Dagblaðið - 24.09.1981, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 24.09.1981, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1981. \ Ráöstefnan Friður á jörðu, kristni og pólitík í Skálholti: „Málefnið svo ógnarlegt að flokkakrytur verður fáránlegur,” —segír Bemharður Guðmundsson f réttaf ulltrúi kirkjunnar um viðræður guðf ræðinga og stjómmálamanna um síðustu helgi „Markmið þessarar ráðstefnu var að fá stjórnmálamenn og guðfræð- inga til að koma saman og ræða frið- ar-, afvopnunar- og vígbúnaðarmál. Umræða um þessi mál hefur verið mikil í nágrannalöndum okkar, en því miður hefur hún ekki hafizt hér að marki,” sagði Bernharður Guð- mundsson fréttafulltrúi kirkjunnar í samtali við DB um ráðstefnu þá sem haldin var í Skálholti um síðustu helgi og bar nafnið Friður á jörðu, kristni og pólitík. Þetta var þriðja ráðstefnan af þessu tagi sem Kirkju- ritið hefur efnt til. Áður hafa bók- menntafræðingar og guðfræðingar og myndlistarmenn og guðfræðingar borið saman bækur sínar í Skálholti. Ráðstefna þessi hófst á föstu- dagskvöld en þátt í henni tóku full- trúar frá þremur stjórnmálaflokkum auk fulltrúa kirkjunnar. Fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins sátu ráðstefn- una Björn Bjarnason, Halldór Blöndal og Hannes H. Gissurarson. Ólafur Ragnar Grimsson, Guðrún Helgadóttir og Einar Karl Haralds- son sátu ráðstefnuna fyrir hönd Alþýðubandalagsins og þau Guð- mundur G. Þórarinsson, Haraldur Ólafsson og Sigrún Sturludóttir fyrir Framsóknarflokkinn. Vegna kjör- dæmaþinga Alþýðuflokksins gat enginn úr þeirra röðum tekið þátt í ráðstefnunni. Fyrir prestafélagið sat séra Karl Sigurbjörnsson sóknar- prestur við Hallgrímskirkju ráðstefn- una og dr. Þórir Kr. Þórðarson var fulltrúi guðfræðideildar Háskóla ís- lands. Þá sat séra Heimir Steinsson, Síðasti dagur ráðstefnunnar var svo sunnudagur en umræður voru þann dag milli kl. 9 og 12. Að sögn Bernharðs Guðmundsson- ar voru ráðstefnugestir ánægðir með ráðstefnuna. Voru þeir allir sammála um að einhliða afvopnun væri engin lausn á því ástandi sem orðið hefur I heiminum vegna vígbúnaðarkapp- hlaups stórveldanna, Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Hins vegar gætu smáþjóðirnar myndað mótvægi við þessu ógnarjafnvægi með því að standa saman og mynda þannig þriðja pólinn. Bernharður sagði að Gunnar Gunnarsson, stjórnmála- fræðingur sem sæti á í öryggismála- nefnd Alþingis hefði komið á ráð- stefnuna og rætt um vígbúnaðar- kapphlaup stórveldanna. Kom m.a. fram í máli hans að það tekur stór- veldin aðeins 5—6 mínútur að senda kjarnorkueldflaugar á landsvæði hvortannars. Að sögn Bernharðs einkenndust umræðurnar fyrst í stað nokkuð af því að stjórnmálamennirnir hefðu varið sinn málstað og stefnu flokks síns. Eftir þvi sem á ráðstefnuna leið varð samtalið betra og menn hlust- uðu vel á rök hver annars, ,,enda er málefnið svo ógnarlegt að flokka- krytur verður næsta fáránlegur þegar það gildir framtíð mannkynsins,” sagði Bernharður Guðmundsson, fréttafulltrúi kirkjunnar. Þess má að lokum geta að ráð- stefnugestir munu rita greinar um þessi mál í jólahefti Kirkjuritsins. -SA. Dr. Þórir Kr. Þóröarson útskýrði m.a. á ráðstefnunni hugtakið Shalom i gamla testamentinu en i þvi felst m.a. friður, vel- gengni i liflnu og jafnvægi manna á millum. Dr. Þórir er næstlengst til hægri á myndinni en hægra megin við hann er dr. Gunnar Kristjánsson. Lengst til vinstri er eiginkona dr. Gunnars, Anna Höskuldsdóttir og við hlið hennar þeir Haraldur Ólafsson, lektor, og séra Heimir Steinsson, rcktor Skálholtsskóla. lektor í Skálholti, ráðstefnuna og loks þeir dr. Gunnar Kristjánsson á Reynivöllum og Bernharður Guðmundsson, fyrir Kirkjuritið. Sem fyrr getur hófst ráðstefnan á föstudagskvöld með yfirlitserindi dr. Gunnars Kristjánssonar. Að morgni laugardags hófst dagskráin með greg- oríönskum morgunsöng, en morgun- og kvöldsöngur var alla daga ráð- stefnunnar. Lásu stjórnmálamenn úr heilagri ritningu við morgunsönginn. Umræður voru síðan þann dag allan, að vísu með hádegisverðar- og kaffi- hléum, en umræðum lauk klukkan 19. Að kvöldi Iaugardags hófst síðan friðarvaka. Þannig stóð á að kór Menntaskólans við Hamrahlíð var í Skálholti þessa helgi við æfingar fyrir væntanlega hljómplötu og tóku kór- félagar þátt í friðarvökunni. Söng kórinn, en milli laga lásu ráðstefnu- gestir ýmiss konar efni tengt friði á jörðu, bæði frumsamið efni, úr ritn- ingunni og úr bókmenntum. Vi ✓ Ámeshreppur á Ströndum: ÍBIIAR VILDU r FÁAÐ SJA UEKNINN Geir Viðar Guðjónsson læknir á og finnst hreppsbúum það í minnstí Hólmavík kemur í Árneshrepp einu lagi að sjá lækninn aðeins einu sinni sinni í mánuði allan ársins hring. mánuði. Þegar erfitt er yfirferðar á vetrum Geir hefur verið Iæknir á Hólma kemur læknirinn með flugvél. Áður vík í tæpt ár og verður annað ár ti fyrr var oft vitjað hálfsmánaðarlega viðbótar. Árneshreppsbúar eri OFTAR ánægðir að hafa hann áfram, því erfitt er að skipta oft um lækni. Sjúkraskýlið á Hólmavík tekur 13 sjúklinga og er oftast fullnýtt að sögn Geirs læknis. -Regina, Gjögri. Vísismenn huga að framtíðarhúsnæði — gert ráð fyrir þvíað öll starfsemi blaðsins verðiað Réttarhálsi íReykjavík ,,Við fengum þessa lóð fyrir nokkr- um árum og nú er verið að huga að frumteikningum byggingar,” sagði Hörður Einarsson einn af forráða- mönnum útgáfufélagsins Reykja- prensts hf. í gær. f fundargerð bygging- arnefndar Reykjavíkur kemur fram að Reykjaprent, útgáfufélag dagblaðsins Vísis, hefur fengið jákvætt svar við byggingarframkvæmdum við Réttar- háls4íReykjavík. ,,Það tekur sinn tíma að byggja eins og þiö á Dagblaðinu þekkið,” sagði Hörður, ,,en tíminn er fljótur að líða. Það er ekki hægt að segja um það nú hvenær hafizt verður handa, hér er interRent car rerital Bílaleiga Akureyrar Akureyri: Tryggvabr. 14 - S 21715. 23515 Reykjavík: Skeifan 9 - S 31615, 86915 Mesta úrvalið, besta þjónustan Við útvegum yður afslátt á bílaleigubílum erlendis verið að hugsa til framtiðar.” Að sögn Harðar er fyrirhugað að flytja alla starfsemi blaðsins á hinn nýja stað. Visir er nú til húsa í Síðu- múla og prentaður í Blaðaprenti eins og Tíminn, Þjóðviljinn og Alþýðublaðið. Sögur hafa gengið um það, að Tíminn hygðist flytja sig úr Blaðaprenti í prent- smiðjuna Eddu. DB spurði Hörð hvort prentvél Blaðaprents væri úr sér geng- in. Hann sagði það ekki vera, hún þyrfti viðhald, enda mikið notuð. Með eðlilegu viðhaldi gæti vélin enzt lengi. -JH. ATHUGASEMD — frá vinum og kunningjum Hans Wiedbusch Dagblaðinu hefur borizt eftirfar- andi yfirlýsing frá vinum og kunn- ingjum Þjóðverjans Hans Wied- busch, sem myrtur var 17. september sl. Undir yfirlýsinguna rita: Þóra Ás- dis Arnfinnsdóttir, Guðrún Ág. Janusdóttir, Monika Abendroth, Páll Pampichler Pálsson, Hilke Jak- ob-Magnússon, AAalmundur Magnússon, Karin Hróbjartsson,, Aðalheiður Pálsdóttir, Ingrid Hall- dórsson og Marlles Slgurðsson.Yfir- lýsingin er svohljóðandi: „Við erum nokkrir vinir og kunn- ingjar Þjóðverjans Hans Wiedbusch, er myrtur var aðfaranótt fimmtudags 17. september sl., sem mótmælum hér með harðlega málsmeðferð og fréttatilkynningu rannsóknarlögreglu ríkisins og skrifum siðdegisblaða um þetta mál. Einnig viljum við koma á framfæri vitnisburði fólks, sem þekkti vel til Hans Wiedbusch. Okkur var vel kunnugt um að Hans var „homosexuel”, en það kom ekki i veg fyrir að hann átti sér stóran hóp vina, karla sem kvenna, fjölskyldna sem einhleypra, sem kunnu að meta manngildi hans. Hans var að okkar dómi sérstakt ljúfmenni, heiðarlegur, tilfinninganæmur og traustur vinur. Þar sem hinn látni getur ekki varið sig sjálfur krefjumst við þess í minn- ingu hans að leiðrétt sé sú villandi mynd, sem af honum hefur verið gefin í fjölmiðlum.” Homsteinn lagð- ur að höf uð- minnisvarðanum —um 1100 ára byggð á íslandi fimm árum, 1982—1986, ef auðið verði Svo virðist sem allur þorri manna fagni því að sjá eða vita þetta hús rísa, og ég flyt hér þakkír þeim, hvar sem þeir eru stadjdir, er hugsa hlýtt til bókhlöðunn- ar.” Siðan sagði Finnbogi landsbóka- vörður: „Þessi nýja bygging, sem hér er í smíðum, er ætluð sameinuðu Lands- og háskólabókasafni, en Þjóð- skjalasafn mun fá allt Safnahúsið við Hverfisgötu til sinna nota þegar Lands- bókasafn flytzt hingað vestur á Mel- ana. Þjóðarbókhlaðan leysir því í raun, og til verulegrar frambúðar, húsnæðis- vanda þriggja höfuðsafna, en á það verða menn að líta, þegar þeir meta þessa miklu framkvæmd.” Þjóðarbókhlöðunni er ætlað að verða höfuðminnisvarði um 1100 ára búsetu í landinu árið 1974. -ÓV/DB-mynd: EÓ. Þau skála hér fyrir nýrri Þjóðarbók- hlöðu, Vigdís Finnbogadóttir forseti, Guðmundur Magnússon háskólarektor og Svavar Gestsson félagsmálaráð- herra, eftir að Vigdís hafði lagt horn- stein að byggingunni síðdegis í gær. Vigdís heldur á dýrustu og fínustu múr- skeið, sem notuð hefur verið á íslandi, hún er úr silfri og var sérsmiðuð af Bárði Jóhannessyni gullsmið. Guðmundur rektor er í byggingar- nefnd Þjóðarbókhlöðu ásamt þeim Herði Bjarnasyni, fyrrverandi húsa- meistara ríkisins, og Finnboga Guð- mundssyni landsbókaverði, sem er for- maður nefndarinnar. Finnbogi flutti stutt ávarp við at- höfnina í gær og sagði meðal annars: „Byggingarnefnd vonar, að unnt reynist að halda bókhlöðusmíðinni hik- laust áfram og ljúka henni á skaplegum tíma. Nefndin hefur í tillögum sínum lagt til, að smíðinni verði lokið á næstu

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.