Dagblaðið - 24.09.1981, Síða 4

Dagblaðið - 24.09.1981, Síða 4
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1981. S** Hægt að gróðursetja semhæst: _ langt fram á vetur Blómaval I Sigtúni er eflaust langstærsti laukblómasalinn hérlendis. 1 upphafl haustlaukavertfðarinnar voru þar til yflr hundrað tegundir af túlípönum og yfir fjörutíu tegundir af páskaliljum auk fjölmargra tegunda af smálaukum. DB-myndir Bjarnleifur. Haustlaukavertíðin stendur nú sem hæst. í blómaverzlunum og^gróðrar- stöðvum er hægt að fá lauka sem verða að dásamlega fallegum og ilm- andi blómum næsta vor og sumar. Það er svo sannarlega góð fjárfesting að kaupa haustlauka og af þeim má hafa ánægju ár eftir ár ef vel tekst til. Þegar garðyrkjumennirnir eru spurðir hvort t.d. túlípanalaukarnir komi ekki örugglega upp aftur næsta ár svara þeir eitthvað á þá leið að „það fari allt eftir aðstæðum hverju sinni”. Tilfellið er að stundum koma laukarnir upp aftur og stundum ekki. Mikil aðsókn að sýnikennslunni Við lögðum leið okkar í Blómaval og hittum að máli Guðbjörn Odd Bjarnason garðyrkjumann sem sýndi okkur það sem til var af laukunum. Undanfarnar tvær helgar hefur verið einskonar sýnikennsla í laukaniður- setningu i Blómavali og sagði Guð- björn að geysimikil aðsókn hefði verið í þá kennslu. Fjölmargar af nýju tegundunum voru uppseldar, en enn var eftir mikið af bókstaflega öllum hugsanlegum litum af túlípönum. Þarna voru yfir hundrað tegundir. Til eru bæði háir og lágir túlípanar, einfaldir, ofkrýndir og nefnast þeir bóndarósatúlípanar. Við þekkjum þá af eigin raun og getum heilshugar mælt með þeim. Þeir eru dásamlega fallegir og standa hiklaust (við góð skilyrði) ekki skemur en þrjár vikur! Þegar okkur bar að voru aðeins eftir rauðir bóndarósatúlí- panar. Svokallaðir kaupmannstúlípanar eru fremur lágvaxnir og henta vel í steinhæðir. Guðbjörn Oddur sagði okkur að þeir væru eiginlega frekast fyrir þá sem „lengra” eru komnir í garðræktinni. Af páskaliljum var einnig gríðar- lega mikið úrval eða yfir fjörutíu tegundir. Þar mátti sjá, fyrir utan venjulegar og „hefðbundnar” páska- liljur, tegundir sem voru „fylltar” og aðrar sem báru átta blóm á einum stilk. — Guðbjörn Oddur sagði að það færi allt eftir aðstæöum hvort páskaliljurnar blómstruðu ár eftir ár, en laukarnir eru allir fjölærir. Smálaukar, eins og krókusar og ýmsar liljutegundir voru til en aðeins algengustu tegundirnar og litirnir eftir. Jólahyacynturnar biðu þarna eftir því að komast í potta. Með því að taka þær ekki siðar en í dag er hugsanlegt að þær verði farnar að blómstraájólunum. Hyacynturnar eiga að vera allra minnst 8—10 vikur 1 kulda og myrkri, verða að vera á kaldasta staðnum í húsinu og gott að hafa svarta plastpoka yfir laukunum þvi þeir eiga að búa í dimmu. Síðan þurfa laukarnir að vera í þrjár vikur í birtu og hita til þess að koma með blóm. En þótt þær séu ekki útsprungnar á jólum gerir það ekki svo mikið til. Það er gaman að stytta skammdegið með því að fá blómstrandi hyacyntur í janúar og jafnvel í febrúar. Það er einmitt hægt með því að láta líða nokkurn tíma milli þess sem lauk- arnir eru gróðursettir. Það er ákaflega einfalt mál. Þeir eru settir til hálfs ofan í mold, sand, mosa, möl eða vatn (þá er vatnið látið nema rétt við rótarkökuna) og síðan ekki söguna meir. Verðið mismunandi Verðið á laukunum var ákaflega mismunandi. Hægt var að fá „sparn- aðarpakkningar” af laukum sem voru mun ódýrari en þeir sem pakk- aðir voru færri saman í poka. Þetta eru samt, að sögn Guðbjörns Odds, allt fyrsta flokks laukar. Sem dæmi um verð á túlípönunum voru pokar með 10 laukum á verðbilinu frá 19 kr. og upp í 40—50 kr. 5 stk. páska- liljulaukar í poka voru á verðinu frá 19 kr. upp í 30 kr. Krókusar voru 10 í poka á 20 kr. Þarna voru til kúlu- laukar, rósalaukar, gulllaukar og bollulaukar. Þeir síðasttöldu geta orðið allt að 120 cm á hæð. Þá voru til anemónulaukar, fresíu og fleiri smálaukar fyrir gróðurhúsa- eigendur. Loks má nefna amaryllis tilbúin í potti og kostaði 59 kr. Ekki er nokkur leið að nefna allar þær tegundir af laukblómum sem á boðstólum éru, en þetta er svona það helzta. -A.Bj. Guðbjörn Oddur Bjarnason sýnir okkur hvernig jólahyacynturnar þurfa ekki að vera nema rétt ofan i moldinni, mosanum, sandinum eða hverju þvi sem við kjósum að rækta þær f. Túlípanar, hyacyntur liljur og krókusar —meðal jólablómanna, sem hægt er að rækta í pottum innanhúss Það eru fleiri laukblóm en hyacyntur sem hægt er að rækta inni fyrir jólin. Það eru túlípanar, liljur, krókusar og írisar. Þeir eiga allir sammerkt að þurfa um þaö bil 12—15 vikur til rótunar. Þegar laukarnir hafa myndað rætur og stöngul sem er um það bil 3—8 cm á hæð má flytja pottinn á hlýrri stað, en potturinn á samt enn að vera í dimmu. Eftir nokkra daga má svo flytja potdnn á enn hlýrri stað og nú má fjarlægja plastpok- ann, eða það sem hlifði blóm- stönglinum fyrir birtunni. Túlípan- ar og hyacyntur þurfa aðeins meiri hita heldur en liljur og krókusar. Gott er að geyma laukana á köldum staö á nóttunni, þegar búið er að taka pottana inn í birtu og il. Annars er okkur sagt að lauka- rækt sé ekki mjög vandasöm, en að sjálfsögðu þarf að stunda hana með alúðeinsogaðraræktun. -A.Bj. Fallegast að gróðursetja laukblóm í þyrpingu Þeir sem settir eru niður við húsið komá fyrst upp Ef laukarnir eru settir niður upp við húsið koma þeir mun fyrr upp en ella. Það er svo miklu hlýrra upp við húsið. Þess vegna er mjög skemmtilegt, ef þess er nokkur kostur að gróöursetja eitthvað af laukunum upp við húsið og eitt- hvað úti i garðinum. Það lengir þann tíma, sem við höfum ánægju af laukblómunum okkar. Fallegast þykir að gróðursetja laukblóm í þyrpingum, þannig að þau myndi breiöur. Annars ,,fer það eftir aðstæðum á hverjum stað” eins og garðyrkjumennirnir segja. Það getur verið fallegt að gróður- setja hávaxna túlípana saman í þyrpingu, en hafa þá lágvaxnari i kring. Munið bara að athuga að lit- irnir fari saman þegar laukarnir koma upp og standa í blóma. Ruglið ekki saman bleikum og rauðum, eða rauðum og fjólu- bláum. Það er nauðsynlegt að skrifa hjá sér í „garðbókina” sina hvar laukarnir eru gróðursettir, þ.e. hvaða laukar (tegund og litur) eru gróöursett á hverjum stað. Þar að auki er gott að merkja gróður- setningastaðina með þar til gerðum merkjum, sem stungið er í moldina. -a.bj. •m

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.