Dagblaðið - 24.09.1981, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 24.09.1981, Blaðsíða 17
17 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1981. Kvartmflukeppni Kvartmfluklúbbsins: Spennandi keppni við erfið skilyrði Ara Vilhjálmssyni gekk illa’áð ráða við 1200 CC Kawazaki hjólið og tapaði hann fyrir Ara Jóhannessyni þegar hann fór yfir miðlinu brautarinnar, þrátt fyrir að hann væri á undan f mark og næði betri tima. DB-mynd Lilja Oddsdóttir. spyrna hér til úrslita f skellinöðruflokki. DB-mynd Lilja Oddsdóttir. Firebirdinn hjá Benedikt Eyjólfssyni lyfti framhjólunum fet frá jörðu þegar hann var að hita dekkin fyrir úrslitaspyrnuna f S.A. flokki við Friðbjörn Georgsson. DB-mynd Lilja Oddsdóttir. Nýi götubilaflokkurinn var fjölmennastur en þar spyrntu þeir Valur Vffilsson á 440 cid. Valiant og Ágúst Þórólfsson á 327 Chevelle til úrslita. DB-mynd. Lilja Oddsdóttir. Eina kvartmilukeppni sumarsins fór fram á keppnisbraut Kvartmílu- klúbbsins við Straumsvík síðastliðinn laugardag í leiðindaveðri. Mjög hvasst var og einstaka regndropar féllu úr lofti. Ekki var vætan þó svo mikil að fresta þyrfti keppninni, en öruggt er að kuldinn og rakinn ollu ,því að gripið í brautinni var ekki eins gott og það getur verið við hag- stæðari skilyrði. Mikil þátttaka var í keppninni því keppendur voru um 30 og mætti einungis hluti þeirra sem voru búnir að láta skrá sig. Hefur veðrið vafa- laust valdið því þar sem ekki leit beint vel út fyrir keppnisveður á laugardagsmorguninn. Keppt var í fimm flokkum og var kynntur nýr flokkur á keppninni. Var það Street Eliminator flokkur, eða öðru nafni götubílaflokkur. I þeim flokki giltu hefðbundin öryggisatriði en að öðru leyti voru ekki gerðar aðrar kröfur til bílanna en að þeir væru á númerum og hefðu verið í keyrslu vikuna fyrir keppnina. Keppnisfyrirkomulagið í S. E. var einnig frábrugðið hefð- bundnu keppnisreglunum i gömlu flokkunum. Var bílunum raðað í undirflokka eftir tíma og kepptu þeir síðan innbyrðis, þannig að fljótasti bíllinn og / eða bezti ökumaðurinn stóð síðast uppi sem sigurvegari. Langflestir keppendanna voru í þessum flokki og virðist hann ætla að njóta mikilla vinsælda vegna þess hve keppnisreglurnar eru einfaldar. Að þessu sinni var ekki keppt í Modified Standard flokki þar sem ökumenn bílanna sem hefðu fallið í þann flokk kusu frekar að keppa í götubíla- flokknum. Skellinöðruflokkur Fjórir keppendur voru mættir til leiks í skellinöðruflokknum og voru þeir greinilega búnir að leggja mikla vinnu i að undirbúa hjólin fyrir keppnina. Var keppnin milli þeirra mjög hörð og spennandi en til úrslita spyrntu þeir Einar Stefánsson á Honda CB70 og Þórarinn Halldórs- son á Honda SS70. Þórarinn hafði hetur og kom hann á undan Einari í mark. Tími Þórarins var 20.91 sek en tími Einars 20.91 sek. Mótorhjólaflokkur I mótorhjólaflokki voru keppend- ur einnig fjórir en þar var úrslita- spyrnan á milli nafnanna Ara Vil- hjálmssonar og Ara Jóhannessonar. Ari Vilhjálmsson náði strax forystunni sem hann hélt út alla brautina en hann átti í erfiðleikum með að hemja 1200 cc Kawazaki hjólið og keyrði yfir miðlíi.u brautarinnar og tapaði við það spyrn • unni. Tími Ara Vilhjálmss. var 12.29 sek. en tími Ara Jóhannessonar sem keppti á 1000 cc Kawazaki hjóli var 13.71 sek. og sigraði hann í keppninni þrátt fyrir að hann kom á eftir í mark og var með lélegri tíma. Standard flokkur Keppnin í standardflokki var mjög hörð en keppendur þar voru sjö. Sú breyting var gerð á forskotskerfinu í keppninni að i stað þess að miða við undirflokkamet frá Svíþjóð vár farið eftir tímunum sem bílarnir náðu i forkeppninni og þegar bílarnir spyrntu síðan saman í útsláttarkeppn- inni fékk hægskreiðari bíllinn forskot sem nam 70% af tímamismun bíl- anna. Samkvæmt því átti fljótasti bíllinn mesta möguleika á því að sigra. Það fór einnig svo að fljótasti billinn sigraði. Úrslitaspyrnan var á milli þeirra Guðmundar Kjartans- sonar, sem ók 429 cid Mercury Cyclone, og Gunnars Sigurðssonar sem ók 402 cid Pontiac Trans Am, Guðmundur kom á undan í mark, þrátt fyrir 0,35 sek. forskot sem Gunnar fékk á 14.78 sek. en tími Gunnarsvar 15.32 sek. Street Eliminator flokkur Keppnin í þessum flokki tók hlut- fallslega lengstan tímann vegna þess að sigurvegarinn í hverri spyrnu þurfti að spyrna strax aftur i næstu spyrnu við næsta keppandann og þurfti því stundum að bíða eftir bíl- unum meðan þeir voru að aka til baka að startlínunni. Keppnin í S.E. var mjög spennandi og í lokinn voru einungis tveir keppendur eftir. Það voru þeir Valur Vífilsson sem keppti á Plymouth Valiant með 440 cid. vél og Ágúst Þórólfsson sem keppti á Chevelle með 327 cid. vél. í fyrri spyrnunni milli þeirra var Valur á undan og var tími hans 13.74 sek. en tími Ágústs var 14.22 sek. Ágúst hafði heimild, samkvæmt reglunum, til að skora á Val til að keppa aftur og nýtti hann sér það. En það fór á sama veg og áður. Valur var aftur á undan á sama tíma og í fyrra skiptið en seinni tími Ágústs var 14.37. Þessir tveir bílar voru byggðir upp á gerólíkan hátt. Chevellan hjá Ágústi var með litla vél, fjögurra gíra beinskiptan kassa og lágt drif en Valíantinn var með stóra vél, þriggja gíra sjálfskiptingu og frekar hátt drif. í upphafi spyrnanna stökk Chevellan af stað og stundum þannig að bæði framhjólin lyftust frá brautinni. Valíantinn var hins vegar mun seinni af stað en þegar bílarnir voru komnir u.þ.b. hálfa brautina var Valíantinn búinn að vinna upp forskot Chevell- unnar og seig fram úr. Street Alterd flokkur Einungis tveimur keppendum tókst að komast í útsláttarkeppnina í þessum flokki. Það voru þeir Bene- dikt Eyjólfsson sem keppti á428 cid. Pontiac Firebird og Friðbjörn Georgsson sem keppti á 396 cid. Chevrolet Chevelle. Fleiri' kepp- endur voru skráðir til leiks en komust ekki. Gylfi Pálsson, Pústmann, mætti allt of seint með nýja bílinn sinn, Kókósbolluna víðfrægu, og fékk því ekki að taka þátt í sjálfri keppninni. Hins vegar prófuðu þeir félagar bílinn en ekki gekk það vel. Voru þeir búnir að gera gagngerar breytingar á vélinni í Kókosbollunni en greinilega átti eftir að stilla gírana saman. Undir lokin biann þriðji gír- inn í skiptingunni yfir svoaðenginn almennilegur tími náðist á bílinn. Finnbjörn Kristjánsson mætti einnig með 350 cid. Volvo Kryppuna sína en brotnar bremsuskálar og sprungnar heddpakningar gerðu honum lífið leitt. Þeir Friðbjörn og Benedikt kepptu um fyrsta og annað sæti í S.A. flokki. Hvorugur bílanna fékk for- skot en Benedikt tók strax forystuna og hélt henni til enda. Tími Frið- björns var 11.66 sek en tími Bene- Jikts var 10.84 sek. en það er næst- bezti tími sem náðst hefur á kvart- mílubrautinni án þess að nota hlátur- gas (nitrous oxide) á vélina. Jóhann Kristjánsson.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.