Dagblaðið - 24.09.1981, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 24.09.1981, Blaðsíða 20
20 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1981. Nýkomin heim eftir sex mánaða hjálparstarf í Kenya: Sumir höföu aldrei séö hvíta manneskju og börnin veinuöu fyrst er þau sáu mig, segir Kristín Ingólfsdóttir hjúkrunarfrœðingur „Jú, því er ekki að neita að ég var oft smeyk og einmanakenndin kom mörgum sinnum yfir mig. Dvöiin var hins vegar mjög þroskandi og lær-> dómsrík, enda var ég þarna í gjör- ólíku þjóðfélagi þar sem lífsviðhorfin voru allt önnur. Annars verð ég að viðurkenna að mér leið vel og var heppin að losna við alla þá sjúkdóma sem þarna herjuðu,” sagði Kristín Ingólfsdóttir 28 ára hjúkrunarfræð- ingur sem nýlega er komin heim eftir hálfs árs hjálparstarf í norðvestur- hluta Kenya. Fólk-síðan átti viðtal við Kristínu áður en hún hélt utan og þá sagði hún meðal annars, að hún kviði vissulega fyrir að fara á svo frumstæðar slóðir. En hvernig varð henni við þegar á "'aðinn • ::r komið? „Ástandið var v;ei ist sagt ömurlegt.Mikil hungurs- . .ö níi hunl a. Ihuainir höfðu þó fengið einhverjar óljósar fregnir að von væri, á hjálp. Fólkið er afar frumstætt og margt þeirra hafði aldrei fyrr séð hvítan mann. Sum börnin ráku upp vein þegar þau sáu mig,” segir Kristín. — Hvernig gekk ykkur að gera það skiljanlegt sem þið voruð að gera? „Þarna voru örfáir sem gátu gert sig skiljanlega á ensku og við notuð- um þá sem túlka. Annars var ég allt- af að læra einstök orð i þeirra máli,” svarar Kristín. „Siðvenjur þessa fólks voru með ólíkindum. Ef það drap eitthvert dýr, drakk það blóðið úr sárinu. Vegna þess var Iítið um eggjahvítusjúkdóma þar sem fólkið fékk prótein úr blóðinu og fiskinum sem það fékk. Annað var einnig einkennilegt, þegar sjúkdómar gerðu vart við sig þá brenndu þeir ör á þann stað sem þeir fundu til í, þangað til fór að blæða. Með því voru þeir að reka burt illa anda. Eins og við var að búast gagnaði þessi aðferð lítt sem lækning,” segir Kristín ennfremur. Hrærðu blóð yfir eldi „Þá var það algeng sjón að sjá börnin hræra í blóðinu yfir eldi til að fá það til að storkna. Þegar það hafði tekizt var blóðið borðað. En þrátt Úrhellisrigning í þrjár vikur Kristín upplifði þá mestu rigningu sem hún hefur getíð ímyndað sér að væri til. „Það kom rigning og það engin smárigning, þrumur og elding- ar í heilar þrjár vikur. Ég hef bara aldrei séð annað eins,” segir hún, „enda hafði ekki rignt þarna í þrjú ár. Það flæddi um allt, yfir alla vegi og vatnspípan fór úr sambandi þannig að rigningin setti mikið strik í okkar starf. Allt tafðist út af henni. Við þurftum að keyra í tiu klukku- stundir til næsta þorps þar sem hægt var að kaupa mat og áhöld,” segir Kristín. — Er ekki sex mánuðir langur tími á slíkum stað? „ Jú,” svarar hún. „Fyrst þegar ég kom út og sá hvað mikið þurfti að gera fannst mér langur tími framund- an. Þegar starfið var komið í gang breyttist þetta og ég held ég hefði ekki viljað fara eftir þrjá mánuði. Einungis vegna þess að það var svo gaman að sjá hvernig fólkinu vegn- aði. Að öðru leyti held ég að fjórir mánuðir séu heppilegur tími. Þegar við fórum í ágústlok var dásamlegt að sjá framfarirnar og við vorum öll mjög ánægð með störf okkar. Þetta land sem við vorum á var áður mikið landbúnaðarland og nú var búið að planta miklu niður. Nokkrir sjálf- boðaliðar frá Efnahagsbandalagi Evrópu verða þarna núna og gefa mat einu sinni á dag og aðaláherzla er lögð á að gera fólkið sjálfbjarga,” segir Kristín. Um mánaðamótin tekur hún við fyrra starfi sínu sem svæfingarhjúkr- unarfræðingur á Borgarspítalanum en dvölina á Thailandi og í Kenya „ÞaO sem okkur fannst svo mikils virði var hve starf okkar bar mikinn órangur, þannig aö viO gótum sóO þaO meO eigin augum. Einnig vil óg taka fram aO viO fengum nægan mat handa fóikinu. ViO þurftum aOeins aO ióta v'rta hverju við þyrftum á að haida," segir Kristín Ingóffsdóttír hjúkrunarfræðingur sem dvalizt hefur um sex mónaða skeið í Kenya. DB-mynd Sig. Þorri. segir hún meiri reynslu en hún hafði kynnzt i starfi sínu hér á landi. En ef hún ætti þess kost að fara aftur hvað þá? ,, Jú, eftir nokkra mánuði væri ég til í að fara aftur en ég vildi þá breyta til og fara eitthvað annað,” sagði Kristín Ingólfsdóttir hjúkrunarfræð- ingur. -ELA. Guörún Helgadóttir sendir frá sér nýja barnabók: FæOisskýii þeirra hjálparmanna. Góð samvinna myndaðist meOal innfæddra og hjólparfólksins. Kristin meO börnunum. „ÞaO kom mór mest á óvart hve börnin voru fijót að nó sór". Þurftum að byggja upp hjálparstarfið „Við fórum fjögur, tvær brezkar hjúkrunarkonur, ég og brezkur farar- stjóri,” heldur Kristín áfram. „Og við þurftum að byrja á því að byggja upp hjálparstarfið. Það fólst í því að skrásetja alla íbúana, reisa fæðisskýli þar sem við tókum inn sjúklinga, börn, gamalmenni og barnshafandi konur. í fæðisskýlinu fékk fólkið mat 4—5 sinnum á dag. Að öðru leyti dreifðum við matnum til fjölskyldna en hann var sólþurrkaður fiskur, matarolía og mulinn maís. Þeir sem voru í fæðisskýlinu fengu að auki hafragraut og mjólk. í byrjun reyndist okkur erfitt að fá mæður til að láta börn sín af hendi til okkar. Þegar við sýndum þeim fram- farirnar á þeim eftir meðferð hjá okkur fór þetta smámsaman að breytast. Það sem mér kom kannski einmitt mest á óvart, fyrir utan menninguna, voru þær framfarir sem við sáum á börnunum. Við tókum við þeim nær dánum úr sulti en þau voru ótrúlega fljót að ná sér.” fyrir alla þessa hörmung þá dansaði þetta fólk og söng er kvölda tók. Eitt kvöldið læddist ég út til að sjá þenn- an stríðsdans og ætlaðist ekki til að nokkur mundi sjá mig. Var eiginlega í vafa um hvort ég væri velkomin. Þau komu auga á mig og ég var drifin í dansinn, lét eiginlega eins og hálf- gert fífl,” segir Kristín og brosir að öllu saman. Það eru varla margir sem vildu hafa verið í sporum Kristínar í næstum fimmtíu gráðu hita. Búandi í steinhúsi, sem vissulega var fínt hús á mælikvarða Kenyamannanna, en sem hélt ekki vatni né eitruðum skor- kvikindum. Þrjú þeirra hjálparmann- anna fengu enda malaríu og niður- gangssjúkdóm. „Ég skil það bara ekki en ég slapp við allt svona. Fékk að visu nokkur bit en ekkert alvar- legt,” segir Kristin brosandi. Hún hafði áður starfað við hjálparstörf um þriggja mánaða skeið og þá í Thailandi. „Þetta var allt öðruvísi en þar,” segir hún. „Sem betur fer þurfti ég ekki að hafa áhyggjur af skotárásum þarna eins og í Thai- landi.” Ævintýri sem jjallar um landið og ástina — verður gefiö út á Norðurlandamálum og á ensku „Jú, það er rétt að Iðunn er að gefa út nýja barnabók eftir mig,” sagði Guðrún Helgadóttir, rithöf- undur og alþingismaður, er Fólk- síðan sló á þráðinn til hennar. Við höfðum heyrt af því að þessi bók væri væntanleg á markaðinn hér heima næstu daga og hún mun einnig eiga að koma út á fleiri tungumálum. Bókin er myndskreytt af Brian Pilk- ington sem þekktur er fyrir mynd- skreytingu plötuumslaga. „Þetta er lítil bók eða öllu heldur ævintýri. Hún er að því leyti frá- brugðin íslenzkum barnabókum að hún er unnin með finustu tækni. Myndir Brians eru líka alveg einstak- lega fallegar. Ég skal viðurkenna að þegar hann Jóhann hjá Iðunni nefndi Brian við mig sem myndskreytara varð ég ekkert allt of hrifin. Mér fannst ekki að útlendingur gæti gert þessar landslagsmyndir. Þetta breytt- ist þegar ég sá fyrstu myndina því hún var afskaplega falleg,” sagði Guðrún ennfremur. „Ævintýrið nefnist Ástarsögur úr fjöllunum og er með þjóðlegri hefð. Þarna leik ég mér með náttúruna og ástina. Bókin er byggð þannig upp að önnur blaðsíðan er mynd og hin texti. Hugmyndina? Ja, það má kannski segja að ég hafi fengið hana í Húsa- felli í fyrrasumar. Það er mjög fallegt í Húsafelli og þegar ég horfði á landið þar, þá held ég að þetta ævintýri hafi orðið til,” segir Guðrún. Hún hefur þegar gert samning við útgáfufyrirtæki í Svíþjóð og hin Norðurlöndin munu einnig hafa áhuga. Þá er búið að þýða söguna á ensku en það gerði Christopher Sand- er sem dvaldi hér á landi um nokk- urra ára skeið. Bókin var á bókasýn- ingu á ítaliu í vor og vakti hún þá mikla athygli. — En fyrir hvaða aldur er hún helzt? „Þessari spurningu á ég alltaf erfitt með að svara,” sagði Guðrún. „Ég vona bara að hún sé fyrir allt fólk. Og von mín er sú, að hún geti orðið til að börnin líti öðruvísi á landið sitt, er þau horfa út um bilgluggann,” sagði Guðrún Helgadóttir. -ELA. GuOrún Helgadóttir hefur látiO tra ser tara margar skemmtilegar barna- bækur, nú er það ævintýri sem fró henni kemur, fallega myndskreytt af Bretanum Brian Pilkington. DB-mynd Sig. Þorri.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.