Dagblaðið - 24.09.1981, Síða 27

Dagblaðið - 24.09.1981, Síða 27
27 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1981. TSJEKOV-ÞÁTTUR FRÁ UNESCO - útvaip kl. 22,35: Mamlrfíð er hryggilegt og hlægilegt var óumflýjanlegur, og sagði Olgu að gefa honum kampavín. Seinna um kvöldið var hann látinn.” Chekhov þykir óviðjafnanlega slyngur að sýna hinar fáránlegu and- stæður mannlegs lífs, sem er annars vegar svo fullt af óbærilegri þján- ingu, hins vegar svo fáránlega sprenghlægilegt. Hann er fullur samúðar með persónum sínum, en um leið getur hann ekki annað en hæðzt dálítið að þeim. Yfirleitt eru þær flæktar í örlög sem þær hafa ekki þrótt í sér til að reyna að breyta. Draumar þeirra renna út í sandinn og rætast aldrei. Og ævinlega eru þær ástfangnar af einhverjum sem er ást- fanginn af einhverjum öðrum sem er ástfanginn af einhverjum öðrum o.s.frv. Helztu leikrit Chekhovs eru „Þrjár systur”, „Máfurinn”, ,,Vanja frændi” og „Kirsuberjagarðurinn”. Það síðast nefnda var sýnt í Iðnó í hitteðfyrra undir stjórn Eyvindar Erlendssonar, „Þrjár systur” verða sýndar á Akureyri seinna í vetur, og yfirleitt líður aldrei langur tími án þess að verk Chekovs séu einhvers staðaráfjölunum. Smásögur hans eru einnig frægar og hafa margar þeirra verið kvik- myndaðar, t.d. „Konan með hund- inn” og „Engispretturnar”. -IHH. Úr sýningu leikfélags Reykjavíkur á „Kirsuberjagarðinum” 1979—80. Persónur Tsjekhovs eru óhamingjusamar, flæktar í örlög sem þeim er um megn að breyta, en um leið talsvert hlægilegar. „í þessum þætti er æviferill skálds- ins Tsjekovs rakinn og reynt að draga fram ýmsar hliðar á persónu- leika hans, segir Gunnar Stefánsson, sem þýðir þáttinn og er sögumaður í honum. „Hjalti Rögnvaldsson les úr bréfum skáldsins og ýmislegt annað sem hann hefur sagt um sjálfan sig og verk sín, Knútur R. Magnússon les það sem aðrir hafa sagt um hann og Margrét Guðmundsdóttir flytur kafla þar sem segir frá dauða hans. Hann dó i ferðalagi með eiginkonu sinni, leikkonunni Olgu Knipper, og bar það brátt að. Snögglega kenndi hann sér meins, lét kalla á lækni, en sá góði maður sá strax, að dauði hans RUGGUHESTURINN—útvarpsleikrit kl. 20,40: EFTIR HOFUND SOG- UNNAR UM ELSKHUGA LADY CHATTERLEY D. H. Lawrence var sonur námuverkamanns og ritaði mikið um það umhverfi sem hann var sprottinn úr. Hann er með frægustu skáldum Breta, og hafði mikil áhrif á samtið sina. Leikritð „Rugguhesturinn” er eftir D. H. Lawrence, sem var brezkur rit- höfundur, fæddur 1885 og dáinn 1930, úr berklum. Lawrence var hugsjónamaður, hataði iðnvæðing- una og var þeirrar skoðunar að ástir og kynlíf væri brenglað og afskræmt orðið í okkar þjóðfélagi. Þörf karls og konu hvort fyrir annað væri djúp eðlishvöt, næstum trúarlegs eðlis, sem ætti skilið djúpa virðingu, en væri kaffærð í boðum, bönnum og endalausri umræðu. Hann varð undrandi og hryggur þegar yfirvöld ásökuðu hann fyrir að vera klámfenginn og hann tók nærri sér þegar skáldsaga hans, „Elskhugi Lady Chatterleys” var bönnuð í Bretlandi. Þar segir frá tiginborinni konu sem verður ástfangin af ómenntuðum skógarverði, og mundi sagan víst fremur þykja náttúrurómantik en klámnútildags. Kristmann Guðmundsson þýddi „Lady Chatterley” á íslenzku og kom hún út á ljósbláum pappír hjá Víkings útgáfunni árið 1943. Ekki var þessu framtaki fagnað af íslenzkum yfirvöldum og fremst í bókinni eru þessi aðvörunarorð: „Bók þessi, Elskhugi Lady Chatterley, er prentuð sem handrit og verður ekki höfð til sölu í bókaverzl- unum. Bókina má ekki auglýsa né sýna í búðargluggum og ekki má afhenda hana neinum yngri en 18 ára.” í formála segir Kristmann m.a. að þessi skáldsaga hafi vakið meira umtal en raunveruleg ástæða sé til. Hún hafi hlotið „of mikið lof, of mikið last.” Bókmenntalegt stórvirki sé hún ekki, en, segir Kristmann: „sumir kaflar hennar, einkum þeir sem fjalla um samfarir, eru ritaðir af snilld.” D. H. Lawrence var sonur námu- verkamanns og lýsir æskustöðvum sínum í skáldsögum eins og „Sons and Lovers” og „Women in Love.” Þær hafa báðar verið kvikmyndaðar, sú seinni af Ken Russel með Glendu Jackson í aðalhlutverki. Leikritið „Rugguhesturinn” sem útvarpið flytur í kvöld er í öðrum dúr og ekki einkennandi fyrir höfundinn. Þar segir frá litlum dreng, Páli Carter, sem er greindur og við- kvæmur. Fjölskylda hans hugsar ekki um annað en peninga, og hann flýr inn i sinn eigin heim og leitar huggunar hjá rugguhestinum sínum. Aðalhlutverkin eru leikin af Margrétu Guðmundsdóttur, Guð- mundi Klemenssyni og Róbert Arn- finnssyni. Leikritið er um klukku- stundar langt. -IHH. Kvöldf réttir útvarps- inssendartilEvrópu —á tíðninni 13.797 kílórið Þann 27. september næstkomandi hefjast útsendingar á kvöldfréttum Ríkisútvarpsins á nýrri tíðni. Sent verður út á 13.797 kilóriðum (eða 21,74 metrum) frá kl. 18:30 til 20:00 dag hvern. Prófanir hafa sýnt að sendingar þessar heyrast vel i Danmörku, Sví- þjóð, Luxemburg, Bretlandi, Kanadá og Bandaríkjunum. Frá sama tíma falla niður útsend- ingará 12.175 kílóriðum. Tilkynning um þetta hefur verið send til sendiráða íslands, íslenzku skipafélaganna og SÍNE, en aðstand- endur íslendinga erlendis eru hvattir til að láta fréttir um þessa breytingu berast til vina og vandamanna þar, því sendingar þessar heyrast mun betur og víðar en hinar fyrri. Sömuleiðis væri Ríkisútvarpið þakklátt fyrir upplýsingar (skriflegar) um móttökuskilyrði. Pöntunarsími fyrír hárgreiðslu í Hafnarfirði ognágrenni er 54688 HÁRGREIÐSLUSTOFAN MEYJAN Reykja vikurvegi 62. — Simi54688 BMW320 BMW318 BMW518 BMW320 BMW316 árg. 1980 BMW316 árg. 1978 árg. 1978 Renauit 18 TS árg. 1979 árg. 1981 Renauit 12 TL árg. 1977 árg. 1977 Renautt20 TL árg. 1978 árg.1980 \ Renault 4 VAN F4 árg. '1977 Opið laugardaga frá kl. 1—6. ------------ . KRISTINN GUONASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.