Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2002, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2002, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2002 21 t DV Tilvera Jeremy Irons 54 ára Breski stórleikarinn Jeremy Irons á afmæli í dag. Irons hefur leik- ið í rúmlega fjörutiu myndum á ferlinum. Islenskir sjónvarpsá- horfendur kynntust Irons einna fyrst þegar hann fór með hlutverk í hinni vin- sælu framhaldsþáttaröð Brideshead Revisited frá árinu 1981. Irons hlaut óskarinn fyrir túlkun sina á Claus von Bulow í kvikmyndinni Reversal of Fortune. Irons er ekki síðri sviðs- leikari en kvikmyndaleikari. Eigin- kona hans er leikkonan Sinead Cusack og leika þau oft saman á sviði. Tvíburarnir (2; og einnver a Gildir fyrir föstudaginn 20. september Vatnsberinn (20. ian.-i8. febr.r . Nú er mikilvægt að þú ' getir slakað vel á. Með því móti er miklu auðveldara að fást við þáð sem þú þarft að gera. Happatölur þínar eru 2, 10 og 31. Fiskamir (19. fehr.-?0. marsi: Eitthvað liggur í loft- linu og spenna virðist vera fram undan. Kunningjahópurinn er að skipuleggja samkvæmi. Kvöldið verður skemmtilegt. Hrúturinn (21. mars-19. aprill: . Fjármálin virðast vera rá uppleið hjá þér. Þú hefiu- unnið vel undan- farið og Carið vel með fé. Það er að skila sér núna. Happatölur þínar eru 3, 6 og 23. Nautið (20. apnl-20. maí): Hlustaðu vel á það sem þú heyrir í dag. Þar gætu leynst verulega gagnlegar upplýsingar fyrir þig. Komdu við hjá vini þíniun, það myndi gleðja hann. Tvíburarnir (21. maí-21. iOní): Sjáðu til þess að xmg- ►viðið í kringum þig fái andlega næringu. Samkeppni er ríkjandi og einhver af ungu kynslóðinni á um sárt að binda. Krabbinn (22. iúní-22. iúiíi: Vertu staðfastur og I láttu engan hafa áhrif ' á fjTÍrætlanir þínar. Vinur þinn býr við serstakt lán í einkalífinu. Kvöldið verður rólegt. Ljónið 123. iúl'- 22. ágústl: Nú er mikið um að vera í kringum þig og eins gott að vera í góðu t formi. Fjölskyldan þarfiiast þín verulega um þessar mundir. Kvöldið verður ánægjulegt. Mevlan (23. áeúst-22. seot.): Þú skalt ekki gera of miklar kröfur til NV^li»annarra ef þú ert ekki » r tilbiiinn að gera kröfur til sjálfs þín. Þig hendir óvænt haþp. Vogjn (23. sent.-23. okt.): Vertu viðbúinn því að einhver reyni að plata þig í sambandi við peningamál. Farðu sérstaklega varlega í öllum viðskiptum. Sporódreklnn (24. okt.-2l. nóv.): Gerðu ráð fyrir að vinur þinn biðji þig ■um hjálp á næstunni. Þú ættir að reynast honum vel, það gæti komið sér vel síðar. Bogmaðurinn (22. nóv.-2i. des.): LEinhver vina þinn er fóvenju uppstökkm- í dag. Þess vegna er nauðsynlegt að þú haldir ró þinn svo að allt fari ekki í háaloft. Stelngeitln (22. des.-19. ian.): Biddu um hjálp ef þér finnst þú þarfnast hennar. Það er miklu betra en að lenda í vandræðum með það sem þú þarft að gera. BioK.ifíurym Regnboginn/Spænsk kvikmyndahátíð - Pau og bróðir hans ^ ^ The Boume Identity Matt Damon leikur minnislausa njósnarann Jason Bourne. Á inn- felldu myndinni er þýska ieikkonan Franka Potente sem leikur kon- una sem ferðast með honum. The Bourne Identity: Njósnari sem veit ekki hver hann er Síðastliðin helgi var stór kvik- myndahelgi þar sem meðal annars fór af stað kvikmyndahátíð og ís- lensk kvikmynd var frumsýnd. Þessi helgi er frekar róleg í kvik- myndahúsum varðandi frumsýning- ar. Einn af sumarsmellunum, The Boume Identity, lítur þó dagsins ljós og bamamyndin Pétur og kött- urinn Brandur verður einnig fmm- sýnd. The Boume Identity er gerð eftir samnefndri njósnasögu eftir einn vinsælasta spennusagnahöfund síð- ustu aldar, Robert Ludlum. Sagan hefur verið kvikmynduð áður, þá sem tveggja hluta sjónvarpsmynd þar sem Richard Chamberlain lék söguhetjuna Jason Boume. The Boume Identity er fyrsta bókin af þremur sem Robert Ludlum samdi um njósnarann Jason Boume. Þær tvær sem síðar komu út heita The Boume Supremacy og The Boume Ultimatum. Það er ein heitasta stjarnan í Hollywood, Matt Damon, sem leikur Jason Boume í þetta skiptið og er mótleikkona hans þýska leikkonan Franka Potente sem hlaut frægö fyrir leik sinn í Run Lola Run. Aðrir þekktir leikar- ar eru Clive Owen, Chris Cooper, Brian Cox og Julia Stiles. The Bour- ne Identity er að öllu leyti tekin í Evrópu, meðal annars í Prag og Par- ís. í upphafi myndarinnar er minnis- lausum manni bjargað um borð í ítalskan fiskibát. Eina vísbendingin fyrir utan byssukúlur í bakinu er bankanúmer sem tattóverað er á hann. Þótt hann viti ekki hver hann er þá er tekið eftir því að hann býr yfir ótvíræðum hæflleikum við að bjarga sér undir erfiðum aðstæðum. Þegar maðurinn er orðinn heill heilsu leggm- hann út í hinn stóra heim. í bankahólfmu, sem er í Sviss, er fullt af peningum, byssa og nafn- ið Jason Boume með heimilisfangi í París. Nú þarf að koma sér til París- ar og þegar hann rekst á þýska stúlku, Marie Kreutz, býður hann henni 10000 dollara fyrir að koma sér til Parísar. Hún tekur boðinu og nú hefst leitin að Jason Boume. Leikstjóri The Boume Identity, Doug Liman, hefur ekki áður feng- ist við Hollywood-myndir af þessar stærð. Fyrir aðeins 250 þúsund doll- ara gerði hann Swingers sem fór sigurfor um heiminn. I næstu kvik- mynd sinni, Go, safnaði hann sam- an ungum og efnilegum leikurum í kraftmikla kvikmynd sem sagði sögu frá þremur sjónarhomum. The Boume Identity er þriðja kvikmynd hans. -HK m# 1 1 * C * Hilmar Tilgansur lirsms C. J C 1 um kvikmyndir. Pau og bróðir hans (Pau i el seu germá) var eina spænska kvik- myndin sem keppti til verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Cannes í fyrra og kemur það á óvart. Það er frekar fátt við þessa kvikmynd sem vekur aðdáun. Hún er að vísu ein- læg í efnistökum og persónur eru skilmerkilegar frá leikstjórans hendi. Á móti kemur að það tekur fullan klukkutíma að ná henni í gang. Myndskeið eftir myndskeið er kvikmyndavélinni beint að ein- hverju í umhverfmu eða að andlit- um einstakra persóna sem varla koma út úr sér orði. Eftir því sem persónum fjölgar verður minna um landkynningar og myndin lifnar við, þó allan tíma sé hún í hæga- gangi. Tilgangur lífsins er það sem lagt er upp með í Pau og bróður hans. Dag einn fær Pau þær fréttir að bróðir hans, Alex, sé látinn, hann hafi framið sjálfsmorð. Pau segir móður þeirra fréttimar en sleppir að segja aö Alex hafl framiö sjálfs- morð, segir hcum hafa farist í Pau og Sara Pau huggar kærustu bróðursins, sem hafði framiö sjálfsmorö. bílslysi. Mæðginin fara nokkurs konar pílagrímafor til fransks þorps í Pyreneafjöllum þar sem Alex hafði dvalið um hríö. Þar fá þau aukinn skiling á lífi hans og skilningur á þeirra eigin lífi verður meiri. Inn í söguna af Pau og bróður hans fáum við innsýn inn í aðra sögu um föður og dóttur. Dóttirin kemur heim í þorpið eftir langa fjarveru, ófrísk og óhamingjusöm. Það má segja að kynni hennar og Paus verði þeim báðum til bjargar. Þrátt fyrir að dvalið sé vel og lengi við hverja persónu þá eru þær fjarlægar og hvað verður um þær er í lausu lofti. Það er ljóst að líf allra sem koma við sögu hefur breyst, hvort það er til batnaöar eða ekki er óvíst. Þá er eitt sem erfitt er að fá til að samræmast. Þaö eru sambandslit- in innan fjölskyldunnar. Pau og móðir hans höfðu ekki gert tilraun til að hafa samband við Alex í eitt ár. Þetta veikir skilgreiningima um sterk fjölskyldubönd sem höfðað er til. Leikstjórinn Marc Recha er með- vitaður um eigið ágæti og tekur greinUega ekki eftir því hversu mik- ið hann reynir á þolrif áhorfendanna með því að láta myndavélina líða um á hraða snigilsins. Sjálfsagt gengur þetta upp fyrir suma og þvi verður ekki neitað að margt er snoturlega gert. Eftir stendur þó að nálgun við persónur er af skomum skammti. Leikstjóri: Marc Recha. Handrlt: Joaquín Jordá og Marc Recha. Aöaihlutverk: David Selvas, Natalie Boutefeu, Marieta Orozco og Luis Hostalot. íslandsvinurinn tir um nafn íslanasvinurinn og stórpopparinn Robbie WUliams telur sig hafa þroskast svo frá því hann steig fyrstu spor sín með unglingasveitinni Take That um árið að hann hefur nú ákveð- ið að varpa uppnefninu Robbie fyrir róða. Þess í stað æUar pUtur að notast við nafnið sem presturinn skírði hann í den, nefnUega Robert, og vei þeim sem reynir að kalla hann eitthvað annað. Robert blessaður er annars þessa dagana að undirbúa útkomu nýrrar plötu sinnar, Escapology, sem kemur í verslanir í nóvember. c c Britney meö nýjan Justin Jómfrúrpoppdísin Britney Spears þarf ekki að hafa áhyggjur af því að tala af sér í svefiii, þótt hún sé komin með nýjan kærasta. Sá nýi heitir nefnUega Justin, rétt eins og sá gamli. Nýi kærastinn hefur eflimafhið Guar- ini og er smástjama í amerísku sjón- varpi. PUtur mun hafa gert garðinn frægan í keppni nokkurri sem heitir American Idol þar sem verið var að leita að hæfileUcariku ungu fólki. „Hann er akkúrat það sem Britney þarfnast núna,“ segir manneskja sem nákunnug er Britney. Nýlega sást tU þeirra Britney og nýja Justins í lautarferð í almennings- t garði í Los Angeles. Og það var eins og við manninn mælt, orðrómurinn um ástarsamband þeirra fór eins og eldur í sinu um aUt. Lisa Presley var háð kókaíni Lisa Marie Presley, 34 ára dóttir rokkkóngsins sáluga, Elvis Presleys, hefur viðurkennt að hafa um tíma verið háð kókaíni. Lisa, sem er trúfélagi í vísindakirkjunni, staðfesti þetta nýlega í viðtali og sagðist hafa losað sig við fiknina með eigin vUjastyrk og hjálp kirkjunnar sinnar. „Ég fór í gegnum endurhæfingar- prógramm hjá kirkjunni og kom út sem ný manneskja," sagði Lisa. Hún viöurkenndi einnig að hafa horfl upp á lyfjamisnotkun foður síns en hún hefði veriö of ung tU að gera sér grein fyrir því hvaða afleiðingar það gæti haft. „AUt ruglið sem ég upplifði breytti því þó ekki að mér þótti aUtaf f jafnvænt um hann,“ sagöi Lisa sem er gift leikaranum Nicholas Cage.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.