Dagblaðið - 24.09.1981, Side 8

Dagblaðið - 24.09.1981, Side 8
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1981. Hörð valdabarátta í Finnlandi: KOIVISTO STYRKIR STODU SÍNA í FORSETASLAGNUM — íslandsferðin reyndist Kekkonen um megn Hér í Svíþjóð fylgjast menn af miklum áhuga með framgangi mála á pólitíska sviðinu i Finnlandi. Sjúk- dómur Kekkonens forseta hefur valdið mikilli spennu þar í landi. Hversu sjúkur er forsetinn? spyrja menn. Verður hann fær um að gegna starfi sínu á nýjan leik? Margir stjórnmálamenn í Finnlandi eru þegar teknir að búa sig undir forseta- kosningar og eru sterkar líkur taldar á að þær verði þegar í vetur. í tilkynningum læknanna er annast Kekkonen segir að líðan forsetans sé óbreytt. En 15. september kom það í fyrsta sinn fram, að hinn 81 árs gamli forseti þjáist af stíflu í blóðrennsli til heilans. Þetta veldur því að forsetinn tapar minni af og til. Kekkonen fer daglega í stuttar gönguferðir en er að öðru leyti rúmfastur. Stjórnarkreppan afleiðing átaka bak við tjöldin Enn er ekki rætt opinberlega í Finnlandi hvað muni henda þegar Kekkonen er allur. Hér í Svíþjóð eru fjölmiðlar hins vegar ófeimnir við að velta því fyrir sér. Hér sýnist mönn- um augljóst, að atburðarásin í Finn- landi að undanförnu hafi orðið til að styrkja stöðu Mauno Koivisto for- sætisráðherra, sem fer með völd forsetans á meðan Kekkonen er veikur. Svipuð staða kom síðast upp í Finnlandi skömmu eftir stríð, þegar J. K. Paasikivi forsætisráðherra gegndi störfum forsetans um hríð er Mannerheim marskálkur veiktist. Sú stjórnarkreppa sem var í Finn- landi þar til Kekkonen veiktist er beinlinis talin hafa átt rætur sínar að rekja til þeirrar baráttu, sem háð er bak við tjöldin um forsetaembættið. Samsæri Miðflokksins Miðflokkurinn, með flokksfor- manninn og utanríkisráðherrann Paavo Váyrynen í broddi fylkingar, reyndi að bola Koivisto frá völdum í þeim tilgangi að koma einhverjum úr borgaraflokkunum (helzt Miðflokkn- Upphaf erfiðleikanna? Kekkonen Finnlandsforseti á Reykjavíkurflugvelli i fyrra mánuði þegar hann kom i sína árlegu veiðiferð. Hér heilsar hann Ólafi Jóhannes- syni utanríkisráðherra. Mynd: Arnarflug forsetans. Hefði Koivisto verið þvingaður til að segja af sér, hefði landið verið án „forseta”. Vayrynen var því tilneyddur að gefa sig og fjár- lagafrumvarpið var lagt fram. Koivisto skyldi aftur íbankann Hörð barátta á stjórnmálasviðinu í Finnlandi er ekkert nýtt. Hins vegar hefur Váyrynen þótt hafa teflt óvenju djarft og opinskátt valdatafl að þessu sinni. Ætlun hans var að bola hinum vin- sæla Koivisto forsætisráðherra frá völdum og koma honum úr sviðs- ljósinu. Koivisto átti, ef áætlun Váyrynens hefði heppnazt, að verða aðalbankastjóri Finnlandsbanka á nýjan leik. Miðflokkurinn ætlaði sér að komast yfir forsætisráðherra- embættið, annað hvort með aðstoð stjórnarandstöðunnar eða með nýjum kosningum; þannig reyndi flokkurinn á ýmsan hátt að auka vin- sældir sínar meðal kjósenda á kostnað hinna stjórnarflokkanna. Samsæri flokksins gegn Koivisto þykir hins vegar líklegra til þess að draga úr vinsældum flokksins fremur en hitt. Drykkfelldur ökumaður frambjóðandi Miðflokksins Kekkonen á göngu 1 nágrenni forsetabústaðarins 1 fylgd með tveimur Ilfvörðum. — Það háir Miðflokknum líka í for- setaslagnum, að flokkurinn hefur ekki yfir að ráða neinum öruggum forsetaframbjóðanda. I sumar hefur helzt verið rætt um gömlu kempuna Ahti Karjalainen, sem nú gegnir fyrra starfi Koivistos i Finnlandsbanka. Hann hefur þó aldrei notið mjög almennra vinsælda og á við persónu- leg vandamál að stríða. Þannig hefur hann margsinnis verið dæmdur fyrir I ölvun við akstur. Váyrynen þykir of ungur og óreyndur til að koma til greina þótt fullvíst sé talið að ekki vanti hann metnaðinn. Sigurvegarinn í stríðinu um fjár- lagafrumvarpið er án alls efa Koi- visto forsætisráðherra. Hann hefur tvívegis á hálfu ári sýnt og sannað, að menn bola honum ekki af stjórn- málasviðinu þegar þeim sýnist. Hann hefur þótt sýna mikla stjórnvizku og hógvær framkoma hans hefur aukið á vinsældir hans. Myndir í fjölmiðl- um hafa sýnt hann á skyrtunni með hönd undir kinn, þar sem hann hlustar þolinmóður á samráðherra sína rífast. En þegar fréttist af veik- indum forsetans (10. september) reyndist Koivisto hafa til að bera næga festu til að knýja fram fjárlaga- frumvarpið. Meirihlutafylgi skv. skoðanakönnunum Koivisto öðlast nú reynslu af for- setaenibættinu og þjóðin venst við hann í hlutverki forsetans. Það kann að reynast honum dýrmætt þegar kemur að forsetakosningunum. Skoðanakannanir sýna, að meiri- hluti finnsku þjóðarinnar vill að Koi- visto taki við af Kekkonen sem forseti landsins. Að lokum má geta þess, að það hefur komið fram í fjölmiðlum hér, að læknar muni hafa ráðið Kekkonen frá því að fara í árlega veiðiferð sína til íslands í síðasta mánuði. í kjölfar þeirrar ferðar hafi forsetinn fengið hita og öndunarerfiðleika. Þau veikindi hafi síðan magnast svo, að hann varð að taka sér frí frá störfum. Þó Kekkonen sjálfur hafi ekki kosið að Koivisto tæki við af honum, þá virðist augljóst að Kekkonen hafi nú með veikindum sínum styrkt mjög stöðu Koivistos í forsetaslagnum. •GAJ, Lundi. Eino Uusitalo, varaformaður Mið- flokksins tók við ráðherraembætti vegna sjúkleika Kekkonens. um) í embætti forsætisráðherra fyrir forsetakosningarnar. Veikindi Uhro Kekkonens komu nokkrum dögum of snemma fyrir Miðflokkinn. Veikindi forsetans urðu beinlínis til þess að Koivisto tókst að knýja fram hið umdeilda fjárlagafrumvarp og halda stjórninni saman. Þetta er í annað skiptið í ár, sem Koivisto tekst naumlega að bjarga stjórninni frá falli. Það var líka Váyrynen utanríkisráðherra, sem stóð bak við fyrra tilræðið við ríkis- stjórnina sl. vor. Það var einnig talið liður í slagnum um forsetaembættið. Stjórnarflokkarnir höfðu hinn 3. september í öllum aðalatriðum komið sér saman um breytingar á fjárlagafrumvarpi því, sem fjármála- ráðherrann Ahti Pekkala (Mið- flokknum) hafði lagt fram. En þá kom Váyrynen, formaður Mið- flokksins, heirn frá norrænum ráð- herrafundi í Kaupmannahöfn. Hann greip þegar fram fyrir hendurnar á flokksbróður sínum, fjármálaráð- herranum, og neitaði fyrir hönd flokks síns að fallast á frumvarpið. Stjórnarkreppa var skollin á. Deilurnar um fjárlagafrumvarpið þróuðust síðan út í mikið taugastríð á milli Koivistos og Miðflokksins. Váyrynen krafðist þess að Koivisto segði af sér þar sem samstaða væri ekki lengur fyrir hendi með stjórnar- flokkunum. .. hver hefur traust þingsins... " Koivisto hélt því á móti fram, að fyrri ríkisstjórnir í Finnlandi hefðu Mauno Koivisto, forsætisráðherra Finnlands og „varaforseti” i veikind- um Kekkonens, þykir hafa mesta möguleika á að verða næsti forseti landsins. skrifarfrá Lundi Svíþjóð verið allt of bráðar á sér þegar um af- sögn hefði verið að ræða. „Fyrst verður að vera ljóst hver það er sem ætlar að yfirgefa ríkisstjórnina og síðan er að sjá hver hefur traust þingsins,” sagði hann. Ljóst var, að Koivisto naut trausts allra stjórnar- flokkanna nema Miðflokksins (þ.e. eigin flokks, sósíaldemókrata, kommúnista og Sænska þjóðar- flokksins, auk Rekola viðskiptaráð- herra, sem er óflokksbundinn). Koivisto vildi ekki leysa upp stjórnina fyrr en þingið væri komið úr sumarfríi (25. september). Hann taldi að betra væri að leggja fram fjárlagafrumvarp, sem ekki væri samstaða um, heldur en að leggja ekki fram neitt frumvarp. Til þess þurfti hann þó stuðning fjármálaráð- herrans, sem hafði látið undan vilja flokksformanns síns, utanríkisráð- herrans. Þegar hér var komið sögu kom til- kynningin um veikindi forsetans og að hann hefði að læknisráði ákveðið að taka sér frí frá störfum í einn mánuð. Þegar þannig er ástatt á for- sætisráðherrann að taka við störfum Erlent Erlent Erfent Erlent

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.