Dagblaðið - 24.09.1981, Síða 6

Dagblaðið - 24.09.1981, Síða 6
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1981. @)TOYOTA SALURINN SÍMI44144 Toyota Starlet ’78. Eldnn 28.000. Blár. Verð kr. 65.000. Toyota Corolla, sjálfskiptur, árg. ’79. Grár. Verð kr. 78.000. Ekinn 14.000 km. 0TOYOTA Toyota Corolla Liftback ’79. Ekinn 27.000. Orange. Verð kr. 88.000. SALUMNN Nýbýlavegi 8 (bakhús) Opið laugardaga kl. 13—17 Toyota Corolla station '77. Ekinn 100.000. Gulur. Verð kr. 53.000. Datsun disil 110.000. Grár. árg. ’77. Ekinn . 70.000. Toyota Cressida station, sjálfskipt- ur, árg. ’78. Ekinn 27.000. Grænn. Útvarp/segulband, áklæði á sæt- um. Verð kr. 96.000. Toyota Tercel '79. 2ja dyra, 5 gira. Ekinn 24.000. Gulur. Verð kr. 76.000. Galant, sjálfskiptur, árg. *80. Ekinn 18.000. Drappl. Verð kr. 105.000. Toyota Crown dísil '80. Ekinn 47.000. Gullsans. Verð kr. 155.000. Peugeot 504 ’78. Ekinn 96.000. Rauður. Verð kr. 80.000. f Erlent ErKent Erlent Bandaríkjamenn hefja útvarpssendingartil Kúbu: Segja Castro ijúga aö kúbönskum almenningi — Búizt við að Castro verði lítt hr'rf inn af hugmyndinni Bandaríkin munu bráðlega hefja útvarpssendingar til Kúbu. Talsmenn stjórnarinnar lýsa þessu sem fyrstu áþreifanlegu aðgerðum forsetans gegn stjórn Kúbuforseta, Fidels Castro. Eftir að hafa ásakað stjórn Castro um að Ijúga að þjóð sinni um 20 ára skeið sagði talsmaður Hvíta hússins að Bandaríkjamenn ætluðu að út- varpa til Kúbu til þess að fólkið gæti komizt að sannlei kanum. Útvarpsstöðin mun kosta um 10 milljónir dala. Fjárveitingin hefur enn ekki verið samþykkt á þingi en búizt er við að útsendingar hefjist i janúar. Talsmaðurinn sagði að útvarps- stöðin ætti að vera i likingu við Frjálsa Evrópu sem hefur útvarpað til A-Evrópu og Sovétríkjanna í meira en30ár. Eru aðgerðir þessar einnig til að mótmæla hernaðaraðstoð Kúbu- manna við vinstrimenn víða um heim. Útvarpsstöðin mun bera nafnið út- varp Marti, til heiðurs Jose Marti, Reagan: kúbanskri frelsishetju sem lét lífið í Castro. Harðar aðgerðir gegn Castro: Sagður Ijúga að þjóðinni. sjálfstæðisbaráttu Kúbu gegn Spán- verjum ásíðustu öld. Talsmaðurinn sagði að ekki yrðu sendar út neinar æsifréttir þar sem tilgangurinn væri ekki að stofna til neinna uppreisna á Kúbu. Ráðgjafi Reagans, Richard Allen, tilkynnti fyrir hönd forsetans að Castrostjórnin hefði haldið hernað- araðstoð sinni við ofbeldi og bylting- ar erlendis leyndri fyrir þjóðinni með fréttafölsunum. — Kúbönsku þjóðinni hefur verið haldið niðri og hún mátt þola innræt- ingu hreinræktaðrar marxleníniskrar einræðisstjórnar i rúm 20 ár, segir í tilkynningunni. — í viðbót við að aðstoð- Kúbu við byltingarmenn í Afríku og S-Ameríku hefur verið haldið leyndri fyrir þjóðinni hefur hún ekki heldur fengið neinar upplýs- ingar um eigin hnignandi efnahag þrátt fyrir mikla fjárhagsaðstoð frá Sovétríkjunum. Talsmaðurinn sagði að útsendingar þessar myndu sjálfsagt orsaka harð- orð mótmæli Castros en það væri ekki unnt að stöðva þær nema eyði- leggja um leið aðrar útsendingar á Kúbu. Kína: Eyðing skóga orsakarflóð Hverjum kínverskum borgara verður nú talið skylt að planta þremur til fimm trjám á ári og sjá síðan um á- framhaldandi vöxt þeirra. Er þetta þáttur í herferð til aukinnar skógrækt- ar íKína. Varaforsætisráðherra Kina, Wan Li, segir að fólki sem ekki sinnir þessu muni refsað. Hins vegar mun fólki sem plantar fleirum en skyldutrjánum veitt verðlaun. Wan sagði að á siðastliðnum 30 árum hefðu sex milljónir hektara af kínversku landi orðið uppblæstri að bráð. Einnig er talið að óhóflegt og fyrir- hyggjulaust skógarhögg sé ein meginá- stæðan fyrir flóðum, sem hafa á þessu ári orðið 2000 manns að bana. Wan sagði að trjágróður væri nauðsynleg forsenda þess að jarðvegur eyddist ekki og nefndi sem dæmi ógn- vekjandi aukningu botnleðju í ýmsum vatnsbólum. FJÖLGUN í DÝRAGARÐI Kína tilkynnti i dag að enn hefði tekizt að fá risa-þvottabirni til þess að auka kyn sitt, þrátt fyrir að þeir væru í dýragarði. Samkvæmt kinversku frétta- stofunni, ól hin 7 ára gamla Mei Mei 10 sentimetra (4 þumlunga) langan hvolp hinn 18. september í Chengdu dýra- garðinum. Fjórum dögum áður litu tvíbura- þvottabirnir dagsins ljós í Peking-dýra- garðinum og annar þeirra lifði. Þetta er í annað sinn sem Mei Mei eignast unga í Chengdu-dýragarði. í fyrra ól hún tvíbura eftir gervifrjóvgun en þess þurfti ekki með í ár. New York: Amerísk sjónvarpsstöð sagði í gær- kvöld að Bandaríkin, Egyptaíand, Saudi-Arabía, Pakistan og Kína stæðu saman að leynilegum vopnaflutningum til skæruliða er berjast við sovézka hermenn í Afganistan. Eru þetta viðbótarupplýsingar við þær er Sadat veitti í bandarísku sjón- varpsviðtali og Dagblaðið skýrði frá í gær. Stjórnin í Washington neitar enn að tjásig um málið. Neikvæður árangur þróunaraðstoðar Valda þau falli Margrétar? Hinn nýstofnaði sósíaldemókrata- flokkur í Bretlandi hefur, eins og fréttir herma, ákveðið kosningabandalag við Frjálslynda flokkinn og er samsteypu þessari spáð sigri í næstu kosningum. Myndin sýnir nokkra sigurstranglega frambjóðendur og eru þeir talið frá vinstri: William Rodgers, leiðtogi sósíaldemókrata, Roy Jenkins, sósíal- demókrati, David Steel, leiðtogi frjáls- lyndra og Shirley Williams, sósíaldemókrati. Þetta hefur ýtt undír vaxandi óánægju íhaldsmanna með Margréti Thatcher, forsætisráðherra þeirra, og er sagt, að a.m.k. um þriðjungur flokksbræðra hennar vilji nú bola henni frá og vinni ákaft að því bak við tjöldin. Er búizt við að til mikilla átaka komi í íhaldsflokknum þegar þeir endurkjósa formann í nóvember. Vísindastofnunin Birla I Nýju-Delhi hefur nýlega sent frá sér skýrslu þar sem ráðizt er harkalega á þróunar- aðstoð við Indland. Segir þar að 30 ára erlend aðstoð upp á fleiri milljarða króna hafi aðeins veikt vilja þjóðarinn- ar til að nýta eigin auðlindir og gert efnahagsmál landsins stöðugt háðari þróunaraðstoð. í skýrslunni snúa vísindamennirnir máli sinu til Indiru Gandhi og krefjast þess að eitthvað verði gert til að bæta úr þessu ástandi. Indverskir vinstrisinnar og mennta- menn hafa árum saman varað við hætt- um þeim sem fylgja siaukinni þróunar- aðstoð, en þetta er í fyrsta sinn sem hagfræðingar atvinnuveganna leggja þeim jafnrækilega lið. Þessi harða gagnrýni kemur einmitt á sama tíma og Indverjar eru að ganga frá nýju láni upp á 5 milljarða dala. Sérfræðingar Birla álíta að þróunar- aðstoðin hafi raskað jafnvæginu í efna- hag landsins og eyðilagt allar tilraunir til sjálfsbjargar. Aðstoðin hefur ekki orðið nein kveikja að auknum þjóðar- tekjum, heldur komið í veg fyrir aukinn útflutning og örvað innflutning á óþarfa neyzluvörum og óheppilegum tækniaðferðum. Harðast gagnrýna sérfræðingarnir þó matvælaaðstoð Bandarikjanna við Indland. Því er haldið fram að indverskum valdhöfum hafi fundizt ódýrara og þægilegra að taka við gefins matvælum en örva bændur til frekari framleiðslu. Ennfremur segja þeir að Indira Gandhi: Auflveldara að þiggja en örva framleiðslu. gefendur hugsi oft meira um hagsmuni eigin iðnaðar í sambandi við aðstoð en þarfir Indlands. mm

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.