Dagblaðið - 24.09.1981, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 24.09.1981, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐID. FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1981 ■ i Iþróttir Iþróttir Iþróttir Bayern-tnoið skaut Rnna á bólakaf Vestur-Þjóðvcrjar áttu í erfiðleikum með Finna í fyrri hálfleik. Klaus Fischer náði forystunni fyrir Þjóðverja á 11. min. en Hannu Turunen náði að jafna á 40. min. Aðeins tveimur minút- um siðar skoraði Karl-Heinz Rumme- uigge glæsilegt mark með hjóihesta- spyrnu og staðan því 2—1 í hálfleik. Paul Breitner skoraði þriðja markið á 54. min. og eftir það var aðeins eitt lið á vellinum. Rummenigge skoraði aftur á 60. min. og Breitner aftur á 67. min. Staðan þá orðin 5—1. Rummenigge fullkomnaði þrennu sina á 72. min. og Wolfgang Dremmler innsiglaði stór- sigur Vestur-Þjóðverja sjö mínútum fyrir leikslok. Bayern-leikmennirnir Rummenigge, Breitner og Dremmler skoruðu þvi sex af sjö mörkunum. Liðin voru þannig skipuð: V. Þýzka- land: Toni Schumacher (Köln), Uli VONIR ENSKRA MINNKA ENN Englendingar eiga nú aðeins töl- fræðilega möguleika á að komast í lokakeppni HM eftir markalaust jafn- tefli Rúmena og Ungverja i Búkarest í gærkvöldi. Rúmenar hefðu þurft að vinna til þess að möguleikar Englend- inga héldust raunhæfir. Ungverjar mættu til leiks ákveðnir í að halda öðru stiginu og rúmenski markvörðurinn átti náðuga daga, þurfti ekki að verja skot. Rúmenum tókst tvisvar að brjótast í gegnum ungverska varnar- múrinn en Meszaros markvörður bjargaði i bæði skiptin. Töluverð harka var í leiknum en bæði lið voru ánægð með sinn hlut i leikslok því nú ætti báðum að takast að komast í loka- keppnina. Staðan i 4. riðli eftir leikina í gærkvöldi: England 7 3 13 12—8 7 Rúmenia Ungverjaland Noregur Sviss 6 2 3 1 4—3 7 5 2 2 1 6—6 6 7 2 2 3 7—11 6 5 1 2 2 7—8 4 Rúmenar eiga eftir báða leikina gegn Sviss, Ungverjar'eiga eftir Sviss og Noreg heima og England úti. -VS. Stielike (Real Madrid), Bernard Kaltz (HSV), Bernd Förster (Stuttgart), Hans-Peter Briegel (Kaiserslautern), Wolfgang Dremmler (Bayern), Felix Magath (HSV), Paul Breitner (Bayern), Ronald Borchers (Frankfurt), Klaus Fischer (Köln), Karl-Heinz Rumme- nigge (Bayern). Finnland: Isohao, Dahllund, Pekonen, Lathinen (Notts Co.,) Turunen, Houtsonen, Ikaela- einen (varam: Nieminen), Pyykko, Utriainen, Kouska, Jaakonsaari (varam: Ronkainen). Leikið var i Bochum i Vestur-Þýzkalandi og áhorf- endur voru 45,000. -VS. Staðan í 1. riðli er nú þessi: Vestur-Þýzkaland 5 5 0 0 18—2 10 Austurriki 6 5 0 1 15—3 10 Búlgaría 5 3 0 2 9—6 6 Albania 6 1 0 5 4—12 2 Finnland 8 1 0 7 4—27 2 Indíánamold heitir efnið og má nota til alhliða snyrtingar og fegrunar. Sjáið bara sjálf á bls. 8 jwmxt þetta merki þekkja allir. En þrátt fyrir fréttirnar höfum við líklega ekki gert okkur grein fyrir ástandinu eins og það er. Vikan í Póllandi — bls. 10 Bubbi Morthens er í miðri Viku og langt og merkilegt viðtal við hann á undan. Hann er einstakur í sinni röð — það kemur í Ijós á bls. 28 Gorkúlur hafa yfir- leitt þótt til óþurftar og vakið litla hrifn- ingu. En þegar betur er að gáð kemur í Ijós að gor- kúlur eru herra- manns matur. Sjá bls. 36 og 49 Iþróttir lþr< Arnór i návigi við Seman markvörð eftir hornspy Ekkita íslenzka landsliðið í knattspyrnu vann eitt sitt mesta afrek i gær á Laugardalsvellinum, þegar það gerði jafntefli 1—1 við Tékka í HM-leik landanna í 3. riðli. Tékkar eru núverandi ólympíumeistarar — voru Evrópumeistarar 1976 — og það er ekki á hverjum degi, sem litil þjóð tekur stig af þeim. Tékkar þurftu reyndar að taka á öllu sínu til að ná jöfnu. Tókst að jafna, þegar 14 minútur voru til leiksloka eftir að Pétur Ormslev hafði skorað mark íslands strax á sjöttu mín. Tékkarnir þurftu svo sannarlega á báðum stigunum að halda í þessum leik en það tókst þeim ekki þrátt fyrir þunga sókn meiri hluta síðari hálfleiksins. Eftir leikinn voru Tékkar niðurbrotnir menn. Möguleikar þeirra að komast í úrslitakeppni HM á Spáni næsta sumar hanga nú á bláþræði. Þeir hugsa áreiðanlega ekki hlýtt til Guðmundar Baldurssonar, hins 22ja ára landsliðsmark- varðar. Hann varði mark íslands af frábærri snilld og var bezti maður íslenzka liðsins á- samt hinum tvituga Arnóri Guðjohnsen, Lokeren. Janus Guðlaugsson kom skammt á eftir. En þrátt fyrir snilli þessara þriggja leik- manna íslands var jafnteflið staðreynd vegna sterkrar liðsheildar. Vörnin gaf ekki oft sinn hlut, bakverðirnir Örn og Viðar sterkir. Bar- áttukraftur Arnars smitandi. Marteinn fyrir- Iiði og Sævar klettar á miðjunni. Tengi- liðirnir börðust vel þar sem Janus var ákaf- lega yfirvegandi og Pétur Ormslev orðinn stórsnjall leikmaður. Ásgeir á langt í land að ná sinni fyrri hæfni eftir meiðslin slæmu en hann gaf þó ekki eftir. Vann vel og það gerðu þeir Atli og Magnús Bergs líka. Arnór nokkuð einmana frammi, einkum í siðari hálfleik. Hreinn snillingur, pilturinn sá. ísiand hefur ekki tapað landsleik á heima- velli í sumar og hlotið fimm stig í 3. riðli HM. Það er mun meir en áður í HM-keppni. Guðni Kjartansson, landsliðsþjálfari, hefur unnið frábært starf og sýnt og sannað að ekki þarf að leita snjallra starfskrafta út fyrir landsteinana. Til hamingju Guðni. íslenzka liðið fékk óskabyrjun. Skoraði á sjöttu mín. Ásgeir tók hornspyrnu. Gaf vel fyrir markið. Seman markverði mistókst að Jafntefli Villa Þrir leikir voru háðir í 1. deildinni ensku í gær. A. Villa og Stoke gerðu jafntefli 2—2 á Villa Park. Peter Withe skoraði bæði mörk Villa. Liðið komst i 2—0 en Peter Griffiths og Paul Mcguire, viti, jöfnuðu á 2. minútum. Man. City vann Leeds 4—0. Dennis Tueart og Kevin Reeves skoruðu tvö mörk hvor. Nottm. For. vann Sunderland 2—0 með mörkum Mark Proctor og Ian Wallace. í 2. deild urðu úrslit þessi. Blackburn-Cambridge 1—0, Chelsea- Charlton 2—2, Derby-Bolton 0—2, Newcastle-Shrewsbury 2—0. Tékkarmiðursí Tékknesku leikmennirnir, fararstjórar þeirra voru algjörlega miður sín eftir úrslitin i landsleil leiknum, í gær. Var viðmælandi og í mat eftir lei leikmennirnir varla það sem borið var fram. H um höfúðin meðan þjálfari liðsins, dr. Josef Vei um gólfið og þrumaði yfir hausamótunum á le sinum. Aumingja strákarnir í tékkneska liðinu fli og stynjandi undir ásökunum. Sæti þeirra í úrslit á Spáni er nú í verulegri hættu. Péturfórmeð A1 Pétur Ormslev, landsliðsmaðurinn í Fram, hé utan með Atla Eðvaldssyni og var stefnan sett á með viðkomu í Kaupmannahöfn. Pétur verður u Fortuna Dússeldorf, liðinu, sem Atli byrjar að lei næstu helgi. Miklir möguleikar á að Pétur geri maður hjá félaginu.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.