Dagblaðið - 24.09.1981, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 24.09.1981, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1981. 11 ótel... ■ ■■ á besta staö í bænum. Þægileg vel búin herbergi. Lipur þjónusta. Salur.. II■ leigður út til funda og skemmtanahalds. Heitt eöa RAUÐARÁRSTÍGUR 18 SÍMI28866 kalt borö, kökur, snittur og kaffi. Frekari rannsókn á orobronze ytra —til að sannreyna niðurstöður rannsókna hérlendis „Ráðuneytið sendi mann út til Danmerkur með þetta efni til frekari rannsókna. Efnið var rannsakað hjá rannsóknarstofu Háskólans en menn voru ekki vissir um hvort sú niður- staða væri rétt þannig að betra þótti að senda prufu til Danmerkur,” sagði Jón Ingimarsson skrifstofu- stjóri í heilbrigðis- og trygginga- ráðuneytinu, er hann var inntur eftir hvað liði rannsóknum á „brúnkupill- unum” orobronze. DB skýrði frá i byrjun þessa mánaðar athugunum á orobronze eftir veikindi stúlku sem tekið hafði þessar pillur inn. Stúlkan fékk miklar sjóntruflanir, heilabjúg og of mikið A-vítamín myndaðist í blóði. í framhaldi af þessu fór yfir- læknir taugadeildar Landspítalans fram á rannsókn á orobronze svo og landlæknisembættið. „Það sem reynt verður að finna í þessari rannsókn er hvort samsetn- ingar á efni eru eins og gefið er upp. Hvort þetta efni sem er hér á markaði sé samskonar og rannsakað hefur verið erlendis. Ef slíkt kemur 1 ljós gilda þær sannprófanir. Ef það hins vegar kemur í ljós að skaðleg efni finnast, er engin ástæða til að leyfa sölu efnisins hér á landi,” sagði Jón ennfremur. Þá sagði hann að sala á þessari vöru hefði verið leyfð eftir að ráðu- neytið hefði leitað upplýsinga frá eit urefnanefnd ogyfirlækni húðsjúk- dómadeildar Landspítalans. „Þessir aðilar skoðuðu öll gögn sem fylgdu með vörunni og þeirra álit var að ekkert benti til að skaðleg efni væru í orobronzinu, Þegar það hins vegar kemur upp að hækkandi A-vítamin finnst í blóði manneskju sem neytt hefur þessa efnis þá verður ráðuneyt- ið að kanna það nánar,” sagði Jón Ingimarsson. Sendimaður ráðuneytisins er vænt- anlegur heim um helgina en ekki vissi Jón hvort niðurstöður kæmu nteð honum. Þó reiknaði hann með að þær ættu að vera til um miðja næstu viku. -ELA. Kaffistofan ■ ■. er allan daginn. Heitur matur, brauö, kaffi og kökur. Vistlegt umhverfi. Brimið rýkur yfir bryggjukant í Bol- ungarvik i óveðrinu um siðustu heigi. DB-mynd: Kristján Friðþjófsson. Óveðríð á Vestfjörðum: Rafstreng- urinn slitn- aðiog sjónvarpið skrftið síðan — 44 íknattspymu meðtvoknetti Mikið óveður gerði í Bolungarvík sem og víða annars staðar á Vest-, fjörðum um helgina. Kyngdi niður snjó á laugardaginn og á sunnudaginn var hífandi rok. Þá gerði báturinn Hugrún hvorki fleiri né færri en fjórar tilraunir til þess að komast inn í höfnina en gekk ekki fyrr en í þeirri síðustu vegna brims. Vegir lokuðust eða tepptust og raf- strengurinn á milli Bolungarvíkur og ísafjarðar slitnaði. Var rafmagnslaust á Bolungarvik i 5 klukkustundir. Við vonda veðrið versnuðu móttökuskil- yrði sjónvarps til muna og voru þau þó ekki góð fyrir. Höfðu menn það á orði að í íþróttaþættinum á mánudag hefðu ekki verið 22 leikmenn í fótboltanum heldur 44 og oft með tvo til þrjá knetti. Var leikurinn auðvitað mun meira spennandi fyrir bragðið. -DS/KF, Bolungarvík. Mannfæð í Landsbankanum? „ Veit ekki betur en fullmannað sé hér” — segir starfsmannastjórinn, Ari Guðmundsson ,,Það kemur mér alveg á óvart ef konan hefur ekki fundið neinn gjald- kera til að afgreiða sig,” sagði Ari Guðmundsson, starfsmannastjóri Landsbankans, er blm. bar undir hann hvort skortur á starfsfólki herj- aði á aðalútibú bankans í Austur- stræti 11. Kona ein hafði samband við blaðið í gær og fannst harla fá- mennt í höfuðstöðvum bankans. Hefði starfsfólk borið því við að vinnan væri illa greidd og erfiðlega gengi að fá fólk í stöðurnar. ,,Ég veit ekki betur en fullmannað hafi verið hjá okkur í dag eins og aðra daga og mér finnst þetta nú skjóta dálítið skökku við því alltaf er verið að hamra á því að bankarnir séu ofmannaðir fólki ef nokkuð er,” sagði Ari. ,,Það má sosum vel vera að einhver umgangspest hafi gripið um sig í hádeginu, en svo mikið er víst að allt var með felldu í morgun.” -SSv. Thomas J. Kilcline, varaaðmíráll og yfirmaður flughers flota NATO á Atlantshafl, skrúfar frá rennsli heita vatnsins. Kilcline nýtur aðstoðar Marshalls Brement, nýskip- aðs sendiherra Bandaríkjanna á íslandi við verkið, en lengst til vinstri er Eiríkur Alexandersson, stjórnarformaður Hitaveitu Suðurnesja. DB-mynd: Bj.Bj. Hitaveita Keflavíkurflugvallar formlega tekin f notkun: Orkuf rekari en öll önnur sveitar- félög á Reykjanesi — heildarkostnaður við hitaveituna áætlaður um 380 milljónir króna Hitaveita Keflavíkurflugvallar var tekin í notkun við hátiðlega athöfn í gærdag, en hitaveitan fær vatn frá Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi. Þótt hitaveitan sé formlega tekin í notkun nú er lagningu hennar ekki enn full- komlega lokið, en 1. júlí sl. var búið að leggja 48% af dreifikerfinu á Kefla- vikurflugvelli. Hitaveitan verðuf svo fullbúin um mitt næsta ár. Hitaveita þessi er mjög orkufrek og fær meira vatn frá Svartsengi en öll önnur byggðarlög sem heitt vatn fá frá Hitaveitu Suðurnesja. í þeim byggðar- lögum búa samtals um 12.000 manns. Má nefna í því sambandi að jafnmikið heitt vatn þarf til að hita upp stórt flug- skýli og þarf til að hita upp öll hús í Sandgerði. í Sandgerði búa þó um þús- und manns. Samkvæmt samningi varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli og Hitaveitu Suður- nesja mun varnarliðið greiða um 416 milljónir króna fyrir heita vatnið næstu 10 árin. Þá greiddi varnarliðið hitaveit- unni um 150 milljónir króna fyrir dreifikerfið og dælustöðina sem því fylgdi. Að auki munu íslenzkir aðai- verktakar taka að sér að hætahitunar- búnað húsa á Keflavíkurflugvelli og er áætlað að það verk muni kosta varnar- liðið um 120 milljónir króna. Loks mun varnarliðið eyða um 110 millj- ónum króna i að bæta og lagfæra dreifikerfið á næsta ári. Við að nota heitt vatn til húsahitunar mun varnarliðið árlega spara um 166 þúsund tunnur af olíu. Að sögn Eiríks Alexanderssonar, bæjarstjóra í Grindavík og stjórnarformanns Hita- veitu Suðumesja, er rúmlega helmingi ódýrara fyrir sveitarfélögin á Reykja- nesi að nota heitt vatn frá hitaveitunni til húsahitunar, en að nota oliu. Án þess að nefna nokkrar tölur, sagði Eiríkur að sparnaður varnarliðsins yrði örugglega einnig mikill. Þá sagaði Eiríkur að varnarliðið hefði að nokkru greitt fyrir heita vatnið fyrirfram, því það hefði borgað kostn- aðinn við að leggja dreifikerfið á Kefia- vikurflugvöll. Sagði Eiríkur að það hefði komið sér mjög vel fyrir Hita- veitu Suðurnesja því þá hefði hitaveit- an ekki þurft að taka lán fyrir þeim framkvæmdum. Að síðustu sagði Eiríkur að vatnsverðið til varnarliðsins væri tengt oliuverði, þannig að það hækkaði í samræmi við oliuverð á hverjum tíma. -SA.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.