Dagblaðið - 24.09.1981, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 24.09.1981, Blaðsíða 2
2 * DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1981. Fyrir sláturtíðina Ódýrar og vandaðar nælontunnur ?0 lítra m/góðu og öruggu loki. ÍSLENZK MATVÆLI Sími 51455. EIGNANAUST HF. SKIPHOLTl 5 SÍMAR 29555 OG 29558 OPIÐ KL. 1-5 LAUGARDAGA OG SUNNUDAGA. Baldursgata 2ja herb. ósamþykkt kjallaraíbúð, verð kr. 200.000,00. Dvergabakki 3ja herb. 83 ferm íbúð á 3. hæð, mjög vönduð og góð eign, verð kr. 500.000,00. Melgerði, Kóp. 3ja herb. 70 ferm risíbúð í tvíbýli, verð kr. 400.000,00. Hörgshlíð Einstaklingsíbúð til sölu. Verð tilboð. Hallveigarstígur 2ja herb. stór ibúð á jarðhæð, verð kr. 370.000,00. Vesturberg 3ja herb. íbúð á jarðhæð, 83 ferm, verð 500.000,00. Ljósheimar 3ja herb. íbúð á 4. hæð, 80 ferm, fæst helzt í skiptum fyrir sams konar eign með stórum stofum. Leirubakki 4 herb. plús eitt herb. í kjallara, mjög fallegt tréverk, vönd- uð eign, verð kr. 700.000,00. Lækjarkinn 3 svefnherbergi plús tvær samliggjandi stofur og 2 stór her- bergi í kjallara, alls 120 ferm, bílskúr, verð kr. 780.000,00. Kaplaskjólsvegur 5 herb. íbúð á 4. hæð og í risi, alls 140 ferm, verð kr. 650.000,00. Breiðás 5 herb. stór sérhæð, falleg ræktuð lóð, fagurt útsýni, bílskúrsréttur, verð kr. 700.000,00. Álfheimar 4 herb. íbúð, 110 ferm, á 3. hæð, fæst í skiptum fyrir góða 3ja herb. íbúð. Innri-ISIjarðvík Einbýli, 127 ferm., tilboð óskast. Reykjavegur — Mosfellssveit Einbýlishús sem er 4 stór svefnherbergi, 2 samliggjandi stofur, eldhús og bað plús 50 ferm bílskúr, verð 1.000.000,00. Esjugrund, Kjalarnesi Sökklar að raðhúsi, allar teikningar fylgja, búið að greiða öll lóðargjöld. Verð 180.000.00. Sandgerði Einbýlishús, 140 ferm plús 50 ferm bílskúr, verð kr. 850.000,00. Sandgerði 3ja herb. 110 ferm íbúð í tvíbýlishúsi, verð kr. 240.000,00. Selfoss Einbýlishús á 2 hæðum, stór bilskúr, verð kr. 600.000,00. Skerjafjörður Höfum verið beðnir að útvega góða byggingarlóð fyrir mjög fjársterkan kaupanda. Óskum eftír 3ja herb. íbúð á Grundunum Kópavogi eða Fossvogi, einbýlishúsi í gamla bænumn, með bílskúr, einbýlishúsi. eða góðri sérhæð i Kópavogi, sérhæð eða raðhúsi i Heima- hverfi, Langhoíti eða Laugarnesi. SKOÐUM 0G METUM ÍBÚÐIR SAMDÆGURS. GÓÐ 0G FUÓT ÞJÓNUSTA ER KJÖR0RÐ 0KKAR. AUGLÝSUM ÁVALLT í DAGBLAÐINU Á ÞRIÐJUDÖGUM 0G FIMMTUDÖGUM. EIGNANAUST, ÞORVALDUR LÚÐVÍKSSON HRL. Mælingarþræll segfr,«ð I tilefni af lagningu hornsteins Þjóöarbókhlöðu haB fyrirfólki verið boðið en verkamenn „beðnir um að hafa hljótt um sig”. DB-mynd: Hörður. UmJónogséra Jón: Eiga ekki allir að gleðjast og fagna? — þegar haldið er upp á tímamót bygginga, spyr verkamaður Mælingarþræll no. 7813—5565, skrifar: Nokkur undanfarin ár hef ég unnið við byggingu ýmissa opinberra stofn- ana og alltaf er það sama sagan, þegar haldið er upp á áfanga og tíma- mót bygginganna, þá eru þrælarnir fjarlægðir af staðnum og að drífur skrautbúið embættismannalið. Nú stendur fyrir dyrum lagning horn- steins Þjóðarbókhlöðu og enn skeður það sama; rokið er til og smiðaður breiður stigi, tjaldaður innan salur, slegið upp veitingaborðum, sendir út 150 boðsmiðar til einhvers útvalins hóps, en þeir sem byggja húsið eru beðnir að hafa hljótt um sig og spilla ekki veizlugleðinni. Mér er spurn, er þetta ekki Þjóðarbókhlaða? Eiga ekki allir að gleðjast og fagna? Enn um björgunarbátinn f rá Austurbakka hf Kaupandi og seljandi á öndverðum meiði — hvor hef ur rétt fyrir sér? Garðar Björgvinsson, útgerðar- maður, Raufarhöfn, skrifar: Enn skrifa ég um björgunarbátinn frá Austurbakkahf. Árni minn, svar þitt, sem birt var við hlið greinar minnar í DB, föstu- daginn 11. september, bar ótvírætt merki um fávizku og innantómleika. Ég bar á þig að þú hefðir afhent mér annan björgunarbát en þú seldir mér, og það ætla ég mér að sanna hér. Ég sagði í greininni að með þessu framferði þínu hefðirðu sýnt mér og skipshöfn minni banatilræði og ég endurtek það. Ég held líka að það geti varla verið að þessi allslausa blaðra, sem þú lézt mig fá, hafi kostað jafn mikið og þessi vandaði björgunarbátur, er þú seldir mér, og lýstir svo vel fyrir mér frábærum kostum hans, sérstakri efnisþykkt og fl. sem þú tókst til, og þá ertu í ofanálag þjófur. Þú bjargar ekki málstað þínum með slúðursögum. Ég vil líka benda þér á að fara rétt með það sem þér er sagt.annað gæti valdið misskilningi. Þú opinberaðir sérstaklega fávizku þina með því að ljóstra upp nafni og gerð björgunarbátsins, sem þú lézt mig fá, en þú gazt nú reyndar ekki gertannað. Þú segir í svari þinu að hann sé af Seamaster-gerð, en hér geta allir séð að þú seldir mér Seafarer björgunar- bát með tvöföldum botni, mat- vælum, blysum, lyfjum og ýmsum öðrum búnaði. Ég bað þig um sér- lega vandaðan björgunarbát i nýjan 8 tonna dekkbát. Ég sendi þér meira að segja mynd af bátnum og svo segirðu í greinninni að þessi björgunarbátur, sem þú lézt mig fá, sé ekki viður- kenndur nema fyrir opna báta. Hvernig er nú hægt annað en að verða vondur út af svona meðferð. fólk má bara segja að ég sé ruddi, að skrifa svona harðorðar greinar, en hvern djöfulinn á maður að gera, þegar engin lög virðast vera til í þessu landi? Þetta mál er nú búið að liggja á borði lögfræðings i allt sumar. Árni minn, ég ætla nú ekki að þinga þig um mikið meira, því mér finnst eins og ég sé að lemja á ein- hverjum vesalingi, sem ekki getur varið sig. Þú lofaðir að skipta við mig um björgunarbát í vor, þegar þessi svik þín urðu augljós, en það var bara alltaf eitthvað í veginum. Þú sagðir ýmist að pabbi væri að fara úr landi, eða alveg að koma, og einu sinni varst þú að fara sjálfur. Svo var sölustjóri Dunlop i einhverjum ferðahugleiðingum líka — og á þessu átti ég að fljóta með mína menn, ef skip mitt hefði brunnið eða sokkið, eða til hvers heldurðu annars að björgunarbátur sé? Að síðustu þetta og læt ég fylgja ljósrit máli mínu til sönnunar. Athugaðu að þú seldir mér Seafarer en lézt mig fá Seamaster — allslausa blöðru, sem ég þurfti að kaupa allt í, eins og meðfylgjandi ljósrit af reikningi sannar. Blaðra þessi er ólögleg, eins og þú veizt og ert búinn að viðurkenna. Þú segir að ég hafi verið með hótanir við þig, en ég get fullvissað þig um að það er misskilningur. Ég segi aldrei og framkvæmi aldrei neitt annað en það sem ég er maður til að standa við. Til þess að spara símtal og vafstur ætla ég að láta þig vita hérmeð, að ég ætla að kaupa Viking-björgunarbát fljótlega, sambærilegan þeim, sem ég átti að fá hjá þér og borgaði en fékk ekki. Og ég ætla að koma með reikning- inn í eigin persónu til þín og vona að þú hafir vit á því að greiða hann á staðnum. Þetta er ekki hótun, heldur bláköld staðreynd. Seafarer er mun dýrari báturen Seamaster Svar Árna Þórs Árnasonar, hjá Austurbakka hf., tíl Garðars Björgvinssonar: „Seafarer er helmingi dýrari bátur en Seamaster og hefði ég auðvitað selt þér hann ef þú hefðir ekki verið áfjáður í að kaupa þann ódýrari. Mynd af bát þínum sá ég ekki fyrr en í marz sl. og skildi þá hvers vegna þú áttir í erfiðleikum með að fá bátinn samþykktan hjá skoðunarmanni. „Seafarer er helmingi dýrari bátur en Seamaster”, seglr Árni Þór Árnason hjá Austurbakka hf. Dunlop fyrirtækinu var gerð grein fyrir kröfum þínum sem þeir höfn- uðu alfarið. Ég hafði samband við mætan lög- fræðing, á Akureyri, sem þú nefndir 1 vor, til þess að undirstrika hversu stór karl þú værir. Hann sagðist ekki koma nálægt málum Garðars Björgvinssonar, hvaða fé sem væri i boði. Þú sendir honum bréf í sumar sem hann endursendi. Hins vegar sagðist hann vera með mál á hendur þér. Svo mörg voru þau orð. Upp- skera þín í lífinu er eins og þú sáir og þú kemst lengra með jákvæðu hugar- fari og heilbrigðari sjálfsmynd heldur en þú hefur sýnt hingað til. Lögfræðingur fyrirtækis okkar mun annast öll samskipti við þig i framtíðinni og munum við stefna þér fyrir atvinnuróg”.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.