Dagblaðið - 24.09.1981, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 24.09.1981, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1981. r 13 Margrét Pála Ólafsdóttir FRJALSHYGGJA FÉLAGSHYGGJA hún öll tormerki á að slíkt gæti orðið. Þó hafði hún samband við Hörð Lárusson, deildarstjóra skólarann- sóknardeildar, og síðar samadagbar Elín mér þau svör deildarstjóra, aþ. ekki væri hægt að leyfa mér að sjá umrætt plagg. Helstu ástæðurnar, er fyrir þvi voru færðar, að enn hefði aðeins fámennur hópur tillögurnar til umræðu og teldust þær enn á vinnslustigi. Þegar álit væri fengið og búið að taka afstöðu til tillagnanna, yrðu þær fyrst opinberar, — og ekki fyrr. En ýmsu er við að bæta; hér var ekki verið að hnýsast í hluti, sem verið er að vinna að, heldur aðeins spurt um tillögur nefndar, er lokið hefur störfum og að meina almenn- ingi að sjá slík plögg, er vart verjandi af opinberri stofnun. Þótt fámennur hópur umsagnaraðila eigi eftir að skila áliti um niðurstöður nefndar- innar, hlýtur það álit að teljast annar hluti af umræddu máli. Aftur á móti mætti spyrja, á hvaða hátt þessir umsagnaraðilar séu valdir. Þegar þetta er ritað, 21. september, hefur stjórn Fóstrufélags íslands ekki borist eintak af nefndartillögunum og því greinilegt, að álits þess félags er ekki óskað af hálfu skólarann- sóknardeildarinnar. Er forréttinda- hópurinn, sem fengið hefur að berja augum þetta leyndardómsfulla nefndarálit, ekki að verða nokkuð þröngur, þegar fagfélag allra þeirra, er menntun hafa til uppeldisstarfa á dagvistarheimilum, er skilið eftir úti í kuldanum og ekki talið umræðuhæft um skipan uppeldisnáms??? Eins mætti velta fyrir sér, hvaða afstöðu lyklapétur skólarannsóknardeildar ætlar að taka til margumræddra til- lagna, áður en dyrum verður upp lokið fyrir áhugafólki, sem auðsjáan- lega kemur mál þetta lítið við. Verður það ef til vill endanleg afstaða, sem ekki verður kunngerð fyrr en allt er klappað og klárt? Persónuleg innan- sveitarkrónika? Því ríkir leynd yfir niðurstöðum opinberlega skipaðrar nefndar í lýðræðisríki, þar sem allt er svo dæmalaust opið og frjálst og réttur einstaklingsins heilagur? Hvað er að finna í umræddum tillögum, er eigi má vera lýðum ljóst, en er eingöngu prívat og persónuleg innansveitar- krónika skólarannsóknardeildar? Leiða má getum að því, að tillög- urnar feli í sér námsskipan, er þegar hefur verið lýst andstöðu við og vitað er, að verður harðlega gagnrýnd. Er ef til vill gengið í berhögg við þá afstöðu til framhaldsskólafrum- varpsins, er skólar og fagfélög mótuðu strax árið 1977 og kom opin- berlega fram með frumvarpinu 1978. Hafa fleiri nefndir skilað tillögum um tilhögun náms á öðrum sviðum framhaldsskólans og eru þær tillögur einnig læstar í eldtraustri ríkis- leyndarkistu? Ætla má, að framhaldsskólafrum- varpið verði að lögum svo fljótt sem gengið hefur verið frá fjármálahlið þess, þ.e. skiptingu kostnaðar milli ríkis og sveitarfélaga. Frumvarpið gerir ráð fyrir 5 ára aðlögunartíma til að móta starf t.d. sérskólanna og að ganga frá námsskrám og reglu- gerðum fyrir hin ýmsu svið. Nú er engu líkara en ráöuneytið ætli að hafa alla þá skipan ákveðna, þegar frumvarpið verður að lögum, en ein- hvers staðar þætti þetta ekki gott lýðræði. Margrét Pála Ólafsdóttir, fóstra. Kjallarinn Frjálshyggja — einkaframtak Ef til vill er það að bera í bakka- fullan lækinn og hreinn bjánaskapur, þegar ég ómenntaður púls- og slor- karlinn, tek mig til og sting niður penna, og skrifa um það sem mennta- menn hafa haft ofarlega á baugi um skeið. Ég vil festa á blað hugrenning- ar mínar og skilning á þeim tveim orðum eða hugtökum, sem er yfir- skrift þessarar greinar, séð frá mínum bæjardyrum, og skilið af minni lífsreynslu. En kannski finnst mörgum þetta bull eða rugl, sem ég mun festa á blaðið, en ég tel það réttar hugsanir og réttan skilning, þar til einhver sannfærir mig um annað, og þá skal ég fúslega viðurkenna villu mína( því ég hef I heiðri orð Ara fróða — hafa skal það sem sannara reynist. Frjálshyggja er orð, sem mjög er notað um þessar mundir, aðallega og sérstaklega siðan Friedmann lét í sér heyra. Frjálshyggja er orð, sem lítur afar menntalega út, og ekki er víst að öllu ómenntuðu verkafólki sé fyllil- lega ljóst, hvað á bakvið orðið getur falist. Heiðursmenn innan um Upphaflega var það ætlun mín að sýna framá, hvernig sumir fylgjendur einkaframtaksins eða einkafyrir- tækja hafa notfært sér aðstöðuna til að hafa af þeim fé, sem minna mega sín og hafa bara hendurnar til sinnar framfærslu, og miða ég þá við mína lífsreynslu, því ég hef nokkrum sinnum verið illa leikinn. En það eru takmörk fyrir hvað ein blaðagrein má vera löng. Vissulega eru margir atvinnurek- endur heiðursmenn, en allir eiga þeir eitt sameiginlegt, bæði vondir og góðir, það er að halda kaupi lág- launamannsins eins langt niðri eins og mögulegt er með öllum tiltækum ráðum, það er eitt af stefnumörkum frjálshygggjunnar. Frjálshyggjumenn að tryggja sínum manni stöðu? æxlast svo, að þangað hafa skipast menn með litla þekkingu á útgerð og fiskiðnaði, og stundum virðast ann- arleg sjónarmið ráða. Því ætti starfs- fólkið að hafa trú á fasteignasölum, forstjórum einkafyrirtækja eða bók- sölum burtséð frá pólitiskum skoðunum þeirra? Ég sagði starfs- fólkið, því að fyrirtæki sem rekið er á ábyrgð sveitarfélagsins með þeirri röksemd að atvinnuöryggi starfs- fólksins krefjist þess, á auðvitað að lúta stjórn starfsfólksins, ekki mönnum sem eru í kafi i einkarekstri. Sofus Berthelsen Nú hefur verið auglýst eftir fram- kvæmdastjóra fyrir útgerð og fisk- iðnað sveitarfélagsins, hvað kemur Fyrir fimmtíu árum stofnuðu félagshyggjumenn í sveitarfélagi greinarhöfundar útgerðarfyrirtæki. Á þeim árum hefur á ýmsu gengið með reksturinn og virðist ganga enn. DB-mynd. Frjálshyggja getur verið það frelsi til að framkvæma hvaðeina sem hugurinn girnist án afskipta annarra, og þróast þá stundum tilhneiging til að fara bakvið lög og reglur, eða setja lög og reglur sér í hag, oft á kostnað þeirra sem minna mega sín. Stundum hefur einkaframtak verið tengt orðinu frjálshyggja. Frá mínum sjónarhóli séð er einkafram- tak tvenns konar. Annarsvegar detta mér i hug persónuleikar, sem rífa sig áfram til vegs og virðingar vegna eigin verðleika, dugnaðar og út- sjónarsemi, og með eigin höndum, án þess að þurfa kaupa annarra vinnu- kraft, fyrir þeim persónuleikum ber ég virðingu, hvort sem þeir eru karlar eða konur. Hins vegar eru persónu- leikar sem tileinka sér gróðavonina, og kannski helgar þá tilgangurinn meðulin, til að ná settu marki, notandi aðstöðuna og auðinn, sem þeir hafa ekki alltaf öðlast af eigin verðleikum, heldur hafa fæðst með silfurskeið í munni. Oftast er auður- inn sem hafður er til ráðstöfunar, ekki þeirra eigin, heldur sóttur í sjóði þjóðarinnar. Hér langar mig að vitna í neðan- málsgrein i Vísi 11. sept. eftir Finn Torfa Stefánsson, hann segir: „Fyrir- tækin eru í einkaeign, eigendurnir stjórna rekstrinum og mæla sér sjálfir kjör, en skattborgararnir bera hinsvegar ábyrgðina. Sú ábyrgð kemur oftast fram í því formi að tapið er þjóðnýtt. Hagnaðurinn, ef einhver er, rennur hinsvegar til eigenda. — ” Ég vona að Finnur Torfi fyrirgefi mér þjófnaðinn, en þessi orð hans eru mér gulls ígildi og falla svo ljóm- andi vel að minni hugsun, og hann heldur áfram — „Menn furða sig stundum á því hvernig fjármagnseig- endum hefur tekist að koma sér upp svo vel lukkaðri svikamyllu.” — Já, Finnur Torfi, en hér hefði ég heldur sagt fjármagnshafendur, í staðinn fyrir fjármagnseigendur. Af mínu litla viti álít ég mann- skepnuna félagsveru frá náttúrunnar hendi. Fáir geta án annars verið. Þess vegna er mannskepnunni hollast að standa saman í framkvæmdum og vinnu og njóta í sameiningu góðs af í frelsi, jafnrétti og bræðralagi, þar er félagshyggjan mannskepnunni holl- ust, annað er óeðli og skaðlegt fram- þróuninni. í anda félagshyggjunnar hafa nokkur sveitarfélög stofnað til atvinnureksturs til að forða atvinnu- leysi, og I anda félagshyggjunnar hafa samvinnufélög verið stofnuð. Athyglisvert er að atvinnurekstur sveitarfélaga hefur oft átt erfitt upp- dráttar, vegna afskipta einka- rekstursmanna, kannski hafa þeir ekki sætt sig við samkeppnina, kannski hefur frjálshyggja þeirra verið skert. Loka þegar þeim hentar Fyrir 50 árum voru félagshyggju- menn í meirihluta í mínu sveitar- félagi, og með framsýni og dugnaði stofnuðu þeir til útgerðar á vegum sveitarfélagsins til að forða atvinnu- leysi, sem var gífurlegt. Á þessum 50 árum eru ótaldar þær þúsundir af verkafólki, sem notið hafa góðs af at- vinnurekstri sveitarfélagsins, kyn- slóðir hafa komið og kynslóðir farið, á sama tíma hafa einkarekstursmenn lokað sínum fyrirtækjum þegar þeim hefur hentað, hvað annað, þetta var þeirra einkarekstur, ekki verka- fólksins, því kom reksturinn ekki við. Á ýmsu hefur gengið með útgerð sveitarfélagsins, stundum vel og stundum ver, allt eftir árferði eða stjórnun fyrirtækisins, því menn eru misjafnlega gefnir til stjórnunar, og þó komið hafi fram færir forstjórar, hafa þeir ekki notið sín vegna ofríkis einstaka sveitarstjórnarmanna, og þannig er það um þessar mundir. Hinir pólitísku flokkar skipa í út- gerðarráð mönnum eftir styrkleika flokkanna, og stundum hefur það til? Ekki hefur starfsfólkið heyrt, að núverandi forstjóri hafi sagt upp störfum, en hann er sérstaklega vel liðinn af starfsfólkinu, og varla hefur það sakað að fyrirtækið hefur frekar sýnt hagnað heldur en hitt síðan hann tók við rekstrinum. Starfsfólkið getur ekki séð annað með framferði sveitarstjórnarmanna, þeirra sem frjálshyggjunni fylgja, en í fyrsta lagi þurfi þeir að tryggja sínum manni forstjórastöðu, í öðru lagi hafa fram- ámenn frystihúsa tilkynnt stóran hallarekstur, þess vegna er ófært að eitt frystihús sé hallalaust, og því nauðsynlegt að bola forstjóranum frá, kannski þetta hvort tveggja sé. En starfsfólkið vill hafa þennan forstjóra, og kannski er rétt að geta þess I leiðinni, að starfsfólkið vill hafa þessa verkstjóra alla, því þeir eru framúrskarandi i framkomu sinni og færir á sínu sviði. Það er ríkjandi góður vinnufriður og vonandi verður engin breyting þar á. En stjórn- endum mins sveitarfélags er það kannski enn I fersku minni, þegar starfsfólk útgerðarinnar lét þá standa frammi fyrir alþjóð eins og viðundur. Þá var samstaða starfsfólksins frá- bær, kannski er sú samstaða ennþá fyrir hendi. Sofus Berthelsen £ „Athyglisvert er aö atvinnurekstur sveitarfélaga hefur oft átt erfitt upp- dráttar vegna afskipta einkarekstursmanna. Kannski hafa þeir ekki sætt sig við samkeppn- ina, kannski hefur frjálshyggja þeirra verið skert.” ✓

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.