Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 24.09.1981, Qupperneq 12

Dagblaðið - 24.09.1981, Qupperneq 12
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1981. WMBIABW Útgefandi: Dagbtaðiö hf. .Framkvœmdastjóri: Sveinn R. EyjóHsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Aflstoðarritstjóri: Haukur Helgason. Fróttastjóri: Ómar Valdimarsson. Skrifstofustjóri ritstjóman Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. Menning: Aflalsteinu Ingólfsson. Aflstoflarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Ásgrímur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karisson. Blaflamenn: Anna Bjamason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefánsdóttir, Elín Albortsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hákonardóttir, Krístján Már Unnarsson, Sigurflur Svorrisson. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjamleifsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurðsson, Sigurður Porrí Sigurðsson og Sveinn Þormóflsson. Skrifstofustjórí: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Auglýsingastjórí: Már E.M. Halldórs- son. Droifingarstjóri: Valgerður H. Svoinsdóttir. Ritstjóm: Síflumúla 12. Afgreiflsla, áskriftadeiid, auglýsingar og skrifstofur: Þverholti 11. Aflalsimi blaflsins er 27022 (10 Hnur). Setning og umbrot: Dagblaflifl hf., Síflumúla 12. Mynda- og plötugerfl: Hilmir hf., Síflumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 10. Áskríftarverfl á mánufli kr. 85,00. Verfl í lausasölu kr. 6,00. Þriðja skrípareglan_ í landi nokkru rýfur viðskiptaráð- herrann einkarétt Sambandsins og Sölu- miðstöðvarinnar með þvi að veita vini sínum og flokksbróður í íslenzku um- boðssölunni undanþágu til freðfisks- sölu á Bandaríkjamarkaði. Jafnframt bannar þessi ráðherra öðrum aðila, ís- lenzku útflutningsmiðstöðinni, að rjúfa þennan einka- rétt, þótt fyrirtækið hafi í þrjú ár haft undanþágu til freðfisksölu á Bandaríkjamarkaði framhjá Samband- inu og Sölumiðstöðinni. í þessu sama landi rýfur samgönguráðherrann einka- rétt Flugleiða með því að veita vini sínum og flokks- bróður í Icecargo undanþágu til áætlunarflugs til Amsterdam, jafnvel þótt allir vissu, að engin flugvél var til slíks brúks. Jafnframt frestar þessi ráðherra að veita öðrum að- ila, Arnarflugi, undanþágu til áætlunarflugs til nokkurra evrópskra borga, og það á þeim forsendum, að upp- lýsingar skorti um flugvélakost til áætlunarflugsins! Auðvitað gerist þetta í landi afkomenda Snorra Sturlusonar, sem var önnum kafinn við að gifta dætur sínar öðrum höfðingjum landsins sér til auðs og valda. Þetta gerist í landi flokksbanda, vináttubanda og fjöl- skyldubanda. Erfitt er að tala um skynsama atvinnupólitík í landi, þar sem menn á borð við Tómas Árnason og Steingrím Hermannsson ráða ferðinni með svipuðum vinnu- brögðum og Svavar Gestsson og Ragnar Arnalds beita í mannaráðningum. í gegnum skrípaleiki og glæp íslenzkra stjórnmála má þó greina tvö höfuðatriði þjóðlegrar atvinnuvega- stefnu. Hið fyrra er, að neytendur og skattgreiðendur skuli halda úti eins miklum landbúnaði og frekast er unnt. Hið síðara er, að arður sjávarútvegsins og annarra útflutningsgreina skuli hirtur jafnóðum með falskri gengisskráningu, svo að þessar greinar séu reknar á því sem næst núlli, þótt þær séu hin raunverulega verð- mætauppspretta þjóðarinnar. Á síðustu misserum er þó farið að brydda á þriðju reglunni. Hún er sú, að Tómas og Steingrímur, Svavar og Ragnar megi hjálpa einstökum hallærisfyrirtækjum að því marki, sem nemi beinum tekjum ríkisins af við- komandi atvinnurekstri. Þetta er brezka stefnan, sem vinstri Callaghan og hægri Thatcher hafa beitt í raun og þar með komið flestum stærstu fyrirtækjum Bretlands á kaldan klaka. Samkvæmt henni er í lagi, að ýmsir þættir atvinnulífs- ins skili engu til sameiginlegra þarfa. í stað þess að hleypa starfskröftum og fé úr hallæris- fyrirtækjum til arðbærra verkefna er vinnu og fjár- magni haldið uppi, fyrst í von um betri tíma, en síðan bara til að fresta óþægindum. Enda eru hin arðbæru verkefni óvís í Bretlandi atvinnuleysis. Þessi stefna er nú kynnt hér, þar sem lausar stöður eru margfalt fleiri en atvinnulaust fólk; þar sem heilir landshlutar hrópa á mannskap. í landi ótal arðbærra verkefna á að bæta fyrirtækjum við landbúnaðinn á ómagaskrána. Fjórtán milljónir króna til Flugleiða eru ekki eina dæmið um þetta hugarfar, bara hið frægasta. Þar á að styðja flug, sem sannað er, að verður aldrei fjárhags- lega arðbært, meðan haldið er niðri flugfélögum, sem viljaþenjast út. En í landi Snorra Sturlusonar þýðir lítið að benda á, að því meira sem fjölgað er ómögunum, þeim mun meiri framfærslubyrði er lögð á sjávarútveginn og aðra útflutningsatvinnuvegi, sem halda uppi lífi í þessu landi. Laumuspil einráðra embættis- manna Svo sem flestum mun kunnugt, hefur framhaldsskólafrumvarpið, er fyrst sá dagsins ljós á 98. löggjafar- þingi íslendinga, ekki enn verið stað- fest af Alþingi. Miklar umræður og heitar hafa staðið um nefnt frumvarp og hefur sitt sýnst hverjum um ágæti þess. Ekki síst hefur forstöðumönn- um hinna ýmsu sérskóla þótt sem hér væri að þeirra skólum vegið og að staða þeirra innan þess ramma, er frumvarpið kveður á um, væri harla óljós og ótrygg. Til skamms tíma voru þeir einir um að veita nemend- um sértæk starfsréttindi í þeim starfs- greinum, sem ekki kröfðust háskóla- náms, en samkvæmt framhaldsskóla- frumvarpinu hafa fjölbrautaskól- arnir farið að hluta yfir á þeirra svið og munu auka sókn sína í framtíð- inni, er frumvarpið öðlast löggild- ingu. Á ég hér við, að samkvæmt frum- varpinu eiga fjölbrautaskólar að bjóða upp á stuttar, hagnýtar náms- brautir, er veiti ákveðin starfsréttindi og einnig möguleika á áframhaldandi námi í faginu, að einhverju marki innan fjölbrautar og að einhverju marki innan núverandi sérskóla. í reynd styttist heildarnámstíminn og auk þess er, eins og áður er bent á, allsendis óvíst, á hvern hátt sérskól- arnir verða nýttir. Ekki skal hér fjölyrt um þá hættu, sem faglegri þekkingu stafar af því að færa sérnám úr sérhæfðum skólum með margra ára og áratuga starfs- reynslu að baki og algerlega sértæka þekkingu innan sinna veggja í al- menna fjölbraut, þar sem mun yngri nemendum eru kennd fagleg vinnu- brögð áður en grunnurinn, almenn þekking, er lagður. Óvíst er einnig, hvað gerast mun hjá hinum ýmsu starfsstéttum, er til starfa kemur fólk með mismunandi langa menntun, mismunandi starfsheiti og mismun- andi laun auk mismunandi faglegrar þekkingar, þar sem áður var sam- stæð heild. Af framansögðu ætti að vera ljóst, að víða ríkir mikill áhugi fyrir afdrifum framhaldsskólafrum- varpsins og þá sérlega fyrir fylgiþátt- um þess, þ.e. skipan mála á hinum ýmsu sviðum, er undir samræmd framhaldsskólalög falla, en eftir er að kveða nánar á um í reglugerðum. „Tillögur til umræöu" Árið 1979 skipaði menntamálaráð- herra nefnd, er skyldi gera tillögur um skipan uppeldisnáms innan samræmds framhaldsskóla. í nefnd- inni áttu sæti menn, er starfað hafa i skólum, er hafa uppeldismál á sinni námsskrá og voru þar á meðal full- trúar frá Fósturskóla íslands, Þroskaþjálfaskóla íslands og Kennaraháskóla íslands auk próf- essors Andra ísakssonar, en hann var jafnframt formaður nefndarinnar. Þar eð hann lét af nefndarstörfum á starfstímabilinu, tók Guðný Helga- dóttir við og undir hennar forystu lauk nefndin störfum og skilaði „til- lögum til umræðu” til skólarann- sóknardeildar menntamálaráðu- neytisins nú nýverið. Vegna faglegs áhuga míns sem fóstra æskti ég eftir því við Elínu Skarphéðinsdóttur, fulltrúa í skóla- rannsóknardeild, að fá eintak af niðurstöðum nefndarinnar, en taldi ^ „Er forréttindahópurinn sem fengið hefur að berja augum þetta leyndardómsfulla nefndarálit ekki að verða nokkuð þröngur þegar fagfélag allra þeirra er menntun hafa til uppeldisstarfa á dagvistarheimilum er skilið eftir úti í kuldanum?” Fóstra að störfum. Hvað segir um nám þeirra f álitsgerð nefndar sem gert hefur tillögur um skipan uppeldisnáms innan samræmds framhaldsskóla? DB-mynd

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.