Dagblaðið - 24.09.1981, Side 16

Dagblaðið - 24.09.1981, Side 16
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1981. 16 r Hótel Borg—Minning Utangarðsmenn við hljómleikahald á Hótel Borg. DB-mynd: ARH. Eins og flestum er kunnugt standa nú yfir breytingar á starfsemi Hótel Borgar. Ákveðið hefur verið að leggja niður þann ágæta sið að leigja hljóm- sveitum salinn og ennfremur hefur rokkótekinu verið gefið nýtt nafn, eða eins og auglýst var síðastliðinn fimmtudag, diskó og rokk í bland. Sem sagt, nýbylgjunni hefur verið úthýst á snyrtilegan hátt. Eins og alþjóð veit hefur undan- farið ár sprottið upp fjöldinn allur af hljómsveitum. Utangarðsmenn voru fyrsta rokkhljómsveitin sem hélt hljómleika á Borginni og síðan hafa allar hinar getað fengið salinn til að koma tónlist sinni á framfæri. Yfir- Ieitt hefur verið margt um manninn á fimmtudagskvöldum og stundum brá því við að föstudags og laugardags- kvöld voru líka tekin undir hljóm- leikahald. En nú skal þetta burt. Ferðamenn í vor tóku menn eftir því að hljómleikum fór ört fækkandi og fór þá margan að gruna í hvaða átt stefndi, Einhvern veginn komst sú saga á kreik að ferðamönnum sem gistu hótelið þætti hávaðinn sem fylgir hljómleikahaldi illþolanlegur. Eflaust er þetta rétt, og flestir sættu sig við þessi málalok. En nú þegar málið er komið á hreint eru margir farnir að hugsa með söknuði um stemmninguna sem oft ríkti á Borginni. Það var stundum meiriháttar stuð, sérstaklega þegar fleiri en ein hljómsveit léku sama kvöldið, og svo gat líka verið alveg grautfúlt. Hljómburðurinn var kannski ekki alltaf eins og bezt verður á kosið enda salurinn ekki byggður fyrir nútímarokk.Þein sem lögðu leið sína á Borgina 9. og 10. sept. síðastliðinn, þegar brezka hljómsveitin The Fall ásamt fleirum léku, ætti að vera í fersku minni hljómburðurinn sem óneitanlega setti leiðinlegan svip á. Hópurinn Það var viss hópur sem lagði leið sina á Borgina, flestir þekkjast enda um sama áhugamál að ræða. Þessi hópur kom til að hlusta og sjá og auðvitað skemmta sér. En eitthvað virðist þetta fólk fara í taugarnar á ráðamönnum Borgarinnar því nú gengur sú saga um að það sé ekki lengur velkomið frekar en hljóm- sveitinar. Sagt er að menn þessir séu óánægðir með framkomu þessa fólks, það sé illa klætt og að slagsmál hafi verið með meira móti, en eftir því sem ég bezt veit var það ekki ■ meira en gengur og gerist á öðrum skemmtistöðum hér í bæ. Við skulum bara vona að nýju gestirnir hagi sér vel. NEFS En ekki er öll von úti enn. Nýstofn- aður klúbbur NEFS ætlar að sjá um að lifandi tónlist leggist ekki i dá, enda væri slikt afleitt. Hófst þessi starfsemi fyrir tæplega þremur vikum og virðist hafa tekizt vel. Og Borgin sem einu sinni var kölluð „Musteri' pönkaranna” verður nú eitt af hinum OddrúnVala Jónsdóttir fjölmörgu diskótekum bæjarins. Gangi það vel. -OVJ- AC/DC sendir að öllu forfalla- lausu frá sér nýja LP plötu fyrir jólin. Hljómsveitin hefur verið önnum kafin við upptökur í stúdíói I Parfs en gengur víst ekki of vel. Varla að þeir séu búnir að taka upp grunnana að þeim lögum sem þeir œtla að bjóða æstum aðdáendum uppá áður en árið er liðið í aldanna skaut... Jimmy Page gitarleikari Led Zeppelin œtlar að spreyta sig á að semja kvikmyndatónlist að nýju. Fyrir nokkru samdi hann nokkrar melódíur við myndina Lucrfer Ris- ing og þótti takast illa. Nœsta mynd verður Death Wish II. Þar fer Charles Bronson með aðalhlut- verkið. The Clash eru síður en svo búnir að geispa golunni þó að þeir hafi lítt verið I fréttum undanfarna mánuði. Þeir fara i nœsta mánuði í sína fyrstu hljómleikaferð um Bretland. Meira en ár er liðið slðan Clash lék. á heimavelli síðast. Meðal annars leikur hljómsveitin I heila viku í hljómleikasalnum Lyceum I London. — Hljómleikahald þetta er ekkifor- boði eða í kjölfar nýrrar plötu. Um- boðsmaður Clash vildi hvorkijáta né neita þvl að plata vœri á leiðinni þegar gengið var á hann um upplýs- ingar. John Foxx stofnandi Ultravox sendir frá sér aðra sólóplötu sína I þessari viku. Hún ber nafnið The Garden. Foxx hefur undanfarið verið önnum kafinn við að skrifa bók sem hann nefnir The Quiet Man. Hún kemur fljótlega á markaðinn að öllu forfallalausu. Jerry Lee Lewis er sagður vera að hressast eftir langa sjúkrahúss- visí Hann veiktist alvarlega í maga og var vart hugað líf. Jerry er nú kominn heim og er að undirbúa hljómleikahald. Sagt er að fyrstu hljómleikar hans verði í byrjun októ- ber. Talið er að hann muni koma fram á hljómleikum með Rolling Stones og einnig með gamla vinin- um Johnny Cash. Hljómsveitin The Vapors stendur nú á timamótum. Dave Fenton söngvari, lagasmiður og gítarleikari er hœttur og leitar nú í óða önn að nýjum mönnum til að hljóðrita plötu með sér. Gömlu félagarnir œtla að halda áfram baráttunni og endur- skipuleggja hljómsveitina. The Vapors sló í gegn snemma árs 1980 með rokkaranum Turning Japan- ese. Síðan hafa þeir verið lltt áber- andi í heimsljósunum. Hver skyldi það vera sem blœs svo hressilega í saxófón á nýju Stones- plötunni Tattoo Vou? Nei, nei, ekki hann heldur gamla jazzkempan Sonny Rollins. Og I laginu Slave (þessu með innihaldsrtka textanum) er það Pete Townshend sem þenur gitar og syngur bakraddir. Rolling Stones leggja upp i hljómleikaferð nú í enda vikunnar. Gömlu mennirnir ætla að koma víðar við að þessu sinni og leika 121 borg i Bandarlkjunum. Ferðinni lýkur 6. desember og taka Rollingarnir sér þá jólafrí. Með þeim verður í fórinni gamall vinur og sálufélagi, hljóm- borðsleikarinn lan StewarL Madness sendu um miðjan mán- uðinn frá sér litla plötu. Á A-hliðinni er lagið Shut Up eftir Suggs og Chrissy Boy og sá slðarnefndi á B- lagið A Town With No Name. Kvik- mynd Madness sem nefnist Take It Or Leave It er nú nær tilbúin til sýn- inga. — Hljómsveitin sendi fyrir nokkru frá sér yfirlýsingu þar sem hún neitar staðfastlega afskiptum af neinu tagi, sér I lagi nasisma. Rokkhljómleikar í sérflokki NEFS í Félagsstofnun stúdenta var þéttskipaður á laugardagskvöldið. Þursarnir fóru rólega af stað en hertu róðurinn þegar á lejð. í lokin var rokkiðorðið alls raðandi og stemmn- ingin komin upp úr öllu valdi. Hljómsveitin var tvívegis klöppuð upp. f fyrra skiptið lék hún You Are So Beautiful í eftirminnilegri útsetn- ingu og fór úr því lagi yfir í Jón var kræfur. í seinna uppklappi þrusuðu Þursar út Bíólagi Stuðmanna. Þursaflokkurtnn hefur ekkt látið nýbylgjuna alveg fram hjá sér fara og leikur Tómas Tómasson nú orðið jöfnum höndum á synthesizer og bassa. DB-mynd: Ragnar Th. Kveður við kuldatón Eftirtektarvert var á hljómleikun- um að Þursafiokkurinn hefur ekki látið nýju bylgjuna alveg fram hjá sér fara. Tómas Tómasson leikur orðið jöfnum höndum á synthesizer og bassa. Synthesizerinn gefur tónlist- inni futuriskan blæ og kuldalegan eins og svo mjög tíðkast í rokk- og diskótónlist í dag. Það leika því fleiri kuldarokk hér á landi um þessar mundir en Bara flokkurinn og er það vel. Lögin á prógrammi Þursanna voru flest hver ný af nálinni. Einnig léku þeir nokkur lög úr söngleiknum Gretti. Tónlistin var kraftmikil og skemmtileg áheyrnar. Þursarnir voru allir I sínu bezta formi (og beztu fötum) svo að áheyrendur fengu ríku- legan skammt af rokki fyrir fimmtíu- kallinn sinn í þetta skiptið. Það eina sem mér þótti að konsert- inum voru langar ræður Egils Ólafs- sonar. Maðurinn er með þeim ein- dæmum málglaður að hann ætti allt eins heima í stjórnmálaflokki og rokkflokki. En sungið getur Egill flestum stéttarbræðrum sínum betur. Hins vegar verður hann að vara sig á að drepa ekki niður keyrslu pró- grammsins með löngum ræðum milli laga. Það ætti að vera auðvelt að laga. Nýefldir Þursar slógu rækilega í gegn í Nýefldri Félagsstofnun stúd- enta. Það er kannski hálf þversagnar- kennt að tala um að jafn rótgróin hljómsveit sem Þursaflokkurinn slái í gegn en ég segi það nú samt. Á annað ár er síðan hljómsveitin lék síðast opinberlega í Reykjavík og síðan þá hefur prógrammið verið stokkað rækilega upp. Þursarnir luku fyrir nokkru hring- ferð um landið. Það er virðingarvert og til fyrirmyndar að gallhörð Reykjavíkurhljómsveit skuli leika úti á landi áður en hún treður upp á heimaslóðum. Landsbyggðin er svo afskipt að flestu leyti (sic) að íbúar þar eiga fyllilega skilið að heyra í gæðarokkhljómsveit af mölinni á undan hinum. Jæja, nóg með það. Klúbbur — Þursaflokkurinn ÍNEFS

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.