Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2002, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2002, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2002 29 Rafpóstur: dvsport@dv.is Roy Makaay, leikmaður Deportivo La Coruna, fagnar hér einu af þremur mörk- um sem hann geröi hjá Oliver Kahn, markverði Bayern Munchen. Reuters Loksins mark hjá Forlan David Beckham, vftaskytta Manchester United, aumkaöi sig yffir Úrúrgvæann Diego Forlan og leyföi honum aö taka vítaspyrnuna sem Manchester United fékk á 89. mínútu í leiknum í gær. Forlan skoraöi úr henni og fyrsta mark hans í 27 leikjum fyrir Manchester United var staöreynd Roy Makaay: Enski bottinn x par5emtrvgQ^^3S Skora hjáKa Hollenski framherjinn Roy Makaay, sem leikur með Deportivo La Coruna, var heldur betur á skot- skónum þegar lið hans mætti Bayem Miinchen á Ólympíuleik- vanginum í Miinchen. Hann skoraði þrennu fram hjá markverðinum frá- bæra, Oliver Kahn, og tryggöi Deportivo dýrmætan sigur, 3-2. Ottmar Hitzfeld, þjálfari Bayem Miinchen, var allt annað en ánægð- ur í leikslok. „Það þýðir lítið að gefa jafn sterku liði og Deportivo tvö mörk. Það er ávísun á tap og við fengum nákvæmlega það sem við áttum skilið. Við verðum heldur betur að taka okkur saman í andlitinu ef við ætlum að eiga möguleika á að kom- ast upp úr riölinum,“ sagði Hitzfeld. Javier Irureta, þjálfari Deportivo, var himinlifandi eftir leikinn. „Við áttum þennan sigur skilinn og það er stórkostlegt að vinna eitt besta félagslið heims á heimavelli þeirra. Keppnin er hins vegar rétt að byrja og menn verða að koma sér fljótlega aftur niður á jörðina," sagði Irureta. Lélegt hjá Leverkusen Bayer Leverkusen komst yfir gegn Olympiakos í Grikklandi en síðan hrundi liðið eins og spilaborg og tapaði að lokum, 6-2. Klaus Toppmöller, þjálfari Bayer Leverkusen, gagnrýndi menn sína harkalega eftir leikinn. „Við byrjuðum ágætlega en síðan virtist sem krafturinn og baráttu- andinn hyrfi úr liöinu. Við töpuðum reyndar fyrir mjög góðu liði en við verðum að gera meiri kröfur en þetta til okkar. Ég vona bara að við náum liðsandanum, sem var svo mikilvægur í fyrra, upp á nýjan leik. Ef það gerist hef ég engar áhyggjur. Við erum ekki úr leik í þessum riðli þrátt fyrir þetta tap,“ sagði Klaus Toppmöller, þjálfari Bayer Leverkusen sem gengur illa bæði í þýsku deildinni og meistara- deildinni. -ósk Valsmenn styrkjast í körfunni Körfuknattleiksdeild Vals er að ganga frá samningi við Bandaríkjamann fyrir timabilið sem hefst í næsta mánuði. Sá heitir Laverne Smith og er 189 cm skotbakvörður frá Arkansas-Little Rock háskólanum í Bandaríkjunum. Hann kláraði skólann árið 2001 en hann var með 12,4 stig, 3,2 fráköst og 1,7 stoðsendingar á lokaári sínu í skóla. Valsmenn hafa fengið Bjarka Gústafsson aftur frá Haukum og Ólaf Má Ægisson frá KR. Þá eru ágætis líkur á því að Hinrik Gunnarsson taki fram skóna aftur en Hinrik lék lengi með Tindastóli og einnig með KR og Val. -Ben keppni i hverju orði Brynjar til Gróttu/KR Karlalið Gróttu/KR í handknattleik hefur fengið liðsstyrk því að homamað- urinn Brynjar Öm Hreinsson, sem leik- ið hefur með Þór á Akureyri undanfar- in ár, hefur ákvaö aö ganga til liðs við félagið. Brynjar, sem sleit krossbönd í sumar og verður ekki klár til að spila fyrr en um áramót, skrifaði undir þriggja ára samning við Gróttu/KR. Hann skoraði 47 i 93 skotum fyrir Þór í fyrra en það er 51% skotnýting. -ósk Meistaradeild Evrópu Fyrstu umferð riðlakeppninn- ar í meistaradeild Evrópu lauk í gærkvöld þegar leikið var í fjór- um seinni riðlunum. E-riðill Dynamo Kiev-Newcastle .... 2-0 1-0 Maksim Shatskikh (17.), 2-0 Aleksandr Khatskevich (62.). Feyenoord-Juventus ......... 1-t 0-1 Mauro Camoranesi (32.), 1-1 Pi- erre van Hooijdonk (75.). F-riðiII Man. Utd-Maccabi Haifa .... 5-2 0-1 Yaniv Katan (8.), 1-1 Ryan Giggs (10.), 2-1 Ole Gunnar Solskjær (35.), 3-1 Juan Sebastian Veron (46.), 4-1 Ruud Van Nistelrooy (54.), 4-2 Rafi Cohen (85.), 5-2 Diego Forlan, víti (89.). Olympiakos-B. Leverkusen . . 6-2 0-1 Bemd Schneider (22.), 1-1 Thom- as Kieine, sjálfsm. (27.), 2-1 Stylianos Giannakopoulos (38.), 3-1 Predrag Djordjevic (44.), 4-1 Predrag Djor- djevic, víti (64.), 5-1 Predrag Djor- djevic (73.), 5-2 Bemd Schneider, víti (78.), 6-2 Per Zetterberg (87.). G-riðill Bayern Munchen-Deportivo . . 2-3 0-1 Roy Makaay (12.), 0-2 Roy Makaay (46.), 1-2 Hasan Salihamidzic (57.), 2-2 Giovanni Elber (54.), 2-3 Roy Makaay (77.). AC Milan-Lens...............2-1 1-0 Filippo Inzaghi (57.), 2-0 Filippo Inzaghi (61.), 2-1 Daniel Moreira (75.). H-riðill Barcelona-Club Briigge......3-2 1-0 Luis Enrique (5.), 1-1 Timmy Simons, víti (22.), 2-1 Gaizka Mendi- eta (40.), 3-1 Javier Saviola (44.), 3-2 Gaetan Englebert (85.). L. Moskva-Galatasaray.......0-2 0-1 Mohammed Sarr (72.), 0-2 Arif Er- dem (81.). -ósk 16 fara til Englands íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu heldur á morgun áleiðis til Englands þar sem það mætir Englendingum í seinni leik liðanna í umspili um sæti á HM í Kína á næsta ári á St. Andrews- vellinum í Birmingham á sunnu- daginn. Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari liðsins, valdi í gær 16 manna hóp til fararinnar en í liðinu hafa verið 18 stúlkur á meðan æfmgar hafa staðið yfir hér á landi. Tvær yngstu stúlkumar í liðinu, Björg Ásta Þórðardóttir úr Breiðabliki og Dóra Stefánsdóttir úr Val, sem báðar eru sautján ára, fara ekki með til Eng- lands. Hópurinn er skipaður eftir- töldum leikmönnum: Markverðir Þóra B. Helgadóttir...............KR María B. Ágústsdóttir, .. Stjömunni Aðrir leikmenn Eva S. Guðbjömsdóttir, . Breiðabliki Margrét Ólafsdóttir,.... Breiðabliki Guðlaug Jónsdóttir ...............FVK Erla Hendriksdóttir...............FVK Laufey Ólafsdóttir,...............ÍBV Katrín Jónsdóttir,............Kolbotn Ásdís Þorgilsdóttir................KR Ásthildur Helgadóttir..............KR Edda Garöarsdóttir,................KR Elín Jóna Þorsteinsdóttir........KR Guðrún Gunnarsdóttir...............KR Olga Færseth.......................KR Ásgerður H. Ingibergsdóttir, ... Val Rósa J. Steinþórsdóttir...........Val -ósk \ t v.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.