Dagblaðið - 24.09.1981, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 24.09.1981, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1981. 5 IfýfUUittuH if- *f ' /**' ''}*') Jútipt***&& £-/<» ft/ífcr. 4 fhiww CJÚ^.t'O111}*» ff 2j • v íffc / fHtv*-# 1 £.&OtU~ 2*/-\ ffT *f i /M*rr0 J l/cpi-t •*•** 3m Veljið réttar t egundir saman: Laukplöntum- ar eru sannkall- aður sumarauki „Það er afar erfitt að mæla með einhverju sérstöku afbrigði, en ég er alltaf langhrifnastur af appeldoorm túMpönum. Þeir eru afar hávaxnir, ailt að 50 cm á hæð, og mjög fallegir,” sagði Ragnar Petersen.sem rekur blómaverzlunina Alaska við Miklatorg. Enn þá voru nokkrar tegundir af túlípönum til í Alaska, en Ragnar sagði að mikið hefði verið keypt undanfarna daga. Hann sýndi okkur litlar laukplönt- ur, sem hægt er að hafa ánægju af frá því seint á veturna og þar til langt er komið fram á vor og sumar. Fyrstur er vorboðinn og þá anemón- urnar og aðrar plöntur. Ragnar hafði á boðstólum sérstaklega fallegar, allavega bleikar anemónur eða skógarsóleyjar eins og þær heita á íslenzku. Hann sýndi okkur einnig svokallaðar stjörnuklukkur, sem við höfum raunar ekki séð fyrr, í blönd- uðum lit. Ragnar sagði vepjuliljur, köflóttar liljur, afar fagrar, með líkt og „hangandi” haus og sagði þær mjög vinsælar um þessar mundir. „Það er enginn vandi að hafa blómstrandi laukplöntur yfir langan tíma. Það er bara að raða saman rétt- um tegundum. Sumar tegundirnar blómstra snemma og þannig er hægt að lengja þann tima sem menn hafa ánægju af laukunum sínum. Við veitum góðfúslega leiðbeiningar við val á laukunum og bendum á hvað fer velsaman,” sagði Ragnar. Við spurðum hann hvar væri heppilegast að gróðursetja túlípan- ana, upp við húsið eða úti í garðin- um. „Ef þeir eru gróöursettir upp við húsið er hentugra að velja frekar lág- vaxnar tegundir. Þar sem beðið upp við húsið er mun hlýrra en úti í garðinum koma blómin fyrr upp, jafnvel það snemma að enn er allra veðra von. Það eru blöðin sem þola ekki mikið frost, þegar þau eru komin. Hávöxnu túlípanarnir henta betur úti í garðinum. Litlu laukplönt- urnar er skemmtilegt að gróðursetja saman í þyrpingu, t.d. í steinhæð, inn á milli trjáa og einnig annars staðar í garðinum þar sem ekki situr vatn að vetrinum til,” sagði Ragnar. — Koma túlípanarnir upp aftur næsta ár? „Já, þeir gera það. En eftir því sem þeir verða eldri vilja þeir verða minni. Það er ágætt að hafa það fyrir sið að bæta nokkrum laukum við á hverju ári. Þannig fær maður heilt haf af mismunandi stórum túlipön um, sem er alveg sérstaklega fagurt á að líta. Til þess að laukarnir blómgist aftur árið eftir verður að gæta þess að klípa blómið af þegar það er farið að visna og láta grænu stilkana standa í minnsta kosti mánuð. Þá á að skera þá af niður við rót. Þetta hefur í öllu falli reynzt mér mjög vel. Það stendur i blómabókum að það sé gott aö taka laukana upp i ágúst, þurrka þá og planta þeim síðan aftur út seinast í september. En þetta er svoddan fyrirhöfn að fólk nennir ekki að standa i þvi,” sagði Ragnar. Loks sýndi hann okkur jóla- hyacynturnar sem hann átti til og voru þærí níu litum. „Það er hægt að hafa blómstrandi hyacyntur inni hjá sér í potti alveg frá því í nóvember og fram á vor, með því að setja þær niður á mismunandi tíma. Ef þær ætla að verða of fljótar á sér er ekki að gera annað en að stinga laukunum í kæliskápinn”, sagði Ragnar Petersen. Sem dæmi um verð á laukunum í Alaska má nefna að stykkið af jóla- hyacyntunum er á 7,30 kr., túlípan- arnir kosta 22 kr. pakkinn með sjö, átta og tíu laukum í pakka, 15 vorboðar kosta 20 kr. Nú er bara eftir að setja laukana niður og bíða svo rólegur þangað til þeir stinga höfðinu upp úr jörðunni í vor. Ragnar Petersen hefur á boðstólum gott úrval af jólahyacyntulaukum, hvorki meira né minna en niu tegundir. DB-mynd Bjarnleifur. JE Helgi Hóseasson enn á ferðinni: STJÓRNARÁÐSHÚSIÐ ATAÐ TJÖRU í GÆR „Hann hafði lengi verið að undirbúa þetta, var búinn að tala um að gera þetta í allt sumar,” sagði einn vinnufé- laga Helga Hóseassonar, sem í gær tók sig til og ataði Stjórnarráðshúsið ein- hvers konar tjörublöndu, sem hann hafði krækt sér í á vinnustað sínum. Helgi hafði verið að vinna við Bern- höftstorfuna, andspænis Stjórnarráðs- húsinu. Að sögn þeirra, sem til þekkja, mun Helgi hafa valið þessa blöndu þar sem sérstaklega erfitt væri að ná henni af. Helgi hefur áður orðið uppvís að hlið- stæðum uppátækjum, sem hann hefur beitt í baráttu sinni við „kerfið”. Hefur hann farið fram á að skírnarsátt- mála hans, sem gerður var að honum ómálga, verði rift og það skráð í kirkjubækur og þjóðskrá. Til þessa hefur ekki verið orðið við beiðni hans. -SSv. Stjórnarráðshúsið er illa leikið eftir tjörugusur Helga Hóseassonar. DB-mynd: Sig. Sverrisson. ★VERÐ AÐEINS ca Kr. 66.990 “ RYÐVÖRN ★ Suðurlandsbraut 14 - Sími 38-600

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.