Dagblaðið - 24.09.1981, Síða 7

Dagblaðið - 24.09.1981, Síða 7
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1981. I G Erlent Erlent Erlent Erlent jw'. ' Sameinuðu þjóðimar: Ráðherra- fundur um Namibíu Spurningin um sjálfstæði Namibíu sem nú er undir stjórn S-Afríku verður tekin upp hjá Sameinuðu þjóðunum í dag á fundi fimm utanríkisráðherra vesturveldanna. Verður þar áframhald af viðræðum þeim sem fóru fram í ZUrich milli Chester Crocker, vara- utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og sendinefndar S-Afríku. Talsmaður bandaríska utanríkis- ráðuneytisins segir að Pretoríustjórnin hafi farið fram á þessar umræður til að skýra ýmis atriði sem eru nauðsynlegur undanfari samningaumleitana. Einnig er sagt að ráðherrarnir fimm sem mætast i dag vegna Namibíu muni samþykkja nýjar tillögur er útskýrðar hafa verið fyrir S-Afríkumönnum. Ekki verða tillögur þessar þó birtar opinberlega. Ráðherrarnir eru frá Bandaríkjun- um, Kanada, Frakklandi, V-Þýzka- landi og Bretlandi. Washington: niðurskurður I dag mun Reagan Bandaríkjaforseti tilkynna 16 billjóna dala niðurskurð á fjárlögum fyrir fjárhagsár það er hefst i næsta mánuði. Talsmenn stjórnarinnar segja að niðurskurður þessi sé nauðsynlegur til að komast hjá halla á fjárlögum 1984, halda niðri háum vöxtum og endurreisa trúmannaábatnandiefnahagsástand í Bandaríkjunum. Reagan forseti segir að hann sé enn ekki búinn að ganga frá sjónvarpsræðu þeirri sem sjónvarpað verður frá Hvíta húsinu í kvöld. — Það er enn ýmislegt sem við höfum ekki komið okkur saman um, sagði forsetinn, sem tók sér tíma frá ræðuundirbúningnum til að halda 90 mínútna fund með efnahagssérfræð- ingi sínum, David Stockman. Reagan forseti hefur þegar lagt fram tillögu um tveggja billjóna dala áætlaðan niðurskurð á fjárveitingu til hernaðarmála. Nýstárlegur ferðamáti Komið hefur fram tillaga um það að vestrænir ferðamenn sem heimsækja þróunarlöndin búi frekar hjá heima- mönnum en á hóteli. Þessi nýstárlegi ferðamáti mundi ekki aðeins auka skilning á vandamálum fólks í þróunar- löndunum heldur líka koma því til leiðar að ágóðinn af ferðamönnum kæmu þróunarlöndunum sjálfum til góða en ekki alþjóðlegum hótelhring- um sem bjóða upp á vestrænan lúxus sem er í hrikalegri mótsögn við lífskjör almennings. Hætt er þó við að vestrænir ferða- menn fáist vart í stórum stíl til að afsala sér þægindum og deila í stað þess óblíð- um kjörum bláfátækra innfæddra. London: Hlutabréf féllu á verðbréfamörk- uðum í London og New York eftir að þekktur Wall Street fjármálasérfræð- ingur, Joe Granville, hafði spáð hruni á þessum mörkuðum. Erlendar fréttir Þessar ofsóknir á hendur Bahái- mönnum er aðeins einn þáttur í hörmulegum hryðjuverkum, sem átt hafa sér stað í íran að undanförnu. Leiðtogi byltingardómstólsins í Teheran, Mohammadi Guilani, hefur meira að segja nýlega mælt með því að andófsmenn sem særast i götuá- tökum verði tekniraf lífi. — Trú okkar leyfir ekki að þessir særðu menn séu fluttir á sjúkrahús, sagði Guilani. — í staðinn fyrir að gert sé að sárum þeirra á að drepa þá samstundis. Enn aukast hryðjuverkin ííran: Stefnt að útrýmingu 300.000 Baháímanna — Andófsmenn sem særast í götuátökum skulu umsvifalaust teknir af líffi Fulltrúar 5000 írana af Baháíatrú, sem nú búa landflótta í London, hafa farið þess á leit við vesturveldin að þau setji viðskiptabann á íran vegna trúarofstækis Khomeinis. Þeir halda því fram að aðeins á þann hátt megi stöðva ofsóknir á hendur þeim 300.000 Baháímönnum sem nú búa í íran, og segja þeir stefnt að algjörri útrýmingu á þeim. Mannréttinganefnd Sameinuðu þjóðanna hefur tekið undir þá skoð- un þeirra að pólitískur þrýstingur á íransstjórn nægi ekki til að stöðva út- rýmingu á þessum trúarminnihluta í íran. 70.000 börnum Baháímanna hefur nú verið neitað um skólavist og er vitað um frekari áætlanir um út- rýmingu þessa sértrúarflokks. Sagt er að Ayatollah Khomeini hafi sent út tilkynningu þess efnis að sértrúarflokkurinn sé ólöglegur. Er áætlunum hans um útrýmingu Baháí- manna líkt við áætlanir Þjóðverja um útrýmingu á gyðingum á árunum fyrir heimsstyrjöldina síðari. Ósennilegt er að Baháímönnum veitist nokkurt tækifæri til að flýja land þar sem í bígerð eru ný lög er banna þeim að ferðast, stunda at- vinnu, ráða yfir eignum, yrkja jörð,- stunda verzlunarviðskipti, njóta læknishjálpar eða eiga viðskipta- reikninga í banka. Skal búið að svipta þá öllum þess- um mannréttindum í síðasta lagi 20. Nautakjöt o • o o o 1. Sviri 2. Framhryggur 3. Hryggur 4. Skanki 5. Miðlæri 6. Lend 7. Huppur 8. Siða 9. Bringa og skanki 10. Bógstykki Svínakjöt 1. Kambur 6. Siða 2. Hryggur 7. Bringa 3. Læri 8. Bógur 4. Huppur 9. Bógleggur 5. Lundir Dilkakjöt o e o o 25^1 oo o 1. Sviri 5. Siða 2. Kambur 6. Bringa 3. Hryggur ' 7. Bógur 4. Læri Ódýrt í helgarmatinn Leyfilegt Okkar verö verð Sítrónumarineraður lambabógur.................................. 109,00 70,95 Úrbeinað lambalæri.............................................. 86,15 78,95 Úrbeinaður lambahryggur........................................ 101,20 88,85 Ódýrt saltkjöt.................................................. 45,45 34,95 Nautabuff...................................................... 178,65 139,95 Nautagúllas.................................................... 137,40 105,95 Ódýrt súpukjöt.................................................. 43,45 34,85 Nautahakkl.fi................................................... 93,10 55,95 Kindahakk....................................................... 67,60 45,95 Kálfahakk............................................................... 37,00 Lambasnitzel........................................................ 65,75 Hrefnubuff............................................................. 25,00 Hrefnugúllas............................................................ 27,00 Hrefnusnitzel......................................................... 29,00 Lambalifur...................................................... 40,30 37,75 Ódýrt kæfukjöt.................................................. 31,75 10,95 Söltuð rúllupylsa....................................................... 24,95 marz, en þá fá íbúar írans ný nafn- skírteini. Menn óttast þó að búið verði að drepa marga þeirra löngu fyrir þann tíma og koma upp út- rýmingavbúðum.Nú þegar er búið að taka 160 Baháímenn af lífi án dóms og laga. Baháímenn eru að gamalli hefð í íran duglegt verzlunarfólk og yfirleitt vel menntaðir. Þeir hafa oft verið á- sakaðir fyrir að reka erindi zíonista, m.a. af því að þeir telja Karmelfjallið í Ísrael trúarmiðstöð sína. Ayatollah Khomeini: Lngu betri en Hitler.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.