyrir hjarta- hnoði og trufli framkvæmd þess. Mun einfaldara er augljóslega að kenna endurlifgun þar sem beitt er hjartahnoði eingöngu og er það meg- intilgangur þeirrar kennsluherferð- ar sem hrundið hefur verð af stað að -frumkvæði endurlífgunarráðs. í þeim leiðbeiningum sem hér eru lagðar fram er hjartastopp skilgreint eins og getur um í rammanum hér að neðan: Undantekningar Ákveðnar undantekningar eru frá þessari grunnreglu, ekki sist ef lík- legt er að öndunarstopp sé fremur or- sök meðvitundarleysis. Þetta á fyrst og fremst við um böm innan við 12 ára aldur, drukknanir, slæm astma- köst, lyfjaeitranir, slys og fólk sem hefur hengt sig. í slikum tilfellum er alltaf nauðsynlegt aö veita öndunar- aðstoö með munn við munn aöferð. Ef koma sjúkrabíls dregst umfram 4-5 mínútur verður að hefja öndun- araðstoð jafnframt hjartahnoði. Von okkar er sú að þetta einfalda verklag sem verður kynnt með aug- lýsingum í blöðum og sjónvarpi á næstunni verði sem flestum hand- hægt og tiltækt þannig að unnt sé að beita því ef á reynir. Ekkert okkar veit hvenær einhver samborgarinn þarfnast hjálpar okkar að þessu leyti. Ef viö getum veitt þá hjálp er tilgangi þessarar herferðar náð. Fullorðinn einstaklingur sem hnígur skyndilega niður, er meðvitundar- laus og svarar ekki áreiti. Ekki er þörf á að staðfesta púlsleysi. Verði menn vitni að hjartastoppi skal hringja tafarlaust í Neyðarlínuna - 112 og kafla til hjálp. Síðan skal heíja hratt hjartahnoð, sem er gert með því að ýta með báðum höndum á mitt bringubein um það bil 80-100 sinn- um á mínútu. Leitast skal við að ýta bringubeininu 3-4 cm niður í hvert sinn, léttara hnoð er til lítfls gagns. Viðbrögð við hjartastoppi: Hringja í 112. Hjartahnoð með báðum höndum á mitt bringubein 80-100 sinnum á mínútu. Að sjálfsögðu eru þeir sem kunna blástursaðferð ekki lattir til að nota hana en lögð er þó áhersla á að hún hvorki seinki né trufli hjartahnoðið. +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.